Morgunblaðið - 07.03.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.03.1919, Blaðsíða 1
Föstudag marz 1919 MORGUNBLAÐIÐ 6 ar$*ng* 114 tftlubíað Ritstjórnarsími ar. 500 Ritstjóri: Vuhjalmur Fins«i faafoldarprtntnniðjft Afgr«i8*J.«sís»í or 60íf Ur iofíiíty London, 5. marz. Símslit miUi Hollands og Englands. Vegna mikilla sæsímabilana milli Englands og Hollands, eru loft- skeytastöðvar í báðum löndum teknar að annast skeytasendingar milli landanna til bráðabirgða, meðan á aðgerð stendur á sæsím- anum. HerskipastóU Þjóðverja. „Times" segir, að hin einu ný- tízkuskip, sem Þjóðverjar fái að halda í flota sínum, verði 5 beiti- skip og 8 tundurbátar. Auk þess fái þeir 21 gömul vígskip og mörg af þeim séu í mjög slæmu standi, S gömul og létt beitiskip, 37 tund- urspilla, sem eru 10 ára gamlir, og um- 36 enn fornfálegri skip, 64 tundurbáta, sem eru yfir 20 ára gamlir, og 17 strandvarnaskip. Um herinn er það að segja, eð «igi munu að eins gerðar ráðstafan- ir til þess að koma í veg fyrir að Þjóðverjar geti æft mikinn hluta horgaranna við vopnaburð, heldur er það einnig nauðsynlegt að koma í veg fyrir, að þeir geti myndað yaralið, hvorki að óbreyttum her- mönnum né liðsforingjum, 0g þó allra sízt liðsforingjum. Rafmagn til járnbrauta í Bret- landi. „DailyMail-Seglr.aonæstaum. ræða um vegi og samgöngubætur muni fara fram í næstu viku. Er búist við því, að rsota rafmagn í gtórum stíl til reksturs járnbrauta. Þó hefir enn eigi verið gerð áætlun um þetta, en Sir Eric Geddes álít- ur, að hér sé um mikið framfara- "&&1 að ræða. •^^"nenadrotning í París. Það er tilkynt frá París, að drotningin í Rúmeníu og dætur hennar þrjár séu væntanlegar þangað í dag og muni koma til London á sunnudaginn. Eftir atutta XaupirBu góðan hlut, fea mundu bvar þú fékst hann Signrjón Pétursaon. Cfjocoíade (Sirius, Hmtz & Co. on Cloétta) ódýrast i heildsölu. — Ennfremur Cigarettur. W.f. Carl Tföfner, Sírni 21. dvöl þar, munu þær aftur halda til höfuðborgar Frakka. London, 6. marz. WUson um þjóðabandalagiö. Wilson forseti talaði um þjóða- bandalagið í New York, áður en hann hélt af stað til Norðurálf- unnar aftur, og mælti eindregið með stofnun þess. Hann sagði, að yfirgnæfandi meirihluti Banda- ríkjamanna væri því fylgjandi. — Jafnvel þó að bandalagið væri ekki annað en umræðufélag, þá myndi það verða stjórnmálabrögð- unum að bana, því að þau þyldu ekki opinberar umræður. Þýzka- land myndi ekki hafa lagt út í ófriðinn, ef heiminum hefði gefist tækifæri til að ræða herförina gegn Serbíu svo sem vikutíma. Utanríkisstjórn Breta hefði beiðst þess, að gefinn væri eins eða tveggja daga frestur, svo að full- trúar Evrópuþjóða gætu komið saman og reynt að miðla málum. Þýzkaland þorði ekki að leyfa einn dag til umræðu. Þegar heiminum varð það ljóst, að ein þjóðiu lék lausum hala eins og stigamaður, þá fóru hinar þjóðirnar smátt og smátt að taka bóndum saman gegn henni.^-„Vér vitum með vissu," mœlti forsetinn, „að ef Þjóðyerjar hefðu latið sér detta P x nS, að Bretaveldi gengi í ófriðinn með Prakklandi og flxiss- landi, þá myndu þoir aldrei hafa lagt út í ófriðinn. í,að er tilgang. ur bandalagsins, að gera ollum stigamannaþjóðum það Ijóst. að ekki að eins Bretaveldi heldur einnig Bandaríkin og allur heim- urinn, muni taka í taumana til að brjóta slíkar fyrirætlanir á bak aftur." Kaupirðu góðan hrut, þá mundu hvar þú fékst hann Signrjón Péturason. AUenby í Sýrlandi. Símskeyti frá Bayrouth hermir það, að Allenby hershöfðingi hafi fengið stórkostlegar fagnaðarvið- tökur, er hann kom þangað. Bæjar- stjórnin hélt honum heiðurssam- sæti, og fyrir hönd borgaranna af- benti borgarstjóri honum gimstein- um búið sverð að gjöf. Allenby kvaðst miklast af því, að hafa stjórnað þeim her, sem leyst hefði Sýrland undan ánauðaroki Tyrkja, og óskaði landinu alls góðs., Útflutningur frá Þýzkalandi. „Miinchener Neueste Nachrich- ten" tala um það, að allar stettir manna í Þýzkalandi krefjist þess að' ráðstaf anir séu gerðar til þess að greiða fyrir útflutningi Þjóðverja að stríðinu loknu, og benda á, að nauðsynlega þurfi að koma á fót útflytjendaskrifstofu. Biaðið bend- ir á það, að gott muni fyrir Þjóð- verja að flytja til Rússlands, Ar- gentínu, Brazilíu og Chile, þegar er friður er saminn, en segir, að verri horfur séu fyrir þá til afkomu í Ástralíu. Prá Berlín. Seinustu skeyti frá Berlín herma það, að þótt ýmis konar óregla sé þar, þá hafi þó stjórnin bæði tögl og hagldir. Verkamenn í mörgum verksmiðjum, bæði smáum og stór- um, skoruðust undan því að taka þátt í allsherjar-verkfallinu. Her- sveitir stjórnarinnar og annað hjálparlið streymir til borgarinn- ar og hefir mætt mjög lítilli mót- spyrnu. Fjölda margir flokkar lög- regluliðs, með alt að 20 manns í hverjum, eru sífelt á verði á göt- unum og allar opinberar bygging- ar hafa verið teknar. Kaupirðn góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hana Sigurjón Pétursson. London, 6. marz. ÓeirSir í Berlín. Út af verkfallinu í Berlín hafa orðið þar nokkrar óeirðir og hafa nokkrir menn biðið bana og særzt. Nokkrar búðir hafa verið rændar. Noske, þjóðvarnaráðherra, er enn í Berlín, og cr sagt, að hann taki harðlega í taumana. Hernaðarskaðabæturnar. í neðri málstofu brezku þingsins var þeirri spurningu beint til Bon- ar Law hverjar hernaðarskaðabæt- ur Þjóðverjar ættu að greiða. Sagði ráðherrann, að bandamenn yrðu að líta á þetta mál með sann- girni og taka tillit til þess, hvað Þjóðverjar væru færir um. Hann mintist a, að sá orðrómur gengi, að. Milner lávarður væri eigi fús á að heimta skaðabætur af Þjóðver,ium. En ekkert væri til i þessu. Samt sem áður hefði Milner lávarður lát- ið uppi þá skoðun, að sumum kröf- um bandamanna fengist ekki full- nægt. Það væri þó enginn efi á því, mælti Bonar Law enn fremur, að bandamenn hefðu rétt til að krefj- ast þess að fá allan herkostnað sinn endurgreiddan, og þeir ættu að láta Þjóðverja borga eins mikið og þeir væru færir um. Þó viðurkendi hann það, að bráðnauðsynlegt væri að semja frið eins fljótt og unt væri. Eigi væri að eins hætta á því, að Bolzhewikkar næðu yfirráðum í Þýzkalandi, heldur hefði það einnig afarmikla þýðingu fyrir Breta, að verzlun þeirra og viðskifti gætu byrjað á ný með fullum krafti. Það væri augljóst, að á meðan hafn- bannið stæði, gætu viðskiftin ekki komist í eðlilegt horf. Þó yrði að gæta þess, að hafa tryggingu fyrir því, að friðarskilyrðunum yrði fullnægt og bandamenn hefðu þau vopn í höndum, að þeir gætu knúð það fram. Hafnbannið væri eigi að eins slæmt fyrir börn, konur og sjúklinga í Þýzkalandi, heldur einnig fyrir Breta sjálfa og því fyr sem það væri upphafið, því betra. Fulltrúanefnd brezkra sjómanna kom á fund forsætisráðherra í gær og sagði hann henni, að fulltrúar vorir í París hefði fengið skipun Kaupirðu goðan hlnt, þá mundu hvar þú fékst Sigurjon PétursBOö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.