Morgunblaðið - 08.07.1921, Page 1
:8. árg.| 207. tbl.
Föstudaginn
8. júli 1921.
Is&faldarprentsmiSja h.f.
,
Hjartans þökk fyrir auðsýnö hlutekningu við fráfall og jarð-
arför ]óns heitins Nikulássonar.
Sigríður Ámunðaðóttir.
Gamanleikur í 3 þáttum.
Þetta er sérstaklega skemtileg-
ur gamanleikur, sem alstaðar
heflr vakið mikla athygli.
Carl Alstrup
er hér svo fyndinn og leikur
isvoikátlega, að hver maður hlýt-
ur að skemta sér.
Sýning kl. 9.
Erl. símfregnir
frá fréttaritara MorgunblaCsins.
Khöfn 7. júlí.
Ofriður tnilli Bolshevika
og Japan.
Ftá Tokio er simað: Hersveitir
frá Bolshevikum hafa ráðist á jap-
anskt herlið við Novohekolejevsk í
Austur-Siberíu, og hefir verið lýst
ýfir ófxiðarástandi milli Japan og
^ússlands.
Samkvæmt simskeytum frá Moskva
hefir Brussiloff hershöfðingi verið
skipaður yfirstjórnandi alls rússneska
hersins.
Róstusamt í Efri-Schlesiu.
Frá Berlin er símað: Herlið Eng-
lendinga kom i gær til Beuthen í
Efri-Schlesíu (þar eru ibúarnir flestir
Þýskir) og fögnuðu bæjarbúar þvi
^eð miklum gleðilátum. Herlið
Frakka, sem heldur reglu í borginni
°S hefir bakað sér hatur fólksins,
{ók illa þessum hollustuvotti í garð
Englendinga og tvistraði hópnum
og voru margir Frakkar skotnir til
hana við það tækifæri. Frakkar
hafa tekið hefndir i bráð með þvi
að taka 20 af borgurnm Beuthen-
Fæjar i gisling.
Framsókn Kemalista.
Símað er frá London, að her
Kemalista haldi áfram framsókn sinni
^tiðis til Konstantinopel. Eru 24
Eerskip frá bandamönnum komin
Þangað til þess að taka þátt í að
verja borgina ásamt þeim 15 þús.
Eermönnum bandamanna, sem stadd-
lr ern í Konstantinopel. Rúmenar
Eafa boðist til að senda önnur 15
Þúsund hermanna til borgarinnar til
að verjast Kemalistum.
Irlandsmálin.
Smuths hershöfðingi hefir verið
seudur til Dublin til þess að semja
Vlð de Valera, áður en hann komi
tl^ ráðstefnunnar i London. Borg-
*rsrjórinn i Dublin, sem er sam-
aodsmaður, fór til London til ráða-
^®rða við Lloyd George 4. þ. m.
,tlr að hafa setið á ráðstefnum með
e ^alera i Dublin.
Liln ðf úrjarkreDBiinni.
Frjáfs uersiun meö oialúepi.
Það er nú komið á annað ár sið-
að bankarnir hættu að selja erlendar
ávisanir eftir þvi, sem menn þörfn-
uðust. Afleiðiugin var sú að fyrst
hurfn allir erlendir seðlar úr um-
fetð og síðan seðlar Landsbankans.
Allnr gjaldgengnr gjaldeyrir var send-
ur til útlanda. Nú er svo komið,
að þó'meun eigi gnægð af islensk-
um pappírspeningum, þá eiga þeir
í stökustu vaudræðum með að fá
greiddar smáupphæðir i öðrum lönd-
um.
'Afleiðingamar af þessu ástandi eru
alkunnar og auðsæjar. Fjöldi manna
hefir nú í heilt ár ekki getað greitt
skuldir sinar i útlöudum og jafnvel
neyðst til að stofna nýjar skuldir.
Þegar gjalddagi þeirra kemur fer á
sömu leið, þó nóg sé til af islensk-
nm seðlum. Eins og vonlegt er
geta útlendir lánardrotnar ekki sætt
sig við þetta til lengdar og gangi
þeir ríkt eftir sinu, þá getur það
jafnvel orðið rikum mönnum eða
félögum að falli meðan ástandið er
slíkt. Önnur afleiðing er sú, að þeir
fáu kaupmenn, sem hafa fé til um-
ráða í útlöndum, selja þar fisk eða
aðrar iunlendar afurðir eða njóta sér-
stakra hlunninda hjá bönkunum,
þessir kaupmenn^fá að nokkru leyti
ráðið verði á öllum aðfluttum vör-
um. Af þessu leiðir svo aftur, að
verðlag helst dýrara á útlendum
varniugi en nauðsyn krefur, sam-
kepnin er lömuð og dýrtiðin batn-
ar Htið.
í fvrstu tók almenningur þessari
fjárkreppu með jafnaðargeði, hélt að
alt lagaðist bráðlega af sjálfu sér.
Þegar lengi vel sáust engin merki
þess, reyndi stjóruin að gera reikn-
ingana upp — erlendar skuldir og
óseldar innlendar vörur — og tald-
ist svo til að saia afurðanna myndi
langsamlega hrökkva til þess að
borga skuldirnar og brýnustu nauð-
synjar. Vörurnar seldust, en litið
grynti á skuldunum og erlendur
gjaldeytir var jafn ófáaglegur eftir
sem áðnr. Eftir þvi sem lengra leið
var ástandið erfiðara og Iskyggilegra.
Mönnnm fór ekki að lítast á blik-
una. Þessi vandræði öll urðu nú
að miklu blaðamáli milii stjórnmála-
mannanna, og eins og vant er kendi
hver sínum andstæðing og þeirra
fávitskn um alt ólánið. Ýmist var
það Islandsbanki, sem þetta alt var
að kenna, og því átti að koma hon-
um fyrir kattarnef, eða það var stjórn-
in og hennat úrræðaleysi, og þess
vegna var sjálfsagt að reka hana frá
völdum o. s. frv. En hvernig sem
þessu var farið þá vorn allir sam-
dóma um það, að þannig gæti þetta
ekki gengið tii lengdar, eitthvað yrði
áð gera og margir vörpuðu svo allri
sinni áhyggju á þingið. Það átti að
losa alla viðskiftafjötra og sjá fyrir
útlendum gjaldeyri, hvort sem það
sky di gert með breytingu á banka-
málunum eða á annan hátt.
Til hvaða bjargráða grípur svo
þingið? Það kanu, eins vug allir
vita, ekki nema eitt xáð við öllum
fjarhagsmeiunm: að taka lán, — svo
hátt lán, sem fáanlegt er, og hvað
sem það kostar. Væri fróðlegt að vita
hvoit því hugkvæmist nokkuð nýtt
ráð þegar gjaldtraust laudsins er
þrotið. — Og það fór eins í þetta
sinn. Eftir er að vita hvort ástandið
breytist við þetta tiltæki.
Hér skal ekki um það dæmt hvað
baggamuDÍnn reið i ársbyrjun 1920
og varð þess valdandi að erlendan
gjaldeyri þraut I bönkunum, hvort
það voru skipakaup, vörukaup eða
annrð, en hitt er vlst, að öll meg-
inorsök þessa ástands alls er sú að
atvinnuveqir vorir haja verið reknir
með tapi í eitt dl tvð ár undanfarið.
Afurðir vorar hafa ekki hrokkið til
að borga það sem vér höfum eytt
og hallinn hefir verið svo mikill, að
mestur hluti gróðans fxá ófriðarár-
nnnm (um 10 mill.) hefir gengið til
þurðar og auk þess nema nú skuld-
ir vorar við útlönd um 15 millj.
króna. Jafnvel þó vér tækjum 10
millj. króna lán erlendis myndi það
ekki hrökkva til þess að koma á
greiðslujðfnuði milli íslands og ann-
ara landa.
Eins og það er augljóst, að gjald-
eyrisskorturinn stafar af þvf að at-
vinnuvegir vorir hafa ekki borið sig,
eins er það vlst, að honum linnir
ekki fyr en þeir fara aftur að bera
sig. Það breytir engu í þessu máli,
hvort lán er tekið eða einhverju
breytt i fyrirkomulagi bankanna.
Slikt er algerlega auka-atriði. Nú
batnar ekki hagur atvinuuveganna
nema framleiðslan ankist, verð á
innlendri vöru hækki eða minna sé
eytt af útlendum vörum. En hvern-
ig ern þá horfur með þetta?
Litil líkindi eru til þess að fram-
leiðslan aukist stórum, síst á skömm-
nm tima, án þess að kostnaðurinn
aukist að sama skapi. Það mun þykja
gott, er sveitabúskapur getur hald-
ist í líku horfi og verið hefir, þeg-
ar afurðir falla f verði, en dýrtið
helst á vinnu og aðfluttum vörum,
Þá lá við sjálft að sjávarútgerðina
ræki í strand vegna fjárskorts og
annara erfiðleika, svo tæpast getur
hún tekið mikil framfarastökk að
svo stöddu. Aftur eru litlar sem
engar likur á því, að verð á inn-
lendum vörum hækki á þessu ári,
miklu liklegra er að það kunni að
falla eitthvað. Eftir útlitinu að dæma,
stendur oss þá aðeins ein leið opin
út úr þessum ógöngum, að eyða
□
Mýja BÍÓ <EE1E
31= |
Karen Ingimarsdóttir
Sjónleikur í 5 þáttum framhald af Jerúsalem (3 og 4 kafli).
eftir Selmu Lagerlöf.
Búið undir sýningu af
Viktor Sjöström
sem sjálfur leikur aðalhlutverkið ásamt Tora Teje 0. fl.
Tveir fyrri hlutar af Jerúsalem (Ingimarssynir)
voru sýndir á Nýja Bíó í vetur og nú kemur framhaldið
sem ekki stendur að baki þeim sem áður hafa sést hér.
I
x;
3C
3G
Sýning kl. 8V*.
=10 I^=
J
ekki meiru en vir öflum, hvort sem
það er mikið eða lítið, og að visu
ekki öllu, þvl vér veiðum að grynua
á skuldum vorum eða glata öllu
fjárhagslegu sjilfstæði, en að þvi
stefnir þingið með lántökum sínum
og hitt á 3. millj. kr. teVjuhalla á
fjárlögunum. Ef tekjur vorar hiökkva
ekki til allra nauðsynja, verðum vér
að vera in einhverra, hvort sem það
er ljúft eða leitt og jafuvel lifa við
sult og seyru ef ekki vill betur til,
eins og aðrar þjóðir hafa orðið að
sætta sig við. Engar lántökur og
engin bankabrögð geta íorðað oss frá
þessu til leugdar. Hins vegar eru
engin líkindi til þess, að eyðslan
minki til mnna, nema neyð og nauð-
syn reki á eftir. Það lifa auk þess
flestir við svo litinn kost, að þeim
er ekki láandi, þó þeir reyni í lengstu
lög, að veita sér það litla, sem þeir
hafa vanist.
Vér höfum lifað nokknrn tima yfir
efni fram og getum Ufað það enn,
með þvi að safna skuldum. En láns-
traustið hverfur áður en langt um
líður, og þá neyðumst vér, bæði til
þess að borga skuldina og láta oss
nægja það sem vér öflum, og þá
erum vér því ver farnir, sem vér
skuldum meira. Þvi fyr sem vér
neyðumst til að eyða ekki meiru en
vér öflum, þess betur erum vér farn-
ir, og þess fljótar batnar hagurinn
og alt kemst i sitt fyrra eðlilega
horf. Þetta er hart aðgöngu, en heil-
brigt og heilsusamlegt. Og það verð-
ur ekki á nokkurn hátt undan því
flúið ef að líkindnm lætur.
Einfaldasta ráðið til að greiða fyr-
ir þessu er qenqismtimr á islenskum
peninqum. Hann er að vísu komin á,
þvi danska krónan er fallin í verði
miðað við enska og ameriska pen-
inga, en vér höfum reynt að halda
íslenskri krónu i sama gengi og
danskri, þó hún að réttu lagi ætti
að standa lægra, sé sem stendur
minna virði.
Gengismnnurinn hefir þau áhrif
að útlendar vörur hækka i verði og
kaupgeta manna minkár að sama
skapi. Vörnkaup fri útlöndum minka,
en útflutningur örfast. Utlendur qjald-
éyrir fewflst strax eftir pðrfum, þó
hann yrði nokkru dýrari. Óðar en
fult jaínvægi er komið á eyðslu og
Fyrirliggjandi:
Baunir
Kartöflumjöl
Sago, smár
Bankabygg
Bygg
Haframjöl
Majs, nk.
Kex: Snowflake, Ixion sætt 0g
ósætt
Vindlar
Cigarettur
Eldspítur
Margarine »Oma< C.C.« »Tiger«
Plöntufeiti »Kokkepige«
Kaffi »Rio«
Exportkaffi »L. David*
Chocolade »Consum«
St. MelÍB ,
Þurk. egg
Rúsínur
Sveskjur
Ostar, Schweitzer, Ejdammer,
Gouda, Bachsteiner
Þurk. grænmeti
Laukur
Sódi
Stangasápa
Brún sápa
H.f. Carl Höepner
Símar: 21 S1 821.
öflun, aðflutning og útflutning færi
gengið hækkandi, þar til peningar
vorir næ8u sanngildi. Hve langann
tíma þetta tæki fer aðallega eftir því
hvernig atvinnuvegirnir bera sig.
Skal eg reyna að skýra þetta nokkru
nánar.
Fyrir striðið var guUið i flestum
löndum undirstaða allra peninga. A
meðan svo var gat auðvitað ekki
orðið um neinn verolegan gengis-
mun að ræða, þvi þegar framleiðsla
einhvers lands nægði ekki til að
greiða skuldir þess i öðrum löndum,
var afgangurinn greiddur með skulda-
bréfum, eða ef þau ekki seldust, með
galli. í byrjun ófriðarins raskaðist
þessi grundvöllur, samhliða þvi sem
seðlar nrðu óinnleysanlegir, varð
hvervetna erfitt um söln á erlend-