Morgunblaðið - 12.02.1920, Page 1

Morgunblaðið - 12.02.1920, Page 1
7. árg., 81. tbl fimtudag 12 f ibrúar 1920 Isafoldarprenttimið]* Kaupirðu góðan hlut þá mundu hvar þö. fékst hann. Hin margefíirspnroa Q ú m m í s t i g v e í komin til Sigurjóns Póturssonar, Hafnarstrœti 18. V o narstrætisl éði n (milli nr. 8 og 12) sem er 2673 ferálnir að stærð er til sölu ef samið er án tafar. <9. CiríRss. 40 reknet með 300 faðma kabal, 45 belgjum, uppihöldum, neta nillu o. fl. til sölu nú þegar með tækifærisverði. <9. CiriRss. M gamla bio m Sappho SjÓDleikar i 5 þáttum eftir binni heimsfrægu skáldsögu Alphonse Daudets. Aðalhlutverkið leikur hin ágæta ameriska leikkona Pauline Frederik. Aukamynd. íslenzkar kvikmyndir frá e.s. Gnllfoss, e.s. ísland og Reykja- vik, Sýndar allar í einu. Sýning byrjar kl. 9. Kosníngii í Rsykjavik. Þing-ið hefir lagt sinn dóm á kosn rnguna hér í Reykjaví'k og sá dóm- tiT er all-einkennilegur. Það hefir ónýtt kosninguna að hálfu leyti, vegna iþeirra fornigalla, sem á henni fundust. Það hefir um stund- arsakir svift Reykjavík öðrum fuM- trúa sínum, einmitt um sama leyti og aHir eru farnir að viðurkenna, 'það, að Reykjavík sé iger hrópleg- nr óréttur irieð því, að hún skuli ekki hafa neima tvö sæti í þinginu og nm sama leyti sem stjómin legg- ur fyrir þingið frumvarp til laga um það, að fjölga þingmönnum hér um fjóra, jafnvel svo fljótt, að þeir geti tekið sæti á þessu þingi. Kosningakæran hér í Reykjavík snerti aðeins kosningu Jakobs Möll ers og hún var l)jTgð á því, að 14 menn, sem að vísu voru á kjörskrá, ■en höfðu eigi náð fullum a'ldri, höfðu kosið. Það var einkennilegt við kæru þessa, að hún kom frá mönnum, sem verið höfðu í undir- kjörstjórn hér og gallarnir á kosn- ingunni voru því þeirra sök. En nú ber þess að gæta, að Síðan 15. nóv- ber hafa að rninsta kosti nokkrir -af þessum 14 mönnum náð lögleg- um kosningaraldri og fá því að kjósa aftur. Engar sannanir lágu heldur fyrir um það, áð það hefði breytt neinu um kosninguna hér, þótt þessir menn hefði eigi kosið vð síðustu kosningar. Kaeran var bygð á formsatriði •eingöngu, því, að kosningin hér hefði eigi verið lögum samkvæm. Var þó þegar auðséð, að atriði þetta var veigalítið og að málið var meira fiótt af kappi og flokksfylgi, heldur en nokkru öðru. Því til sönnunar er þáð nóg, að kærendur viMu ekki ónýta alla kosninguna, heldur að- eins hálfa. En ef kosningin var ólög íeg og svo freklega kvað að því, að ekki mátti við una, þá var sjálf- við síðnstu kosningar. Þetta viðnrkendu margir þing- menn og af öðrnm var sýnt fram á, að stórum meiri formgallar hefði verið á kosningum í öðrum kjör- dæmum, enda þótt engum dytti í hng að kæra þær kosningar. En má’lið var í þinginu sðtt af meira kappi en svo, að þetta væri að nokkrn tekið ti'l greina. Er það auÖséð á því, sem þar gerðist, að hægt mun að ónýta ‘kosningu hvers þingmanns, sem sigrað hefir með htlum meiri hluta, ef andstæðingar bans í þinginu eru í meiri hluta. Því að tæplega mun fara fram sú kosning hér á landi, að eigi meigi finna á henni aðra eins eða stærri formgalla, heldur en voru á kosn- ingunni hér. Bæjarbúar meiga vera vissum mönnum úr undirkjörstjórn þakk- ’.átir, eða hitt þó he’ldur, fyrir fram- komu þeirra. Fyrst og fremst fyrir það', að þeir skyldi eigi hafa þá gát á kosningxmni, sem þeim bar að hafa, og í öðru lagi fyrir það, að hafa bæði gefið ástæðu ti’l þess og átt frnmkvæði að því, að kosning- in var ógilt, Reykjaví'k svift öðrum fulltrúa sínnm og neydd til þess að hef ja nýja kosningabaráttu með öll um þeim kostnaði og öllu því um- stangi, er henni fylgir. Ef nokkiið mætti ráða annað af ógílding kosningar Jákohs Mö’llers en 'það, að flokksfylgi hafi bolað honum úr þin'gsæti, þá er það hitt, a'ð frumv. stjórnarinnar um f jölgun þingmanna í Reykjavík eigi ekki Thikinn byr í vændum hjá 'þinginu. Það frumv. hefði getað gengið svo fljótt í gegn um þingið, að 'ko.sning hinna nýju þingmanna hefði farið fram litlu síðar en Uppkosning get- ir fram farið. Og ef þinginu var að eins um ‘það að gera, að koma Jóni Magnússyni að, þá gat það vel heð- ’ð nýrra kosninga. Því að þá var bann alvég viss með að komast að. En niðnrstaðan virðist tæplega geta verið önnur en þessi: Þingið vill he'ldur Jón Magnússon en Jakoh Möller. En það vill ekki f jölga. þing mönnum Reykjavíkur þótt það sé eitthvert heitasta áhugamál Jóns agnússonar og hann hafi sem for- sætisráðherra lagt frumvarp um það fyrir þingið. Þessvegna ónýtir þingið kosninguna að hálfu leyti en ekki öl'lu, í 'þeirri von, að breyting geti á orðið, með því að kjósa npp ið nýju, þar sem líklegt er, að kosfi- ni'gabaráttan verði með nokknð (iðrum hætti en áður. Fjárhagurinn. Eigi hafa þeir menn verið öfunds verðir, sem átt hafa að hafa stjóm é fjármálum þjóðanna á síðustu ár- um. Krónumar eru orðnar að um- skiftingum, sem breyta sí og æ um gildi og f járhagsviðskifti ö'll á hver- anda hveli. Hafa íslendingar eigi farið varh'luta af þessu, þótt betri hafi að vísu verið aðstaða þeirra en margra annara. En þó liefir farið hér svo,að eigi hefir tekistað halda fjármálunum í viðunandi horfi og síðasta þing komist út á stórkost- iega viðsjárverðar brautir í því, að afla landinu tekna. Er hér átt við áilögur þær, er þingið demhdi und- irbúningslítið á þann atvinnuveg landsbúa, er ríkssjóður hefir haft mestan styrk af, og sem þakkað verður fyrir það, að verzlnnarvið- skifti landsins hafa haldist í viðun- snlegu horfi hin síðustu árin. Var því spáð í snmar, að þessar álögur mnndu verða sjávarútveginum um iriegn, þó ekki steðjuðu að nein sér- stök óhöpp. Allmjög hafa nú breyzt margar aðstæður síðan þingi sleit í surnar. Og er það athugunarvert, hvort ekki mnni brýn þörf lagfæringar á sumum- þeim fjárhagsráðstöfun- nm, er gerðar voru í sumar. Svo sem menn muna, lagði stjórn in 5 kr. innflutningsgjaild á hverja tóma síldartunnu, er til landsins væri flutt, og samþykti þingið þá ráðstöfun. Ennfremnr var lagt 8 kr. aðfiutningsgjald á hverja smá- lest af sálti, 2 kr. útflutningsgjald, er hækki 1. apríl 'þ- á. upp í 3 kr., á hverja síldartunnu, og 10 kr. að- fliTtningsgjáld á hverja smálest af kolum. Skynbærum mönnum mun eigi dyljast, að aldrei, hvorki fyr né síðar, hefir jafn hóflanst verið gengið fram í því, að klyfja nokk- um atvinnuveg í landinu með álög'- um, eins og A'lþingi gerði á þ'ví herrans ári 1919. Og 'þótti mörgnm oflangt gengið. Þá vissu menn eigi það, sem nú er fram komið. Síldveiðarnar í sum- ar hafa haft miijónatap í för með sér. Mestur hluti síldarinnar ligg- ur óseldur enn, og verða eigendum- ir að verja mikiu fé til þess að verja hana skemdnm. Bersýnilegt er, að tap það, sem verður á síldinni í ár, ríður mörgum að fullu og verður öllnm þungt í skauti. — Svona er þá farið þeim atvinnuveginum, sem þingið batt þær skyldur á herðar, að fylla margar tómar holur. Hvern ig halda þingmenn, að síldrálögum- ar komi niður? Sömu mennirnir, sem hafa beðið stórtjón á atvinnu sinni síðastliðið ár, eiga að greiða stórfeld gjöld af tapi því, sem þeir hafa orðið fyrir. Þeir eiga að sjá um, að tekjur landsins hrökkvi fyr- ir útgjöldunum. Er það heilbrigð f jármálapólitík ? Kolatoliurinn mætti megnri mót- spymu í sumar. Yar svo látið heita, að hann væri til þess fram kominn, að vinna upp halla, sem orðið hafði á kolaverzlun landsstjómarinnar. IJndar'leg var óneitanlega sú leiðin, að leggja toll á þá nauðsynjavör- una, sem meir hafði stígið í verði en nokkur önnur vara sem til lands ins flyzt. Mátti svo virðast, sem nóg væri aðgert, er verð kola hafði tí- faldast, vegna aukins framieiðslu- kostnaðar og farmgjalds, þó eigi væri lagður tollur á þessa dýra vöm. Síðan þingi sleit hefir verð kola enn hækkað og loks er nú svo komið, að algert útflutningsbann má heita að sé á kolum frá Bret- landi. Má búast við að þetta haki íslendingum stórtjón og lami sjáv- erútveginn, að ógleymdum öðrum vandræðum, sem þetta bakar 'þjóð- inni. Hafi verið nokkur átylla til að tolla kolin í sumar, þá hafa þeir at- burðir, sem síðan hafa orðið, numið hana í burtu. Vandræðin eru nóg samt. Þjóðinni er það lífsskilyrði, að halda atvinnuvegunum íhorfinu, að halda famleiðstunni sem bezt uppi. En með gerðum sínnm hefir síðasta þinglagt óviðráðanlegbjörg í götu beilbrigðrar framþrónnar atvinnuveganna. Viðburðir þeir, sem gerst hafa"s:íðan, ættu að sýna, að erfiðleikarnir eru ærið nógir fyr ir, þó eigi bætist aðrir við, er þjóð- in s.jálf getiir spornað á móti. Og þingið, sem nú er að koma saman, hefir þeim mun minni afsök- un en hið síðasta, að við því blasa torfærurnar, er ekki voru eins aug- I Ijósar í sumar. Þingið nýja hefir fulla ástæðu til, að bæta úr gerðum síðasta þings, á þann hátt, að eigi mmmmm NÝJA BÍÓ mmmwm Alþýðuvinur Sjónl. i 5 þittum eftir Olo Olsen og Sophus Mlchaells. Aðalhl.v. leika: Gunnar Tolnæs, Lilly Jacobsson og Fr. Jacobsen. Sýning i kvöld kl. 8Vs verði lialdið til streitu álögum á at- vinnuvegi, sem stórtjón hefir beðist af, og að skattar og skyldur komi eigi jafn ranglátlega niður, eins og orðið hefir um sum tollanýmæli síð- asta alþingis. Boginn hefir verið beygður um of. Tollalögin, sem sköpuð vora í sumar, eru bygð á óheilbrigðum grundvelli og hljóta að falla, bein- línis eða óbeinlínis. Tekjurnar, sem ríkið fær af avinnuvegi, sem rekinn er með halla, verða aldrei langgæð- ar. Ríkið hefir sniðið fjárhagsáætl- un sína eftir þeim aðstæðum, sem beztar gætu orðið, gert ráð fyrir hepni á öllum sviðum. En ef út af ber, er áætlunin ónýt. Ef tekjumar koma ekki, verður að takmarka út- gjöldin.Hér hafa óneitanlega brugð ist tekjur. Og afleiðing þess er sú, að draga verður úr gjöldunum. Landið verður að fresta ýmsu því, sem gert var ráð fyrir að yrði fram- kvæmt. Því iánsbyrðarnar eru orðn ar nógar í bili, að því er virðist, þar sem að vextir og afborganir af lán- um landssjóðs eru nú um 2 miljónir króna á fjárhagstímabi'li. --------o-------- Erl. símfregnir. (Frá fréttaritara Morgunblaðsins). Khöfn 10. febr. Nífaldur danskur meirihluti. Atkvæðagreiðslunni í Suður-Jót- iandi er haldið áfram með mesta fjöri, þrátt fyrir storm og regn. Eru ixrslit aðeins kunn í fáum stöð- um, en þar hefir orðið nífaldur danskur meirihluti. Kaupmannahöfn er öll fánnm skreytt og opinbernm stöðum er leyft að halda opnnm tveim tímum íengur en vant er. Blöðin hafa sent iit serstök tölublöð helgnð samein- ingunni. Brezka þingið er sett í dag. Stórfeldar stjómar- farsumbætur í vændum. Hoover ekki forsetaefni. Herbert Hoover, ríkisbryti Bandaríkjanna, verður ekki í kjöri við forsetakosningamar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.