Morgunblaðið - 22.05.1920, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐH)
Dagbök.
Veðrið í gser:
Reykjavík ANA gola, hiti 5,1
ísafjörður NA kul, hiti 0,7
Akureyri N andvari, hiti 3,0
'Seyðisfjörður logn, hiti 2,1
Crrímsstaðir SA kaldi, hiti 4,5
Vestmannaeyjar SSA, st.kaldi, hiti 6,1
Þórshöfn SSV st.gola, hiti 9,5
. Loftvog lægst fyrir suðvestan land
■og stígandi nema á Austurlandi; aust-
læg átt; úrkoma á Norður og Austur-
landi.
Messað á Hvítasunnudag í fríkirkj-
■unni í Reykjavík kl. 2 e. h. síra Ól.
Ó1 og kl. 5 síðd. síra Haraldur Níels-
son. Á annan í Hvítasunnu í fríkirkj-
unni í Hafnarfirði kl. 12 á hádegi síra
Ól. Ól. (ferming).
Smjörlíkisgerðin, Vegna vierkfalls-
ins í Danmörku og samgönguteppunn-
■ur sem af því leiðir, hefir Smjörlíkis-
gerðin orðið að leggja niður störf sín
um tíma, en sem betur fer tekur hún
bráðiega til starfa aftur, eins og sjá
má á auglýsingu á öðrum stað hér í
blaðinu, enda kemur almenningi það
betur því útlent smjörlíki hefir nú
sumstaðar verið sett upp í 2 kr. og
þykir þó flestum það verra.
Annir hafa verið afskaplega miklar
hjá póstmönnum þessa síðustu daga.
Póstar að koma og fara í sífellu, utan
af landi og frá útlöndum.
Matthias Einarsson læknir dvelur
i París um þessar mundir.
Stýrimannaskólinn á 20 ára afmæli
í dag. Hefir hann verið isjómannastétt
landsins til mikils gagns og siglingum
vorum til blessunar.
Sterling fer héðan árdegis á morg-
un. Eins margir farþegar og skipið
frekast rúmar fara með því á hafnir
víðsvegar kring um land.
Ríkislánið. Einn maður skrifaði sig
um daginn fyrir 110 þús. króna þátt-
töku í innlenda ríkissjóðsláninu. Hann
veit live hyggilegt og arðvænlegt það
er.
SÁL FALLBYSSANNA.
En það leit út fyrir að jafnaðar-
manninum lægi það í léttu rúmi þó
verk hans væri ekk metið. Hann var
eins eftir sem áður, gekk á milli manna
spakur eins og lamb, talaði Iheldur
mikið um daginn og vegin og leit út
fyrir að taka hverju sem að höndum
bæri með ískaldri ró.
Annars var þetta mjög einkennileg
herdeild. Hún var mynduð af leyfum
annara herdeilda. Reiz var einn þeirra
fáu eftirlifandi. En smátt og smátt
voru að bætast við hermenn frá sjúkra
húsunum, sem grónir voru sára sinna.
Nýlega hafði komið einn frá sjúkra-
húsinu í Pleran. Leit undirforinginn
með velþóknun á hann. Hann var jafn
hár og herðabreiður og hann sjálfur, og
rólegt andlitið bar vott um mann sem
skilur hlutina og veit um skyldur sín-
ar. Og til þess að ergja iþennan litla
æsingamann lét hann þennan nýkomna
fá stöðu við hlið hans. Hann leit út
fyrir að víera þögull og því engin
hætta á að jafnaðarmaðurinn hefði
mikil áhrif á hann.
I heildsölu
ISLANDS ADBESSE60G
aöeins til kaupmanna og kaupfél.:
Hall’s Distemper
Lökk margs konar
Zinkhvíta
Manilla
Tjörntóverk
Ligtóverk
Lóðaönglar
Fiskilinnr
Olíufatnaðnr
Handsápa margskonar
Þvottasípa
Fram skilvindur
Blýhvíta
Olíufarfi mislitur
Tilbúinn olínfarfi
Flack Varnish
Þurkefni
Botnfarfi
Dalia strokkar
Underwood ritvélar o. m. fl.
Krislján Ó. Skagfjörð
Simi 647.
Bifreiða og bifhjólavátryggingar
Assurance Compagniet Baltica A/S Khöfn.
Váíeiígging gegn:
Kröfum samkvæmt borgararétti.
Skemdum á bifreiðum og bifreiðum.
Óhöppum við flutninga.
Brnna og sprengingnm.
Innbrots-þjófnaði og öðrum þjófnaði.
TJííar upplýsingor gefur firmað
TROLLB & ROTHB H.P.
Aðalumbosmenn félagsins á Islandi.
Landsjóðsbyggingar. Af byggingum
þéim, sem áætlað var að yrðu reistar
á landssjóðs kostnað í sumar verður
aðeins byrjað lítið eitt á Kleppsspít-
aia, en hús bygt á Hvanneyri í stað
þess sem brann. Aftur á móti hefir ver
ið hætt við að byggja bústað handa
skólastjóranum á Eiðum.
Guðm. Magnússon prófessor er að
láta reisa íbúðarhús við Suðurgötu, í
Hólabrekku. Á það að vera tilbúið í
haust. .
—0—
Botnía á að fara frá Kaupmanna-
höfn 28. þ. m. áleiðis hingað nm Pær-
eyjar.
Konungskoman. Stjórnarráðið hefir
nýlega skipað þriggja manna nefnd til
þess að sjá um undirhúning undir
1920
er komin út.
Omissandi bók öllum kaupsýslumönnum.
Fæst hji bóksölnm og á afgreiðslu Morgunblaðsins.
Skrifstofustjóri
Þeir sem kynnn að vilja sækja nm skrifstofustjórastöðu á skrifstofu
borgarstjórans i Reykjavík, sendi mér umsókn ekki siðar en 31. þ. m.
Arslann eru 4000 krónnr, hækkandi 2. hvert ár um 200 krónur
upp í 5000 krónur og auk þess dýrtiðarnppbót eftir gildandi reglum,
árið 1920 I2o°/0 af laununum.
Reykjavlk 20. maí 1920.
K Zimsen.
komu konungshjónanna. Eru í henni
þeir Guðjón Samúelsson bygginga-
meistari, Geir Zo'éga, vegamálastjóri og
Har. Árnason kaupamður. Bráðum
verður farið að mála Mentaskólann,
sem vera á bústaður konungshjónanna
nieðan þau dvelja í Reykjavík.
Flugskálinn var opnaður aftur í gær.
Verður nú farið að taka utan af flug-
vélinni og búa alt undir flugið, þegar
Erank Prederiekson hefir fengið vél-
fræðinginn hingað og alla varahluti,
sem vélin þarfnast.
Próf ern nú um það bil að byrja í
Mentaskólanum.
ísland. Akveðið hefir verið að ís-
land haldi alla leið til Kaupmanna-
hafnar þegar það fer héðan næst, sem
verður sírax eftir hábíð. En skeyti um
það, hvort skipið eigi að koma við í
Leith, er enn ókomið hingað. Virðist
svo sem eitthvað sé að rakna úr verk-
faílinu, þar sem félagið hefir nú ákveð
ið að skipið komi til Kanpmanna-
hafnar.
•
Afli á handfæri er nú góður vestur á
Sviði. Menn hafa fengið góða hluti síð-
ustu dagana.
Tún hafa grænkað mjög síðustu þrjá
daga hér í bænum. I gær var fyrsti
vordagurinn, sem kalla má. Skúrir og
sólskin skiftust á.
Lax veiddist í rauðmaganet undan
Kleppi fyrir nokkrum dögum. Úr þessu
fer lax að ganga npp í Elliðaárnar —1
og þá færist fjör í laxveiðimenn bæj-
arins.
Björgunarskipið Geir er nú austur
á Eskifirði að gera við skemdir, sem
nýlega urðu á botnvörpungnum Rán.
Gylfi er nýkominn austan af Hval-
baki með ágætan afla. Öll skipin afla
þar vel sem stendur.
Ingólfur Arnarson, hinn nýi botn-
vörpungur Haukfélagsins, fór frá
Englandi í fyrradag og er því væntan-
legur einhvern næstn daga. Skipið er
búið loftskeytatækjum og kvað vera
hið vandaðasta að öllu leyti. Skipstjóri
er Pétur Bjamason.
Hvítasunnumessur í dómkirkjunni:
Hvítasunnudag kl. 11 Biskupinn. Sama
dag kl. 5 síra Jóhann Þorkelsson.
2. hvítasunnndag kl. 11 síra Bjarni
Jónsson (altarisganga). Sama dag kl.
5 S. Á. Gíslason. eand. theol.
Síld hefir veiðst nokkur í reknet hér
úti í flóa síðustu dagana. Er hún flutt
í íshúsin og ætluð til beitu.
Þannig atvikaðist það að Carl Reiz
og Jörðen Bratt hittust.
XV.
Sál fallbyssanna.
pýzka áhlaupsbylgjan flæddi yfir
Belgra. Hun hreif alt með sér. Hún
jafnaði Liege-virkin við jörðu, hún
eyðilagði varnarumbúnað Namur og
Huysse. Hún freyddi inn yfir landa-
mæri Frakklands með dunum og öskr-
um.
Hvað var það, sem í raun og veru
gerðist 1914?
Herstjómirnar mnnu segja okkur
það. Þær munu fylgja hinum hlóðuga
sorgarleik stigi af stigi. þær munu
hindra mistök og misræmi í áhlaup-
unum.
En hvað munu siðfræðingarnir segja
peir verða nauðbeygðir til að breyta
hugtöknm sínum um gott og ilt.
Og veslings friðarvinimir, sem reik-
að hafa í áttina til Paradísar, sem
ekki finst. Hvað geta þeir annað gert?
Við erum milli handa hinna misknnn-
arlausu örlaga. Mennirnir hafa ekki
framar neinn ákvörðunarrétt. Þeir eru
leiddir af blindum eðlishvötum í þjóða-
djúpinu,, af hatursins, hefndarinnar, öf
undarinnar og samkeppninnar illu önd
um..........
Jörgen Bratt lá með höfuð sitt á
þúfu og dreymdi um mjúkan stól, sem
liann gæti hvílst í. Hann sá hann
greinilega.
Alt í einu hrökk hann við. Hann leit
í kringum sig. pað var mikil raun að
opna augun.
Það var mistursleg en mild ágúst-
nótt.
Bratt var þreyttur í öllum limum.
Og honum fanst að þessi þreyta mnndi
aldrei yfirgefa sig. pað var ekki nema
í versta kúlnaregninu að hann gleymdi
þjáningnm og þreytu sinni. Þá gneist-
uðu augun aftur, limirnir urðn stælt-
ir og þá vaknaði villidýrseðlið í allri
sinni grimd.
pvílíkt líf!
Og þó var eitthvað við þessa manna-
veiði, sem var lokkandi. En hann vissi
ekki í hverju það var fólgið.
En teningur hemaðarins valt á ýms-
um endum. Það var kastað um miklar
fúlgur — ekki gull og silfur heldur
mannslíf. Daglega var teflt fram þús-
undum, hundruðum þúsunda af þessu
lifandi verðmæti og þetta var altaf
gert með samhljómum og kirkjusöng
trúarhræsninnar. Allir ákölluðu guð.
En tíminn leið og guð lét ekki sjá
sig. Hann huldi sig og sneri augum
sínum frá mannkyninu í sársauka og
reiði. Og í fótspor stríðsins gekk hin
eilífa bölvun ófriðarins.
Sjá — líklestirnar runnu heim til
ættjarðarinnar. Æska Evrópu hné til
jarðar. Menn börðust fyrir eitt orð,
falska ómannúðlega hugsjón sem nefnd
er föðurland.
Allir vissu að það var tómt og inni-
haldslaust orð, hvellandi bjalla. Því
menn börðust ekki fyrir föðurlandið
en fyrir sjálfsáhugamálin, verzlunar-
magnið, valdið.
Enginn v i 1 d i stríð. ,
Lýðurinn vildi það ekki. En sbjórn-
málamennirnir kaldhömruðu þá hlekki
saman af ógöfugasta málmi mannkyns-
sögunnar og falskri sómatilfinningu,
hégóma og eigingirni.
Eitt gat þessi styrjöld kent mann-
kyninu og það var auðmýkt.
Allir vildu vera stórir og þeir
stærstu. Enginn fann ástæðn til að
beygja sig fyrir annara menningar-
verðmætum en sínnm.
Jörgen Bratt sá alt í einu merkilega
sjón. Beinagrind stóð og hallaðist upp
að fallbyissu. petta var reglulega lag-
leg beinagrind. Hún hafði lagt annan
fótinn ofan á hinn og leit glottandi
og ánægð út yfir valinn. Þar láu ger-
manir og romanir hver við annars
hlið. Fjandmaður við fjandmanns
brjóst í síðasta faðmlaginu.
Og allir hræfuglar Evrópu voru
'komnir á þessar stöðvar. peir svifn
yfir líkunum, slengdu sér niður og
hjuggu í brostin augu þeirra.
Beinagrindin hafði engan foringja-
hjálm. En táknið um drottinvald henn-
ar var nógu greinilegt. Oammur einn
mikill sat á snjóhvítum hvirfli henn-
ar. Og hann hvesti augun út yfir hinn
miklu kirkjugarð..........
Þessar óþrjótandi andstyggilegu
sýnir! Jörgen velti sér við. Langt
burtu heyrði hann drunur fallbyssanna
Yeslings fallbyssurnar. pær fengu
aldrei hvíld. Raust þeirra drundi all-
an sólarhringinn og stálhlaup þeirra
var logandi af bardagaástríðu.