Morgunblaðið - 29.07.1919, Qupperneq 4
4
MOR6UNBLAÐIÐ
Framhald frá 1. síðu.
Fjáraukalagafrv. 1918—19 fór um-
ræðulaust til 2. umræðu, enda var
framsögumaður ekki viðstaddur.
Frumvarp um að stofna nýtt
prestakall í Bolungarvík fór til alls
herjarnefndar og sömuleiðis frv.
um breyting á sveitarstjómarlÖg-
unum. Dýralæknafrumvarpinu var
vísað til landbúnaðarnefndar.
Samþykt var ein umræða um
tvær tillögur til þingsályktunar um
rannsóku símaleiða.
Dagskrár í dag.
kl. 1 miðdegis.
í efri deild:
1. Till. til þingsál. um rannsókn
símaleiða í Rangárvallasýslu; fyrri
umr.
2. Till. til þingsál. um, að sett
verði á stofn í Stykkishólmi útibú
frá Landsbanka íslands; ein umr.
í neðri deild:
1. frv. um mat á saltkjöti; 3. umr
2. Frv. um borgararétt; 2. umr.
3. Frv. um breytingu á lögum um
sjúkrasamlög; 2. umr.
4. Frv. um breyting á almennum
hegningarlögum; 1. umr.
5. Frv. um sölu á prestsmötu; 1.
umr.
6. Frv. um ullarmat; 1. umr.
7. TÍ11. til þingsál. um rannsókn
símaleiðar á Langanesi; ein umr.
8. Till. til þingsál. um rannsókn
símaleiða; ein umr.
9. Till. til þingsál. um lánstofnun
fyrir landbúnaðinn; ein umr.
Hljómleikar
Péturs Jónssonar.
Eiginlega á það ekki rétt vel við,
að kalla þa'ð hljómleik Péturs held-
ur miklu fremur raddleik Péturs
svo snildarlega leikur hann nú með
hana,röddina sína, hátt og lágt —
sterkt og blítt. Báran var troðfull
af bezta fólkinu innaiibæjar og ut-
an. 30—40 gr. í salnum, þeim eina,
sem ekki var lieitt var ofninum í
salnum, í houum hefir síðustu árin
ekki hitnað jafnvel um hávetur.
Báran er of lítil fyrir Pétur, en
ekki völ á öðru betra, og verður
maður því að gizka á livernig hljórn
aði ef salurinn væri stærri og betri.
Reykvíkingar og aðkomumenn eiga
eftir að fylla Bárusalinn kvöld eft-
ir kvöld, svo sem Pétur vill, það er
áreiðanlegt. Bezt lætur Pétri, og
það að vonum, að syngja stóru
„stykkin“ — óperusöngvana —
það er úr hans heimi, úr hans dag-
lega lífi, og það er eins og manni
finnist það á röddinni, hljómblæn-
um og innilegleikanum að aldrei
leiki Pétur neina fantarollu í oper-
unni — nei það er sannarlega hetju-
blærinn yfir söng hans og allrí
framkomu, hann hlýjar manni um
hjartað þegar hann syngur og bæt-
ir óspart við þann hita sem fylgir
Bárusal, af eðlilegum ástæðum, um
hásumartímann. Eg bið Pétur og
háttvirt „Morgunblað' ‘ urn velvirð-
ingar á þessnm inngansorðum
mínum, sem þó ættu reyndar frem-
ur að vera kallaðar útgangs-hugs-
anir mínar er eg í gærkveldi kom
af samsöng Péturs og „Morgun-
blaðið“ náði mér glóðvolgum og
lokaði mig inni í prentsmiðjunni,
með loforði um að hleypa mér út
þegar cg hefði lokið við Pétur.
Reykvíkingar! Farið og heyrið
Pétur sjálfan og enginn ykkar láti
sér það eitt nægja, að lesa það sem
úm hann er skrifað í blöðunum!
Þeim sem ekki komast þangað veri
það sagt, að húsið skalf undir rödd
Péturs og fyrir lófataki og fagnað-
arlátum áheyrendanna. Aldrei hafa
hér heyrst jafn sterkir tónar og
hefir Pétri farið mikið fram frá því
síðast hann var hér, og þótti hann
þó afbragð þá. Af söngskránn4. verð
eg að láta mér nægja að geta hér
sérstaklega „P» mí'rzahlung; úr
Inailegt þafeklæti fyrir au*sýnda
samúð við fráfall œóður okkar.
Guðrún He'gadóttir.
Margrét Helgadóttir.
Jarðaríör fiú Steinunnar Þorsteinsdóttnr, er aadaðist 23. þ, m., fer
ftam frá Dómkirkjunni miðvikudag 30 þ. m. kl iij/2
Aðstandendur.
Tannhiluse: •
Hast du die böse Lust geteilt,
dich an der Hölle Glut entflammt
hast du im Venusberg geweilt
so bist nun ewig du verdammt!
Eg held eg hafi aldrei heyrt
neinn operusöngvara syngja fyr er-
lendis í Tannháuser jafn snjalt og
hvelt þessi orð — bitur sem sverð
og hörð sem stál; Romerzáhlung
varð í meðferð Péturs hrein fyrsta
flokks „præstation“ ; ,IIolde Aida‘
var ekki slakari og meðferðin ágæt
frá upphafi til enda, suma mun vart
hafa grunað fyr að jafn sterkur
tónn væri til úr mannsbarka eins
og síðasti tónn Péturs í því lagi.
Margt fleira söng Pétur, sem mætti
fara aðdáunarorðum um, en það
yrði of langt mál enda finst mér
bezt að lýsa því hvernig raddleikur
Péturs í heild sinni hreif mig og ó-
tal fleiri.
Páll ísólfsson lék undir söng Pét-
urs á það sem sumir kalla slag-
hörpu, en vel ætti að mega heita
„Flygel“, í gæsalöppum á þessu
máli, þó aðrar þjóðir muni hafa það
gæsalappalaust. Páli tókst undir-
spilið all-vel og skal þess sérstak-
lega getið að hann að hann hafði
að eins kost á að æfa einn dag
með Pétri og gat því ekki á svo
stuttum tíma kynst kenjum og
dutlungum Péturs til hlítar. (Fyr-
irgefðu Pétur minn!).
Nú er ritstjóri Morgunblaðsins
að koma inu í fangelsi mitt, eg
heyri fótatakið, til þess að hleypa
mér út, — góða nótt! Nei, góðan
daginn! því klukkan er að verða 1
og við sjáumst aftur hjá Pétri í
kvöld.
Á. Th.
Sildveiðin
vestra.
Hún hefir verið óvenjulega mikil
undanfarna daga. Hfa svo að segja
allir bátar komið fullhlaðnir að í
hvert skifti í öllum veiðistöðunum,
svo sem ísafirði, Álftafirði, Hest-
eyri, Hnífsdal og víðar. Berst svo
mikið að af síldinni, að tilfinnan-
legur fólksskortur er þar vestra,
sem meðal annars má sjá á því, að
Norðmenn sem gera út frá Hesteyri
bjóða karlmönnum 5 króna kaup
um hverja klukkustund. Á ísafirði
er kaupið 3 krónur um klukku-
stund. Eru nú allir verkfærir menn
í síldarvinnu, en öll önnur vinna
látin sitja á hakanum. Jafnvel
bændur íleyja frá sér orfunum og
hamast í síld. E11 þetta er ekki nóg.
Það hefir orðið að fleyja allmiklu
af síld vegna þess, að engin tiltök
voru að hirða hana.
Og þó er unnið nótt og dag. Fólk-
iið vakir þangað til það getur eigi
staðið á fótunum lengur. Af 50
sfúlkum, sem vinna í eínni veiði-
stöðinni, komu að eins 10 til vinnu
á föstudaginn. Hinar voru annhð-
hvort handlama, eða úrvinda af
þreytu og vökum.
Á ísafirði munu komnar á land
um 20 þús. tunnur. Saltleysi hefir
ekki orðið að baga, en ef aflinn
heldur svona áfram, er tunnuskort-
ur fyrirsjáanlegur.
Síldin kvað vera komin inn í
Djúp. Hafði verið rifin upp í gær
framundan Hnífsdal.
Borg.
Það skip var í viðgerð í Flyde-
dokken í Kaupmannahöfn. Þrátt
fyrir verkfall vinnumanna skipa-
smíðastöðvarinnar, er viðgerðinni
nú lokið, en það tókst eingöngu
fyrir það, að að viðgerðinni unnu
meistarar og nemendur í Flyde-
dokken, ásamt vélamönnum skips-
ins.
Skipið hefir fengið mikla aðgerð
og hefir verið flokkað á ný, svo
það er nú 1. flokks skip að öllu
Ieyti.
Villemoes
er í Almeria á Spáni og er verið
að ferma skipið „Esparto“-grasi til
Englands. Þar tekur það kol og fer
til Norðurlandsins, en þaðan aftur
með hesta til Danmerkur.
Gullfoss
kom til Leith í gærmorgun á leið
hingað. Þegar skipið hefir affermt
hér, fer það eina ferð til Ameríku
og líklega héðan aftur í miðjum
september til Kaupmannahafnar.
Lagarfoss
liefir væntanlega farið frá New
York á sunnudaginn. Áætlað er að
það skip fari tvær ferðir enn til
Ameríku, en vel má vera að skipið
haldi áfram Ameríkuferðunum
framvegis fyrst um sinn.
ætlar að fljúga tU Norðarpðls.
„Lögberg“ skýrir frá því hinn
12. júní, að Vilhjálmur Stefánsson
hafi í hyggju að takast ferð á hend-
ur til norðurheimskautsins í flug-
vél. Er það mælt að hann ætli að
nota til þess stóra Curtiss-flugvél,
og hafa marga menn með sér og
öll tæki sem þurfa til vísindalegra
rannsókna.
Að dómi Bandaríkjanna báru
Curtiss-flugvélarnar af öllum öðr-
um ameríkskum flugvélum í stríð-
inu. Mun þeim því treyst bezt í
þessa glæfraför.
Curtiss smíðar líka flugbáta og
frá verksmiðju hans var N. C. 4,
sem Bandaríkjamaðurinn A. C-
Reed flaug með yfir Atlanzhaf.
DA6BOK
Veðrið í gær:
Reykjavík: S. kul, hiti 13,4.
ísafjörður: N.A. kul, hiti 9,0.
Akureyri: S. st. gola, hiti 16,0.
Seyðisf jörður: Logn, hiti 15,0
Grímstaðir: S. kul, hiti 13,0.
Vestmannaeyjar: V. kaldi, hiti 13,0.
Þórshöfn, Færeyjar: Logn, hiti 13,0.
Málverkasýning þeirra Sadolins og
Trovelstra’s verður opin í dag í síð-
asta sinn. Aðsókn hefir verið töluverð
að sýningunni og þykja sumar mynd-
irnar ágætar.
„Geysir“ fór héðan í gær áleiðis
norður til Akureyrar. Þaðan fer skipið
til Seyðisfjarðar og beina leið til
Noregs.
„Jón forseti1 ‘ kom af fiskveiðum í
gær og fer nú bráðlega til Englands.
Skejrtaflutningur til Danmerkur og
Noregs hefir nú verið gefinn frjáls
fyrir futt og alt. En þessa dagana síð-
an Bretar fyrir sitt leyti gáfu frjúls
skeytasambandið hafa menn þó eigi
getað sent skeyti á dulmáli til Norður-
landa.
2-3 beykira
vana og óugfega vaníar tnig nu þ&gar.
L. Loftsson.
Hafnarstræti 15.
TaBa «g flæðsngjahey til sðlu
Hringið upp
Stefán Björnsson, Borgarnesi.
M.b. Svanur
fer héðan í kvðld til Arnarstapa, Sands, Grundarfjarðar, Stykkis-
hólms, Búðardals,^ Króksfjarður og Salthólmavikur.
Vörur afhendist fyrir kl. 2 i dag.
Átgreiðslan.
língdngur
með góða rithönd og vel að sér i reikningi, getur fcngið stöðu
frá 1. ágúst.
Eanfremur vantar dreng til að innheimta reikninga. Lysthafendur
snúi sér til skrifstofu vorrar kl. 10—3.
•v
ftid ísí. sfeinoííuféíag.
Kominn heim
G. Magnússon, 1 æknir
Til Dýrafjarðar
og Onundarfjarðar fer m.s. >Njátl< í kvðld.
Teknr iarþega og flutning.
c7Sr. Siuómunésson & Qo.
Sími 744.
Reyktur lax
fæst í
Matardeildinni í Hafnarstræti
Ólofuð Orgel-Harmonium
Eftir að e.s. Island er komið hingað, get eg selt nokkur Orgel-
Harmonium frá sömu verksmiðju og áðnr:
Ostlind & Almquist, Svíþjóð.
JSoftur Suémvnéssön
Sanitas ' Tals. 190
Þrísiglt seglskip „Pronning Lovjse“ Frú Dora og Haraldur Sigursson
frá Svendborg, kom í fyrrudag mcð korriu til baijqrins í gær.
gaskolafarm. '
Skipin okkar.
Margir spyrja hvar skipin is-
lenzku séu um þessar mundir. Vér
hÖfum leitað oss upplýsinga um
það.
Brezkur botnvörpungur, Oeean Queen
frá Fleetwood, kom hingað í gær til
þess að fá ís.
„Mevenklint“ fór í fyrradag til Hafn-
arf jarðar til þess ttð taka þar saltfarm
til ísafjarðar.
„Donna Nook“, botnvörpungur frá
Grimsby, kom hingað í fyrradug með
veikan mann.
„Eva“ fór í fyrradag til Patreks-
f jarðar með salt.
Komið með
AUGLÝSINGAR
tím&nlega.
LíREFTSTUSKUR
hreinar og þurrar, kaupir
Isaíoid&rprentcmlðja.
Hérmeð tilkynnisl; vinum ogvanda-
mönnam að konan mín, Signý Oíafs-
dóitir Hansen, andaðút að heimili
sínu: Jófriðarstöðum, 27. þ. m. —
Jarðaiförin verður ákveðin siðar.
Jófríðarstöðnm i Hafnarfirði.
Hendrik Á. Hansen.
Rauður hestur
6 vetra með markinu hófbiti aftan
hægra og hófbiti framan vinstra,
hefir tapast frá Skeggjastöðum í Mos-
fellssveit.
Sá er kann að finna hestinn er
vinsamlega beðinn að láta Gunnar
Gunnarsson kaupm., Hafnarstræti 8
ReyKjavik, vita nm það.
Mysuostur
ágætur, fæst í
Kaupangi.
Boliapör
úr grjóti
Nýkoinin í
Haupang.
Veggfóður
panelp.rppi, maskinupappi og strig
fæst á Spítalastig 9, hjá
Agústi Markússyni,
Sími 675.
GLITOFNARÁBREIÐUK
og
SÖÐULKLÆÐI
keypt háu verði.
R. v. á.
VE66FÓDDR
fjölbreyttasta úrval á landinu,
er i Kolasundi hjá
Daníel Halldórssyni.
Bifreið
að Stórólfshvoii
4 menn, gesr fengið f.rr með b:f-
reið að Stórólfshvoli 1 fymmálið kl.
7. Uppl. í SölLturninnm.
sem kemcr með Gullfossi óskar eft r
að fá leigt herbergi.
A. v. á.
Kj illari eða prkkhús, helzt í Aust-
urbænum, óskast til leigu.
A. v. á.
Lesið MORGUNBLAÐIÐ.
/