Morgunblaðið - 28.01.1922, Side 1
Stofnandi: Vilh. Finsen.
Landsblað LHgrjetta
Ritstjóri: Þorst. Gíslason..
9. árg.j 71. tbl.
Laugardaginn 28. janúar Í922.
fsafoldarprentsmiðja h.f.
I
& Gamla Btó______
I Egyptalandi |
Sjónieikur í 5 þáttum frá
Famous Players Lasky.
Aðaihlutverkið i þeasari
guUfallegu'mynd leikur
GeraSdine Farrar og
Lau Tellegen.
Aukamyndir:
Christian X konungur
heimsækir Rómaborg.
Shanghai
•rynd frá Kína.
Kjósið A-listann
Kosmngm í dag.
því að einu andstæðingur hans
ljet sig vanta á kjörfund Oskar
þú aS v.era .þessi eini? Svari hver
fyrir sig.
Ilerópið í dag' verðm þvi þetta:
Ni'ður með Bolsvíkinga!
Ekki einn af þeim inn í bæjnr-
stjórn!
AlMr á kjörfund og kjósið A-
listann!
AlbvðmnaSur.
^æjarstjómarkosiiingin í dag,
t.Vrjar kl. 10 í barnaskólahúsinu.
F°sið verður um 2 lista, A-lista
eða borgarlistann, og B-lista eða
lista róttækra jafnaðarmanna
(Bolsvíkinga). 'Eins og kunnugt
eiö urðu hægfara jafnaðarmenn
lúta í lægra haldi fyrir uppi-
voðsluseggjúnuin í flokknum við
tilbúrung B-listans og komu eng-
131,1 sinn-á miauna á listann.
b ^'Vscmkí u r verSa að gera sjer
það vel Ijóst, hvorum megiii þeir
’eru, Bolsvíkinga mpgin eða ekki
'bilsvíkinga Inegin. Um það eitt
'6l' barist í dag, hvort rússneska
sanaeiningarstefnan á að ráða í
bæjarmálum Reykjavíkur eða ekki
Það er ómögulegt að hugsa sjer,
a® nokkrum kjósenda standi á
Si;ma um það, hvort sú stefma á
i-áða eða á ekki að ráða. Svo
J11-ikið snertir hún liagi hvers ein-
^taklings. Vitanlega má halda því
íi'anf, að þótt einn eða tveir af
f'clltrúaefnum Bolsvíkinga nái nú
bosningu, þá sje ekki þeirra stefna
vví orðin í meiri hluta í bæjar-
^biórninni. Það er satt. En þess
Ye)'ður flð gæta, að með því að
bjósa nú fulltrúa þeirrar stefnu,
ekki væru nema eiinn eða tveir,
ej' lilaðið undii- þennan flokk. Við
^æstu kosningu bættust þá aftur
Vlð einn eða tveir og svo áfram,
bangað til meiri hlutinn er feng-
iön- *
Aldrei hefir flokkaskiftingin
Vei'ið eins ákveðin við bæjarstjórn-
a,áosningar eins og nú. Bolsvík-
illg’ar eða ekki Bolsvíkingar? Þú!
tömst ekki lijá að ákveða, livort'
ert, kjósandi góður! Ef þú ert
Vilsvíkingur, þá kýs þú auðvitað
þ“listann. Ef þú ert ekki Bolsvík-
^fhir, þá kýs þú A-listann. og
11 Serir meira en það. Þú brýnir
öðrum að gera það sama.
, 11 fræðir þá sem fáfróðir eru, nm
hvað hjer sje í húfi. Þú leið-
^ þeim fyrir sjónir að með því,
j . ^itja heima og fara ekki að
þ'!°‘Sa> styðji þeir þá stefnu, sem
'' vilt berjast á móti. Með því
1 þeir Bolsivíkingunum atkvæði
ij há'lfu leyti eða meira. Það
^e)ða allir aS skilja, að svo get.ur
Það muni einu atkvæði,
°lsvíkin:gurinn komist að af
Kaflar*
úr ræðu Björns Ólafssonar ákjós
endafundinum í gærk\röldi.
Sparnaður og eyðsla.
Það eru tvö stefnumál í þessum
kosningum, sem jeg tel . mestu
varða, og þjer sem kjósendur eig-
ið heimting á að fá að vita, hvern-
ig frambjóðendur eru sinnaðir í
þeim málum. Þessi mál skifta nú
biejarbúum í tvent við þessar kosn-
ing'ar, sem sýnir, að hjer er ekki
um nein smavægileg atriði ap ræða.
Þessi mál, sem jeg vil lítillega
minnast á. eru sparnaðarog eyðslu
stefna, sameignar- og sjereignar-
stefna.
Mjer er sagtfráþvífyrir skömmu
að á fyrsta bæjarstjórnarfundi
eftir að Ólafur Friðriksson fjekk
matarlystina, sem hann haföi tap-
f!<5 á Skólavörðustígnum, þá hafi
vi>rið til umræSu eSa legiS frammi
fjárhags-óætlun bæjarins. Hann
liafði t.alað þar og minst á aS hann
sæi, aS rauðui' þráður gengi nú í
gegnuin alla fjárhagsáætlunina. Og
þessi rauði þráður, sem stakkhann
í augu, þaS var sparnaður.
ÞaS hneykslaSi hann, aS teek-
in skyldi upp þessi stefna — þessi
sparnaðarstefna, sem hann hefir
altaf talið óviðeigandi, óalandi og-
til bölvunar.
Og hann. er ekki einn um þessa
skoðun., Þessari skoSun munu nú
fylgja þeir flokksmenn hans, sem
eru í bæjarstjórninni, og ekki þarf
að efast um, aS þessari skoSun
fylgi einuig þeir uppeldissynir
hans, sem kunna aS verSa kosnir
af hálfu AlþýSuflokksins. Jeg get
ekki betur sjeð, en að almenningur
hjer, sem kýs svona sinnaSa
menn til að fara ineS mál sín, sje
aS snua snöruna aS sínum eigin
hálsi, og ef allir fulltrúar bæjar-
ins væru á sömu grein og þessir
menn, þá ætla jeg að mörgum
mundi ofarlega klæja áSur en lylri.
Bæjarfjelaginu er eins farið og
einstaMingnum, sem eyðir meira
eu hann aflar. ÞaS gengtír ekki
til lengdar, og djúpur þarf sá
brunnur að vera, sem ekki verður
þurausinn. Efnin hverfa og skilja
eftir autt rúm og ónotaða krafta.
Því meira sem hallast, því erfiSara
er að komast aftur á rjettan kjöl.
Eina ráSiS er að spara óg sníSa
sjer stakk eftir vexti. Lækka kröf-
urnar og fækka þörfunum.
Eyðslan er óvinur allra fram-
fara. Borgararnir eiga líka að
sýna þaS í verlri, að þeim sje Ijóst,
hversu mikilvægt þetta málefni er.
Sj-ereign og sameign.
Yður mun öllum vel Ijóst, hvað
þessar stefnur' skilur, enda bera
nöfnin greinilega meS sjer í hvaða
áttir þær ganga. ÖSru megin eru
socialistar og þeirra fylgistefnur.
Þeir vilja sameignarbii, og á þeirra
'flripum er etnginn skipstjóri, því
að þar eiga allir aS fá aS ráða.
Hinummegin eru borgai’arnir,
sem vilja veynda eignarrjett og at-
hafnafrelsi einstaklinganna, ,og láta
þá ráða sem hæfastir eru og best
fallnir til forustu.
I , sambandi viS þetta er ekki
ófróðlegt að athuga umijiæli, sem
Ólafur Friðriksson liafSi við mann
eiim fyrir nokkrum dögum. Mað-
uriim hafði böriS það á liann aö
hann liefði eingöngu ráSið vali
fulltrúaefnanna. Ólafur bar það
fyrst af sjer, en sagði þó aS síð-
ustu, oins og til að milda þetta,
liann sagði: ,,Það er sálarfræSis-
lega sannaS, að í hverju fjelagi
ráSa aðeins fáir menn“. Þetta er
rjett. En það er þvert ofan í hans
eigin lærdóma og kenningar. Það
geta ekki allir ráSiS. í fjelögum
ráða annaShvort þeir, sem eru 6-
svífnastir eða þeir sem eru best
gefnir. Það mun víst flestum ljóst,
hvor tegund þessara manna ræður
nú í alþýðufjelögunum.
Sameignarmenn vilja aS hiS op-
inbera taki í sínar hendur og starf-
ræki öll fvrirtæki í landinu, versl-
un, ið$iað og útveg, og taki af því
gróSann eða hallann. En þeir gera
sjei- litla grein fyrir, hvaSa afleið-
ingar slíkar ráðstafanir niundu
hafa fyrir þjóðfjelagiS. — Þær
þjóðir, sem gripið hafa til þessa
skipulags, hafa fengiS aSra reynslu
en Karl Marx og Ólafur Friðriks-
son gera ráS fyrir.
Menu geta hugsað sjer hvernig
ganga mundi framleiðslunni í því
þjóðfjelagi, sem byggist á þessuin
grundvelli. HiS núverandi« sklpu-
lag með sjereignarrjett og athafna-
frelsi einstaMingsins gefur hverj-
um hvöt til þess aS bæta aðstöðu
sína og koma sjer upp. Sameignar-
stefnan mundi uppræta þessa hvöt,
svo aS fáir eSa enginn mundileggja
fram krafta sína fram yfir það
allra nauSsynlegasta. Þá mundi
minna unnið, framleiðslan mink-
a,ði, en fátælrtin mundi aufeast aS
saina skapi. Það hefir alstaðar
sýnt sig, að þau fyrirtæki, sem hiS
opinbera tekur í sínar hendur,
ganga hröðum sbrefum í jörðina.
Þeh' tímar, sem nú standa yfir,:
'eru sinátt og smátt að brjóta niSur;
þessa hugsjónabyggingu og sýna,
að þjóðirnar hafa ekki efni á aS
uppræta hina máttugu sjálfbjarg-1
arhvöt einstaklingsins — og þrosk-
un þ.eirra manfldómshæfileika, sem
koma fram í baráttunni við ert'ið-
leikana — og áhættuna, að veröa
undir í baráttunni. En alt þetta
liverfur. þegar gullkista ríkissjóðs-
ins eSa bæjarsjóðsins er við hend-
ina hvenær sem í nauðirnar rekur.
I
Borgurum þessa bæjar mun!
aldrei reynast nein heillaþúfa þetta’
vængjablak heimskunnar, sem kall-:
ar sig AlþýðublaSiS eSa aSstand-|
endur þess, sem eru djarfir í ósóm-;
anum.
Engiini veit nokkurntíma til aS,
Ólafur FriSriksson, (sem nú velur j
menn eftir sínu'höfði til bæjarmál-j
janna, til þess að hafa áhrif á þau
i eftir sínu höfði. liafi nokkurntíma
| reynst þarfur nokkru málefni. ÞaS
; sannast á honum því lengur sem
jlíður, aS metnaður lionum þróast,
eii inannvit aldregi — fram geng-
ur hann drjúgt í dul. —
Jeg vænti að borgarar þessa bæj-
ar sjeu eklri óSfúsir að láta Ólaf
FriSriksson fara með bæjarmálin
eftir sínu höfði, eða láta hans
stéfnu standa yfir höfuSsvörðum
ókkar. Úr því sker dagurinn á|
morgun,
Því glæsilegri sem okkar sigur,
verSur, því hreinna verður loftið'
í bænum.
Nýia 816
Okumaöyrirm
»Körkarlen<
eftir Selmn Lagerlöf.
Sjónleíknr í 5 þáttsm. Kvikmynd-
aðar eftir hinni frsegu skáldsögn af
Vlktor Sjöntröm, Svenska Bió,
Aðalhlutverkin leika:
Viktor Sjöström, Hilda Berg-
ström, Astrid Holm og Tore
Svennborg.
Lærdómsrík mynd sem allir þurfa
að sjá.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 i
Nýja Bíó. Ekki tekið á móti pönt-
Eins og uant er.
Alkunnnugt er það, að þá er!
einhver spyr urn nýútkomið Al-1
þýðublað hversn það sje, er venj-!
ulega svarið: Eins og vant er. En!
það er svo að skilja, að blaðið
sje ávalt jafn fult af helberum
lygum, skömmum og rógi. Enda
mun það síst vekja undrun, þeg-
ar ínenn athuga það, að sömu
menu ráða við blaðið lögum og
lofum og- mestan og verstan þátt
áttu í uppþotinu sæla.
Alþýðublaðið undir stjóm hins
ræmda manns Ólafs Friðrikssonar,
hefir undanfarið hrósað mjög svo
happi yfir úrslitum bæjarstjórnar-
kosninganna á Seyðisfirði. Telnr
það sjer og bolsj-evikum hinn
-stærsta signr að kosningaúrslitun-
um. En á Seyðisfirði hlutu kosn-
ingu: Jón Sigurðssson kennari
Jón Jónsson bóndi í Firði. Grestur
J óhannsson skrifstofumaður hjá
Sameinuðu ísl. verslununum og
Sveirin Árnason yfirfiskimatsmað-
ur og kaupmaður.
Kosningarnar fóru fram í tvennu
iagi. Fyrst var kosinn einn maður
•og studdu verkamenn þann lista
sem á var Jón Sigurðsson kenn-
ari. Um stjórnmála- eða bæjar-
málaskoðanjr hans veit víst enginn
neitt. Hann hefir mjög lítil af-
skifti haft af slíknm málnm. Hitt
vita allir, að hann er maður gæt-
inn og grandvar í öllu sínu dag-
fari. —■ Þá er síðari kosningin.
"100 hana studdu verkamenn (þó
eigi óskiftir) lista þann, er þeir
voru á Gestur Jóhannsson og
Sveinn Árnason. Mun alveg óhætt
að fullyrða, ®.ð engum Seyðfirð-
ingi dettur það í hug, að þeir
menn fylli flokk jafnaðarmanna.
Þeir eru jafnvel mjög svo and-
stæðir einkaisölufrumvörpum stjórn
arinnar og einnig lögum þeim, sem
samþykt hafa verið um forrjett-
indi og skattfrelsi samvinnufje-
laga.
Á fyrsta fundi bæjarstjórnarinn
ar á Seyðisfirði á þessu ári, kom
fram álit nefndar þeirrar, sem
kosin hafði verið til að gera til-
iögur um korneinkasölu frumv.
stjómarinnar, er sent hafði verið
bæjarstjórnum til álits og umsagn
ar. Var nefndin mjög andstæð
frumvarpinu og harðorð í þess
garð. Gestur Jóhiannsson, efsti
maður á lista verkamanna við síð-
ustu kosningar, hjelt mjög harð-
orða og maklega ræðu um málið.
Sá hann lítt í því annan tilgang
en að hnekkja „einhverri gagn-
legustu stjett landsins, vérslunar-
stjettinni“ eius og hann komst að
orði. Sá er forystu hefir eystra
fj rir liönd verkamanna, Karl Finn
bogason skólastjóri, tjáði sig mót-
fallinn frumvarpinu, og sagði hann
að reynslan hefði sýnt, að einka-
sala gerði vörur dýrari. Skal það
fram tekið, að af þeim, sem verka-
njenn telja sjer í bæjarstjórninni.
er Karl róttækastur og næstur því
iað geta talist til flokks Alþýðu-
blaðsmanna. En auðvitað stendur
hann á alt öðru menniugarsitigi,
svo að samaiiburður er þar fjar
stæður. Sveinn Ámason, annar
maður á verkamannalistanum seyð
firska er greindur maður og gæt-
mn °£ langt frá því að vilja.
nokkurt trúss binda við jafnaðar-
manna- eða bolsjevikaklíkuna hér.
Veit jeg að hann og Gestur eru
mjer þakklátir fyrir að vísa heinl
til föðurhúsanna því pólitiska
faðerni, er Alþýðublaðið vill troða