Morgunblaðið - 11.08.1921, Síða 1

Morgunblaðið - 11.08.1921, Síða 1
8« árg.9 235. ti>l« Fimtudaginn II. ágúst 1921. Í8afaldarprent8miCja h.f. Gamla Bíó I KVOLD KL. 8 verðup knattspyrnukappleikur á íþróttaveliinum milii skipsmanna af bneska herskipinu „HAREBELL" Nýja SBió °g „VIKINGS". Til þess að allir, ungir sem gamlir, geti notað þetta sjaldgæfa tækifæri til að sjá bresku hermennina keppa, höfum yið ákveðið að lækka inngangseyririnn, og eru menn því beðnir að koma heldur fyr en seinna til að forðast þrengsli við innganginn. Jarðarför föður míns, Þorsteins Tómassonar járnsmiðs, fer fram laugardaginn 13. ágúst og hefst kl. 1 e. h með húskveðju á heim- ili hans Lækjargötu 10. Fyrir hönd eftirlifandi konu hans, dætra og tengdadætra 0. Þorsteinsson Epfðaskná föðursins. Amerískur sjónleikur í 5 þáttum. Aðalhlutverkið leikur lfiolet Merserau. Útlendir leikdómarar segja um Violet Merserau, að hún sé einhver allra besta leik kona heimsins og að í þessu hlutverki bafi hún vakið sérstaka athygli. Sýning kl. 9. Stjörnu liffræði. XII. Hversu alt þetta mál er þess vert, að menn reyni af fullri alvöru til að fá skilning á því. Og hversu ljóst er yfir að líta, eða fagurt yfirlit feng- ið, þegar fundið er eðli drauma, og skyldleiki miðilsvefnsins og vanalegs svefns. Sofandi miðill talar. Og sjil hann talar af meðvitund annars manns. Annars meðvitund er komin fram i honum. Og þessi annar seg- ist eiga heima á annari stjörnu. En rannsóknin hafði sýnt, að í vana- legum svefni kemur altaf fram í oss meðvitund annars. Og nákvæm at hugun svefnvitundarinnar, sýnir al- veg ótvíræðlega að þessi annar draumgjafinn, (oyeiropoios), er eg nefni svo, á heima á annari stjörnu. Hér styður hvað annað mjög fagur- lega. Hér koma vissulega i ljós á fegursta hátt, einkeuni heilags sann- leikans. Tilraunir Turveys sýna að »and- inn« sem fer i miðilinn og talar hans tungu, getur verið sál manns á sömu jörð. Og eins getur verið um drauma vanalegs svefns, þó að oftast nær sé það sambandið við ibúa annara stjarna, sem mesturæð- ur i draumvitundinni. Draumgjaf- inn getur verið samstirnis, og ná- lega, svo að kalla megi, samtýnis draumþega. Þetta sýnir vel draum- saga sem stendur í Tidskrift for p^ykisk Forskning 1906, s. 14—ij- Einn morgun snemma er forstjóri dýragarðsins i Kaupmannahöfn, Juli- °s Schiött, nafnkunnur maður, stadd- ur hjá búri hvítabjarnarins og atvik- ist þá svo til að björninn bitur hann i fingurinn. En á sömu stundu dreymir einn af bestu vinum Schiötts, G. Pauli, að hvitabjörn i dýragarð- inum biti hann. Pauli lifði i draumi það sem Schiött lifði í vöku. Schiött var þarna dramgjafinn, og mun það stafað hafa nokkuð af því, að Pauli hafi verið mjög undir áhrifum þessa fjörmikla vinar sins. Menn undrast mjög draumsögur slikar, og þá grunar ekki, að inn- geislun frá öðrum likama, er einmitt eðli draumsins. Það er ekki draum- ur fyr en samband er við annars meðvitund. Ef menn æfa sig nógu vel, þá má læra að athuga glögg- lega, hvernig annarleg meðvitund fer að gera vart við sig þegar mann- inn syfjar. Fyrst koma myndir, likt og skuggamyndir, — þvi að litirnir koma ekki fyr en seinna — en sá sem er að sofna, veit ekki hvað þessar myndir þýða þær eru aðeins efni draums. Síðan, þegar maðurinn er sofnaður, þýðir hann þessar mynd- ir eftir sínu heilafari, gerir úr þeim tómar missýningar, og heldur að hann sé að dreyma það sem honum er kunnugt úr vöku. En verði sam- bandið við draumgjafann follkomn- ara, þá sést að mann dreymir vana- legast það sem honum er alókunn- ugt úr vöku og hann hefir aldrei um hugsað. Kn frá þessu mun eg segja nánar i annari ritgerð. Siðari tímum til fróðleiks má geta þess, að eg hefi eigi allsjaldan rekið mig á þann skilning, að draumar eða draumórar, og rannsókn á eðli drauma, sé eitt og hið sama. En það tvent er ólikast. Og er ekki við öðru að búast, en erfitt sé að koma fram nýjum hugsunum, og þá helst ef í stórkostlegasta lagi eru, þar sem svo geigvænlegur greiningar- skortur getur gert vatt við sig, og það jafnvel þó að menn séu hvorki ógreindir né ómentaðir. xm. íbúi annarar stjömu er það sem vanalegast talar fyrir munn hins sof- sndi miðils. A þvi er ekki nokkur vafi. Eg hefi, fyrir tilstuðlan miðils, talað við þá sem heima eiga á öðr- um stjörnum, í bíljóna mílna fjar- lægð. Það er eins vlst og að eg er tU. Nú má að visu heyra það sagt, að jafnvel hin rikasta sannfæring manns, þurfi ekki að vera neitt sann- færandi fyrir aðra. Jafnvel gáfaðir og mentaðir menn láta sér slíkt um munn fara. En þó er það ekki rétt. Gildi sannfæringar er mjög mis- jafnt, eftir því hvers sannfæring það er, og hvernig tilkomin. Eitt er sannfæring þess manns um vísinda- leg efni sem ekki, eða litið hefir við visindi fengist. Annað, sannfær- ing þess sem hefir sýnt sig i fremstu röð sem námsmann og rannsóknara. Eitt er sannfæring, fljótfengin og bygð á skjótri skoðun og skammri ihugun. Annað sannfæring, sem feng- in er með 20, 30 eða 40 ára námi og rannsókn. Mestum hluta ævi minnar hefi eg varið til að reyna að afla mér þekkingar. Náttúrufræði hefi eg stundað, og einnig læknisfræði Htið eitt, með tilsögn framúrskarandi kertnara. Þó nokkuð hefi eg lesið af því sem best hefir verið ritað í heimspeki og mannkynssögu að fornu og nýju. Áhugi minn á að læra var þegar í barnæsku mikill og hefir vaxið með aldrinum. Betur og betur hefi eg verið að læra hina réttu visindalegu varkárni. Hina réttu varkárni segi eg, af því að það er til svikin vara sem menn nefna svo, en að réttu lagi heitir nautska gagnvart nýjum sannindum og illvild gagnvart þeim sem koma fram með þau. Um mörg ár hefi eg stöðugt æft mig á ýmsum at- hugunum ekki auðgerðum. Þetta er hér sagt til þess að menn geti séð, að eg ætti að hafa í besta lagi skil- yrði til þess að hrapa ekki að höfuð- sannfæringum. En þar liggur mikið við, að menn treysti mér ekki ver en vert er. Og í huga minum er ekki nokkur minsti skuggi af efa um að hin mikla gáta er ráðin. Ráðin eins og gátur eru ráðnar þeg- ar um visindi er að ræða. Það er að segja þannig, að nú er gatan greið til ávalt vaxandi þekkingar. Fagurlega ljóst er nú yfir aðal- atriðum þessa máls. Frá manninum geislar magn sem kalla má lifmagn og vitmagn. Og það hagar sér likt og rafmagn. Og lif- og vitgeislan eins likama, getur framleitt sig aftur, inducerast, í öðrum likðmum. Það þóttu undur mikil, þegar Marconi og Oliver Lodge tókst fyr- ir ekki mörgum árum að koma á »þráðlausu sambandi* þó að ensk mila væri á milli eða tvær. Nú skiftast menn rafgeislaskeytum á þó að þúsundir milna séu á milli. Lifgeislan frá Turvey framleiddi hans heila — og annað likams- ástand i manni sem var í nokkurra milna fjarlægð. Athuganir sem eg hefi getið um i ritgerðinni »Líf- geislan og magnan«, sýna að jafn- vel stærstu vegaÞngdir sem orðið geta á jörðu hér, koma ekki i veg fyrir þetta »þráðlausa samband* taugakerfanna. Athuganir á vanaleg- um svefni og miðilsvefni sýna, þann- ig að enginn vafi getur á leikið, að þetta »þráðlausa samband* tauga- kerfanna getur orðið, þrátt fyrir fjar- lægðir slikar sem i stjörnugeimnum gerast, sólhverfanna og jafnvel vetrar- brautanna á milli. Alt þetta er ekki vitund »mys- tiskt« eða dularfult. En hversu firna- merkilegt það er. Og að halda áfram á þeirri þekkingarbraut sem þetta er byrjunin á, mun á skömmum tima gjörbreyta högum og horfum á jörðu nér. í næsta kafla verður svo sagt frá þvi hvernig það getur orðið, að sá sem deyr, kemur fram aftur á ann- ari stjörnu, og að visu sem likam- le« vera- Meira. Hclqi Pjeturss --------0------ Fri siioiiil. Það var í síðustu viku júlímánað- ar. Borgin okkar var skreytt há- tíðaskrúða »og ánægja var það, eg segi það satt, að sjá hana i búningn- um þeim*. Tignir gestir heimsóttu okkur og alt var gert til að gera þeim dvöl- ina sem ánægjulegasta. Alstaðar var fólk á ferð og flugi, prúðbúið og glatt i bragði. Já, við vorum sann- arlega langt frá eymd og bölihinna undirokuðu. Fæstir rendu huganum í þá átt, það gerum við sjaldan og getur bæði fjarlægð og ókunnugleiki afsakað það. Einn þessara glöðu hátiðisdaga barst mér tilkycning um ábyrgðar- bréf, sem eg átti á póststofunni og fór eg að sækja það. Mér voru þá afhent tvö slík bréf með mörgum um og stórum útlendum frímerkj- um. Þið trúið þvi máske ekki, en Ankamynd Happadrátturinn gamanleikur frá Nordisk Film Co. Dóttin smyglarans Sjónleikur 1 5 þáttum eftir Lestie F. Peacock Aðalhlutverk leikur Anita King ljómandi falleg leikkona sem ekki hefir sést hér fyr. Sýning kl. Kalöá Gosdrykkir og sattir Sími 105. 15 krónur hafði kostað að senda þessi bréf hingað, rj krónur aust- urriskar. Bréfin voru send mér sem ritara Bandalags Kvenna. Þau voru frá Bund Österreichisher Frauenver- eine (Sambandi kvenfélaga i Aust- urriki). Prentuð áskorun og bréf sem íylgdi henni til skýringar. Eg leyfi mér að birta bréfið hér orð- rétt. Það talar sínu máli sjálft bet- ur en eg get gert. Vlnarborg 3. mai 1921. Kæra fiúl A síðasta fundi Alþjóðaráðs kvenna fundum vér austurriskar konur hina hlýju vináttu, er fundarkonur frá ðllum löndum sýndu fulltrúum voi- um og landi. Þetta gefur oss áræði til að senda yður meðfylgjandi hjálparbeiðni og biðja yður að senda hana til allra félaga í sambandi yðar. Áskorunin mun sýna yður hve hörmulegar á- stæður vorar eru orðnar. Oss er bók- staflega um megn að rísa undir þeim raunum, sem oss eru lagðar á herð- ar, af óslitnu verslunarbanni, nær- felt 7 ára. Því það sem í fyrstu var hernaðarráðstöfun, er nú afleið- ing þeirrar landskipunar ogfjárhags- legu afstöðu, er voru ógæfusama landi var mörkuð með friðarsamn- ingunum í St. Germain. Þvi fyrir litlu fjallalandi likt og voru, með ófullnægjandi skilyrði til að geta framfleytt ibúum sinum, um- kringt af gömlum óvinum, er neita þvi um nauðsynjar til viðurværis og starfa: matvæli og kol, er likt ástatt og umsetnu virki er dæmt er til tortímingar, berist því eigi hjájp ut- an að. Þessi nauðsynlega hjálp hef- ir oss verið veitt með ljúfu geði, úr mörgum áttum. An hennar væri mikill hluti þjóðar vorrar eigi enn á Hfi, en allar þær gjafir, er oss hafa verið gefnar nægja eigi til að reka á flótta hinn miskunarlausa förunaut hungurs og kulda: tæringuna, sem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.