Morgunblaðið - 01.11.1918, Side 2
5
WO'Ra^'NWT Af)Tf1
mm—m» Nýja
Börn Grants
skipstjóra
verða sýnd
enn I kvöld.
Kaupirðu góðan hlut -- þá mundu hvar þíi fekst hann.
Nýkomið til útgerðar:
Logg fyrir stór og smá skip, sem marga hefir vantað. Manilla af öllum stærðum, sérstaklega ódýr.
SíldaFnetateinarnip eftirspurðu. Segldúku?
Dekk-kúsiar Skfúbbaf Fiskburstap Hamrar Hnífar
Vasahnífar og FlatningslinífaF Bouy-Iukiir, Glös og Brennarap
Stálsagir Stálsagarblöð
Verk Kítti Fægipúlver Saumavélaolía Steinbrýni Barkalitur
Önglaf af öllum stærðum og margt margt fleira.
SÍQurjóns nel bezf
oq ódýrusf.
Allar þessar vörur eru seldar afaródýrt meðan til eru. Notið því tækifærið og verzlið þar sem vörurnar eru
ódýrastar, en það er hjá
Sigurjóni Pjeturssyni, Hafnarstræti 18.
ar sótt fram og þeir hafa hafið
nýja sókn hægra megin við Peron,
fyrir vestan Monceau-le-Neuf og
tekið þar marga fanga. í Lorraine
liafa staðið návígi, og liáru Prakk-
ar hærri hlut.
TilKynning Bandarikjamanna.
París, 30. okt.
Norðan við Verdun hafa her-
sveitir vorar tekið Aincreville og
tekið sér stöðvar rétt fyrir norðan
það þorp. Áköf stórskotahríð var
háð alla nóttina á ýmsum stöðum.
1 Woevre lenti framvörðum vorum
í. orustu við óvinina. Bárum vér
hærra hlut og tókum fanga.
Vopnahlés-skilyrði.
London, 30. okt.
1 ræðu, sem innanríkisráðherra
Breta flutti í neð#i deild brezka
þingsins í gærkveldi, sagði hann að
eitt. af skilyrðunum fyrir vopna-
hléi yrði, að allir brezkir fangar
yrðu þegar í stað látnir lausir, og
hegnt verði þeim mönnum, sem
hafa gert sig seka í illri meðferð á
þeim, eins og sannanlegt er.
Sóknin i ítalín.
London, 30. okt.
Sókn bandamanna á ítölsku víg-
stöðvunum gengur ágætlega. Er
barist á 30 kílómetra löngu svæði
og er sagt að viðnám óvinanna
verði æ minna. Mikla liernaðar-
þýðingu hefir það að bandamenn
hafa náð fjöllunum Pianar og Par-
lo austan við Piave, því að frá
fjöllum þessum skutu Austurríkis-
menn áður niður á Feneyja-sléttu,
Nú hafa Italir þaðan gott útsýni
yfir norðurhlíðar Graffa-hálsins
alla leið til Quermo sem til þessa
hefir tafið framsókn bandamanna
norður á bóginn. Er það líklegt að
Austurríkismenn verði nú neyddir
til þess að hörfa úr herlínu þeirri,
sem þeir hafa haldið þar í nágrenn-
inu.
Á mánudaginn voru fjölda
margar ítalskar fallbyssur teknar
herfangi.
Á heimieið frá vígstöðvunum
mætti ítalíukonungur fjölda aust-
urrískra fanga, sem hrópuðu fagn-
aðaróp fyrir honum ásamt ítölsku
hermönríunúm.
Mikill afli
á Austfjörðum.
SeyÖisfirði, fimtud.
Tíðarfarið hefir verið sæmilegt
undanfarið. Menn hafa getað hirt
síðustu heydrefjar sínar, nokkuð
skemdar þó, en nothæfar. Sjógæft-
ir dágóðar og afii góður. Hafa vél-
bátar fengið 4—6 skippund.
Sterling fór héðan á þriðjudag-
inn áleiðis til Roykjavíkur með ull
og farþega. Yillemoes fór sama
dag áleiðis norður eftir að hafa
affermt hér kol. — Seglskipið
„Elisabeth Eff“ er nýkomið hing-
að með 350 smálestir af salti, sem
landsverslunin ætlar að láta geyma
hér. Seglskipið „Pylla“ einnig ný-
komið með salt til Stefáns Th.
Jónssonar konsúls.
Öskufall nokkuð við og við, en
ekki til skemda.
Landi látinn.
Prá Kaupmannahöfn barst sú
fregn hingað í gær, að nýlátinn
væri þar Kari Magnússon bók-
bindari, sonur Magnúsar Gunnars-
sonar hér í bænum.
Karl fór til Khafnar í vor til
til þess að fullkomna sig í iðn
sinni. Hann var efnispiltnr og vel
látinn af öllum, sem honum kynt-
ust.
Banameinið var influenza.
--IS^-Ss-
|______DAGBOK |
Kveikingatími á ljóskerum bifreiða
og reiðhjóla er kl. 6 síðd.
Morgunblaðið. 1 dag er Morgun-
blaðið 5 ára gamalt.
Framhald hinnar fróðlegu greinar
landlæknis um spönsku pestina verður
því miður að bíða til morguns.
Willemoes kom til Akureyrar í gær-
morgun. Var Borg þar þá fyrir og
lágu bæði skipin þar í gær.
Seglskip slitnaði upp hér á höfniuni
í fyrrakvöld og tók að reka. Yarð því
þó bjragað áður en slys yrði að.
Influenzu kváðu allmargir skip-
verjar á brezku bonvörpungunum, er
hingað komu, hafa fengið.
Jón .Forseti er. væntanlegur frá
Euglandi á liverri stundu. Með hon-
um koma nokkrir skipverjar af Nirði.
Sterling var á Reyðarfirði í gær.
5—G00 farþegar eru með skipinu.
Frances Hyde fór héðan í gær á
leið til Englands og Ameríku.
Ýmir kom til Hafnarfjarðar í gær-
morgun. Með honum komu 3 skipverj-
ar af Nirði.
í dag gengur reglugerð um lokunar-
tíma sölubúða í Reykjavík í gildi.
Verða menn nú að gera innkaup sín
fyrir kl. 7 á kvöldin og lærist það
fljótt. Að eins eru menn mintir á það
nú, vegna þess að einhverjir gætu
gleymt því fyrsta daginn.
Mikið öskufall hafði verið í Borg-
arfirðinum í gær.
Landpóstur hafði farið frá Vík
núna eftir lielgina og lagt gangandi
á Mýrdalssand.
Deilur standa nú milli trésmiða og
vinnuveitenda út af því, að trésmiðir
vilja fá kr. 1.15 um tímann við úti—
vínnu og kr. 1.05 um tímann við inni-
vinnu. Að því hafa. verkveitendur ekki
viljað ganga og hafa trésmiðir því
ekki unnið í nokkra daga.
Vélskipið María, sem sagt var frá
hér í blaðinu í gær, er komið fram.
Læknar veikir. Þrír læknar bér í
bænum eru nú lagstir í influenzu. En
það eru þeir Halldór Hanseu, Ólafur
Þorsteinsson og Stefán Jónsson.