Morgunblaðið - 17.01.1920, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.01.1920, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ jtiáKAi-\‘4A..*'K3te.rX.*.X*t*. íi’o.'jas.jSxjdu.jtf.* MORGUMBLAÐIÐ Bitatjóri: Vilh. Tmsæa. Stjónunálaritstjóri: Einar Arnórsson. Kitstjóm og afgreiðsla í Lækjargötu 2. 3ími 500. — Prentsmiðjuaími 48. Kemnr át alla dagm vikannar, að mánudögnm nndanteknum. INTERNATIONALE ASSURANCE-COMPAGNI A'S jyb.% Cc& 4 Sitstjórnarskrifstofan opin: Virka daga kL 10—12. Helgidaga kl. 1—3. Afgreiðslan opin: Virka vlaga kl. 8—5. Helgidaga kl. 8—12. Anglýsinguin sé skilað annaðhvort á afgreiðsluna eða í ísafoldarprent- smiðju fyrir kL 5 daginn fyrir útkomu þess blaðs, sem þsr eiga að birtast L Auglýsingar, sem koma fyrir kL 12, fá af öllum jfanaði betri stað í blaðinu (á iesmálssíðum), en þmr gem síðar koma. Auglýsingaverð: Á fremstu síðu kr. 2.00 hver cm- dálksbreiddar; á öðrum aíðum kr. 1.00 cm. Höfuðstóll 10 miljónir kr. Sjó- og stríðsvátryggingar. i ; Aðalumboðsmaður: Gunnar Egilson Hafnarstr. 15.. Tals. 608 og 479 (heima). Verð blaðsins er kr. 1.60 á mánuði. ■gprvyg".?rg.^rr-!Trrv!v-r-??g'^vvig"aTrv;v WfK Frá bæjarsíj.fundi í fyrradag. miiinnniiin selnr silRiBíúsur með 10—3O°/0 afslætti Fasteignamál. Samþykt fundargerð fasteigna- nefndar viðvíkjandi bréfi frá 25 erfðafestuhöfum um breytingu á erfðafestuskilmálunum, þannig, að endurkaupsverð bæjarins á löndun- um sé hækkað í hlutfa'lli við auk- inn reksturskostnað. Hafði nefndin ákveðið að rannsaka reksturs- ástands hvers einstaks lands, sem þarna er um að ræða, áður en hún gerir tillögu um málið. Fjárhagsmál. Rætt um beiðni húsaleigunefnd- ar um dýrtíðaruppbót á þóknun þeirri er hún fær úr bæjarsjóði fyrir störf sín. Hafði fjárhagsnefnd lagt til, að meðlimum húsaleigu- nefndarinnar yrði veitt uppbót frá 1. júlí f. á. er næmi 50% af launum þeim er þeim hefir verið borgað. Gaf borgarstjóri þær upplýsingar, a6 húsaleigunefnd befði fengið á síðasta ári tæpar 8000 krónur. Og um 190 fundi hefði hún haldið á árinu. Var tillaga fjárhagsnefi-d- ac feld að greiða húsaleigunefnd dýrtíðaruppbót. Útgáfa skuldabréfa. Sú tillaga var til umræðu að bæj- arstjórnin gæfi út fyrir hönd bæj- arsjóðs og með tryggingu í eignum og tekjum bæjarsjóðs 6(4%skultla bréf fyrir 250 þús. krónum er borg- ist á næstu 20 árum eftir hlutkesti með minst 12500 kr. á ári. Á þessi láasupphæð að notast til að greiða með aðrar skuldir bæjars.jóðs. Jón Baldvinsson taldi þessa aðferð vafasama, ef ætti að fara að taka nýtt lán til að borga með gangandi víxia bæjarinÁ Aunað xuál hefði það verið, ef þessi leið hefði verið tekin til þess að bjarga við einhverjum fyrirtækjum bæjar- ins, sem hann yrði að ráðast í. Og þessa leið mætti ekki fara fyr en ti! þvrfti að taka með þesskonar léu, en als ekki til að hafa til rekst- ués. Borgarstjóri kvað þetta tekið aðeins til þess að breyta óhag- kvæmu láni í hagkvæmara lán, því með því ætti að borga 200,000 kr. víxil sem hvíldi á bænum og væri sérlega dýrt og óþægilegt. Urðu nokkrar umræður um málið. vildu sumir láta skera það niður. Aðrir vísa því til fjárhagsnefndar. Var það síðan samþykt að endingu. „Hotel Island." Á bæjarstjómarfundi var ti'l um- ræðu og ályktunar eriudi frá eig- endum „Hotél íslands1' um rekst- ur þess framvegis. Leituðu þeir í því styrktar bæjarstjórnarinnar að rýma húsið að leigjendum, svo þeir gætu breytt því og bætt til afnofca fyrir gistihús. Voru kosnir 3 bæjarfulltrúar til þess að ræða frekar um þetta við eigendur hússins. c DáOBOX Edda 592012061/2 — 1- Reykjavík s.s.v. kul, hiti 1.4 ísaf jörður v. gola, hiti 0,4 A kureyri s. kul, hiti 2.5 Seyöisfjörður s.v. kaldí, hiti 0.5 Grímsstaðir s. gola, hiti 4.0 Vestmannaeyjar s. gola, hiti 0.2 pórshöfn logn, hiti 6.0. Messað á morgun í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 1 e. h. sr. Ól. Ól. og í Fríkirjunni í Rvík kl. 5 s. d. sr. Ól. Ól. Kvöldskemtun veröur haldin í kvöld í Bárunni, til styrktar sjúkum manni. Veröur þar margt gott á dagskrá. M. a. skemta þar frú Stefanía Guömunds- dóttir, fröken puríöur Sigurðardóttir og Bjami frá Vogi. VífilstaSahælið. Meölag meö sjúkl- ingum á hæiinu veröur hækkað frá 1. febrúar. Á sambýlisstofu, þar sem eru fleiri en tveir, kostar það framvegis 3 kr. (nú 2 kr.), þegar tveir eru saman í stofu er meðlagið 4 kr. (nú kr. 2.50) og á einbýlisstofu verður meðlagið 5 kr. fnú 3 kr.). 250 póstpokar komu hingað með Is- landi. Er það mesti póstur sem lengi hefir komið hingað í einu. Ungfrú Svala, dóttir Einars skálds Ben ediktssonar er farin að nema lækn- isfræði í London. ■■ 'O— Island kom hingað í gærmorgun. Með- al farþega voru: Steingrímur Matthías- son læknir, Kolbeinn porsteinsson skip- stjóri, Chouillou kaupm., Jón Bjarna- son læknir frá Steinnesi og frú, Gísli Amason frá Skútustöðum. Kemur hann frá Noregi, þar sem hann hefir verið að kynna sér laxa og silungaklak. Messur í dómkirkjunni á morgun: Kl. 11 síra Jóh. porkelsson og kl. 5 síra Bjarni Jónsson. Jón Benediktsson stud. med. er sett- ur héraðslæknir í stað Sigurðar Hjör- leifssonar Kvaran, meðan hami situr á þingi. Fer Jón á stað í dag áleiðis aust- ui til Eskif jarðar með þýzkasaltskipinu „Dione“, sem hér hefir legið undanfarna daga. Sigurfarinn, fiskiskipið sem Færey- ingar keyptu af H. P. Duus, fór héðan í gær alfarinn áleiðis til Færeyja, hlað- inn vörnm. YERSLDNÁRTÍÐINDI Mánaðarblað gefið út af verslunarráði Iilandw. Árgangurinn kostar 4,50. Meðaa applagið hrekkur geta nýir ískrifendnr fengið I. og II. árg. (1918 og 1919) fyrir 5 kr. báða. AfgreiBsla: Skrifstofa Verslunarráðs íslands Kirkjustræti 8 B. Pósthólf 514. Talsími 694. ÁipiDgískjörskrá fyrir kjördæmi Reykjavíkur er gilclir fyrir tímabilið 1. júlí 1920 til 30. júní 1921, verður lögð fram almenningi til sýnis 1. febr. 1920 á skrifstofu bæjargjaldkera. Borgarstjórinn í Reykiavík, 15. janúar 1920. ‘K. Zimsen. Skemdir á veiðarfærum. Suður í Mið- nessjó hefir verið krökt af botnvörp- ungum undanfarna daga og hafa þeir gert spell mikil á lóðum íslenzkra fiski- báta. Hungursneyðin í Vín. Borgarstjórinn í Vín, Max Wint- er segir að nú sé í Vín um 550 þús. börn og unglingar innan 19 ára og að af þeim svelti 300.000! Matvæla- út lilutuninni er þannig háttað, að hver borgarbúi fær hér um bil Muta þess sem talið er að menn komist af með minst til þess að lifa sæmilegu lífi. Og oft er ekki einu sinni svona stór skamtur til. Börn á aldrinum 2—6 ára fá V2 pela af mjólk á dag en eldri börn enga mjólk. Kjöt sést varla, ef til víll einu sinni í mánuði svolítill hiti. Sykur og kartöflur eru ekki til, og feitmeti nær ekkert. Aðalfæðan er næringarlítið grænmðti. Fyrir ári var 5. hvert barn'í borg inni við dauðann af hungri og rúm- ur helmingur aWra barna leið sult. Aðeins 10. hvert barn fekk nokk- urnveginn viðunanlegt fæði. Nú er ástandið miklu verra, eins og sjá má á því, að í janúar 1918 dóu þar í borginni 17,1 af hverju þúsundi, en 42,3 af þúsundi í október 1919. Veikindi magnast. Börnin hætta| s ð þroskast og vaxa; þau bafa ekki: þrek til þess að ganga í skóla. Af andvana bömum fæddust 20% fleiri 1919 heldur en venjulega. Er að aðallega því að kenna, hvað mæðurnar hafa átt við mikið hrð-j rétti að búa. Berklaveiki geisar í j algleymingi og af þeim sem deyja: et það fjórði hver maður sem deyr úr henni. Fæðingum fækkar afskaplega j því að það gengur glæpi næst að j bera börn í heiminn fíar sem þannig i er ástatt. Og hvílíkt örvæntingar- j æði hefir gripið íbúana sézt beztj á því, að það hefir verið yfirvegað • hvort skuii heldur fórnað á altari dauðans. þeim börnum sem eru í Frá bajarsímanum. Nýir tlsímanotendur við miðstöð B. 17. jan. 1920. 916 Bergur Rósinkranzson, kaupm., Hverfisg. 84. 834 Bertelsen, A. J„ heildsali, Túngötu 2. 1007 Björn Jónsson, bakari, Grettisgötu 28 B. 813 Christensen, P. 0., f. lyfsali, Aðalstr. 11. 885 Gísli Bjömsson, Grettisgötu 8. 902 Guðbergur Jóhannsson, málari, Grettisg. 44. 875 Hannes Jónsson, kaupm., Laugav. 28. 871 Hannes Ólafsson, kaupm., Grettisg. 1. 872 Hermes, verzlun, Njálsg. 26. 840 H.jálmar Þorsteinsson, kaupm., Skólavörðust. 2. 1008 Jens Bjarnason, bókhaldari, Kárastíg 11. 814 Jóhann Ólafsson, verKstjóri, Hverfisg. 84. 806 Jón Sigurðsson, járnsmiður, Laugav. 54. 1031 Kristján Snorrason, símamaður, Bergstaðastíg 17. 892 Lúðvík Magnússon, verzlunarfuHtrúi, Kárastíg 11. 950 Markús Einarsson & Co„ verzlun, Laugav. 44. 933 Mjólkurbúðin, Laugav. 46. 893 Ryden, Oarl, kaupm., Aðalstræti 6. 811 Sjóvátryggingarfélag íslands, h.f., framkvæmdarst.jórinn- Austurstr. , 927 Sveinn Jónsson, vélastjóri, Hverfisgötn 91. 920 Valdimar S. Loftsson, bakarx, Vitastíg 14. 922 Þórdís J. Carilqvist, ljósmóðir, Laugav. 20 B. 892 Þórður Erlendsson, Vitastíg 8. sjúkrahúsunum, eða þeim sem era í heimahúsum, því að öll geta þau ekki lifað. Og foreldrar svifta sig lífi, til þess að eta ekki matinn frá munni barna sinna. — — — Pannig eru hinar bræðilegu frá- sagnir af ástandinu í Víu og verða þær ekki rengdar. Það er því engin furða, þófct hlutlausar þjóðir hafi brugðist vel við þeirri málaleitun, að taka þaðau börn til fósturs. Sviss ætlar að taka 30.000 börn og Norð- urlönd 7—8000 börn hvert. Verður það tii samans fimti Mutinn af þeim böruum, sem hungurdauðinn vofir nú yfir. En við það léttir nokkuð á heima fyrir og Bandaríkin hafa tekið það að sér, að reyna að sjá þeim sem heima sitja farborða með matvæli. Afvopnunin. Óðum er verið að afvopna beri Bandamanna. Á tímabilinu 1. apr. til 1. okt. þ. á. hafa Frakkar ieyst tvær miljónir bermanna undan vopnum. Erl, símfregnir. (Fri frittaritara Msrgunblaðsins). Khöfn 16. jan. Fulltrúum Elsass-Lothringen fagnað. Frá París er símað, að á fyrsta fundi öldungaráðsius, sem haldinn hefir verið eftir kosnmgarnar, hafi fulltrúum Elsass-Lothringen verið fagnað hátíðlega. Fiume. „Daily Chronicle“ segir aðFiume eigi að verða ítölsk, en höfnin þar alþjóðaeign og imdir eftirliti þjóð- banclalagsins. Landið upp frá borg- inni á að koma undir Jugo-Slava. Þjóðbandalagið. Wilson hefir kvatt til fundar í þjóðbandalaginn á morgun, en Bandaríkin hafa þar enga fulltrúa. Helgoland er aðeins einn ferkílómeter að stærS og var a'lt eitt vígi meðan á stríð- inu stóð. Þeir sem þar áttu heima fyrir stríðið og höfðu herþjónustu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.