Morgunblaðið - 05.04.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.04.1919, Blaðsíða 1
 Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusími nr. 500 Bætur fyrir atvinaömissi af botnve pungasölumii, Á bæjarstjórnarfundi í fyrra- kvöld voru lagðar fram tillögur nefndar þeirrar, er bæjarstjórnin kaus til þess að koma fram með álit um, hvenær skyldi úthluta fé því, 135,600 kr., auk vaxta, sem ætlað var til uppbótar handa þeim, sem atvinnu mistu við það, þá er botn- vörpungarnir voru seldir. Tillögur nefndarinnar voru þess- ar: 1) 100,000 krónum skal verja til þess að mynda styrktarsjóð fyrir sjómanna- og verkamannafélög (karla og kvenna) í Reykjavík, þau sem nú eru eða síðar kunna að verða stofnuð, og eru í Alþýðusam- bandi íslands. Vöxtum af liöfuð- stólnum, sem aldrei má skerða, skal varið til styrktar þeim meðlimum félaganna, sem verða fyrir slysum eða heilsutjóni. Fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna í Reykjavík kýs tvo tnenn og bæjarstjórn Reykjavíkur «inn mann til þess að seinja reglix- gerð fyrir sjóðinn. Stjórnarráðið staðfestir reglugerðina. 2) 25,°00 ltrónum skal varið til styrktar „sjÚ^asamlagi Revkja- víkur“. Höfuðstólinn má aicírei skerða, en vöxtununt skal varið í þarfir samlagsins. Leggist samlagið niður, rennur höfuðstóllinn í sjóð þann, er nefndur er í tölulið 1. 3) Afganginum af ofannefndu fé sskai varíð til þess að stofna alþýðu- bókasafn í Reykjavík, undir stjórn 'bæjarstjórnar. Tillögur þessar voru allar sam- þyktar á bæjarstjórnarfundinum, ,en umrseður urðu allmiklar um þær. í nefndinni voru þau Sighvatur Bjarnason, Ágúst Jósefsson og Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Þótt tillögur þessar hafi verið samþyktar í bæjarstjórn, er málið ekki á enda kljáð að heldur, því ,að stjórnarráðið mun eiga að leggja sitt samþykki á tillögurnar áður en fénu verður úthlutað þannig. Jgm OAGBOl Messur á iaorgun. í Dómkirkjunni: Kl. 11 f. h. síra Jóh. Þorkelsson (alt- arisganga); kl. 5 e. h. síra Bjarni Jóns- son. — í Fríkirkjunni í Rvík: Kl. 2 h. síra Har. Níelsson; kl. 5 e. h. síra 'Ölafur Ólafsson. — í þjóðkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 á hád. Misprentun. 1 nokkru af upplagi Morgunbl. í gær stendur kafli úr grein- í Espfjotin Co., Akureyri. selja eða útvega v allsk. Vélar. „Vesta^-tnótorinn er bezti mótorinn. hafa til sölu IFasteignir, Síldarstðövar á Siglafirði, Skip og Mótorbáta. Hjalti S. Espholin til tiðtals á Hotel Skjaldbreið kl. 4—6 e. h. Siœi 88. LaikfélaQ Hzykjavíkur. Og Hrekkjabrögö Seapins verða leikin sunnudaginn 3. apríl 1919. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó á laugardrg frá kl. 4—7 með hækkuðu verði og á suntmdag frá kl. ro árd. með venjulegu verði Dnur kanpir liæsta verðí Ágúsf Oiiljonsson Fisktorginu inni „Launakjör starfsmanna ríkisins" á skökkum stað. Kaflinn, sem byrjar með orðunum „en aldraðir embættis- meun ....“ í 4. dálki á fremstu síðu og endar með sama dálki, á að koma inn á eftir 2. linu annars dálks á næst- fremstu síðu. „Qullfoss" er væntanlegur hingað í dag. Meðal farþega er P. J. Thorsteins- son kaupmaður. Prentarafélagið átti 22 ára afmæli í gær. í tilefni af því hafa prentarar mannfagnað í Iðnó í kvöld. M.s. Portland frá Dýrafirði kom það- an í fyrradag, eftir vikuferð fram og aftur. Hefir það verið í ferðum milli Vestfjarða og Reykjavíkur síðan í febrúar, en fer nú á fiskveiðar. Eimskipafélagið ætlar að kaupa hús C. Ziemsens við pósthússtræti, þar sem nii er afgreiðsla Sameináða félagsins. En á lóðinni hvíldi sú kvöð, áð hús- eigandi átti að flytja húsið af henni, hvenær sem bærinn þyríti á henui að halda. Bæjarstjórnin hefir nú samþykt, að afsala sér þessum rétti gegn því að Eimskipafélagið greiði 12 þús. krónur í hafnarsjóð. Er í ráði að félagið reisi þarna stórhýsi í sumar og á lóðinni þar fyrir sunnan, sem það hefir áður keypt. Tjarnarvegurinn er nú að lokum að færast í það lag, að hann sé umferðar- fær. Hefir verið gerð á hann bráða- birgðabrú, og mun mörgum þykja að því eigi lítil samgöngubót. „Faxi“ fór héðan í fyrrakvöld vest- ur til Önundarfjarðar, ísafjarðar og Reykjarfjarðar. Var hann þá nýkom- inn úr ferðalagi austur til Stokkseyrar. Fór hann þangað með salt, en gat eigi skipað því öllu í land vegna mann- eklu. Þar voru allir á sjó, því að upp- gripaafli er þar upp við landsteina og vann kvenfólk áð uppskipun. Þaðan fór hann til Þorlákshafnar, og ætlaði að setja saltið þar í land, en þá tókst eigi betur til en svo, að uppskipunar- báturinn sökk niður með öllum farmi, en menn komust nauðulega af. Tvöföld harmónika til sölu á Lindargötu 10 B. Eitt kvenmansstigvél tapaðist milli Hafnarfjarðar og Reykjavikur. Fnn- andi skili þvi i Syðri Lækjargötu 4 Hafnarfirði. Vöroflntnlngnr með flngYélnm. Pianosmiðjan „Larsen & Petersen“ í Kaupmannahöfn ætlar að fara að hef ja viðskfiti við Bretland og nota flug- vélar til þess að koma vörum sínum á markaðinn. Hafa þeir samið við flug- vélasmiðju „Nielsen og Winter“ í Khöfn um smíði á flugvél, er borið geti tvö piano í hverri ferð. Á vélin að vera svo snemma tilbúin, að hún hafi farið eina ferð þegar flugvéla- sýning Norðurlanda verður sett í vor, Flugvélina hefir Johs. B. Ussing teiknað og reiknað út, og verður það tvístýrisvél, með tveimur 170 hestafla mótorum. Burðarflöturinn verður 83 fermetrar og burðarmagn TOO kg. (dw.). Vélin á að kosta 80 þús. kr. og flug- leiðin verður þessi: Kaupmannahöfn — Rödby — Femern — Hamburg —■ Antwerpen — Calis — London, og gert ráð fyrir að leiðin verði farin á einum degi, með stuttum viðstöðum. Sagt er að Ussing flugliðsforingi ætli sjálfur að stýra flugvéliimi fyrstu ferðina. Hvernig sem fer um framkvæmdirn- ar, þá er hitt víst, að þetta er góð ang- í lýsing fyrir smiðjuna. -—■-■■ j ir- Kirkjulifið í Seyðisfirði. Með þessari yfirskrift er grein í Morgunblaðinn 17. febr. s. 1. Höf. kallar sig „Kirkjuvin“. Auðvitað er það ekki nafn Iians, og engan fnrðar, þó liann kveinki sér við að undirrita með nafni þennan samsetning sinn úr örlitlum sann- leiksbrotum og ómenguðum ósann- indum. En kensl bera menn á höf- undinn fyrir því. Það þarf dálítið einkennilega einurð til að rjúka í blöð í öðrum landsfjórðugi með mál, sem þorra manna varðar ekkert um, aðra en Seyðfirðinga. En vir því þetta hefir verið gert, verður illa hjá því kom- ist, að ræða málið betur. Eg verð að afsaka opinberar umræður frá minni hlið með því, að „Kirkju- vinur“ og samherjar hans hafa oft- ar beinst að mér en öðrum sóknar- L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.