Morgunblaðið - 15.01.1920, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.01.1920, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Graenland Margt hefir nú á seinni tínuim verið ritað um Grænland. Hefir }>að verið allþarfur fróðleikuv ]>eim er áhuga hafa fyrir afskiftum íslend- inga af landinu. Mest hefir ]>að þó verið um Yestur-Grænland eða ]>á hluta landsins, sem bygðir eru. Um austurströndina hefir fátt verið rit- að hér. Það skiftir miklu rr.ál: að vita glögg deili á landsháttum þar og landskostum. Drottinvald Dana lokar þar ekki fjársjóðum náttúr- unnar. Þeir liggja okkur Isending- um innan handar, og erum við menn að minni að hafa ekki enn notað þá. Eg ætla að segja í aðaldráttum frá nokkru af því, sem menn vita um Austur-Grænland. Fyrir austurströnd Grænlands liggur hafís. Nær hann norðan frá heimsskauti suður með landi alt til þess er kemur á móts við suður- strönd íslands. Hann er á stöðugu reki suður á bóginn. I sundinu milli Ves(tfjarða og Grænlands er hann svo þéttur að varla verður siglt í gegn um hann. Sunnar breikkar haf- ið og ísinn dreifist. Á vetrum liggur hafísinn samfrosta við alla strönd- ina. Á sumrin þiðnar svo mestallur lagísinn. Breið vök liggur fvrir landinu og íshrafl nokkurt í. pannig mun því venjulega vera háttað. Stundum geta þó komið svo góð „ísár“ að hafið megi heita autt á köflum. — Á seinni árum hafa menn ekki komist upp að ströndinni fyrri en nokkuð norðarlega. Verður venjulega fyrst að sigla norður á móts við Jan Mayen. par liggur alt af auð vök á sumrin vestur að Græn- landi. Það er mjög mismunandi auðvelt að koinast í gegn um ísinn, og beltið mismunandi breitt. Árið 1900, 1. september, lagði skipið „Antarctic“ af stað frá Carlsberg- firði á Austur-Grænlandi (c. 71 gr.). Eftir hálfan dag komst það út úr ísnum, og sigldi íslaust haf til Dýra- f jarðar á hálfum þriðja degi. Nefni eg þetta sem dæmi um hve auðvelt er að sigla til austurstrandarinnar. íshafsskip til slíkra ferðalaga i vcrða að vera trausílega bygð. Þau j eru ætíð gjörð úr tré. Járnspangir 1 « iig'gja um stefnið og klæða síðurnar. Venjuléga eru þau í senn segiskip cg gufuskip. Ekki er iiættulaust að sigla um ísinn. Stundum rekur hann saman tneð miklu afli og myndi mola hverja fleytu sem í milii væri. Fremur sjaldan Iienda þó slík sljTs. Mikill selur liggur í ísnum. ísbirnir íara um hann á stangli og sjófuglar nokkuð. Mest er þó dýralífið í ísn- um Grænlandsmegin. Víkur nú málinu að Grænlands- strönd 85 gr. n. b. suður að 60 gr. Fj'rst norðan til liggur austur- ströndin beint í suður og er þar mjög stórvogskorin. Þegar kemur suður um 70 gr. tekur henni að halla mikið til vesturs og gerast þá smá- vogskornari. Nyrst á Grænlandi þar sem heitir Pearyland, liggur auð jörð á sumrin, síðan er ströndin auð suður eftir, þar til er henni fer að lialla til vesturs. par fyrir sunn- an hanga víðast skriðjöklar í sjó j fram aila leið suður undir bygðir skrælingja í Angmagsalikhéraði á 66 gr. Á þeirri strandlengju er víð- ast hvar enginn gróður og fátt um dýr, leita þau suður ströndina á vetrum. par liggur stöðugt hafís upp að landi og ófært stærri skipum. Norðan við þessa jökulströnd geng- ur fjörður mikill inn í landið. Heit- ir hann Scoresbyfjörður; kendur við Englending, sem rannsakaði þar j ströndina. Sunnan f jarðarins er j landið alt hátt. Fjöllin sem standa j fram undan jöklinum eru úr basalti. Gömul eldfjöll liggja þar sennilega undir jöklinum. Nyrst á þessum svðri hluta strandarinnar hafa menn fundið laug. Hún rennur fram úr hæð nokkurri á svo nefndu Hðnry-landi. Þar er grösugt svæði í kring, og margar rústir skrælingja- bæja. Þegar kemur norður fvrir Scoresbyfjörð er ströndin láglend- ari, og mikið autt land liggur nú milli sjávar og jökuls. Þá ganga j ítórar fjarðaflækjur inn í landið, og eyjaklasar liggja fyrir framan. Irm úr firðinum ganga langir dalir og djúpir, en heiðar á milli. Ár falla út í firðina, en eru flestar smáar. par norðan til er landið ekki hlaðið úr basalti, heldur eru víðast linari bergtegundir og móberg, sumstað- r..r þó og granit og gneis. Annars télja fræðimenn Grænland áfram- hald af Norður-Ameríku í jarðfræð- Islegum skilningi. Yfir Austur-Grænlandi liggur eyja eða strandloftslag. pokur eru nokkuð tíðar við sjóinn á sumrin. Lengra frá ströndinni er hr'einni og hlýrri veðrátta, enda er þar mestur gróðurinn. Á vetrum er oftast frost og mjög sjaldan hlákur. Loftið verð- ur þá þurt, og kuldinn þolist miklu betur. Nótt liggur yfir Norður-Græn landi allan veturinn. Um iniðbikið er dagur nokkru styttri í skamm- deginu en á Islandi og syðst er hann lengri. Stundum á vetrum er alb jart af norðurljósum og eru þau hvergi eins mikil og fögur og á Grænlandi. Menn hafa auðvitað engar samfeld- ar veðurskýrslur af Austur-Græn- landi. En menn hafa þó gert veður- athuganir þá tíma, sem þeir hafa dvalið þar. Eina slíka skýrslu hefi eg hér við hendina. Hún er tekin norður í Danmerkurhöfn n. c. á 80 gr. árið 1907. Þá var meðalhiti í júní 1,4 gr. á Celsius, í júlí 3,6 gr. og í ágúst 2,6 gr. Meðalkuldi í janú- ar -4- 23,0 gr., febriíar 29,9 gr., marz -h- 23,4 gr. Mest var úrkoman í janúar 27 mm. minst í júlí 1,8 m. og 1908 var á sama stað úrkoma í júlí 0,0 mm. Mest blása þar norðan stormar. Það ber að athuga að þetta er mjög norðarlega. Suður um ströndina miðja er veðráttan miklu mildari. Eitt sinn bygðu skrælingjar alla austurströnd Grænlands. Er það skoðun sumra vísindamanna, að tveir fólksstraumar hafi runnið annar suður austur- og hinn suður vesturströndina. Komu þeir frá Ameríku og tóku land þar sem nú heitir Pearyland. Nú er öll bygð horfin af ströndinni nema í Ang- magsalikhéraði. Á henni allri liggja kofarústir þeirra og önnur verks- ummerki; og sumstaðar er skamt síðan þeir hafa horfið : þaðan. Halda menn að slæm ísár hafi rekið yfir og harðindi. Féllu þá Skræl- ingjarnir þegar veiðin brást. Nú myndu þeir lifa þar góðu lífi. Þar tr betra til veiða en nokkurs staðar atmars staðar þar sem þeir búa og harðindi engu meiri en annars stað- ar í skrælingjabygðum. Dýralíf á Austurgrænlandi má heita mjög fjölskrúðugt eftir legu landsins. Nokkur hvalur lifir í haf- inu fyrir ströndinni. par er þó minna um hann en sumstaðar ann- arsstaðar við Grænland. Veldur því lagísinn. Við ströndina lifir líka mikið af rostungum. Á veturna leita þeir út á ísinn. Þá eru þeir styggir og ilt að veiða þá. Þegar vorar og lagísinn þiðnar synda þeir upp að ströndinni og skríða oft á land. Þá liggja þeir stundum gæfir í stór- hópum, og er auðvelt að drepa þá. Rostungar lifa mest á sel. Þeir eru risavaxin dýr. Spiklag liggur undir þykkri húðinni eins og á sel. Kjötið er líkt’ og selakjöt, en nokkuð gróf- ara. Rostungstennur eru dýrindis- vara. Við Austur-Grænland úir og grúir af sel. Mest er það f jarðasel- ur eða landselur. Á vetrum hefir mikið af honum leitað út í hafísinn. Mikið liggur þó undir ísnnm. Hálda þeir auðu gati og koma þar upp til þess að anda. Þá eru þeir varir um sig og styggir, eins og rostungarn- ir og miklu verra að veiða þá.pegar sjórinn við ströndina er orðinn auð- ur á vorin, fyllist alt af sel. Hann gengur þá upp í firðina. Ger- ist hann nú spakur og liggur á landi uppi. Selurinn lifir eins og menn vita á fiski, silungi og laxi. Ísbirnir lifa á Austurgrænlandi. Þeir ráfa um ísinn og uppi á landi. Oftast fara þeir einir saman, nema þegar birnan gengur með húna sína. Það er mælt í þjóðsögum að birnir liggi í dvala í hýði sínu all- an veturinn. Þeir fá ekkert hýði og liggja heldur ekki í dvula, að minsta kosti veiða menn þá jafnt vetur og sumar. Þeir lifa mest á sel og fiski. Sumir balda að þeir bíti gras og þara á sumrin, en aðrir neita því. Þeir elta selinn; bíða við vakirnar og hremma hann þegar hann kemur upp til að anda. Þeir eru vitrir og margar sögur ganga um kænsku þeirra og veiðibrögð. Þegar þiðnar á vorin halda þeir inn í firðina og þegar sjóinn leggur I Jörð ti! sö I Hálf jörðin Innra Knararnes í i Vatnsleysustraudarhreppi, fæst til | kaops o? ábúðar í næstu fardögum. Semja ber við fonrann skólaneínd- a'innar, Sæmtmd Klemensson. M;nni-Vogum. Stofa með aðgangi að eldhúsi óskast frá 1. febr. eða fyr. Tilboð merkt „Stofa“ leggist inn á afgr. blaðsins. elta þeir selinn út aftuir. Slíkt ferðalag hafa menn orðið varir við bæði við Scoresbyfjörð og Franz- josefsf jörð, nokkru norðar. ísbira- irnir eru gæfir við menn og hæg- fara. Stundum gerast þeir full nær- göngulir og forvitnir, og þegar hungur svérfur að þeim ráðast þeir stundum á menn. Þeir eru ramir að afli og grimmir ef í bardaga slær. Þótti áður fyrri hreystiverk að vinna björn. Nú er það auðvelt með 'skotvopni. Birnir eru spikfeitir á sumrin og góðir til matar. Bjamar- feldi vildu allir fegnir eiga. Moskusuxar lifa á Austurgræn- landi. Þeir ganga í stórum hópum, stundum 20 til 30 saman um landið. Þeir eru stórir eins og vetrungar og loðnir eins og sauðir. Vilhjálm- ur Stefánsson segir að kjötið af þeim sé mjög iíkt og nautakjöt og ullina telur hann betri en beztu sauðaull. Moskusuxar eru fremur gæfir, og er auðvelt að skjóta þá. Þeir ganga úr hárum á vorin og hafa menn oft fundið reifin af þeim. Þeir lifa af grasi og lyngi. Vilhjálmur Stefánsson hefir lagt það til við Kanadastjórn að hún flytti inn moskusuxa og gerði að húsdýrum. Áður fyrri lifðu hreindýr á Austurgrænlandi. Þau hafa ekki sést þar síðan um aldamót og talið er víst að þau séu öll útdauð. Halda menn að úlfar hafi eytt þeim. Framh. Loveland - lávarður finnur Amtríku. EFTIR 0. N. og A M. WILLIAMSON. 35 Loveland hvarf inn í eldglitrandi gas- mökkinn. Hann haf'ði handleggina fyrir angunum til hlífðar fyrir reyknum. Og nokkrum mínútum seinna þagnaði þetta hræðilega öskur, sem staðið hafði síðan gasið byrjaði að streyma. Smáspreng- ingaisnar voru líka búnar. En glugga- skýlur og dyratjöld stóðu enn í Ijósum loga. Stíginn í ganginum, dymar að eld- húsinu og borðsalnum brunnu. Handfangið hafði Cohen brotið í ósköpunum að komast út. Svo ekki var hægt að komast út. Menn reyndu að opna dyrnar með því að brjóta hurð- ina. Einhver hafði brotið rúðu, var gat- ið nógu stórt til þess að orsaka hættu- legan súg en ekki nægilegt fyrir neinn af þeim sem inni voru og reyndu að komast út með skomum og blóðugum höndum. Loveland kom aftur með aðra hend- ina mikið brenda og andlit og hár svið- ið. Hann hafði gripið stærðar ketil fullan með vatni og helt úr honum í stigann til þess að kæfa eldtungurnar sem sleiktu hann. Svo reif hann dyra- tjoldin frá og stóð á þeim unz eldur- inn kafnaði. Það smá dró úr eldinum og eftir varð aðeins neistaflug og reykj- armökkur. Hann réð Tonny Kidd til þess að fara með kvenfólkið: — pessa Ieið upp — við verðum að bjarga þeim úr þrönginni. En allur skarinn hefði auðsjáanlega hlaupið sömu leið, ef blaðamaðurinn hefði ekki staðið í dyrunum og varn- að fleiri útgöngu með breiðum herðum sínum. Hann fekk heljarhögg á bakið, en stóð kyr, þar til fjórar stúlkumar ér með honum voru ásamt Isidoru vom komnar í hlé með Loveland. pegar kvenfólkið var komið á öragg- an stað, klæddi Kidd sig úr frakkanum og sló niður með honum eldinn sem teygði sig upp eftir dyrakarminum upp undir loftið. Loveland kom strax til baka og hjálpaði Kidd til þess að koma ítölsku konunum inn fyrir vegg af borð- um og stólum í hom innan við hættu- svæði eldsins og örvita mannþyrpingar- innar. Blinky var látinn gera aðvart nm eldhættuna. Hann var sá minsti og grensti af þeim og gat því rent sér út um gatið á rúðunni og hrópað á lög- regluna. Nokkmm mínútum seinna þrömmuðu tveir stórir menn inn í blá- um einkennisbúningum, höfðu þeir brotið dymar. Og eftir stutta stund voru vatnssprautumar búnar að kæfa lcgana. Alt þetta hafði ekki gerst nema á fáum mínútum, en það var nærri orðið að harmleik, og engum var það ljósara en þeim tveim, sem tekið höfðu höndum saman til að bjarga: Loveland og Kidd. Til allrar hamingju fyrir Alexander hafði enginn dáið eða brunnið til skaða Mörg andlit og hendur voru að vísu skorin af glerbrotunum, tvær konur höfðu sæpt eða undist úr liði um úlf- liðinn. Loveland og Kidd höfðu bjargað öllu við. Engir aðrir höfðu neitt getað eða þorað að aðhafast. En hinir karlmenn- irnir gerðu sér alt far um að láta líta svo út, sem þeir væm aðalmennimir. Þeir höfðu, sögðu þeir, ætlað að ryðja kveníjilkinu braut til dyranna, en þá hafði þyrpipgin mðst svo fast á eftir, að þeir höfðu ekkert getað afrekað. Þeir töluðu af sannfæringu, svo kven- fólkið fór að trúa. En þegar þær fói-u að þakka Kidd fyrir að hann haf'ði frelsað þær frá að brenna lifandi, sam- þyktu þær hvorki né mótmæltu þegar hann fór að segja þeim, að það hefði verið hrausti, falski greifinn þeirra, sem alt hefði gert. En nú var Loveland horfinn. Meðan lögreglan hóf rannsókn, brunaliðið að- gastti alía dimma króka og kima og gestirnir smá tíndust burtu, var Tonny Kidd að svipast um eftir Loveland en ;:á hann hvergi. Milton varð, svona rétt fyrir siðasakir að verða konu sinni samferða og losaði hunn Kidd við þá byrði. Enginn mintist á Loveland því þó kvenfólkinu dytti hann í hug, þá gat það varla farið að hæla honum svona að ástæðulitlu. En hann var ekki horfinn á neinn dularfullan hátt. Hann dró sig bara í hlé. Og eini staðmrinn til þess að hafast við'í var eldhúsið. par var mjög óvistlegt umhorfs: brotnir pottar og pönnur, borð á hlið- inni, egg, ostrar og hrá steik út um alt gólf. En þrátt fyrir það fanst Loveland þetta vera eini griðastaðurinn. Þetta afreksverk var ef til vill meira en það sem hann vann á orustusvæðinu óg hafði útvegað honum heiðursmerkið, En hann ætlaði ekki að koma fram aft- uv til þess að láta aðra hugsa að hann væri að sníkja eftir lofi. Hann kærði sig ekki um neitt þvílíkt. Hann vildi bara hafa frið. Hann fekk einn þjóninn til þess að binda um sárið á hendinni, en þá var sagt fyrir aftan hann: — Eg hefi verið að leita að yður, eg þarf að láta yður vita það, að hver sem þér annars eruð, þá erað þér að minsta kosti hugrakkur maður. pað var Tonny Kidd, sem sagði þetta. — pakka, sagði Loveland heldur stuttlega. Hann leit samt ósjálfrátt við og horfði í brún augu blaðamannsins og sagði um leið: Það erað þér líka. — Mér fellur illa ef eg hefi orðið til að koma yður í ónáð, hélt Tony á- fram. petta er auðvitað alt gert sem verzlunarbragð. Orð Miltons við blaðamanninn fyr í salnum höfðu sannfært Loveland um, hvernig stæði á þesari heimsókn, svo þessi orð komu honum ekki á óvart. Hann svaraði því án þess að skifta skapi: — pað gerir mér ekkert til.' Röðdin var svo róleg að Kidd skammaðist sín. — Það er áreiðanlega slæmt — er það ekki?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.