Morgunblaðið - 04.01.1921, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
bárus FjeldstEd
fiæstaréttarmála|lutning5mB9ur
Símar: Skrifstofan 895. Heima 395.
Skrifstofa mín er flutt á »Uppsali«, 1. lopt, inngangur frá
Túngötu.
Skrif8tofutiminn veríur framvegis frá kl. 1—5 síðdegis.
Sjálfur verð eg venjulega til viðtals kl. 4—5 síðdegis og auk
þesa eftir samkomulagi.
Lárus FjEldsted.
Steinolía
er óðýrust í verzl.
Þorgr. Guðmunðsson
Hverfisg 82. (Nýju búðinni).
Bifreiða og bifhjölaYátryggingar
Trolle & Rothe h.f.
Rottukvörtun
Þeir í Austurbænum (niður að Lækjargötu) sem verða varir
viö rottugang í húsum sínum, verða að tilkynna það fyrir 5'jan.
á Rannsóknastofunni í Lækjargötu 14 b. Sími 297.
Tekið á móti kvörtunum virka ðaga kl. 10—4.
fDinningarspjöíð
frá Artíðaskrá Heilsuhælisfélags-
ins eru afgreidd í Bókaverzlum
Þór B. Þorláksson Bankastr. 11,
simi 359 óg hjá frú Ingileif
Aðils Laufásveg 45.
Stúlku
vantar í eldhúsið á A1 a f o s s i nú þegar. Upplýsingar gefur
Sigurjón Pétursson
Hafnarstræti 18.
Kaopið Morgunblaðiö
Morgunn
II. ár 1. hefti er kominn út. Þeir
kaupendur ritsins í bænum, sem
ekki hafa fengið það, hafa haft
bústaðaskifti eða því um líkt, eru
beðnir að gefa sig fram á af-
greiðslunni í Bankastræti 11.
Tekið á móti nýjum áskrifend-
um þar.
Þór. Ð. Þorláksson
í s a m b a n ð i við hina al-
mennu bænaviku verða halðnar
opinberar samkomur í samk.sal
Hjálpræðishersins á hverju kv.,
kl. 8 frá 2-9: jan.
Margir vitna þar um Drottin.
tMSKIPAFjei
^ÍSLAHDS
Flutningsgjölð
milli íslanðs, Bretlanðs og Danmerkur með skipum vor-
um og skipum ríkissjóðs lækka frá 1. janúar um ná-
lægt 20 af hanöraði.
Fargjölð
með skipum vorum milli Reykjavíkur og útlanða (Leith
eða Kaupmannahafnar) eru frá 1. janúar 200 kr. á l.far-
rými, 135 kr. á 2, farrými. Fæði á öag kostar 10 kr. á
1. farrými og 6 kr. á 2. farrými.
Saltfisk og Harðfisk
seljum vér mjög óðýrt.
Uppl hjá hr. Árna Jónssyni fiskverkunarformanni.
filutafél. Kueldúlfur.
Færeyskar peysur ig
fyriíliggjandi g!
Tage vg F C. Möller 0
Innilegt þakklæti til allra þeirra,
er sýndu mér hluttekningu og
veittu mér drengilega hjálp, er eg
lá veikur á sjúkrahúsi um jólaleytið.
Læði fyrir hjálpina frá óþektum,
og frá herra M. B. Jessen skóla-
stjóra, kennurum og nemendum
vélstjóraskólans. Sömuleiðis til
þeirra er sýndu mér hluttékningu
við dauða föður míns, sem lést 12.
des. á Eyrarbakka. Gnð launi þeim
öllum.
Eb. Ebenezersson
(nemandi vélstjóraskólans).
Gott herbergi til leigu tilboð i
merkt »reglusamur« senðist afgr
Aðalfuudur
í kvenfél. Fríkirkjunar verður
halðin í ðag á venjul. stað og
tíma áríðanði. að konur fjölmenni.
vil eg kaupa
Uilh. Finsen ritstjórí.
HEIÐARHETJAN.
-----------------— r
l:: •
Úti breiddi septembersólin ljóma
sinn yfir götur litla þorpsins. pau
dirfðust ekki að láta sjá sig við glugg-
ann, til þess að þau þektust ekki. Og
höfðu þess vegna dregið niður glugga-
skýlumar og þannig lokað hinu litla
konungsríki þeirra fyrir öllum heim-
innm
4. kapítuli.
Djarflegt áform.
Klukkan var nær því orðin 10 þeg-
ar þau vöknuðu upp af þessum ham-
ingjudvala.
pað var drepið rösklega á dymar.
Bathurst stóð upp til þess að Ijúka
upp dyrunum, og þar stóðu John Stieh
og Betty, og vora mjög áköf.
— Náðuga ungfrú, náðuga ungfrú,
hrópaði Betty mjög aest, eg sá Hump-
hrey rétt núna við gluggann á hinu
gistihúsinu.
— Fái eg leyfi til, yðar vegna, herra
höfuðsmaður, sagði smiðurinn og var
byrjaður að bretta ermunum upp fyrir
olnboga, þá skal eg neyða þrjótinn til
að skila mér bréfunum.
pað mundi ekki hepnast fyrir þér,
kæri vinur, sagði Bathurst,, og það
muudi þar að auki geta haft alvarlegar
afleiðingar fyrir þig,
— Nei, höfuðsmaður, nú er ekki
ástæð.a til að taka vægilega á þessum
þrjóti. Eg var fyrir stuttu síðan úti á
euginu, og sá þá Mittaehip lögmann
tala við réttarþjóninu úti fynr ráðhús*
inu, þar sem West dómari er nu.
-*• Nú, og hvað svo ?
— pegar réttarþjónhnn Var farinn,
fór lögmaðurinn beina leið til gistihúss-
ins, þar sem Humphrey er nú. Hvað
haldið <þér að þar sé á seiði, höfuðs-
maður ?
— Ha, ha! pað er það, að Humphrey
hefir auðvitað í hyggju að kæra stiga-
mann einn, sem Beau Brocade er nefnd-
ur, til þess að sjá hvernig hann lítur út
þegar hann hangir sex fet yfir jörð-
inni. Bathurst sagði þetta hlæjandi.
En þegar hann hafði slept síðasta
orðinu, rak Patience upp hljóð, og þá
varð hann strax alvarlegur.
— pei, þei! Við höfum gert greifa-
dótturina dauðhrædda.-------
En útlit smiðsins varð því meira ógn-
andi.
— Ef þetta þrælmenni skyldi voga,
sagði hann og reiddi upp hraustlega
hnefana.
En þá brosti greifadóttirin að útliti
iiuns og Bathurst gat ekki vafist þess
<ið hlæja.
— Voga, sagði han'n. Auðvitað ge .’r
hann það. Hann er hinn ákafasti í því
r.ð ’ gera öðrum mönnum ógreiða. En
segið mér eitt, sagði hann og snéri
sér að Betty, sáuð þér áreiðanlega
Humphrey greinilega?
— Já, eins greinilega og yður, þræl-
menuið-------
— Hvernig var hann klæddur?
— Eins og í gær, herra minn, í brún-
um frakka, ísaumuðu vesti, leðurbux-
um, reiðstígvélum, þrístrendan hatt, og
hann hélt á keyri með gullhún í hend-
inni.
— Ef þér hafið séð rétt, þá hafið
þér heiðurinn af því að hafa bjargað
okkur Öllum.
— Hvað hafið þér í hyggju að gera?
spurði Patiénee.
— Eg ætla að tefla skynsemi minni
fram móti skynsemi aðalsmannsins,
svaraði hann glaður í bragði.
— Eg skil yður ekki til fulls, sagði
Patience.
Hann gekk fast að henni og leit í
augu hennar.
— En treystið þér mér ? spurSi hann.
— Já, að öllu leyti.
— GuS blessi ySur fyrir þessi orð,
sagði hann alvarlegur. Viljið þér gera
eins og eg legg fyrir?
— Já.
— pað er gott. Meðan vinur minn,
smiðurinn sækir hestinn minn, verðið
þér að semja skriflega ákæm undir-
skrifaða af yður, þar sem þér skýrið
frá, að þér hafið verið rændar á heið-
inni í nótt af manni, sem eg llafi séð
greinilega, og sem þér óskið að eg
gefi npplýsingar um.
— En---------
— Eg bið yður að koma ekki með
neinar athugasemdir. Hér má engum
tíma eyða, sagði hann og rétti henni
pappír, penna og blak.
__Eg geri auðvitað eins og iþér legg-
ið fyrir mig. En hvert er áform yðar?
— Pyrst og fremst að koma ákæru
yðar í hendur Vest dómara.
— En þá þekkja rnenn yður og taka
— pað er engin hætta á því. Ein-
staka bóndi kannast ef til vill við mig,
en þeir segja varla hver eg er. Nú
grátbæni eg yður að gera það sem eg
bið yður um. Hver mínúta, sem við
eyðum í mas, getur gert okkur ómögu-
legt fyrir að vinna.
Pað var eitthvað skipandi í fram-
komu hans, svo hún hlýddi ósjálfrátt,
og skrifaði ákærana, sem hann samdi,
og fekk honum hana síöan. Hann virt-
ist vera ánægður og vongóður, og þótt
hún væri kvíöin, tókst henni þó að
brosa innilega til hans, þegar hann
kvaddi hana.
Eg bið yður þess, sagði hann að
lokum, að bíða hér þar til eg kem aft-
ur, og láta yður engu skifta hvað þér
kunnið að sjá eða heyra næsta hálf-
tímann. Ef mér skjátlast ekki, sagði
hann, koma óvæntir atburðir fyrir hér
í Brassington í dag.
— En þér-------hrópaði hún hrædd.
— pér s'kuluð engan kvíðboga bera
fyrir mér. Yðar vegna get eg boðið
öllum heiminum byrginn.
0