Morgunblaðið - 01.03.1922, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.03.1922, Blaðsíða 4
 MOBGtíNBLAÐIÐ matnar eftir „málum’'’ og- er hvert. rnál tæpur þriðjungur a.f túnadag- ■sláttu. Aliur fjöldinn af jörðum er ekki stærri en það, að ræktaða huidið er 5—50 mál eða hjer um bil 1 Yz til 16 dagsláttu. Btærð ó- ræktaða landsins er mjög misjöfn eu yfirleitt eru slægjur á órækt- uðu landi líilfjörlegar nema þar, sem góðar fjallaslægjur eru. Skóg- ur eru helstu gæðin og flestir eiga nægilegt skógarítak til heimilis- þarfa en söluvið aðeins sumir. Yfir 100 mál af ræktuðu landi ern að- eins 7—8 jarðir af hundraði. Það liggur í augurn uppi að slíkar jarð ir eru örlitlar, þó tekið sje tillit til þess að loftslagið er miklu betra en hjer, og jörðin tví og þríslegin. Fyrrum voru jarðirnar miklu stærri eins og sjá má af því, að 1825 var tala sveitajarða tæp 100.000, 1855, 128.000, 1900, 245.000 og 1907, 260.000. Menn hafa skift jörðunum, selt þjóð- eignir o. þvíl. og telja Noiðmenn þetta hafa verið hina mestu fram- för. Br þetta áreiðanlega umhugs- unarefni fyrir oss, því ekki eru eru alls staðiar góðir landkostir í Noregi eða auðvelt að rækta jörð- ina. Jafn fram því, sem .jörðun- um hefir fjölgað hefir tala sjálfs- eignarbænda aukist svo, að nú eru það langflestir bændur, sem eiga jarðir sínar (um 90%). ---------0--------- Vafurfloffai*. Bftir Sigurð Þórólfsson. I. Victor du Bled heí'ir sagt, að í sálardjúpi hvers manns sje rúm, sem þurfi-að fyllast með einhverju ójarðrænu. En það gildi einu fyr- ir flestum, hvort það sje sannar eða falskar hugmyndir sem fylli það. Eitthvað er til í þessu. Tómt getur þetta dulræna trúarfylgsni sálarinnar ekki verið lengi. Binis- konar trúarhnngur kemur mörg- um til þess að elta vafurloga og gleypa hvert Fróðárundrið eftir annað. Margt Evueplið, gimilegt til fróðleiks hið ytra, en ormstung- ið hið innra, er eftirsótt. Gamla miðaldaþokan færist nú aftur óðum yfir löndin. Gamlir draumórar og hillingar frá bemsku árum þjóðanna eru nú sett á bekk með sannleikanum. í þessari and- legu miðaldaþoku sjá menn drauga og álfa og illvætti í gömlrnn stíl, dansa kringum mannanna börn. „Varúlfar11, afturgöngur guðspek- innar og meistarar í nýjum stíl prýða hópinn. Hjátrúin syngur þessari makt myrkranna hósianna. Áður var það helst alþýðan sem skemti sjer við kynjaverur, Fróð- árundur og Furðustrandaofsjónir. En nú eru það emkum þeir „upp- lýstu“ og „mentuðu“. Af röngum forsendum draga þeir bamaleg- ustu heilaspunaályktanir. Þetta og 'því um líkt fyllir sálarfylgsni mentaðra manna á vorum dögum. Það er blátt áfram að verða móð- ins og talið fínt að trúa heila- spuna-undram, og vera eiginlega frá sjer nnminn og „Klepptæ'kur“. Þessi fáu orð komu mjer í hug út af tali nafna míns í síðustu grein hans um „tilvist meistar- anna“ o. fl„ sem er framsett einu sinni enn. 1 fáum orðum ætla jeg ] að segja frá tilorðning og lalmætti þessara herra. ] II. Á einum stað segir Besant, að enginn sem gangi í fjelag guðsp. þurfi að trúa á tilveru „meistar- anna“. En á öðrum stað segir hún, að ef meistararnir sjeu efcki til, þá sje guðspekin að eins hugar- burðarstefna. Vitanlega er hún það. Ekki að undra þótt nafna mín- um þyki slæmt, að nokkur efist um „tilvist“ þeirra. Jeg byggi mínar efasemdir á eftirfaraudi at- hugasemdum. Þegar Blavatsky var ung dikt- aði hún ýmsan heilaspuna á blað, og sagði að framliðin frænka sín hefði sagt sjer þetta. Þessi frænka hennar var erlendis. En nokkrum árum síðar frjettist af henni og var hún þá á lífi. Frá þessu hefir systir Blavatsky sagt. — Þetta var fyrsti meistarinn. Þegar hún varð spíritisti talaði einhver fi’amliðinn Jolin Kings inmra í henni. Lengi fylgdi hann henni og fræddi liana. — Þetta var annar meistarinn. Meðan hún var að hnoða saman guðspekina úr allra þjóða goða- sögnum, munnmælum, dultrú, hjé- trú og nokkrum sannleiksmolum, kom annað hljóð í strokkinn. Þá yfirgaf Kings hania og gaf hún honum ósannsöglisvöttorð. Þá var henni orðið illa við andatrú og miðla. En nú komn 3—4 náungar og sátu til skiftis á kvöldin hjá henni og í henni. Þeir innbljesu Blavatsky mest alt efnið í „Isis“, undirstöðurit guðspekinnar. Frá þessu hefir Olcott fjelagi henmar sagt, og hún sjálf á sína vísu. Þctta var nú þriðja meistaraút- gáfan. Ekki vissi þó Blavatsky enn hverjir 'þeir voru eða hvaðan þeir komu. Þegar hún kom til Indlamds, urðu þessir fræðarar hennar að guðmennismeisturum (adepts). Þaö var fjórða myndbreyting þeirra. Með þeim nak hún aðalsmiðshögg- ið á sköpunarverk sitt. Þeir eru nú reginnaglarnir, sem halda því best saman. Þá bættist guðspek- irni sálnaflakkstrúin o. fl. Þessu höfðu meistaramir gleymt að segja henni frá, meðan hún var í Ame- ríku. Nú mundi hún það líka, að þeir höfðu útvalið hana, þegar hún lá í vöggu, mönnunum til andlegs hjálpræðis. — Adam (guð Mor- móna) og Mardon engill útvöldu Jósef Smitlh til hins sama. Framli. --------0------- S v a p. Undir gervinafninu Símfer ritar einliver vandlætari hnjóðsgrein til mín í Vísi 25. þ. m„ út af rang- færslu um laun símakvenna, sem hann kvartar um að komið hafi fram lijá mjer í þingræðu. Hnjóðsyrðin hjá höfundi þessum eru harla ástæðulítil, en umkvört- unin er að nokkru leyti eðlileg, ef miðað er við frásögn Morgunblaðs- ins 22. þ. m„ um þingræðuna. Þar hefir slæðst inn athugaverð afbök- un viö stytting ræðunnar, sem jeg að vísu tók eigi eftir samdægurs, og vanrækti því að liðrjetta; en afbok- un þessa Iiefir hr. símfer notað til þess að koma að því dæminu, sem fjarst lá mjer, en best hentaöi hon- um. Dæmið, sem jeg dróg fram, var alls eigi um símakonur við bæjar- síinann, eins og hann gefur í skyn, heldur um símakonur við langlínu- afgreiðslur, sem eftir launalögunum hafa 12 til 18 hundruð kr. árslaun tost, eftir þjónustualdri og meö verðstuðuls uppbót síðastá árs höfðu hátt á 4. þúsund krónur, ef starfað höfðu 4 ár, en yfir 4 þúsund kr„ ef starfað höfðu 6 ár. Samanburðurinn á launakjörum þessara símakvenna við laun vinmi- kvenna í sveit, hefði eigi átt að hneyksla hr. Símfr, ef rjett hefði verið samanboi'iö. Framangreind laun liafa símakonur tekið fyrir 6 stunda vinnu á dag, en viunutími hinna mun oftast vera 12 stundir á dag eða jafnvel meira, þegar ann- ríki er mest. Verður því um tvent að ræða, viö samanburðinn, að tvö- falda kaupgjalds-upphæð síma- kvenna eða helminga kaupgjald hinna. Hvorttveggja ber að sama brunni. Kaup vinnukonu í sveit mun nær hæfi að meta 800 kr. aö fæði með- töldu, en það samsvarar sem næst 18 aura tímakaupi, þegar hún vinn- ur 12 stundii' daglega, eða 4380 stundir á árinu. Hinsvegar vinnur símakonan eftir fyrnefndu dæmi 6 stundir daglega eða 2190 stundir úr ári, og fær að laiinum — segjum 4000 kr. eða rösklega kr. 1.80 um klukkustund hverja, og’ er tímakaup- ið þá tífalt við vinnukonuna. Jeg vona, að hr. Símfer sjái, að hjer er eigi um eins ferlega fjar- stæðu að ræða, eins og honum hefir virst. En jeg þykist líka vita, að liann hefði annan veg á litið, ef hon- um liefðu borist orð mín óbjöguð, og verð jeg þó að segja, að margt er í opinberri starfrækslu og launakjör- um eigi síður athugavert en það, sem hjer hefir rætt verið. Hann verð ur aö afsaka það, að jeg takmarka mig í þessu svari við litla leiðrjett- ingu þess, sem afbakast hefir, og og velti ekki upp fleiri hliðum þessa máls. Jeg hefi engan tíma til að elt- ast við smávægilegan misskilning, sem komið getur fram í þingfrjett- um eða blaðagreinum. 27. febr. 1922. j Sv. Ólafsson. j -------o-------- -= BA6BÖE. =- Næturlæknir: Ólafur Jónsson Von- arstr. 12. Sími 959. Vörður í Reykja- víkur Apóteki. Föstuguðsþjónustur. 'í dómkirkjunni í kvöld kl. 6, síra Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni í Reykjavík kl. 6% sr Ól. Ólafsson. Nefnd hefir Kaupmannafjelagið kos ið til þess starf'a að athuga, hvort ekki sje unt að spara eitthvað af þeim útgjöldum, sem áætluð eru á fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar fýrir 1923. í nefndinni eiga isæti B. H. Bjarnason, (formaður) Magnús Th. S. Blöndahl, Þórður Sveinsson kaup- maður, en til vara P. Stefánsson. Njáll fór hjeðan í gærmorgun til Þingeyrar á Dýrafirði. Hefir liann verið seldur þangað. ' — ------1 — ----—— • ——— HHúrapafjelay HeykjawikiipB Lágmarkskaup fjelagsinanna er kr. 1,85 á kistund frá 1. mars. Stjórnin. Agjætt þelband af ýmsum litum fæst núna í Alafess-útsölunniy Kolasundi. Undanrenna fæst á Mjólkursölustöðum okkar framvegis á 35 aura pr. líter. Virðingarfylst. Mjólkurfjelag Reykjavikur. Sjóuátryggið hjá: Skandinama — Ealtica — national íslands-dEÍldinjii. Aðeins ábyggileg félög veita yður fulla tryggingu. IvuIIe S RuthE h.f. Rusturstræti 17. lalsími 235. Stúdentafjelagið ætlar að halda fundi um mentamálin, sennilega tvo, amian um mentaskólann og æðri skól- ann, himi um önnur mentamál lands- ins yfirleitt. Fyrri fundurinn verður haldinn annað kvöld, (fimtudag) í Mensa acaklemica og talar þar Ásgeir Asgeirsson cand. theol. kennari, eink- nm um bámafræðsluna og ýms atriði í sambandi við hana. Alþingismönnum og ýmsum kennurum mun verða boðið annars er fundurinn auðvitað aðeins fyrir stiidenta. Gjafir til Samverjans. Bodda 10 kr., Áheit' frá sjúkling 20 kr., K. L. G. 10 fcr., Helga og Gyða 10 kr., 8 kaffi- gestir 10 kr., G. B. 50 kr., S. B. 5 ki\, J. 5 kr., Eva 10 kr., Ónefnd 10 kr., fyrir myndir, gefnar af E. J. 73 kr., tveir bræður 10 kr., Liverpool 50 kg. baunir 10 bg. ost, Bjarni Ein- arsson 20 kg. saltfisk, Ónefndur 8 Itr. mjólk, Sláturfjelag Suðurlands 1 tn. saltkjöt, T. 10 kg. tólg, Hallgr. Benediktsson 2 sk. haframjöl, Ónefnd 10 kg. rófur, Copelanld 120 kg. saltfisk L. Andersen 260 kg. saltfisk, Jóna- tan Þorsteinsson 1 ks. sveskjur, 1 ks. rúsinur, 1 ks. mjólk, 2 fcs. hveiti, T. 20 ltr. mjólk, Ó. 22 Itr. mjólk, frá bökurum bæjarins 720 bollur. Kærar þakkir. Reykjavík 28. febrúar 1922. Har. Sigurðsson. „Verkamaðurinn”, hlað jafnaðar- manna á Akureyri hætti að koma út eftir nýárið, en er nú nýlega farinn að lcoma út aftur. Activ kom hingað í gær frá Akur- evri. Korneinkasalan. Bæjarstjóm Vest- mannaeyja hefir nýlega haft til um- ræðu eins og aðrar bæjarstjórnir, korneinkasölufrumvarp stjórnarinnar. Hefir V erslunarráðinu hjer borist símskeyti um það nýlega, að bæjar- stjórnin 'hafi 23. þ. m. 'samþykt með 10 samhljóða atkvæðum yfirlýsingu um, að hún væri á móti frumvarp- inu. --------o-------- Loftskeytastöðvar á Grænlandi- Bygging nokkurra loftskeyta- stöðva á Grænlandi er nú mikið rædd meða)! þeirra manna í Dan- mörku, sem álmga hafa á því efni. Er búist við að bráðum komi fram tillögur í málinu, strax og nauð- synlegar rannsóknir og undirbún- ingur hefir farið fram. Fypirliggjandi s Exportkaffi, Cacao, Flórsykur, Sagógrjón, Majsmjöl, Mjólk, Columbus, Rúsínur, Smjörlíki, Oma, Maccaroni, Kex, Snowflake. H.f. Carl Höepfner. Æfing verður í dansskóla Lillu Eiríks- dóttur og Páls Andrjessonar £ kvöld kl. 9. Blegsódi, Knsíalsddi í verslun Gunnars Gunnarssonar. Leikfimisskór fundnir. Vitjist á afgr. Morgunbl. Norsk smjörlíkisverksmiðja óskar eftir áreiðanlegum og dug- legum umboðsmanni fyrir Reykja- vík með öllu Suður- og Vestur- landi. Tilboð i lokuðu brjefi merkt: »Smjörlíki<, sendist afgr. Mrgbl. fyrir 5. mars. þ. á. H r e i n a r ljereftstusfcur keyptar hán verði. fsafoldarprentsmiðj a h.f. Norðmenn kaupa skip. Snemm í janúar keypti norskt fjelag — For- enede Rederier -— éllefu sfcip af sænsku útgerðarfjelgi, „Brodins A. B.” Skip þessi eru öll nýleg og bera samtals 35.000 þús. smálestir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.