Morgunblaðið - 16.10.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fyrsta flokks bifreiðar ávalt til leigu. St. Elnarsson. Gr. Slgurðsson. Simi 127. Simi 581. Ef til vill hafa stjórnmálamennirnir ean eigi skilið það að heimurinn hefir breyzt þannig. Ef til viil hafa þeir eigi gefið bein svör við sum- um spurningum fjöldans, vegna þess að þeir skildu eigi hvað það var sem menn vildu vita og b?erra svara var krafist. Þjófnaðurinn á strandferðaskipunum. Síðan vér gerðum þjófnaðinn um borð í strandferðaskipinu Sterling að umtalsafni um daginn, hafa margir minst á það við oss, hve nauðsyn- legt væri að einhverjar ráðstafanir vseru gerðar til þess að koma í veg fyrir þennan ófögnuð. En það er hægra sagt en gert. Meðan þilfars- farþegum er leyfður aðgangur að lestarrúmum skipanna, er óhugsandi að hægt sé að koma í veg fyrir þjófnað. Hefir viðurkenning eignar- réttarins farið mjög þverrandi upp á síðkastið, peningagræðgi fólksins orð- in svo mikil, að það notar hvert tækifæri til þess að stela, einkum hlutum, sem hægt er að koma í peninga. Hvað strandferðaskipunum viðvik- ur, þá er rétt að geta þess, að það er að eioa af lipurð og manmið, að því fólki, sem keypt hefir farmiða á »þilfari«, er leyfður aðgangur að lestum skipanna. Aðgangurinn hefir því verið leyfður af því, að fólki hefir verið sýnt það traust, að það mundi ekki stela af vörunum. En þar sem nú hefir komið fram, að fólki er ekki treystandi, þá er ekk- ert skiljanlegra en það, að umráða- menn skipanna neiti þilfarsfarþegum um leyfi til þess að sofa i lestinni. Er það auðvitað leitt, að þeir sak- lausu verði og að híma kaldar haust- nætur á þilfari, hvernig sem viðrar, en það er eins i þessu sem svo mörgu öðru, að þeir saklausu líða fyrir hina seku. Þessi þjófnaðamáttúra, sem er að vakna í íslendingum, er annars mjög alvarleg. A hverjum degi er stolií meira eða minna hér í bæ, þótt það sé ekki ætíð mikið, þá sýnir það, að tilhneigingin er til staðar. Og við það umburðarlyndi sem yfir- völdin sýna, og umburðarlyndi fólks- ins með þeim sem stela frá þvi — magnast tilhneigingin og áræðið. Það má búast við því að hér þrosk- ist bráðlega stórglæpir, ef ekkert er gert til þess að stemma stigu fyrir þessum smáglæpum. ===== Það er nógu fróðlegt að sjá skýrslu Eimskipafélagsins yfir þær vörur, sem huifu úr Sterling síðustu ferð- ina. M. a. var stolið ijóli fyrir 100 kr., skófatnaði fyrir 80 kr., einum smjöikassa 181 kr. virði, öðrum 100 kr. virði, hinum þriðja 100 kr. virði, einum 80 kr. virði, einum 200 kr. virði og ýmsum vörum fyrir um 130 krónur. Og er þó hæpið, að öll kurl séu enn komin til grafar. Það er vonandi að þær ráðstafanir, sem forstjóri Eimskipafélagsins hefir gert til þess að hindra þjófnað úr estinni yfirstandandi ferð Sterlings sem vér getum að svo stöddu >ó eigi greint frá hverjar eru — beri árangur. Annars er ekkert ráð :'yrir hendi annað en að banna öll- um farþegum aðgang að lestairúmum skipannanna. Dómsmálafréttir. Yfirdómur 14. okt, Málið: Kristinn Guðnason gegn Sigurði Sigurðssyni. Mál þetta höfðaði áfr. fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur gegn stefnda, Sig- urði Sigurðssyni járnsmið hér í bæn- um, til þess að fá hann dæmdan að skila aftur bifreiðardekkum nokkrum, dæmdan í skaðabætur og sektir fyr- ir sjálftöku. En málið reis út af sölu á Overlandbifreið, er áfr. hafði keypt hjá stefnda sumarið 1916, en síðar varð samkomulag um að stefndi tæki aftur ásamt því er bif- reiðinni tilheyrði þá, og voru það umrædd dekk, er stefndi taidi tilheyra bifreiðinni og tók þau til sín, en áfr. vildi ekki viðurkenna að svo væti. Málinu lauk svo fyrir bæjarþinginu, að stefndi var alger- lega sýknaður, en áfr. dæmdur i kr. jo.oo málskostnað. Dómi þessum skaut áfr. til yfir- dómsins og gerði þar þær sömu kröfur og fyrir bæjarþinginu, en yfirdómurinn leit svo á, að stefndi hefði haft heimild til að líta svo á, að umþráttuð dekk hefðu tilheyrt bifreiðinni, og hefðu því átt að fylgja henni, er áfr. skilaði henni aftur samkvæmt samkomulagi þeirra. Bæjarþingsdómurinn var því stað festur að því er sýknunarákvæðið snerti, en áfr. dæmdur í kr. 60.00 málskostnað fyrir undir og yfirdómi. Kindurnar í M\ Kirkjugarðar eru allsstaðar meðrl siðaðra manna friðhelgur staður. Fjöldi manna á þar náðustu ættingja og ástvini, og menn gera sér það að.. skyldu, að prýða leíði þeirra, hlúa að hinurn hinsta hvíidaistað vinanna. Þannig er það meðal sið- aðra manna. En hvernig er átandið hér? Hér er kirkjugarðurinn í svo mikilli niðurniðslu, að hann er höf- uðstaðnum til hábnrinnar skammar. og þau leiði, sem eftiriifandi ættingj- ar hafa prýtt með blómnm og öðru, fá ekki að vera i friði, hvorki fyrir mönnum né skepnum. Mennirnir stela blómunum og kindurnar naga hvert grasstrá á leiðunum. Er þetta sæmandi siðuðu fólki? Vér beinum þeirri spurningu tií lögreglustjóra, því hann er það, sem sjá á um að slík svívirðing eigi sér ekki stað, að sauðfjáreigendur láti fé sitt á beit á leiði framliðinna ástvina vorra. Vér fáum ekki séð að lögreglan vinni þarfara starf með því að híma um borð í skipum á höfninni heila og hálfa dagana til þess að rannsaka farangur manna. Mun mörgum finnast, að hún gerði meira gagn með því að smala fénu úr kiikju- garðinum — að minsta kosti finst öllum það, sem ástvini eiga í hinum svokallaða kirkjugarði Reykjavíkur. Kðtlugosið. Engar nýjar fréttir korr.u af gos- inu i gær, en ekkert lát mun vera á því enn, eins og glöggt mátti sjá héðan, því að gosmökkurinn var engu minni i gær heldur en á laug- ardaginn. í fyrrakvöld fóru að sjást héðan eldingar aftur og gekk á því í alta fyrrinótt, þangað til birti af degi. í gærkvöldi sáust lika eldingar. Sambands-sáttmálinn og Stúdentafélag Háskólans. .Nýja Sið. verður sýnd í kvöld og næstu kvöld. Sýnitigar byrjakl.8 Það eru liðnir nokkrir dagar síð- an vér bentum lögreglunni á það, að það bæri að hafa eftirlit með því, að kindur séu ekki á beit i kirkjugarði höfuðuðstaðarins, en samt virðist ekkert hafa verið gert til þess að hindra þennan ósóma. Eftirfarandi fundarályktun var á fundi i Stúdentafélagi Háskólans, sem haldinn var 14. þ. m., sam- þykt með öllum atkvæðum gegn 1. »Stúdentafélag Háskólans vill lýsa yfir fylgi sinu við sáttmála þanu, sem nú hefir verið gerður við Dani. Félagið telur hann að öllu athuguðu svo stóran sigur fyrir sjálfstæðis- stefnuna á íslandi,að það væri hið mesta glapræði ef honum yrði hafnað, enda höfum vér með honum greidda götu til skilnaðar við Dani eftir ár ið 1940 ef íslendingum býður svo við að horfa. Skorar því Stúdentafélag Háskól- ans á islenzka kjósendur, að greiða sambandslögunum óhikað atkvæði £9. október næstkomandi«. Heslar og kuldarnir Mér hefir dottið í hug að vekja athygli á þvi hvort ekki væri leið að því, þegar hretviðri og næðingar skiftast á í ákafa, og dagarnir kólna dag frá degi, að iina dálítið kvalræði það sem vesalings hestarnir sem úti standa, verða að þola, vegna kuldansc A eg þar sérstaklega við magra og suögga brúkunaihesta, sem að meira eða minna leyti eiga að hafa ofan af fyrir sér. Snöggir og gisháraðir verða þeir oft að standa á bersvæði, hrollkaldir ef ekki skjálfandi. Hirða þeir þá minna um að hafa ofan í sig, en hitt að leita sér að skjóli, sem oftast er ekki annað en lágar girðingar eða litil mishæð, sem að engu gagni kemur, og helst ekki stingandi strá að finna nálægt. En þrátt fyrir þessi lítilfjörlegu afd.ep, leitast þeir þá við að hafa þess sem bezt not. Þessu hafa allir veitt eftir- tekt, sem muna eftir hestum og hugsa um þá. Þegar hestarnir fara að leggja af á haustin dettur af þeim hárið, og er það þó sem sizt mætti eiga sér stað að þeir mistu hvorí tveggja í senn. Það er ekki af sulti að það á sér stað, það er af kulda, þess vegna á að klæða þá — helzt með góðum striga, það veitir þeim óumræðilegt skjól og varnaí því að þeir missi hárið, þá eru þeir heitir og hlýir og skrauíþurrir, hverju sem viðrar og hirða þá ekkt um annað en að hafa sig að beit, Margir kosta svo mikið til hesta sinna að þeir mundn ekki telja þaO eftir sér að klæða þá, ef þetta væri siður að klæða þá. Og það er blátt áfram stóibagnaður, sem sparar fóður og hesteigendurnir hefðu þeirra betur not. Þetta er ekki sagt út í »loftið« heldur af reynslu. Klæðið þvt hest- ana og látið þá hafa áklæðið í t.ag- anum; það borgar sig. Og ekki et það mjög vandasamt að ganga svo frá yfirbreiðslu að vel dugi, það í að spenna á tveim stöðum undir kvið og yfir brjóstið neðarlega og hafa »volka< að aftan og stag aftuf fyrir lærin. Þetta er það bezta, seú* hægt er að gera fyrir mörgu hestaD* mögru. »Híra er á við hálfa gjöf« segi^ gott og gamalt máltæki. Hestavinur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.