Morgunblaðið - 15.02.1921, Page 2
I
MORGUNBI.**'**;
MORGUNBLAÐIÐ
Ritstjóri Vilh. Finsen
AfgreiSsla í Lækjargötu 2.
Sínii 500 — Prentsmiöjusími 48
Ritstjómarsímar 498 og 499
Kemur út alla daga vkunar. aS mán a-
dögum undanteknum.
Ritstjórnaráknfsíöfan opin:
Virka daga kl. 10—12.
Helgidaga kl. 1—3.
Auglýsingum sé skilaS annað hvort
4 afgreiSsluna e'ða í ísafoldarprent-
•miðju fyrir kl. 4 daginn fyrir útkomu
þess blaðs, sem þær eiga aS birtast í.
Auglýsingar sem koma fyrir kl. 12, fá
að öllum jafnaði betri stað £ blaBinu
(á lesmálssíðum), en þær, sem síBar
koma.
AuglýsingaverB: Á fremstu síBu kr.
3,00 hver cm. dáiksbreiddar; á öBrum
■tööum kr. 1,50 cm.
VerB blaðsins er kr. 2,00 á niánnBi.
AfgreiBslan opin:
Virka daga frá kl. 8—5.
Helgidaga kl. 8—12.
Gunna E. ilson
Hafnaratreti 15.
Sjó-
Stríðs-
Bruna-
Líf-
Slysa-
Talsimi 608- Símnefni: Bhipbroker.
vátryggingar.
15120 Da. beuahn Mlaitop
nýjan og ónötaðann höfnm við fyrirliggj-
andi og riljum selja nú þegar.
Láot uerð. Góðip böpounapstúimátap.
ÞórQur SuEmssun S Ca
Símar 701 & 801 Reykjavik
Levahn mótorar eru traustir
einfalöir og ollusparir.
Mikilvæg st-æriJfræðileg uppgötvun..
Prá Kristjaníu er sínia'ð, að Birke-
lund prófessor hafi fundið aðferð til
að leysa úr bókstafa-reikningslíkingum
af ölluin gráðum, sem áður hefir veriB
talið ómögulegt.
\
Atta-tíma vinnudagur afnuminn.
Frá Rotterdam er símað, að stjórn-
in í Belgíu hafi felt úr gildi lagaákvæð-
iu um átta-tíma vinnudaginn.
1
Banniff í Bandaríkjunum.
Frá London er símað, að dómsmála-
ráðherra Bandaríkjanna hafi gefið út
tilkynningu um það, að bráðlega muni
öllum skipum, sem áfenga drykki hafa
innanborðs, verða bannað að koma £
htifn í Bandaríkjunum.
í
„Barnaveikin“.
Með þeirri meðferð á bamaveiki
(difteritis), sem serum-stofnunin hefir
k
nú tekið upp, hefir tekist að fækka
dauðsföllum niður í 0,7%.
Erlend mynt.
100 krónur sænskar
100 krónur norskar
100 mörk þýzk
100 frankar franskir
100 frankar belgiskir
100 frankar svissneskir
100 lírar ítalskir
100 pesetar spánskir
100 gylliui hollensk
Sterlingspund
Dollar
kr.
121.25
96.75
9.40
39.50
41.25
88.50
20.50
77.00
187.00
21.05
5.42
fekk traustsyfirlýsingu í fulltrúaþing-
inu að loknum umræðum út af fyrir-
spum um Parísarsamningana síðustu
(um skaðabætumar). Vom greidd 387
atkv. með, en 125 á móti stjóminni.
Her frakka hefir nú náð á sitt vald
borginni Aintab í Sýrlandi, sem setið
hefir verið ttm síðan í maí s. 1. Tyrk-
nesku þjóðemissinnarnir, sem sátu í
borginni gengu Frökknm á vald.
Fylgismenn bolshvíkingastefnunnar
hafa verið reknir úr alsherjar verka-
mannasambandinu franska.
Krapotkin látinn.
Rosta-fréttastofan tilkynnir, að Kra-
potkin fursti, fyrrum foringi rússneskra
„anarksta“ sé látinn.
Krapotkin fursti var heimsfrægur
maður, bæði sem foringi rússneskra
byltingamanna og sem visindamaður.
Hann var andvígur aðfömm bolshvík-
inga að ýmsu leyti, og átti litlum vin-
sældum að fagna meðal þeirra, eftir að
þeir komust til valda í Rússlandi).
Hagerup látinn.
Frá Kristjaníu er símað, að Hagerup,
sendiherra Norðmanna í Stockhólmi, sé
látinn.
Vilhjálmur keisari og Poincare í dönsk-
um hlöffum.
Berlinske Tidende birtir í dag með
einkarétti fyrsta blaðamannsviðtal við
Vijhjálm fyrverandi keisara. — Poli-
tiken birtir fyrirlestur eftir Poincare,
fvrverandi forseta Frakka, um upptök
heimsstyr j aldarinnar.
IIB-Sl'
par eð við og við er verið að spyrja
mig um þann sjóð, og fólk heldur að
að eg sé einhverskonar umboðsmaður
hans, tel eg ástæðu til að skýra frá
því sem hér segir:
Mér hefir aldrei verið falin nein um-
boðsmenska í þeim efnmn af stjóm
sjóðsins né fengið neina þóknun fyrir
allmiklar skriftir fyrir ýmsa, er sjóðsins
hafa leitað héðan frá íslandi, nema
einu sinni óbeðið 2 krónur í burðar-
gjald. En eg varð fyrstur til þess hér
á landi að útvega umsóknareyðublöð frá
sjóðnum hingað til lands, og studdi
að því um leið, að tveir drengir austur
í Skaftafellssýslu fengju fúlgu.úr sjóðn
um, er móðir þeirra hafði beðið bana
af að bjarga þeiin úr eldsvoða. Seinna
hefi eg útvegað og“ sefit ýmsuin slík
eyðublöð og stundum skrifað meðmæli
með þeim til Kaupmannahafnar. Em
.allmargar þúsundir króna komnar hing-
að úr þeim sjóði á liðnum ámm. Hið
síðasta sem mér er kunnugt um em
600 krónur á liðnu hausti til Sigur-
bjargar Sigurðardóttur austur í Beru-
firði.
pegar eg var að hugsa um Ameríku-
för í fyrra, tjáði eg stjóm Carnegie-
sjóðsins, að hentast væri að stjórnar-
ráð íslands hefði uinsóknareyðublöð til
úthlutunar hér á landi, og best væri að
hætta að senda mér þau. Aðalskrifstofa
sjóðsins er í utanríkisráðuneyti Dana,
og því eðlilegast að þessar umsóknir
fari um hendur stjórnarráðs vors. Auk
þess fekk eg vitneskju um í sumar sem
leið, er eg var í Kaupmannahöfn, að
tilraun hefði verið gerð héðan frá ís-
landi til þess að sník j a fé úr sjóðn-
um, hafði sannast við réttarrannsókn
að farið hafði verið með ósannindi í
umsókninni.
„pað er í eina skifti sem slík til-
raun hefir verið gerð, enginn slíkur
Tryggiö allar eigur
yöar gegn elösvoða.
Lægst iögjölö hjá vátrvggingar-
félögum vorum.
O. lohnson & Kaaber
Sími 174.
grunur, hvað þá meira, fallið á neina
umsókn úr Danmörku", sagði fulltrúi
sjóðsins við mig.
Mér þótti það ekkert skemtileg um-
sögn. Eyðublöðin fóra frá mér til þessa
manns samkvæmt ósk hans, og gott ef
eg hafði ekki trúað frásögn hans og
granna hans og mælt með beiðninni.
— En allra lakast þykir mér að upp
frá þessu fylgir tortrygni öllum slíkum
uinsóknunum héðan, og verður því vafa-
laust umfangsmeira en verið hefir fyr-
ir umsækjendur að útvega sér þær sann-
anir, sem stjórn sjóðsins tekur gildar.
Pað fer hér sem oftar, að einn „Hrapp-
ur“ verður mörgum óþarfur.
pegar svona var komið, afréð eg
að hætta alveg að útvega þessi um-
sóknareyðublöð. Stjómarráði fslands
er sannarlega skyldara en mér, að hlut-
ast til um að þeir íslendingar, sem
bjarga fólki úr lífsháska með snarræði
og hugrekki, fai viðurkenningu fyrir
drengskap sinn —- og það getur, en ekki
„privatmaSur“ lieiintaö réttarrannsókn
eða a'ðrar þær sannanir, sem krafist
kann að verða framvegis — þegar land-
ar „Hrapps“ eiga hlut að máli.
pað er því ekki til neins að biðja
mig um uinsóknareyðublöð til Camegie-
sjóðsins framvegis, og meðmæli gef eg
engum nema eg sé persónulega kunn-
ugur öllum atvikum við björgunina. —
Er ótrúlegt að nokkur sanngjam maður
misvirði það við mig, ef hann íhugar
hið framfinsagða.
Sigurbjöm Á. Gíslason.
Frá Ðítiííio
hU.
Tilkynning frá sendiherra Dana
Embættaveitingar iniuin klerkct-
stéttarinnar.
Hinn kunni sóknarprestur Jo-
liannes Götzehe í Herning héfir ver-
ið skipaður biskup í Véborgarstifti
í stað Paulsens biskups.
Sími 834.
Austurstræti 17.
mars ritföng.
Einkasölu á Islandi fyrir:
Hlars BlEistift Fabrik riiirnbErg.
Þekt um allan heim fyrir 1. flokka vörur. Avalt fyrir-
liggjandi í Reykjavík alskonar ritföng
Notið »Mar8c ritblý, sem eru bezt og ódýrust!
Findr. 3. BertElsEn.
Geismar, prestur við Trinitatiskirkj-
una í Kaupmannahöfn, í stað Glar-
bo prófessors, sem lézt í haust.
Geismar prestur er um fimtugt,
tók embættispróf í guðfræði 1894 og
lagði síðan stund á heimspeki og
ferðaðist um England og Þýzka-
land. Hefir hann gefið út mörg vís-
indarit í fræðigrein sinni og þótti
góður kennimaður.
Lénalöegjöfin og Suffur-Jótland.
Á fundi Landsþingsins á laugar-
daginn var lagði R-ytter dómsmála-
ráðherra fyrir þingið frumvarp um
að lögin um éftirlit með lénum og
frjálsa sölu léna og óðalseigna skuli
einnig gilda í Suður-Jótlandi.
s
Konungshjónin væntanleg hingað
18,—20. júlí.
Fara fyrst til Grænlands.
Édvard Geismar.
Prófessor í „systematiskri“ guð-
fræði við Kaupmannahafnarháskóla
hefir nýlega verið skipaður Edvard
í skeyti sem Morgunblaðinu hefir
borist frá fréttaritara þess í Kaup-
mannahöfn er sagt á þessa leið frá
komu konungshjónanna hingað á
sumri komandi:
— Konungshjónin fara héðan
seinni hluta júnímánaðar til Græn-
lands til þess að vera viðstödd
200 . ára minningarhátíð þess, að
Hans Egéde koin til Grænlands,
sem haldin verður 3. júlí. Verða þan
10 daga þar og halda síðan til fs-
lands og dvelja þar í. vikn- Síðan
fara þau til Færeyja og standa þar
,við í tvo daga. —
Sendiherra Dana hér hefir borist
lík fregn en nokkuð greinilegri og
fer hún hér á eftir:
Dönsk blöð taka með ánægju
hinni opinberu tilkynningu um, að
konungshjónin ætla að fara til ís-
lands næsta sumar, og þá um leið
að heimsækja Grænland og Fær-
eyjar.
„Politiken“ segir, að með því að
konungshjónin ætli að heimsækja
Grænland í tilefni af 200 ára minn-
ingunni um komu Hans Egede til
Grænlands, og af því að stjórnin
íslenzka hafi óskað þess að konung-
ur kæmi ekki til Islands fyr en síð-
ari hluta júlímánaðar, þá hafi
ferðaáætlun konungshjónanna verið
breytt þannig, að þau fari fyrst til
Grænlands. Hátíðin þar er hinn 3.
júlí og er búist við að konungurinn
mnni vera viðstaddur hátíðahöldin
í Godthaab, sem var nýlenda Hans
Egede.
Búist er við að konungslijónin
fari á stað frá Kaupmannahöfn um
20. júní. Eftir 10 daga viðstöðu f
Grænlandi verður haldið til íslands
nálægt 13. júlí og' komið þangað
18.—20 júlí- Gert er ráð fyrir, að
farið verði aftur frá íslandi um 28.
júlí og komið til Þórshafnar nm 1.
ágúst og að konungshjónin komi
aftur heim t.il sín 8.—10. ágúst.
„Berlingske Tidende“ gefa í
skyn, að herskipið „Valkyrien“
verði sennilega notuð til ferðarinn-
ar, en „Poletiken“ nefnir skipin
,',Fionia“, „Island“, eða „Birma“.
„Berlinski Tidende“ segja að ferða-
áætlun þeirra, sem búið var að á-
kveða fyrir íslandsförina í fyrra
verði líklega fylgt, að því er land-
ferðina snertir og muni verða farið
til Þingvalla og Geysis. Ekkert hef-
ir enn héyrst um hverjir muni verða
í för með konungshjónunum.
Með þessum frjettum má heita
skorið úr hm það, hvenær konungs-
hjónin komi hingað, því varla breyt
ist áætlunin neitt til muna frá því,
sem hér hefir verið sagt. En sá verð-
ur munurinn að konungurinn kem-
ur frá Grænlandi. Má ganga að því
ví-su, að seinni hluti júlí verði heppi-
legri heimsókartími hér, en júní-
mánuður og er þessi nýja ráða-
breytni að því er virðist heppileg.