Morgunblaðið - 24.01.1920, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.01.1920, Blaðsíða 4
4 kynnast skoðunum þess trúarflokks, sem GuSni. tilheyrir, en sem þó er lítt þektur hér, Botnia kom hingaö íoks síödegis í gær Haföi hrept aftakaveöur milli Pær- eyja og íslands. Farþegar voru milli 10 og 20. par á meðal Ragnar Asgeirs- son garöyrkj umaöur og Sigurður Guöm undsson, Sigurössonar klæðskera. BarkskipiS Eos, sem strandaöi hjá Eyrarbakka, er algerlega ónýtt. Sagði símfregn frá Eyrarbakka í gær, að það hefði rekið í land á bliðinni og fallið saman án þess að heyrðist braka í því. Að sögn mun skipið hafa verið líkast skipinu sem Flosi ætlaði á til íslands síðast. Félagið Sjálfstjórn heldur kjósenda- fund í K. F. U. M. kl. hálf níu í kvöld. Verða bæjarstjórnarkosningarnar til umræðu. Félagsmenn mega bjóða með sér öörum kjósendum þó ekki séu þeir félagsmenn. Eftirh’erm.u-skemtun heldur Eyj. Jóns son leikari í Iðnó næstkomandi mánu- dagskvöld. Ætlar hann að herma þar eftir ýmsum þjóðkunnum mönnum, inn- rsn bæjar og utan. Ármenn. Aðalfundur í glímufélaginu Ármann var haldinn í fyrradag. Voru þessir menn kosnir í stjóm félagsins fyrir næsta ár: Ágúst Jóhannsson for- maður, Hermann Jónasson og Pétur Jó- hannsson. í félaginu eru nú yfir 60 meðlimir. 1. febrúar verður kappglíma félagsins háð og má búast við að hún verði góð í þetta skifti, því glíman hefir verið iðkuð af miklu kappi í vet- ur. En gjarnan mætti fleiri vera í Ár- mann og glíma. Hver sem er úr stjóm- inni tekur opnum örmum við nýjum meðlimum. Listasýning listvinafélagsins fer fram næst vorið 1921. Hefir svo verið ákveð- íð, að sýningin færi jafnan fram á vorin en með því að fyrsta sýningin fór fram í haust þótti of snemt að hafa næstu sýningu strax í vor og verður henni því slept þetta ár. En að jafnaði á að halda sýningu á hverju ári. ------ O ■ ■ Loveland lávarður fínuur Ameriku EFTIR 0. N. og A. M. WILLIAMSON. 42 peir gengu langan gang og komu loks að mjóum, hrörlegum stiga. Loks komu þeir að herbergi Lovelands. Kvenfólk ið býr niðri, karlmennimir uppi, sagði Jacobus og var stuttorður. — Gerið þér svo vel, sagði umsjónar- maðurinn og barði hryssingslega á dymar og opnaði þær um leið. Ungur maður, ekki nærri fullvaxinn, lá þar aftur á bak í litlu rúmi og las í handriti. Hann leit upp en hreyfði sig ekki þó hann sæi Jacobus og gestinn koma. — Mér heyrðist þér segja, að þetta væri mitt herbergi, hrópaði Loveland hræddur. — pað er það. Og þama er herberg* isnautur yðar. Eg verð líklega að sam- kynna ykkur. Ed. Binney, P. Gordon frá Englandi. Nú þekkið þið hvor ann- «n, og eg hugsa, Eddy, að þér látið MORGUNBLAÐIÐ H f Arn jótsson & jónsson S mi 384. Tryggvagata 13, I heildsölu: Ofgrarettur, Capstan o. fl. tegundir. — Plðtutóbak. 2 iagtækir ongir raenn, scm eru hneygðir fyrir vélar, geta komist að við að læra slíka iðn. Umsóknir, með fullu nafni og heimilisfangi, sendist í lökuðu umslagi á afgreiðslu Morgunblaðsins, merkt „Vélfræði“. Dugleg, hreinlát stúlka sem kann venjuleg húsverk ög matartilbúning, getur fengið ágæta vist á góðu og fámennu íslenzku heimili í Kaupmannahöfn. Gott kaup. — Fargjald borgað að nokkru leyti. Upplýsingar hjá Halldóri Gunnlögs- syni, Lindargötu 28, frá kl. 4—6 e. h. menn! Norskur olíofatnaður æst á'eiðanlega lantbeztur og óöýrascur i Brauns Verzlun, Aðalstræti 9. Rasmns Niclasen iátinn Fréttaritari vor í Færeyjum sím- a’ oss í gær á iþá leið, að í fyrri- nótt hefði látist í Þórshöfn hinn ]>ekti lagþingsmaður Rasmus Nicla- sen. Rasmus Niclasen var einn þeirra sendimanna, sem Fætejúngar sendu hingað í fyrra sumar (1918) til þe.ss að semja við stjómina um sameiginleg kaup á ýmiskonar nauðsynjavöru frá Ameríku. Dvaldi sú nefnd hér um hríð og varð á- rangur góður af förinni. Rasmus Gordon vita um alt það, er hann þarfn- ast og vill fá að vita. petta var verra en Leðurblöku-gisti- húsið, þar gat maður þó, ef maður hafði nokkra aura í vasanum, fengið sérstakt herbergL En þar sem Loveland átti ekki nema hálfan dollar, þá sá hann í.ð ekki mundi henta að vera kröfuharð- ur. Hér var hann og bér varð hann að vera, þangað til hann frétti heimanað, eða einhverjar bjargarvonir kæmu upp í hendumar á honnm. Hann var auðvitað nærfelt tekinn að örvænta að fá fregnir að heiman. Öll skeyti hans voru ósvöruð enn. Og nú síðast hafði hann tekið það fangaráð, að skrifa móður sinni og Betty. En þó að alt gengi ákjósanlega, þá mimdu þó af minsta kosti líða 14 dagar, þar til Bill gæti komið bréfi til hans í þennan nýja stað. Og á meðan hlaut hann að vera þrsell nauðsynarinnar — ef ekki Jacobusar. Eddy áleit það ekki ómaksins vert að standa á fætur, en hann reis upp á alnbogann og glápti á Loveland eins og tröll á heiðríkju. Hann var grannur og fölur og leit veiklulega út, augun voru skær, raunar alt of skær til að vera heilbrigð, og hakan var hvöss. Um stund gramdist Loveland þessi unglingnr þama, svo hann dirfðist ekki Fransfct njal til sö!n i Póst bússtræti 13. HREINAR LJEREFTSTUSKUR kaupir hæsta verði ísafoldarprentsmiðja. Niclasen eignaðist þá allmarga knnningja hér í bæ, sem æfinlega nranu minnast hans með hlýjum hug. að segja eitt orð. En hann gáði fljót- lega að, að því miður færist honum ekki að láta mikið. Og í raun og vem leit þessi unglingur út fyrír að hafa marga góða kosti, ef rétt væri farið að honum. Svo Love- lond hætti við allar móðganir. Hann sagði meira að segja í ástúðlegum róm, að hann vonaði að hann hefði ekkert á móti því, þó hann kæmi í herbergið til hans, því í raun og veru gæti hann ekk- ert gert að því. En Eddy brosú, svo skein í mjallabvítar tennnrnar og sagði, að hefði það ekki verið hann, þá hefði einhver annar komið, sem ekki hefði reynst betur. pví Eddy fékk strax það álit á manninum, að hann mundi þó að minsta kosti vilja þvo sér. Loveland svaraði því, að hann gerði ekki annað skemtilegra, en sér sýndist það enginn hægðarleikur í þessu húsi. Menn yrðn að gera það í smáflokkurp og þvo sér úr fötum, sagði Eddy. En það gerði ekki neitt, því árangurinn væri sá sami. Svo hlógu þeir báðir. Og Binnpy hrópaði með gleði að hann væri ánægður yfir því, að Gordon væri ekki neitt stórbokkalegur. Hann hefði fyrst verið hræddur um það, en það hefði liklega verið háa, fína flibbanum að kenna. Hann fór síðan að sýna hinum ný- Ko-nið og hlusiið á fagnaðarer- indið á vaknmgariamkotminum i kvöld og annað kvöld kl. 8. Ólaf Proppé alþlngismann vantar tvö her- bergi með húsgögnum, yfir þing- timann. Uppl. i sima 499 og 385. Nýtt fyrirdráttarwet og tjald til sölu. — Afgr. vísar á. Linoleum nýkomið. Daniel Haildórsson, Kolasundi 3. Gott—Nýft Black Cat og Piccadilly Cigarett- ur eru reyktar meira en flestar aðr- ar cigarettutegundir í Englandi og Scotlandi og eru það beztu meðmæli ’scm hægt er að fá með einni cigar- ettutegund. Fást nú þegar í smá- sölu í Hugfró — Litlu bnðinni og Verzl. Vegamót, en í umboðssölu og heildsölu hjá E. Hafberg, Laugaveg 12 Sími 700 Agæt Plydskápa til sölu, verð 75 krónur. Til sýnis á afgr. Mbl. komna leikara, hvaða kommóðuskúffur tilheyrðu þessum nýkomna gesti, þar yrði hann að hafa tannburstan sinn og ánnað þesskonar. Hann sagði Loveland, að hann væri nú reyndar nýlega kominn sjálfur í leikfélagið, og það úr hetra félagi, sem hann sæi mikið eftir, ef það hefði ekki verið svo erfitt fyrir sig. — pegar lungun í manni eru með allskonar hrekk og útúrdúra, þá verður maður að sæta félagi, sem er að minsta kosti eina viku í hverjum stað, og flest gistihúsin gefa manni hitann. Mér sýn- ist raunar líka á yður, að þér munið einhvemtíma hafa átt betri daga, svo við ættum að verða góðir félagar. Meðan Loveland bjó sig undir mið- degisverðinn, lýsti Binney meðlimum flokksins fyrir honum, þo nokkuð væri það gert öðru vísi en umsjónarmaður- inn hafði lýst því. Hann sagði, að Ja- cobus væri harðstjóri og oflátungur, en géeti leikið vel, og allir væru hræddir við hann að undantekinni mrs. Moon, því hún hræddist ekki Indíánaforingja. En Lisle mundi ekki fara að segja að svart væri svart, ef Jacobus segði ann- að. Sömuleiðis, að hann hefði verið heppinn þegar hann náði í hana, því að hún drægi að. — Fólk er bandvitlaust í henni, hún er svo falleg og langt nm- fram öll hin. En hún þarf leiðbeiningar, Lækningastofa 2 saœliggjandi herbergi, ó s k a s t leipð frá’ næstu mánaðamótnm eða 1. marz. Uppl. gefur Árni Óla. Simar 430 og 499. Samkoma 1 Salem 1 Hafnarfirðí, snnnudaginn 25. þ. m. kl. 3.30 síðd. E f n i: Hið þýðingarmikla skilyrði eilífðar- takmarksins. Allir hjartanlega velkomnir. Ouðm. Pálsson. Stúlka ó s k a s t um 3—4 vikna tíma til bjálpar á heimili. Uppl. á Skólavörðustíg 14. Fjölbreytta söngskemtan heldur Ingimundur Sveinsson I Bárunni í kvöld kl. 8t/a. Aðgöngumiðar fást frá kl. 12—8 í dag Málmsaum Ak efni til »baldéringar« (málm- saums) til sölu í r eild, með ágætnm kjörum. Upp!. bjá Söktigj Bjönisdóttar, Bergst.itræti 64. 2—3 herbetgi og eldhús óskar fjölskylda að fá frá 14. maí eða fyr. Uppl. gefur Guðjðn O. Guð- jónsson ísafold. Herra óskar eftir fæð, helzt hji privat-fólki, í Austurbænum. og guð veit, að hún fær þær hjá Jaek og konu hans. En gamla konan er afbrýðissöm. Eg veit ekki hve lengi það kann að lafa svona, því hætti hún, hætt- ir Jack líka. Hann er eins hræddur við hana og allir aðrir eru hræddir við hann Alt í einu hringdi bjalla ein, sem kallaði til miðdegisverðar. Borðstofan var eiginlega heljarlang- ui gangur á neðstu hæð. Allir leikararnir voru komnir að borð inu, því það var orðinn naumur tími fyrir æfinguna. Jacobus var að setjast milli tveggja kvenmanna þegar Loveland kom inn. En þegar hann sá hann, lét hann svo lítið að kalla hann til sín með bendingn. Val var skapi næst að hlæja. Honum fanst það kátlegt, að hann skyldi þurfa að hlýða bendingu þessa auðvirðilega manns eins og þræll hans. En hann gekk til hans eins og kallað væri á kven- elskt lamb og var samkyntur mrs. Moon og Lisle. Samkvæmt yfirburðum sínum yfir hina leikenduma átti Lisle vitanlega að ganga á undan. En mrs. Moon var ekki 4 því að taka tillit til þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.