Morgunblaðið - 09.08.1919, Síða 1
MOBBUIBLUUB
6. árgangur, 259. tolublað
Laugardag 9. ágúst 1919
Isatoldarprentsmiðia
GAMLA BIO
©TLýtí ágœít
prcgramm
i Rvölé.
Aiþingi.
Nefndarálit
Seðlaútgúfuréttur Landsbankans.
Frá minni hluta fjárhagsnefnd-
ar, þeim Magnúsi Guðmundssyni
og Þórarni Jónssyni, er komið svo
hljóðandi nefndarálit um frv. til
laga um seðlaútgáfurétt Lands-
banka Islands:
.„Nefndin hefir tekið frv. þetta
til all-ítarlegrar ineðferðar, en hef-
ir eigi getað orðið sammála. Vill
öieiri hlutinn fella frv. eða vísa því
t't stjórnarinnar, en minni hlutinu
i'æður ilv_ deild til að samþykkja
Jjað óbreytt að kalla. Ástæðan til
liess, að meiri hlutinn legst á móti
frv., er sá, að stjórn Landsbankans
er því fráhverf, telur það muni
verða ríkissjóði til tjóns, ef það yrði
samþykt, bæði í fjárhagslegum efn-
um og vegna þess, að með breyt-
'ngu þeirri, sem ráðgerð er á banka-
ráðinu, missi ríkið þau tök á ís-
iandsbanka, sem það hafi með
bankaráðinu. En á hvorugt þcttá
getur minni hlutinn fallist. Hann
i'tur svo á, að í skýrslu þeirra 3
lnauna, sem áttu í samningum við
^landsbanka, sé sýnt fram á með
varlegum áætlunum, að engar lík
séu á, að mn fjártjón geti ver
að ræða, þegar ]>ess-er gætt, að
a sama má standa hvort ágóði af
^eðlaútgáfunni rennur í ríkissjóð
eða til Landsbankans, sem er eign
r>kissjóðs, því að ríkissjóði er jafn
au innan handar að skatta bankann
sem því svarar, er hann hagnast af
seðlaútgáfunni. Um bankaráðið er
t>ess að geta, að minni hlutinn undr
ast það mjög, að meiri hlutinn skuli
ta^a sér það fært að setja traust
Sltt dil þess, eftir undangenginni
0g verður minni hlutinn
1Vert 4 móti að álíta, að eftirlit
^leð bankanum sé betur trygt eftir
akvæðum frv. en hingað til hefir
Ver'ð. Meiri hjutinn virðist og eig
lta "eitt á það, að seðlaútgáfurétt
Ulim' «etti, ef alt er með feldu, að
Vtla ^etur kominn hjá ríkisstofn
lln en erlendu hlutafélagi, svo að
b°tt svo gæti farið, að um einhvern
t'alla væri að ræða, ætti hann að
keta unnist upp margfaldlega á
a"uan liátt, ef rétt er áhaldið. Enn
"mr sést eigi, að meiri hlutinn
fa ' "ægilegt tillit til, að. ef þessu
FV' verður hafnað, þarf að taka til
nýrr
* a sanminga við seðlabankann,
eti tii , ....
P®ss er lítill tími og cngar
"knr j' .
'é'rir liagkvæmari samuingi
u "ú er völ á.
Simi 41.
Simi 41.
Línur ofi Netasarn
Fyrirliggjandi
miklar birgðir af hinum alþektu línum og netagarni
t
frá Jossph Gundry & Co„ Iridport, England
Í heildsölu fyrir kaupmenn og kaupfélög.
Verðið lægra en alstaðar annarstaðar!
Davfðsson & Hobbs, Hafnarfirði
^ er rett "ú geta, að á nýaf-
0ij> jUui" aðalfundum fulltrúaráðs
ig 1 Uti'"fa íslandsbanka liafa ver-
að fm^yktar alyktanir, cr sýna,
. fulltrúaráðið og mikill
i'all' Utl '"ættra hluthafa hafa
a ]>að fyrirkomulag, sem hér
"lesj;
að
^>e't ráð fyrij. það virðist ]iví
teiJa það nokkurnveginn víst
Simi 41.
Einkasalar fyrir Island
Sími 41.
ef
All'ing' samþykkir þau frv.,
Um r a,') lnta> takast samningar
er h
þetta
mál, og það er þá með
þéssu til lykta leitt og ætti eigi að
þurfa frekari samninga >]mð sem
eftir er leyfistímans.
Að þar til gefnu tileíni af hálfu
íslandsbanka skal ]mð tekið fram,
að minni liluti nefndarinnar litur
svo á, að skilja beri orðin „cftir
föngtim* ‘ í byrjun 2. málsgreinar 6.
gf. frv. þannig, að Landsbankanum
sé skylt að gera sitt ítrasta til þess,
að hann geti jafnan látið útibú ís-
landsbanka fá seðla á stöðum, þar
sem landsbankinn hefir einnig úti-
bú, en af þessu leiðir, að Lands-
bankanum er skylt að hafa jafnan
nægar birgðir af seðlum á slíkum
stöðum, og þegar þær birgðir þrjóta
eða minka svo, að vænta má, að
þær séu eigi nægar, að senda þang-
að með næstu fcrð nýjar birgðir
eða viðbót.
Um 9. gr. frv. vill minni hlutinn
láta þess getið, að ætlast er til að
landsstjórnin og báðir bankarnir
setji, ef til keinur, fastar reg'lur um
breytingu ]>á á seðlaútgáfuréttin-
um, sem ræðir um í frv„ þannig að
reglum þcssum geti eigi orðið
breytt nema mcð samþykki beggja
bankanna. Er þetta í raun og veru
ekki nema sjálfsagður hlutur, því
að auðsætt er, að báðum bönkunuin
er nauðsyn á þessu, Islandsbanka
vegna þess, að hann þarf að vita
með töluverðum fyrirvara, hversu
mikið honum ber að hafa kallað inn
af seðlum á ákveðnum tínia, og
Landsbankinn þarf að vita með
fyrirvara, t. d. vegna gulltrygging-
ar sinnar, hversu mikillar seðlaút-
gáfu hann megi vænta, en gull-
tryggingin stendur að sjálfsögðu í
nánu sambandi við seðlainnköllun
Islandsbanka. Að öðru leyti verður
að fela landsstjórninni að kveða
nánar á um fyrirkomulagið, enda
ætti það eigi að valda neinum sér-
stökum erfiðleikum.
Vegna hinuar ráðgerðu breyting-
ar á kosningu í fulltrúaráð íslands-
banka verður að gera ráð fyrir, að
eftirlit það, sem hingað til héfir
átt að vera af hálfu fulltrúaráðsins
fyrir hönd hins opinbcra, liverfi,
er hluthafar velja alt fulltrúaráð-
ið. Með ])VÍ að það þykir eigi rétt,
að ekkert opinbert tillit, komi í
stað hinna þingkosnu fulltrúa og
ráðherra ])ess, sem á ]>ar forsæti,
þykir rétt, að eitthvert eftirlit sé
sett í þesis stað með bankanum, með
^érstöku tilliti til, að hann hefir
seðlaútgáfurétt. Svipað eítirlit virð
ist eiga að vcra með Landsbankan-
um, ]>ar sem hans seðlaútgáfurétt-
ur takmarkast af viðskiftaþörfinni,
og getur oltið á miklu, að seðlar
séu eigi settir í umferð umfram
beina þörf. Að öllu athuguðu virð-
ist mega fallast á eftirlitsákvæði
j:rv.
Minni hlutinn stingur upp á, að
ein breyting verði gerð á frv. og
er það eftir ósk íslandsbanka
Bieyting ]>essi er þess cfnis, að
skylda Landsbankaus til að láta
íslandsbanka fá seðla án sérstakra
ómakslauna skuli einnig ná til
seðla, sem afhentir eru á stöðum,
þar sem báðir bankarnir liafa útibú
gegn greiðslu í seðlum í Reykja-
vík. Þessi breyting skiftir litlu
fyrir Landsbankann, og mcðundir-
ritaður formaður nefndarinnar,
sem einnig átti sæti í samninga-
nefudinni við íslandsbanka, hefir
skýrt fjárhagsnefndinni frá, að
tilætlunin hafi verið, að orðalagið
væri svipað og hér er ráðgert.
Samkvæmt þessu ræður minili
hlutinn hv. deild til að samþykkja
frv. með eftirfarandi breytingu:
Aftan við 2. málsgrein 6. gr. bæt-
ist:
Hið sama er um se'ðla, sem ís-
laiidsbanki afhendir á þessum stöð-
um gegn seðlum í Reykjavík.
Bann geg’n refaeldi.
Langt álit er lcomið um frv. um
bann gegii refarækt frá landbún-
aðarnefnd neðri deildar. Er niður-
staðan sú, að frv. beri að sam-
þykkja, það só „spor í rétta átt“.
„Hagsmuni almennings verður að
meta hér meira en fárra einstak-
linga.“
„Refarækt“ breytir nefiidin í
refaeldi.
Jón á Hvanná er framsögu-
maður.
Viðaukatillögar.
Refirnir enn.
Við ])ingsályktunartillögu land-
búnaðarnefndar, sem birt var hér
í blaðinu í fyrradag, uin eyðingu
refa, er nú komin viðaukatillaga,
og mun henni ætlað að koma í stað
frumvarpsins urn bann gegn refa
eldi.
Flutningsmenn þessarar viðauka-
tillögu eru þeir Sigurður Stefáns-
son, Bjarni Jónsson frá Vogi, Ein-
ar Arnórsson, Magnús Guðmunds-
son, Matth. Ólafsson og Magnús
Pétursson, og er till. um að bæta
við brýningu til sýslunefnda um,
„a ð setja strangar varúðarreglur
gegn því, að refir sleppi úr eldi,
og ákveða háar sektir við því“.
Viðhald flutningabrauta.
Þá viðaukatillögu flytja þeir
Pétur Ottesen.óg Pétur Þórðarson
við vegamálatillöguna, að einnig sé
skorað á stjórnina, „að íhuga,
livort eigi sé réttast, að viðhaldi
flutningabrauta verði létt af sýslu-
sjóðunum og kostað af landssjóði‘!.
Pingfundir í gær.
Efri deild.
Afgreitt var til neðri deildar frv.
um bæjarstjórn á Seyðisfirði. Lög-
gilding verzluuarstaðar í Ifrísey
fór til 3. umræðu og þingsál. til-
laga um atvinnulöggjöf til alls-
herjarnefndar og síðari umræðu.
Frumvarpi um gjaid af innlendri
vindlagerð o. fl. var vísað til fjár
hagsnefndar og 2. umræðu og frv
ttm skoðun á síld til sjávarútvegs
nefndar og 3. umræðu.
Loks varð frumvarpið um salt
tollinn afgreitt sem 1 ö g. Er þar
með kominir 8 kr. tollur á hvert
tonn af salti, og skal hann hald
ast til næstu áramóta eftir að halli
landsverzlunarinnar af saltverzlun
er unninn upp.
NYJA BIO ___________
Nýi I
Rocambole.
Leynilögreglusjónleiknr i ?
þáttum. — Leikinn Nordisk
Films Co.
Aðalhlutverkin leika:
Robert Dinesen
Philiph Bech og
Iageborg Spangfeldt,
sem nú er stödd hér i baenum
Neðri deild.
Frumvarp til laga um hæstarétt
fór til 2. umræðu og frv. um skrá-
setning skipa varð að 1 ö g u m.
Breyting á lögum um bifreiðar
(um að aldurstakmark skyldi fært
niður í 20 ár og að undanþágu
mætti vcita íiiður i 18 ar) var drcp-
m með tylft atkvæða i bak og fyrir
Frumvarpið um fjölgun dýra-
lækna var til 2. umræðu. Voru þar
niörg orð einkennilega töluð og
viidu margir drepa frv. Drápgirni
þessi kom úr hörðustu átt, nfl. frá
þeim, sem eiga dýrin — bændun-
um. Og sem dæmi upp á rökleiðsl-
urnar má nefna að einn þingmað-
ur sagði, að fátækustu bændur
hefðu ekki efni á að vitja dýra-
læknis. M. ö. o. hafa fátækling-
arnir bezt efni á að missa fénað
sinn. — Tillaga kom frá G. Sv. um
að taka málið út af dagskrá og í-
huga betur, cn hún var feld og frv.
mjakað upp í efri deild með 13 :12.
Þessir 12, sem ekki vilja fjölga
Uýralæknum, voru: B. K„ B. St„
E. J., H. K., J. B., M. P„ M. Ó„
P. J., P. 0„ Sv. Ó„ Þorl. J. og Þór.
J Jón Magiiússon var fjarri, en
ótaldir greiddu frv. atkvæði.
Frv. um breyting á vegalögunum
fór til 3. umr.
Frv. uin bann gegn refarækt
stóð á dagskránni en var tekið út
af henni.
Þingsályktunartillögu um póst-
ferðir á Vesturlandi var vísað til
samgöngumálanefndar og umræðu
frestað.
Þrjár aðrar þingsályktunartil-
lögur voru á dagskrá, en eigi vanst
tími til að ræða þær.
Dagskrár i dag.
K1 1 miðdegis.
í efri deild:
1. Frv. um einkaleyfi; 3. umr.
2. Frv. um viðauka og breytingu
á lögum um útflutningsgjald af
fiski, lýsi o. fl.; 2. umr.
3. Frv. um samþyktir um stofn-
un eftirlits- og fóðurbirgðafélaga;
1. umr. (Ef deildin leyfir.)
4. Frv. til fjáraukalaga fyrir ár-
in 1918 og 1919; 1. umr.
5. Frv. um takmörk verzlunar-
lóðarinnar á Saiiðárkróki; 1. umr.
6. Frv. um löggilding vcrzlunar-
staðar við Gunnlaugsvík; 1. umr.
7. Frv. um breyting á lögum um
hundaskatt o. fl.; 1. umr.
í neðri deild:
1. Frv. um breyting á lögum um
stofnun landsbanka; 3. umr.
2. Frv. um greiðslu af ríkisíé til
konungs og konungsættar; 2. umr.
3. Frv. um takmarkanir á rétti.
til fasteignaráða á íslandi; 2. umr.
4. Frv. um bann gegn refarækt;
2. umr.
5. Frv. um sölu á þjóðjörðinni
Ógri og Sellóni í Stykkishólms-
hréppi; 1. umr.
6. Frv. um löggilding verzluuar-
staðar á Mýramel; 1. umr. (Ef
deildin leyfir.)
7. Till. til þingsál. um loftskeyta-
stöð í Grímsey; fyrri umr.
8. Till. til þingsál. um vegamál;
cin umr.
9. Till. til þingsál. um cyðing
refa; ein umr.
10. Till. til þingsál. um bætur
vegna skemda og tjóns af Kötlu-
gosinu; hvernig ræða skuli.
Ragnar Lundborg.
Hinn góðkunni íslandsvinur,
Svíinn Ragnar Lundborg, fyrrum
ritstjóri í Karlskrona, cn mi fram-
kvæmdarstjóri prentsmiðjufyrir-
tækis í Stokkliólmi, er væntanleg-
ur hingað með „Botníu“. Ókunn-
ugt er um erindi lians hingað, en
það fréttist til Kaupmannahafnar
í vor, að í ráði væri að sænska
stjórnin sendi hann liingað sem
ræðismanu Svía.
Eigi vitum vér livað liæft er í
því, en sjálfsagt er ao bjóða hann
velkominn hingað, hvert svo sem
erindi hans er.