Morgunblaðið - 28.08.1920, Blaðsíða 4
4
MOBGUNBLAÐIÐ
Matsölnhús A. Rosenbergs
1 Nýja Bíó.
Veitingastaður þessi hefir áunn-
ið sér hylii gesta sinna þann tímia
er hann hefir starfað og á það líka
fyllilega skilið.
Erl. slmfregnir
(Fri (réttaritara Margunblaðtina).
■
Það hefir dregist nokkuð að geta
ítarlega hér í Maðinu nýjasta veit-
ingahússins í bænum, kaffi- og mat-
söluhúss A. Rosenbergts í Nýja Bíó.
Hefir það verið opið síðan uin síð-
ustu mánaðamót.
Veitingasalirnir eru nokkuð með
öðrum hætti en alment gerist, að
því leyti, iað dagsbirta er engin í
aðalveitingasalnum, og logar þar
ijós alla daga. Mnn þetta vera
fyrsti samkomnstaðnrinn, hér á
landi, sem með þessu marki er
brendur.
Rosenberg veitingamaður hefir
tekið á leigu allan kjallarami í hús-
inu, undir sýningarsalnum og for-
stofunni og aúk 'þess þrjár stofur
á fyrstu hæð, yfir forstofnnni. —
í kjallaranum er aðalveitingasalur-
inn, tvær minni stoíur, eldhús og
geymsluhús. Eru 17 borð fyrir 4—5
menn hvert í aðalveitingasalnum,
en 4 í hverri af smærn stofunum.
Geta því um 130 manns setið í stof-
unum niðri. Stofurnar þrjár uppi á
lofti eru einnig notaðar tu veitinga
fyrir „gesti og gangandi“, en auk
'þess fyrir smærri veizlur. Geta set-
ið þar alt að 50 manns. Auk þess
er hægt að gera stóra veitingastofu
úr herberginu, sem er undir pall-
inum meðfram húshliðinni að norð-
an, «f þörf gerist; en ennþá er það
:<
húsnæði notað til geymslu. Geta því
hátt á annað hundrað mamns verið
í veitingasölunum samtímis, og er
þó hvergi þröngt.
Um veitingasalina má segja, að
þeir eru einkar smekklegir og við-
kunnanlega úr garði gerðir, eins
og húsið yfirleitt, 0g iunanstokks-
mnnimir standa að engu húsnæð-
inu að baki. Húsgögnin, stólar, borð
og afgreiðsluborðið er -alt úr ljósu
birki og vel samisvarandi, rafljósa-
krónurnar einkar smekkiegar og
hentugar og eru því salakynnin öll
hin vistlegustu. Sama er að segja
um borðbúnað alian, bann er eink-
ar vel vandaður, eflaust sá iang-
vandaðisti, sem verið hefir hér
nokkurntíma á veitingaihúsi. Enda
hefir Rosenberg varið afar miklu
fé til ’þess aið útbúnaður allur mætti
í engu standa að baki því, sem ger-
ist á veitingahúsum þeim, sem góð
eru tálin í stærri bæjum en Reykja-
vík er.
Veitingahúsið hefir á boðstólum,
auk þeirra veitinga, sem kaffihús-
in böfðu hér áður, alls konar heit-
an mat, bæði f jórréttaðan miðdegis
mat og einstaka rétti, og smurt
brauð og enn fremur ávexti. Rosen-
berg veitingamaður kann sjálfur
alt til matartilbúniugs og getur því
manna best haft eftirlit með því,
að eingöngu sé framreiddur góður
matur. Enda ber öllum saman um
það, sem reynt bafa, að allar veit-
ingar séu þar í besta lagi og fram-
reiðslan skjót. Og verðið er þar
mi'klu lægra en var á feaffihúsunnm
áður. Mega nýju kaffihúsin sem
opnuð hafa verið í sumar eiga það
lof skilið, að þau eru sanngjöm
með verðlag á því sem 'þau selja.
Hljóðfærasláttulr er í veitinga-
sainnm , niðri á hverjum eftirmið-
degi og á kvöldin eftir sýningar-
tíma í Nýja Bíó. Em það bræðumir
Eggert og Þórarinn Guðmundssyn-
ir sem spila og stundum eru auk
þeirra menn er leika á „Marinet“
og hom.
Dagbök.
Veðrið í gær:
Vestmannaeyjar, NV kaldi, hiti 5,8.
Reykjavík NV, kaldi, hiti 6,6.
ísafjörður, logn, hiti 3,8.
Akureyri, kul, hiti 5,4.
Grímisstaðir, N, kul, hiti 2,0.
Seyðisfjörður, NV, hvassv., hiti 5,2.
Þórshöfn, st. kaldi, hiti 10,0.
Loftvægislægð fyrir austan land;
loftvog alstaðar stígandi, en óvenju
mikið á S'eyðisfirði. Útlit fyrir vest-
læga átt á Suðurlandi, norðlæga á
Norðurbmdi.
Veðrátta er sögð mjög góð á Norð-
urlandi og hafa verið um langan tíma.
Er grasspretta sögð þar óvenju góð,
víðast hvar. Síldarafli hefir og verið
þar ágætur síðustu vikurnar, og þar
komin á land mikil veiði.
Hey allmikið er nú flutt til bæjar-
ins víðs vegar að, bæði á landi og sjó.
Eru gripaeigendur að búa sig undir
veturinn.
Mb. Njáll fer til Vestfjarða í dag
og tekur flutning og farþega.
Skygnilýsingafund heldur S. R. F. í.
í kvöld 'í stóra sal Iðnaðarmannahúss-
ins. Er betra fyrir fólk, sem ætlar sér
að sækja þenna fund, að tryggja sér
aðgöngumiða í tíma, því aðsókn er
mikii.
Sumarvistarbörn Oddfellows, sem
verið hafa uppi í Borgarfirði í sumar,
koma í dag með Skildi úr Borgarnesi.
Messað á morgun í Fríkirkjunni í
Hafnarfirði kl. 1 eftir hádegi (síra
Ól. Ólafsson) og í Fríkirkjunni í Rvk
kl. 5 síðdegis (síra Ól. Ólafsson)..—
Hann talar þenna sunnudag í báðum
kirkjunum um siðspillingarSstandið og
voðann í sambandi við ýmsa atburði
á síðari tímum.
Borg kom hingað frá Norðurlandi í
gær. Farþegar vorú fáir, en meðal
þeirra piltur héðan úr Reykjavík, sem
eitthvað er riðinn við þjófnaðarmálið
og símað var eftir norður á Akureyri,
þar sem hann var staddur. pað er bú-
ist við að piltur þessi geti gefið mjög
mikilsverðar uppiýsingar einkum um
hylmara bæjarins.
Prentvilla var í grein Garðars Gísla-
sonar í blaðinu í gær. Þar átti að
standa: „eða seljum Dönum of ódýrt
vörur héðan“ o. s. frv.
------- \
Sjötíu manns eru nú að vinnu við
rafmagnsstöðina. íbúðarhúsið inni við
Ártún er nærri tilbúið og byrjað að
steypa sjálft stöðvarhúsið..
Sérstakur næturvörður er nú,í Tún-
götunni. Er honum að sögn sérstak-
lega ætlað að hafa eftirlit með því,
að bifreiðar fari ekki um veginn og
trufli með því svefn sjúklinganna á
Landakotsspítala.
ísland er væntanlegt hingað eftir
hádegi í dag.
Khöfn 26. ágúst.
Pólverjar hafna öllum friðarkostum.
Frá London er símað, að fulltrú-
ar Pólverja á friðarfundinum í
Minsk hafi hafnað friðarkoistum
bolshvíkinga, og sömuieiðis 'þjóð-
emistakmörkum þeim, sem Bretar
hafa gert tillögu um.
Wolffs fréttastofa síníar, að
bolshvíkingar ætli nú að draga her
sinn allau saman á pólsku víg-
stöðvunum og yfirgefa Krím-
stöðvarnar.
Hergagnaflutningur til Póllands.
Frá Danzig <er símað, að her-
'gagnaflutningum til Póllands sé
enn haldið áfram í'rá Frafeklaudi.
)
Bolshvíkingahættan.
í loftskeytum frá Eiffelturnmum
er fullyrt, að Lenim og bolshvík-
ingar hljóti að blá’sa að byltingar-
glæðum um heim allan, uns tak-
marki þeirra verði náð, sem sé al-
þjóða-lýðveldi örei'galýðsins. 1 því
S'kyni hafi Rússar hvarvetna út-
verði, sem þeir verði altaf að auka,
svo að þeir geti ógnað Norðurálfu-
þjóðum með her í Asíu. Austurlönd
séu nú eina von bolshvíkinga.; þar
verði þeir fyrst að sýna mátt sinn.
I
Bolshvíkingar í Prússlandi.
Frá Beriín er símað, að 30 þús.
bolshvíkinga iséu 'komnir yfir landa-
mæri Austur-Prússlands (hvort það
ern flóttamenn verður ekki séð á
skeytkm).
.... ■■!■■■■ I ..
Þjófnaðarmálið.
Jóhannes Jóhannesson hæjarfó-
geti á ekki sjö dagana sæla síðan
hann kom heim úr ferðinni 'austur
í Vík. Hann hefir nú, au'k allra
venjulegra starfa 'á skrifstöfunhi,
þrjú sákamál til meðferðar, og eitt
þeirra, þjófnaðarmál unglinganna,
vafalaust umfangsmestai þjófnaðar-
mál, sem hér á landi hefir komið
upp. Hin málin, 60 dollara stuldur-
inn og íkveikjumálið, eru auðvitað
minni, en yfirbeyrslur margar haifa
'þó farið fram í þeim. Bæjarfóget-
inn er sem sé upptekinn frá morgni
til kvölds við yfirheyrslur og rann-
sóknir.
Prófið í þj'ófnaðarmálinu stóra,
sem lyktaði í íyrrakvöld, var þýð-
ingarmikið. Stefndi bæjarfógetinn
þá fyrir réttinn einum þeirra
manna, sem grunur hefir leikið á
að hefði keypt vörur af piltunum.
Lyktaði yfirheyrslunni svo, tað bæj-
arfógetj sá enga ástæðu til þess að
hafa manninn í gæsluvarðhaldi.
Haun bafði játað á sig að hafa
keypt eitthvað af vörum.
Piltamir eru aliir enáfc í 'gæslu-
varðhaldi og verða vafalaust fyrst
um sinn. Hafa þeir játað á sig enn
nokkra þjófnaði og gert nán'ar
grein fyrif því, er þeir áður höfðu
játað.
Auk mannsins, sem getið er um
hér að ofan, leikur grunur á að
fleiri fullorðnir séu við málið riðn-
ir. Þar á meðal ein kona. Var hún
í löngu prófi í gær, en eígi vitum
vér um hvort hún hefir meðgengið.
að hafa keypt af piltunum eða
ék’ki.
Duglagiif driiigi
getur feugið atvinnu strax við að bera út Morgunbkðið i Vestaibæi011,
Komið á afgreiðsiana fyrir kl. 6 1 kvöld.
LAMPAR.
f
Mjdg mikið úrvai aí allskonar lömpum.
Johs. Hansens Enke,
Duglegan kyndara
vantar á botnvörpuskipið Geir.
TJpplýsingar um borð.
Það filkyrmist vinum og vandamönnum nær og fjær, að ekkft
Guðrún Ólafsdóttir, fósturmóðir 'konnnnar minnar, andaðist fostu
20. þ. m. Jarðarförin fer fram mánudaginn 30. þ. m. kl. 11 f- lU' 0e
byrjar með húskveðju á heimili hinnar iátnu að lokinni ræðu,
haldin verður í fríkirkjunni í Hafnarfirði, verður lí'kið sama daö
til Reykjavíkur og greftrað þar.
Hafuarfirði 27. ágúst 1920.
Guðmundur Jónssou járnsmiður'
seC*
aíT Alltt
Togaratau
(grátt)
kr."19,50,]pr. meter.
Stúlku
vantar á sveitaheimili nálægt Reykja-
vik annaðhvoit til útivinnu eða inni-
verka.
Upplýsingar gefur
Jón Bjarna8on, kaupm.
Langaveg 33.
Ostar
3 ágætar tegundir fást í
Verzl. Visir.
S. R. F. I.
Heildsala:
Hefl fyrirlfggjandi:
Rúgmjöl,
Haframjöl,
Hrísgrjón,
Maismjöl,
Smjörlíki »Oma« og »AcofI1<
Rjól og Rullu B. B.
Exportkaffi »Kannan«.
Ennfremur:
Zinkfötur og Zinkbala,
fl. stærðir.
Luktir.
Verðið afarlágt.
0 Benjamínsson.
Viljum leiða athygli fékigsmanna
að því, að skrifstofu herra Sigur-
jóns Péturssonar verður lbkað 'kl.
4 e. h. í da-g, og verða því þeir, sem
kr. 1,10 pr. Va
Verzl, Helga Zoe^
ætla að fá 'aðgöngumið'a að fundin-
um í kvöld, að vera búnir að vítja
þeirra fyrir þennan tíma.
Stjórnin.
Hreinl. kvenmaðnj
óskast nú þegar til að gek
A v. í
ar skrifstofur. ’ ,
Gengi erlendrar myntar
Sterlingspulid .. .. .. .. 25.45
Dolliair.................. 7.12
Sænskar kr. (100)......... 144.00
Norskar kr. (100) .. .. .. 99.75
Þvottastúíka s
heilsugóð og dugleg, getur
vinnu strax. Hátt kaup.
Hótel Isla*10
milli kl. 4 7'