Morgunblaðið - 18.05.1919, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.05.1919, Qupperneq 2
2 MOBGUNBLAÐm Hatnarstræti 15. Sínai 604. Löð undir stórt hús á. mjög’ skemtilegum stað í bœnum tii söiu. Systir mín, Rannvei'g Arnadóttir, andaðist úr heilabóigu, að Landa- kots>pítala 17. þ. m. kl. 4 árd. Jarðarförin ákveðin síðar, J. A. Arnason. nú sameinuð. Vetrarmánnðina liefi eg verið á ýmsum 'leikhaasum í stærri borgnnum vestan hafs. — Hafið |>ér alt af verið starf- andi ? — Já, sem betnr fer. Maður má vera feginn, að hafa sem sjaldnast frí. Eg hefi alt af haft nóg að gera, og ])að má maðnr þakka fvrir. í Norður-Ameríku eru eitthvað um 20 þús. „artist.ar“, en að meðaltali er ekki atvinna neina lianda 11 þús. Svo að þér sjáið af því, að ein-.j hverjir hljóta að vera atvinnulaus-1 ir part úr áriini. Eg hefi unnið hvern einasta dag frá því eg kom til Ameríku, þangað til eg lagði á stað heim, þá losaði eg mig við áll'a samninga og fór. Oklmr hjónunum fanst orðið svo langt síðan við fór- um að heiman, og mér fanst við geta staðið okkur við að talea okkur frí til þess að komast í íslenzkt loft og sjá ættingja og vini. — Hvar hafið þér kunnað bezt við yðnr? — Því er nú eiginlega vaudsvar- að. Okkúr hefir liðið vel víðasthvar. En eg held einna bezt í Suður- Frakklandi. Og Frakkar eru svo skemtilegir menn, svo heitt í þeim blóðið og svo léttlyndir. Meðan eg var í Evrópu haf§i eg það fyrir sið að lofa hverjum þeim 1000 mörkum eða frönkum, sem gæti sta'ðið mér snúning í 5 mínútur. Og hvergi komu þeir jafn margir, er freista vildu gæfunnar, eins og í Frakk- landi. Þeir komu í hópum, stund- uin 10—20. Eítir að eg kom til Ameríku, hætti eg að gefa áhorf- endum kost á að reyna sig við mig, því að það tók of langan tíma frá sýningunum. Eg rak augun í þrjár stórar bæk- ur, sem liggja inni í stofunni hjá Jóhannesi. Það eru úrklippur úr ýmsum blöðum, um Jóhannes og cirkussýningar þær, sem hann hefir tekið þátt í. Og þessar úrklippur, hvort heldur eru greinar eða sýn- ingarskrár, gefa góða hugmynd um eftirtekt þá, sem Islendingurinn Jó- hannes Jósefsson iiefir vakið hvar- vetna þar sem hann hefir borið að garði. Frásagnirnar af cirkussýn- ingunum dvelja flestar nær ein- göngu við sýningu Jóliannesar, en drepa að eins lauslega á önnur at- riði sýniugarskrárinnar. Og fjöldi blaða flytur sérstakar greinar með lýsingu á íþrótt hans. 8vo mikla athygli liefir hún vakið. A sýningarskránum er það nafn Jóhannesar, sem mer alt af er prentað með feitustu letri. Það er hann, sem sýningarstjórarnir láta draga fólkið að. En það er annað orð, sem nær ávalt fylgir nafni lians, orðið „í s 1 e n d i n g u r“, og orðið „glíma“. — Það voru margir, sem ekki vildu t.rúa því, að eg væri Islend- ingur. Sögðu að það væri bara „bluff“ og lýgi. Og margir höfðu ekki hugmynd um, hvað þetta „ís- land“ var. Mér hefir oft blöskrað, livað heimurinn veit lítið um ís- land. En mér er það gleðiefni, að sýningar mínar hafa orðið til þess, að margur maðúrinn veit' dálítið meira um ísland nú en áður. Þeir vita þó, að Island er ekki bygt Eskimóum, og mér hefir oft gefist færi á að leiðrétta misskilning margra málsmetandi manna á ís- lenzkum högum. Eg Vona, að ætt- jörð minni geti verið nokkur stoð að því, og mxui aldrei gleyma að koma fram sem íslendingur, hvert á land sem eg fer. Jóhannes liefir sýnt íþrótt sína fyrir nól. 30 miljónmn áhorfenda í Ameríku og flestum stærri blöðum í Evrópu og Ameríku, sem ella hefðu aldrei íslands mi'nst, hefir hann gefið tilefni til að Jeita sér npplýsinga um ísland. Að þessu at- huguðu eru víst flestir sammála ium, að dýpra megi taka í árinni um gagn það, sem Jóhannes hefir gert þjóð sinni, en hann gerir sjálf- ur. — Það er árangurslaust að leita að jafningja Jóhannesar í íslands- sögu síðari tíma. Maður verður að hverfa íram í aldur og minnast víkinganna gömlu, sem komust austur í Hólmgarð og suður í Miklagarð, eða börðust við blá- menn fyrir sunnan Miðjarðarhaf. Þar koma fram sömu einkennin. — Dyrnar ljúkast upp og inn kemur frú Karolíria, kona Jóhannesar, og tvær undur fallegar litlar telpur, sem þau hjónin eiga. Sú eldri heit- ir Hekla og er fædd í London, en hin yngri Saga og er fædd austur í Póllandi. Hekla er hálfstiirin, af því að hún liefir séð í búðarglugga nokkrar brúður og vill eiga þær allar. — Jóhannes. ætlar við fvrsta tæki- færi norður á Akureyri að heim- sækja foreldra sína. —- Og 1. ágúst verð eg að vera kominn til New York aftur, segir hann, því 4. sarna mánaðar á eg að byrja á ný. — Sumarfríið er þá ekki lengra en þetta? — Lengra? Finst yður þrír mán- uðir ekki nógu langt frí? Maður má ekki stirðna af iðjuleysi meðan maður er ungur. Messur í Dómkirkjunni í dag: Kl. 11 síra Jóhann'Þorkelsson (altarisganga); kl. 5 síðd. síra Bjarni Jónsson. Leikfimisýning íþróttafélagsins. Hún verður haldin í Barnaskólaportinu kl. 2% í dag. Er vissara fvrir alla þá, sem hana ætla að sækja, að korna í tæka tið. ^því sýningin byrjar stund- víslega. Það er úrvalsflokkur íþrótta- félagsiné, sem sýnir þarna leikni sína, og verður skemtunin áreiðanlega vel sótt — ekki sízt af kvenfólkinu. mamm* Nýja Bió — Svikin ást. Franskur sjónleikur, leikian af ágætum leikendum. Aðalhlutverkin tvö, Rósu og Blacche Morce, leikur hin fræga leikkona jungfrú Nelly Cormon. Það þarf mikla leikarahæfi- leifca til þess að leika tvö svo ólík hlutverk eins og þær syst- urnar Rósu og Blarche — aðra léttúðuga og kærulausa, hina staðfasta og hreinbjartaða. Og allir hljóta að komast við, þá er hamingjan SDýr bakinu við góðu systurinni og rænir hana lífsgleði og lífi. menn bæjarins þessu gramir. Þeir byrja .vinnu kl. sex á morgnana og verða hestar þeirra að vinna þurbrjósta þangað til vatnsæðarnar eru opnaðar. Þessu mætti kippa í lag með því að opna fyrir vatnsrenslinu klukkan sex á morgnana og virðist sjálfsagt að svo • sé gert, að minsta kosti yfir sumar- tímann. „Botnía“ kom í gærkvöldi með- fjölda farþega. Ragnar Ásgeirsson garðyrkjumaður, sem um liríð hefir verið kennari við garðyrkjuskólann í Vilvorde, kom hing- að með „Botníu“ í gærkvöldi og ætlar að dvelja hér sumarlangt. Tekur hann að sér garðrækt fyrir fóllý og gefur mönnum leiðbeiningar í öllu því, er að garðrækt lýtur. „Sterling' * fer héðan á þriðjudags- morgun í hringferð norður um land. Með skipinu fara ein^ margir farþegar og það framast getur rúmað. „Gullfoss“ kom hingað í fyrrakvöld frá Ameríku. Meðal farþega voru: Gunnar Egilson verzlunarráðunautur og fjölskylda' hans, Olafur Johnson konsúll og börn hans, Jónatan Þor- steinsson kaupmaður, Páll Stefánsson stórkaupmaður, Theodór Bjarnar kaup- maður, Ragnar Gunnarsson kaupmað- ur, frú Hulda Laxdal Hannah með tvö börn sín, Matthías Olafsson ráðunautur og dótir hans, Guðm. "Vilhjálmsson verzlunarerindreki, Jóhannes Jósefsson glímukappi og fjölskylda hans, Geir G. Zoega landsverkfræðingur, Hallgr. Benediktsson stórkaupm. og frú, ungfrú Arndís Björnsdóttir (Jenssonar), frú Guðrún Jónasson, Jón Sigurðsson raf- magnsfræðingur fró Flatey, John Gillies kaupm. f'rá Winnipeg (bróðir Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauðárkróki). Alls voru 36 farþegar á fvrsta farrými. A 2. farrými voru 15 Vestur-fslendingar frá Winnipeg, og munu þeir hyggja á það að setjast hér að. Nokkra vasapela með áfengi í fann lögreglan í „Gullfossi“ í gær. Yoru þeir geymdir irinan í „pianoi'' skips- ins og veit enginn hver er eigandinn. Vatnsleysi. Á hverju kvöldi er vatns- æðum bæjarins lokað og er ekki deigan dropa úr þeim að fá, fyr en kl. 8—9 á morgnana. Kemur þetta sér ilia fyrir mjög marga, en sérstaklega eru öku- Fiskur kvað hafa fallið afslcaplega 1' verði í Bretlandi. „Boxið“ af ísfiski, sem borgað var með 100—120 shillings- í apríþ er nú selt á 3 shillings. Er umx kent afskaplegum hitum í Englandi: og verkamannaóeirðum. Útflutningur á meðalalýsi. Stjórnar- ráðið hefir liú séð sig 11111 hönd og aug- lýst það,'að þess megi vænta, að út- ílutningsleyfi verði Veitt á meðalalýsi. En eins og menn muna, var það und- anskilið’ í auglýsingu þess hinn 12. þ. mán. > Gamlir peningar hafa fundist þar ,sem verið er að grafa fyrir grunni að' húsi Eimskipafélagsins. Einn þeirra sá- mn vér í gær, „16 Reiehsbank Skilling1 ‘ frá 1831, nær óslitinn. Hjónaband. 1 gær voru gefiu saman í hjónabanj þau Jónas Guðmundsson skipasmiður og ungfrú Margrét Otte- sen á Akranesi. Stýrimannaskólanum var sagt upp á fimtudaginn. Þessir tóku hið almenna stýrimannapróf: A. Bjarnason, Ber- tel Andréssolv, Bergþór Teitsson, Elías Pálsson, Guðjón Guðmundss- ;son, Guðm. Guðmundsson, Gunnlaugur Magnússon, Guðmundur Sigmundsson, Guðm. Sigurðsson, Halldór Gíslason, Högni Högnason, Jón B. Elíasson, Jón Jóli. Jónsson, Jóhann Pétursson, Krist- ján Ólafsson, Oddur Bjiirnsson, Ólafur Guðmundsson, Pétur Eggerz, Tryggvi Ofeigsson, Vilhjálmur Árnason, Valde- mar Stefánsson og Þorv. Guðjónsson. — Fiskiskipstjórapróf tóku: Þorbjörn Sæmundsson, Þorsteinn Stefán Bald- vinsson, Þorvaldur Baldvinsson o g Þorvaldur Halldór Þorsteinsson. Ættarnafn. Sólveig Jóhannesdóttir, systir Jónasar Hvannbergs kaupmanns, hefir tekið sér ættarnafn hans, Hvann- berg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.