Morgunblaðið - 09.10.1918, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
NÝJA BÍÓ mm—mm
Á heimleið.
Stórfengl. sjónl. i 3 þáttuœ, 50 atr. Samið hefir Marius Wuiff.
Aðalhlutverkin ieika:
Vald. Psilander og Ebba Thomsen.
Fyrsta flokks bifreiðar
ávalt til leigu.
St. Einarsson. Gr. Sigurðsson.
Sími 127. Sími 581,
Jafnvel mentaðir menn í öllum
löndum héldu að Noregur væri hluti
af Svíþjóð. Og hinn sama skilning
fær ísland að heyra.
En þó er danska utanríkisstjórn-
in ekki hið versta.
Hið versta er: fæðingjaréttur
Dana á íslandi. Dyrnar hafa verið
opnaðar á gátt í einum svip. Því
að Danir fá borgararétt á íslandi
undir eins og þeir flytjast þangað.
Eg er hræddur um, að íslending-
ac séu svo óðfúsir til þess að heita
s álfstæð þjóð — að peir %efi landið
sitt,
Það hefir vitanlega litla þýðingu,
þó að íslendingar hafi sama rétt í
Danmörku. ísland er stórt land og
sttjálbygt, Danmörk lítið land og
þéttbýlt. A Islandi eru fjöll, stórir
fossar með íramleiðsluafli, heitar
laugar o. s frv.
ísland er framtiðarland; þvi að
rafmagnið er gull framtiðarinnar.
Þjóðin gæti aukist og stækkað sjálf-
krafa og orðið stór. En nú streyma
Danir sjálfsagt þangað, svo að þeir
verði nógu snemma í meiri hluta.
Og þá er það að eins tímaspursmál,
hversu lengi fornmálið helzt þar;
dönsk tunga fær yfirhöndina.
Þegar nógu margir Danir hafa
fluzt þangað, heimta þeir danska
skóla fyrir börn sín; danskan verð-
tir mál hinna finu, og aiþýða sogast
með, eins og fór i Noregi forðum
og gerist enn í dag. Þannig fer
ails staðar.
Og glatist islenzk tunga, þá er
það stórtjón, eigi að eins fyrir ís-
land, heldur fyrir allan heim, þvíað
Isienzk tunga og menning eru ein-
hverjir dýpstu tónarnir í samhljómi
heimsins.
Eg hefi verið á íslandi og dansk-
am hljómaði illa í munni íslendinga.
Hún hæfði þeim alls eigi. Með
ttanskri tungu hleypur þjóðin í bak-
lis, og getur eigi lengur notið and-
ans auðæfa sinna.
fá, fæðingjarétturinn er það versta.
Það er stór hætta fyrir íslenzka
menningu.
Betra hefði verið að status quo
hefði haldist enn nokkra hríð. Þvi
að það er meira en litið hættulegt
að opna þannig allar dyr á gáttfyr-
stærri þjóð, og verða svo ef til vill
sjálfur útundan og geta hvergi kom-
ið nærri.
Oss hefir virst rétt að skýra mönn-
ca frá því helzta, sem sagt er um
ssmbandslögin nýju út um heim —
eíns frá því, sem þeim er fundíð til
foráttu. Þess vegna birtum vér fyrir
skemstu greinar tvær úr »Gula Ti-
dend« ;’og þess vegna birtum vér
nú þessa grein.
Hitt þurfum vér eigi að taka
fram — það munu allir lesendur
Morgunblaðsins vita — að vér erurn
eigi sammála því, er sagt er í grein-
um þessum. En vér viljum eigi
að andstæðingar sambandslaganna
geti haldið þvi fram, að þjóðin hafi
verið dulin þess, sem lögunum er
fundið til foráttu út í frá.
Eigi er það nema hálfur
sannleikur, að Danir séu ánægðir
með lögin. Þeir menn meðal Dana,
sem fjandsamlegastir hafa jafnan ver-
ið í vorn garð, svo sem próf. Knud
Berlin, hamast gegn lögunum, og
ætti það eitt að vera næg meðmæli
með þeim frá voru sjónarmiði, þótt
eigi sé tekið tillit til þess, að marg-
ir ágætustu íslandsvinir erlendis
telja oss mikið happ að þessari
samningagerð, og stórmikill meiri
hluti blaðanna í Noregi og Svíþjóð
telja hiklaust, að samkvæmt þessum
lögum komist ísland á bekk með
öðrum fullvalda þjóðum.
„Fátt er of vandlega hngað'1.
1 Morgunblaðinu 29. ágúst i sum-
ar er grein, sem vakti alhygli mina,
sökum þess að fyrirsögnin er »Lit-
ið úr jurtum*. Eg kann vel við
þessi orð, og þau þyrftu að hljóma
fjöllunum hærra um alt land, þvi
að það er hverju orði sannara, að
við ættum og gætum litað úr íslenzk-
um jurtum, en frægastur er núekki
njólaliturinn. Það er minst minst
haft fyrir honum, en það sem eg
tel frægasta litinn, er sortuliturinn
með sortulyngi og birkilaufum, eink-
um vegna þess, að nú fæst hvergi
mér vitanlega svartur né dökkbiár
litur á landinu að sagt er, og veld-
ur það miklum baga, en hvi þá
ekki að leggja mest kapp á að lita
hann ?
Satt er það, að gult verður grænt,
sé það látið i >indigó«, en tilhvers
er að benda á það, ef það er satt,
að að hann fáist hvergi i landinu?
En annað mál er það, að við get-
um fengið bláan lit ef við tökum
bláklukku og sjóðum hana vel með
ögn af koparvitrióli og litlu af vin-
steinsdufti. Þá kemur mosaliturinn,
og ekki siztur greyið. Ekki er rétt
að sjóða hann í eintómu vatni, nema
menn vilji hafa hann gulleitan, en
eigi hann að verða brúnn, þá þarf
hann að liggja i keitu náttlangt, og
þvo hann áður úr vatni, svo að
steinar og mold losoi við hann.
Daginn eftir sé potturinn settur upp
yfir eld, litareÍDÍð látið i hann, og
sé nú látið krauma drjúgum, ekki
minna en 3—4 stundir. En vilji
menn hafa hann enn dekkri, skal
láta matskeið af salmíaksspíritus, og
gjarnan dálitið af vinsteini. Við
þetta dökknar hann ótrúlega, og
verður nærri svartur. Það má gera
mosalitinn með ótai litbreytingum,
láta njóla, mikið nokkuð, út i pott-
inn, og þegar hann hefir soðið */2
tima, má svo bæta út i dálitlu af
mosa og láta sjóða lengur. Randir
af þessum lit hefi eg haft i hvitan
trefil, og þykir furðu fagui. í vefn-
er hann fagur, satt er það; en hvað
er nú að tala um glit ? Liklega út-
dautt.
Með burknablöðum má grænt lita,
með álúni og birkiblöðum, einnig
barka skinn með sama hætti og
birkiberki. Ur burknarót má einnig
gera sápu. Rótin er fyrst brend til
ösku. Það gerðu Englendingar fyrr-
um. Þetta reyndi undirrituð i ung-
dæmi sínu einu sinni ásamt annari
stúlku, en því var enginn gaumur
gefinn. Við hituðnm vatn og létum
öskuna út I, og það fundum við,
að sáputegund var i henni, þó að
ekki gengi vel úr þvottinum, sem
að eins voru svuntur. Þetta var
lítið sem við tókum.
Eg gæti ritað vænan »pésa« um
ýmsar litargerðir, sem eg hefi reynt,
en hér mun nú staðar numið að
sinni. Og eg er ekki viss um að
þess konar pistlar gengju út, sízt að
sinni, því að sumum er meinilla við
íslenzka liti, þó ekki sé trúlegt. Vel
lika mér niðurlagsorð konunnar í
Morgunblaðinu: »að enga muni iðra
að gera tilraunir*, og hún bætir við
þessum orðum, sem lýsa áhuga
hennar á málinu: »Manni þykir
ótrúlega vænt um það, sem heimilið
framleiðir, hvað sem það er«. Hafi
hún blessuð sagt þessi uppörfunar-
orð, hver sem hún er.
Stykkishólmi, í September 1918.
Jlnna Thorlacius.
I dagbok...............|
Kveikingartími á ljóskerum blfreiða
og reiðhjóla er kl. 7x/2 síðd.
Gryíjan á Lækjartorgi er enn op-
in og ber eigi á öðru en að hún eigi
að vera opin þangað til einhver hef-
ir vilzt ofan i hana i myrkri og
slasast til óbóta.
Kirkjugarðar eru friðhalgir stað-
ir — eða eiga að vera það. En svo
er eigi umkirkjugarðinnhór. Til dæm-
is um það, má geta þess, að á
sunnudaginn var fjöldi sauðfjár þar
á beit og auk þess voru þar tvær
geitur í t j ó ð r i á Ieiðunum nyrst
á garðinum. Finst mönnum það
annars eigi óviðkunnanlegt að hafa
kirkjugarðinn fyrir beitiland — láta
kindur og geitfé troða niður Ieiðin
og uppræta blóm og hríslur sem
ræktarsamir vandamenn hafa gróður-
sett á leiðum framliðinna Vina og
nánustu ættingja? Hver hefir leyfi
til þess að gera kirkjugarðinn að
bithaga?
Sterling fór héðan laust eftir há-
degi í gær. Margir farþegar sem
ætluðu með skipinu fóru, landveg
béðan suður í Hafnarfjörð síðdegis
og tóku skipið þar.
Gæftaleysi hefir verið hér uudan-
farna daga og þess vegna fisklítið í
bænum.
Skallagrímur hefir selt afia sinn
í Englandi fyrir 7500 pund Sterling.
Tvær sögnr eftir Huldu hefir Ar-
inbjörn Sveinbjarnarson bóksali gefið
út. Bókar þessarar verður síðar
minst í Morgunblaðinu.
Síminn til Siglufjarðar slitnaði í
ofsaveðrinu á mánudaginn, en komst
f lag aftur snemma í gær.
Alt liækkar. Fyrir að sviða ein
kindarsvið verða menn nú að greið*
50 aura.
Bókmentir.
Kvæði og leikir handa
börnum. Safnað hefir-
Halldóra Bjarnadóttir,
Veturinn fer að ganga í garð og
menn fara að svipast eftir bókum
handa börnum sinum. Það er ólíku
meira til af isl. barnabókum nú held-
ur var i uppvexti þeirra, sem komn-
ir eru á fullorðins ár.
Þó mun þeirri bók ekki ofaukið,
sem nefnd er hér að ofan.
í henni eru visur og kvæði margra
skálda, kunnra og ókunnra, og lýs-
ingar á nokkrum .skemtunum, sem
eru við barna hæfi.
Enn fremur eru þar nótur, til
leiðbeiningar við sönginn. Eru þæf
handhægar, þar sem hljóðfæri eru til.
Mér virðist bók þessi vel fallin til
notkunar við kenslu, hvort sem ef
i skólum eða heimahúsum.
Það verður aldrei nógsamlega brýot
fyrir foreldrum og kennurum að fara
með vísur og ^kvæði^fyrir^börnum.