Morgunblaðið - 15.02.1921, Síða 1
8, ádrtf.- 88 t*!>*
Þriöjudaglnn 15. febrúar 1»21
tsafoldarprmtoBÍSja hJ.
m GAMLA RIO ---------———
GFStu eoduruiioniigar
Afar falleg ástarsaga í 5 þáttum.
Aðalhlutverkið leikur hin undurfagra ameriska leikkona
ELSIE FERGUSON
Betri og áhrifameiri mynd hefir ekki lengi sést, þar
sem fegurð í fylsta mæli er dregin fyrir augu áhorfendans,
bæði að því er snertir efni og leiklist. Myndin hefir alstað-
ar'erlendis hlotið einróma lof, og ekki sízt Elsie Ferguson
fyrir hinn snildarlega leik sinn.
Hörmungartíöinöi.
-1111' 1111111111 -rr--—"----"~1 jMWCTMWBIMB——H—Ml—BT—HIHi
Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að sonur
okkar elskulegur, Haraldur Bergljótur andaðist að kvöldi þess 11.
þ. m. á heimili okkar, Vörðustíg 7 Hafnarfirði.
Maria Kristjánsdóttir, Andrés Runólfsson.
—HIIHIBII Wllll 11■■
Hér með tilkynnist að jarðarför, ekkjunnar Helgu Jóns
dóttur, fer fram miðvikudaginn 16. febr. frá heimili hinnar látnu,
Bræðraborgarstíg 1. og hefst með húskveðju kl. 11 f. h.
*
Fyrir hönd barna hennar og ættingja
Sveinn M. Hjartarson.
mmmm Nýja Ðfó ■■■■■■
Aldingarður
Sjónleikur í 6 þáttum og
forleik, tekin eftir frægri
sögu eftir George Gibbs
af Metro Pictures
Corporation.
Aðalhlutverkið leikur lang-
frægasti leikari Ameríku-
manna
HEROLD LOCKWOOD
sem er orðinn nafntogaðar
um allan heim á örstuttum
tima. í þessarkjjjnynd sýnir
hann það líka^úð hann á
frægðarorð sitt skilið
Sýning kl. 8l/a- Aðgöngu-
miðar seldir eftir kl. 6.
Húsið nr. 9 við Spítalastíg brennur
til kalðra kola. Unglingspílt-
brennur inni. 8 manns
stórmeiðist.
í gærmorgun kl. laust eftir 9 kom
■eldur upp í húsi Carls Lérussonar vi‘ð
Spítalastíg. Mun eldurinn hafa komið
upp í eldhúsinu niöri, eöa aö minsta
kosti sást hann þar fyrst úr húsunum
fýrir nor'ðan. Full vissa um upptök
■ eldsins hefir væntanlega fengist í próf-
,um þeim, er fram fóru í gærkveldi.
Húsiö varð alelda á svipstundu aö
'kalla má. I kjallara hússins var verk-
stæöi Baldvins Bjömssonar gullsmiðs,
og voru menn komnir til vinnu þar.
Brugðu þeir þegar við og fóru upp
á loft til þess að hjarga út fólkinu
sem þar bjó, og tókst það með mestu
naumindum. — Á miðhæð hússins bjó
Jens B. Waage bankabókari og fjöl-
skylda hans öll. Bjargaðist það fólk
einnig nauðulega alt nema næstelsti
sonur hjónanna, Eggert að nafni. Var
hann í herbergi í norðausturhomi húss-
ins og varð þar alelda á svipstundu.
Eggert heitinn var 15 ára gamall og
mesti efnispiltur.
Húsið brann til kaldra kola á tæpum
klukkutíma og hafa menn aldrei séð
■eld magnast eins fljótt í nokkm húsi
sem brannið hefir hér í Reykjavík.
Slokkviliðið varð m.jög seint til, og
ólagið á vatninu hið sama og verið
í dag fer fram setning alþingis. —
Safnast þingmenn saman í deildarsöl-
um þingsins kl. 12%, og ganga síðan
til guðsþjónustu í dómkirkjunni. Pré-
dikar þar síra Árni Bjömsson prófast-
ur í Görðum.
Að guðsþjónustunni lokinni safnast
þingmenn aftur saman í neðri deild,
og verður þá alþingi sett.
f dag mun alþingi ekki gera annað
hefir við undanfarna bruna hér. Murl
nánar vikið að því síðar.
Enginu bruni liefir verið ægilegri
hér í bænum síðan stóri bruninn 1915,
Fólk bjargaðist svo nauðulega, að 8
manns voru meira eða minna skemd.
Voru 6 sjúklingar fluttir á Landakots-
spítala. Mæðgur, sem bjuggu á efsta
lofti hússins og eru allmikið brendar
ó hondum, ein stúlka, sem fleygði sér
út um glugga, þegar ekki var annars
úrkostar til hjargar, handleggsbrotn-
aði hún og meiddist allmikið á höfði.
Einn skar sig allmikið á gleri og blæddi
nokkuð og annar brann mikið á baki
og í andliti.
Eigandi hússins, Carl Lámsson
kaupmaður, hafði farið að heim-
an rétt fyrir kl. 9, og varð þá einskis
var. En svipstundu síðar braust eldur-
inn út.
Úr húsinu bjargaðist alls ekkert. —
Vora sumir innanstokksmunir trygðir
en þó hvergi að fullu. Hefir því hlotist
mikið eignatjón af brananum. En það
hverfur fyrir hörmungu þeirri að brun-
inn skyldi kosta líf efnilegs ungmennis.
en kjósa sér forseta, rannsaka kjör-
bréf o. s. frv.
prjá þingmenn vantar enn í þing-
liðið, Gísla Sveinsson, sýslumann; pór-
arinn Jónsson á Hjaltabakka, og Jón
Sigurðsson á Reynistað. Ólafur Proppé
og Karl Einarsson komu á Gullfossi í
gær frá útlöndum.
-o
helður Gunnlaugur Claessen læknir, til ágóða fyrir bækl-
aðann mann, í Iðnaðarmannahúsinu í ðag kl. 9 síðö.
Sýnðar skuggamynðir af sjúklingum.
Aðgöngumiðar á 2 kr. fást í bókaverzlun Sigfúsar
Eymunðssonar og við innganginn.
71i6 eina sanna
Tlngan-fe
er Aitken Melrose te.
Fæst í flestum hestu búðum landsins.
Aðalumboðsmaður fyrir
Tiitken JTlelrose & Co. Lfd.
Condon á Edinburgf)
^DIK 7SSoh
1 = c'RzykjaviR = I
Sími 8 (tvaer línur) Símnetni: Geysir.
í dag kemur saman löggjafar-
þing íslendinga til þess að ráða
fram úr vandamálum þjóðarinnar.
Það er í sjálfu sér enginn stór-
viðburður, þótt þing vort komi sam-
an. Það er orðið nú upp á síðkastið
alltítt, oftar en lög standa til vegna
ýmissa mála, sem að höndum hafa
borið. Það hefir því horfið af þeim
atburði nýungaljóminn. Og nú er
það ekki orðið annað en smávægileg
tilbreyting í angum sumra.
En það ætti aldrei — og er held-
ur ekki í raun og veru — að vera
smávægilegt atriði í augum almenn-
mgs, að löggjafarsamkoma þjóðar-
innar kemur saman. Þwí þwr eru
spunnir örlögsímar þjóffarinnar aff
mjög miklu leyti. í hvert skifti, sem
Alþingi er sett, er verið að stofna
til starfa, sem haft getur hvort-
tveggja í för með sér fyrir þjóðina:
giftu og ógiftú, eftir því, hvernig sá
starfi er unninn.
En það er ef til vill vegna þess,
að sára lítil helgi hefir hvílt yfir
Alþingi nokkur síðustn árin, að
rconnum finst lítið um setningu þess
Það er ekki til neins að draga f jöður
yfir það, að virðingu fyrir löggjaf-
arsamkomunni hefir stór hrakað nú
um nokkurt skeið. Úm það skal ekki
deilt, hver á sökina, hvort það eru
þingmenn sjálfir eða þjóðin. Senni-
Kr, 0. SkagfjArð
heflr < heiltlsölui
Veiöarfæri
Fiskilínur, Lóðaröngla nr. 7,
8 og 9, Lóðartauma, Tóverk,
Keðjur 5/s og 'U með Lloyð’s
test.
lega háðir aðilar. En hitt er aug-
Ijóst mál, að þingið hefir ekki nú
síðustu árin farið með neitt heilagt
alvörumál, sem þjóðinni er kært og
hugur hennar sterldur um óskiftur.
Ef það hefði verið, ef stjórnmálaá-
hugi og landsmálastefnur hefðu ver-
ið skýrar, þá hefðu ipenn munað
þingið og þingmennirnir reynt að
halda þeirri virðingu almennings á
því, sem eitt sinn átti sér stað.
En nú liggja stórmál fyrir þing-
inu. Og svo er að sjá, að ögn sé að
rofa fvrir landsmálaáhuga hjá þjóð-
mni. Ef þingið sem nú kemur sam-
an hreinsar til hjá sjálfu sér, glæðir
en deyfir ekki landsmálaáhuga þjóð-
arimiar, dregur skýrar línur í helstu
málunum, kemur skipulagi á flokka
sína — þá væri ekki vonlaust uiu
að löggjafarsamkomunni yrði meiri
athygli veitt, virðingin fyrir henni
ykist og fom helgi fengi enn að ríkj<*
yfir henni.
Með þeirri ósk að þinginu takist
þetta mun og almenningur hugsa til
þingsetningarinnar í dag. Og með
þeirri ósk ættu þingmenn að hefja
starf sitt í lands og þjóðar þarfir.
Erl. símfregnir
frá fréttaritara Morgtmblaðsiiui
Khöfn. 12. febr.
Frá Frökkum.
Frá París er símað, að það sé talið
góðs viti í Frakklandi, að pjóðverjar
hafi heitið að senda fulltrúa á Limd-
únaráðstefnuna. — Ráðuneyti Briands