Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjanuar 1920næsti mánaðurin
    mifrlesu
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 28.01.1920, Síða 3

Morgunblaðið - 28.01.1920, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 » •HollenzkiF vindiar MIGNOT&de block Afbragðti legundir. — Láigt verð. Fyrsta flokks vi na. — Girnilegir kassar. Heildsölubirgnir fyrirliggjandi í Reykjavík. Einkauinboð fyrir Island O. J. Havsteen, heildveizluh, Reykiav k. Opinbert uppbeð verður haldið við Njálsgötu 13. föstudaginu 30. janúar kl. i e. h. og þar selt: Kartöflur, Laukur, Vindlar, Tóbak, öl, og margt fleira. Bæjarfógetinn 1 Reykjavik. 26. janúar 1920. Jih. Jihannesson. Trósmiðafélag Reykjavíkur heldur árshátíð sína í „Iðnó“ laugardaginn 31. janúar kl. 8% e. m. Skemtiskrá: 1. Samkoinan sett. 2. Minni félagsins: Þ. Ofeigsson. 3. SamspilP. Bernburg. 4. Karlakór. 5. Fyrirlestur: Próf. Guðm. Finnbogason. 6. Karlakór. 7. Danssýning: Sgi. Guðmundssou og Guðrún Indriðadóttir. 8. Uppiestur. 9- Gamanvísur: Gunnþ. Halldórsdóttir. DANS. Aðgöngumiðar kosta kr. 2.50 og eru gefnir út á nöfn. Félagar vitji þeirra í verzhmina Brynju, Laugaveg 24, fimtudaginn 29. frá kl. 12—7 e. m. og föstudaginn 30. kl. 4—7 e. m., eftir þann tírna ófáan- legir. Húsið opnað kl. 8. Skemtinefndin. vallarreglur um launakjör em- bættismanna. Ekkert tillit er leng- nr tekið til þess, liver staðan er, ihvort hún er vandasöm eða ábyrgð- armikil, hvort mikinn eða lítinn nndirbúning hefir þurft til hennar o. s. frv. Það er engin framavon lengur til og engin sérstök hvöt þess vegna fvrir menn til að vanda vcrk sín. Það verður jafnvel ein- sýnn óhagnaður að taka yandasam- »uri embættin, sem áður voru stór- um betur launuð, en nú fylgja jöfn laun og hinum lægri og vanda- minni. Og rangindin eru sýnileg. Krón- an er eigi meira virði þeim, sem á pappímum hefir hærri föst lann, en hinum sem fær þau lægri, en hlýtur jafnhá laun og dýrtíðarupp- hót samanlagða sem hinn, er hærri fær föstu launin. Nú bíður kasta þingsins. Lögin eru blátt áfram skrípi í fram- kvæmdinni. Og því verður að af- nema þetta 9500 krón‘a hámark, eða ef menn vilja hafa hámark, ann'að en 3000 kr. hámarkið, sem dýrtíðarnpphót telst af, þá verð- ur ,að færa það veruiega npp. Ef vísitalan, sem nú er, stendur í stað eða hækkar, þá er þetta óhjá- kvæmilegt til að hæta úr misfell- nm þeim, sem nú eru á lögunum. En ef vísitalan lækfcar, þá gerir uppfærsla eða afnám hámarksins lítið til, þvi að þá lækkar dýrtíð- aruppbótin að sama skapi sem vísi- talan. ---------0--------- Sóttvarnir Spanska veikin á næstu grösum. Það verðnr aldrci o£ rækilega brýnt fyrir yfirvoldunum hér, að gæta varúðar við því, að drepsóttir herist ekki hingað til landsins. Sér- staklega vegna þess, að heilbrigðis- stjórnin er í þeim höndum, að mað- nr getur vænst fullkomins kæru- leysis,. livernig sem stendur á, ef dæma má eftir því syndsamlega hugsunarleysi í fyrra, að hleypa spönsku pestinni hingað orða- og athafnalaust. Nú gefst einmitt tækifæri til þess að rif ja þetta npp, því a® nn ^0S3~ ar spanska veikin upp í Danmörku að nýju og sjálfsagt víðar. Það er sýnt og samiað, að hægt er að verjast sýkinni algerlega. Og engin þjóð stendur betur að vigi með það að verjast henni heldur en •einmitt íslenzka þjóðin. Um vilja þjóðarinnar til þess, að reyna það af fremsta megni, þarf enginn að efast. Þjóðin má muna minna en þá blóðtöku, sem hún varð fyrir af völdum drepsóttarinnar veturinn 1918. Nú er að vita, bvort þeir, sem hún hefir falið að vera á verði fyrir sína hönd, rækja skyldu sína. Nú er eftir að vita, hvort drepsótt- in finnur yfirvöldin öðru sinni sof- andi á verði. Þjóðin krefst þess einum rómi, að veikinni verði bægt frá landinu. Og kún veit að það er hægt. Það þarf nú þegar að herða á sóttvörnunum, því að þær eru algerlega ófullnægj. andi. Það þarf nú þegar að taka upp eigi óstrangari sóttvarnir en í fyrra. Með því einu móti getum við vænst þess, að forða landinu við drepsóttum, spönsku veikinni sem eðrum. Því að fleiri drepsóttir en hún geta hingað borist. Nú er ein- mitt sagt í skeyti frá Kaupmaima- höfn, að drepsóttir (fleiri en ein) geisi í Berlín. Áður en inflúenzan barst hingað til lands í fyrra, var vakið máls á j>ví hér í blaðinu, livort eigi væri reynandi að verjast henni og spurt, hvort vér ættum að „fljóta sofandi að feigðarósi“. Grein iþá tók land- læknir mjög óstint upp og tók þá rögg á sig, að skrifa heillanga rit- gerð til að sýna fram á, að ófram- kvæmaulegt væri að verjast veik- inni og þar fram eftir götunum. Stóðst það hér urn bil á endum, að hann lauk við ritsmíð þessa og veikin gaus upp hér í bænum og hrakti allar staðhæfingar land- læknis, líka þá, að ekki væri hægt að verjast henni. Það er því von- andi, að landlæknir taki 'að þessu snmi aðra, afstöðu til þessa máls en hann gerði þá. Nú höfum við líka heilbrigðisráð og ætti því að vera trúandi til þess að vera vakandi fyrir þjóðarinnar hönd. Og enginn mun láta sér nægja með minna, en að fullkomnar sóttvarnir sé fyrir- skipaðar þegar í stað um alt ísland. Bæjarstjórnarkosning í Seyðisfirði. Seyðisfirði 24. jan. Bæjarstjórnarkosning fór hér fram í dag og voru kosnir: Karl Finnbogason, kennari, Stefán Th. Jónsson kaupmaður, Gestur Jó- hannsson verzlunarmaður, Einar Metúsalemsson og Benedikt Jónas- son. t Otið eystra. 1 Seyðisfirði 24. jan. Um alt Austurland hefir nú að imdanförnu verið versta ótíð ög harðindi. Er jarðlaust með öllu alls staðar hér eystra og hver skepna á gjöf- Oíugstreymi viðskiftaima Ameríkuvörur seldar til Ameríku. Sem ljóst. dæmi þess, hvert öfug- streymi er nú komið í öll viðski'fti í heiminum, er það, að mörg dönsk firmu eru nú farin að selja aftur til Ameríku vörur, sem þau keyptu þaðan fyrir nokkrum mánuðum. Sum firmu hafa jafnvel sent ame- ríkskar vörur fyrir mörg hundruð þúsundir króna vestur um haf aft- ur. í Bandaríkjunum er nú sem stendur hörgull á ýmsum vörum og báa gengi dollarans hefir þau áhrif, iað þótt vörurnar sé seldar þar nú með sama verði og þær voru keypt- ar, þá er gengismismunurinn svo mikill, að stórgróði er að því, að senda vörurnar véstur laftur. I Bandaríkjunum 'er þó þegar risin óánægja út af þessmn endur- innflutningi og er síðast fréttist, var farið að gera einhverjar ráð- stafanir til þess að hindra það hrun, sem lilýtur -að orsakast af slíkum viðskiftum. Og þær ráð- stafanir hljóta að koma jafn hart niður á öllum vörumnflutningi ti'l Bandaríkjanna. -------o------ Agrip af niðurjöfnun í Vestmannaeyjum. (Útsvörin tekin niður að 350 kr.). Gísli J. Johnsen konsúll 15,000, Kaupfélagið „Bjarmi“ 7500 kr„ Gunuar Ólafsson & Co. 7000 kr„ Kaupfélagið „Fram“ 6500 kr., ís- félag Vestmannaeyja 2500 kr„ Gísli Magnússon form. 2000 kr., Jón Einarsson kaupm. 2240 kr., Egill Jacobsen 2150 kr„ Joh. Reyndal út- vegsb. 1850 kr„ Árni Sigfússon kaupm. 1670 kr„ Friðrik Svip- nuindsson form. 1400 kr„ Gísli Lár- usson kaupfélagsstj., 1100 kr„ Bemótus Sigurðsson form. 900 kr„ Sig. Sigurðsson lyfsali 880 kr„ Kristján Egilsson Geirlandi 800 kr., Lyder Höjdal kaupm. 750, Kristján Gíslason kaupm. 700 kr„ Stefán Guðlaugsson forrn. 700 kr„ Bene- dikt Friðriksson skósm. 630 kr„ Dagsbrún (Sigr. Bj.) 610 kr„ Sig- urður Iugimimdarson fonn. 600 kr„ Sykttr, steyttur, á kr. 0.70 pr. ’/a kg- í verzluninni á *3CvQrfisgotu 10, Rjól Pg Rulla (B. B.) fæst í Lltlu Búðínni (við hliðina á Pósthúsint). Myndarleg stúlka getur fengið pláss sem ráðskona á litlu heimili, þar sem að eins er einn mmn að annast (a. m. k. fyrst um siu.j'). A. v. á. Sérstakt tækifæri I framtiðsrkaupstað sem er nálægt Reykjavik og með greiðum sam- göngum, er ,til sölu veitingahús með öllum nauðsynlegum áhöldum og útihúsum. Sérstakt tækifærisverð og mjög að- gengilegir borgunarskilmálar, laust til afnota 14. mai næstkomandi. Allar nauðsynlegar uppiýsingar gefur Gunnar fri Selalæk. Ólaf Proppé alþingismann vantar tvö her- bergi með húsgögnum, yfir þing- tímaun. Uppl. i síma 499 og 385. Til sölu er sexróð fjögramann8far vel útreitt með seglum, árum og dreka. Semja ber við Olaf Oleigsson, Keflavík eða Guðjón Jónsson, Bruunstig 10. Brjóstnál fuudiu f Fríkirkjuuni 18. þ. fm. Vitjist í Pústhússtr. 14. Magmús Gifðmundsson forinl 560 'kr„ Eyþór Þórarinsson kaupm. 550 kr„ Símon Egilsson Miðey 550 kr„ Guðni J. Johnsen kaupm. 540 kr„ Geir Guðmundsson Geirlandi 525 kr„ Sigurjón Jónsson Hrafnagili 520 kr„ Ólafur Auðunsson Þinghól 480 kr„ Guðjón Jónsson form. 470 kr„ Tli. Thomsen járnsmiður 450 kr„ Þorsteinn Jónsson form. 465 kr„ Páll Oddgeirsson kaupm. 450 kr„ Brynjólfur Sigfússon kaupm. 420 kr„ Georg Gíslason kaupm. 420 kr„ Ársæll Sveinsson form. 420 kr,. Magnús íslefsson trésmiður 410 kr„ Lárus Ha'lldórsson & Co. 400 kr„ Högni Sigurðsson Baldurshaga 380 kr., Lyder Höjdal & Co. 380 kr„ Gamla Bio 375 kr„ Stefán Björns- son form. 375 kr„ Gunnar Ólafsson kaupm. 370 'kr„ Þórarinn Gíslason gjaldkeri 370 kr., Lárus Halldórs- son kaupm. 360 kr„ Guðm. Jónsson form. 360 kr. Alls var jafnað niður 96,345 kr. Gjaldendur eru 575. Lægsta útsvar 5 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 68. tölublað (28.01.1920)
https://timarit.is/issue/98897

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

68. tölublað (28.01.1920)

Gongd: