Morgunblaðið - 08.03.1922, Blaðsíða 1
Stofnandi: Vilh. Finsen. Landsblað LÖgpJetf a« Ritstjóri: Þorst. Gíslason..
9. árg., 109. tbl.
Miðvikudaginn 8. mars 1922.
tsafoldarprentsmiSja h.f.
Gamla Bíó
1 **“'■-*■1 A morgun
fimtudaginn 9 mars verður opnuð ný skóvcrslun í húsi frú M.
Zoega, Austurstræti 12. Verður þar seldur allur mögulegur
skófatnaður með afarlágu verði. Meðal annars verða kvennskóhlíf-
ar fyrir kr. 5.00 parið. Komið sem fyrst meðan nógu er úr að velja.
Virðingarfylst. G. Þorkellsson.
Nýja BfA
Stórfengleg og afarskrautleg
aifintýramynd í 6 þáttum
eftír Max Reinhardt.
Aðalhlutverkin leika.: Pola
Negri, Jenny Hassel-
quist, Egede Nissen,
Harry Liedtke, Paul
Wegener, Ernst Lubitz.
Jafnskrautleg og íburðar-
mikíl mynd að 'öllum útbún-
aði, hefir varla sjest hjer á
landi áður.
Aðgöngumiðar kosta aðeins
kr. 1.50 og 1.00.
Ný kiræðabók.
Sigurður Grímsson:
Oiiiaggtiiii
Fæst hjá bóksölum.
Hagskýrslurnar.
Hagskýrslumar fyrir fyrsta árs-
fjórðung næstliðins ái\s eru komn-
ar út fyrir nokkru. Hafa blöðin
getið þeirra og skýrt frá því, að
samkvæmt þeim hafi orðið um
1000000 króna hagmaður á versl-
uniniii við útlönd á þessu tíina-
bili.
Við þetta er þó það að athuga,
að hags'kýrslurnar má ekki taloa
bókstaflega, ef ekl-i eiga að verða
úr því stofuvísindi.
Skýrslumar skýra aðeins frá
vörumiagninu sem út er flutt á
íuerjum tíma með því gangverði,
sem þá er talið að sje á vörunum,
en greina ekki hvort varan er
í raun og veru .seld eða ekki .
En nú hafa íslendingar, eins
og kunnugt er, flutt út mikið af
vörum síðustu árin til umboðs-
sölu erlendis, eins og. t. d. síld-
ina, sem aldrei seldist og varð
tneð öllu ónýt, en tilgreind er í
liagskýrslum vorum með fullu
gaugverði síldar eins og það var,
þegar síldin var flutt út.
Jarðarför litlu dóttur okkar, Jenný^Marínar, fer fram föstudag-
inn ‘lO.g þ. m.f j[og [hefst kl. 12 á hádegi með húskveðju á heimili
okkar.
Hafnarfirði, Gunnarssundi 6.
Arnfríður Jónsdóttir. Guðjón Gunnarsson.
Jarðarför fröken Mörtu Stephensen, sem andaðist 2. þ. m.,
fer fram fimtudaginn 9. mars frá dómkirkjunni kl. V/t.
Ættingjarnir.
Jeg hefi nú að vísu ekki kynt
mjer hversu mikill hluti af fram-
leiðslunni árið sem. leið inegi
ætla, -að seldur hafi verið flutt-
ur í skip eða gegn greiðslu við
móttöku (fob. eða cif) og hversu
mikið hafi verið sent út óselt.
Mjer kæmi það þó ekki á óvart,
þó að hagnaðurinn á versluninni
við útlönd 1 'ársfjórðunginn 1921
s.mkvæmt tölum 'hagskýslannia
væri að nokkru leyti aðeins á
pappírnum, því að jeg hygg að
fiskurinn frá 1920 hafi að mikhi
leyti verið sendur í umboðssölu.
Og um síðari ársfjórðungana er
það kunnugt, að þó að fiskaf-
urðfruar væri þ'á seldiar gegu
greiðslu hjer eða í síðasta lagi
við móttöku erlendis, þá var þó
mikið af landafurðunum sent ó-
selt til útlandia, og landsmenn fá
tæplega það verð fyrir þær að
öllum áfölluum kostr.aði frádregu-
um, sem á þeim var, þegar þær
vcru fluttar út, og tilgreint verð-
u: í hagskýrshmum.
Þá er ennfremur það að at-
fcuga, að vörur innfluttar á arinu
sakir nýrra arðsamra fyrirtækja
og greiddar með erlendum lánum,
eins og t. d. mun hafa átt sjer
stað 'að meiru eða minna levti
um rafveitutæki Rafveitu Reykja-
víkur, sýna að sama skapi lak-
ari útkomu á vöruskiftunum
við útlönd á árinu en er í raun
og veru að því er þá verslun
snertir, er ársframleiðslan út-
heimtir.
Nú og þó að svo hafi verið,
sem vonandi er að verulegur 'hagn-
'aður hafi orðið á versluninni við
útlönd árið sem leið, þá er enn
á það að líta, að landið og lands-
menn verða að greiða allríflega
fúlgu til útlanda í vexti af er-
lendum lánum. Hagnaðurinn á
vöruskiftunum verður því að vera
allverulegur ef skuldirnar eiga
að minka og efnahagurirm að
batna.
Þetta er ekki tekið hjer fram
til þess, að draga úr bjartsýni
manna, heldur aðeins til þess að
greiða fyrir því, að rnenn geri
sjer sem rjettasta og glegsta
grein fyrir 'ástandinu, því það
hygg jeg muni sanni næst að
mikla erfiðleika sje enn að yfir-
stíga, ef vel á að fara um það
er lýkur.
Eggert Briem
frá Viðey.
Því verður ekki neibað að stór-
kostlegar breytingar hafa orðið á
afstöðu Rússlands til stórveldanna
í Vestur-Evrópu síðustu mánuðina.
Svo stórfeldar, að merkilegt má
heita hversu Mjóðalaust þær hafa
orðið.
Stórveldin sáu, að það gat ek’ki
haldist til frambúðar, að Rússum
væri bægt burtu frá öllum viðskift
um við aðrar þjóðir. Viðskifta-
bannið kom eigi aðeins hart niður á
Rússum sjálfum, heldur einnig á
þjóðum þeim, sem áður höfðu haft
viðskifti við þá. Aldrei hafa þjóð-
irnar lagt eins mikla stund á að
ná nýjum viðskiftasamhöndum við
aðrar þjóðir eins og einmitt þessi
síðustu ár, og vitanlega beinist
at'hyglin ekki síst til Rússlands.
Þar var þjóð, sem vantaði flest,
og því hófust þegar fyrir alllöngu
Vísinöamaöurinn og mannöýrið
eða Tvífarinn.
(Di'. Jekyll og Mr. Hyde).
Sjónleikur í 7 þáttura eftir Robert Louis Stevenson,
leikinn af hinmn aiþekta leikara
John Barrymore.
^agan gerist um 1850—60 i London og er tekin á »Filmuc
af amerísku fjelagi, í tilefni af að þá hafði aðalleikarinn John
Barrymore leikið þetta sama stykki á leiksviði 200 sinnum
af frábærri snild, enda er leikur haus í kvikmynd þessari
óviðjafnanlegur, og fyrir leik þeima var það að honum bauðst
stórfje til að »filma« áfram við eitt stærsta fjelag í New York,
en sein hanu hafnaði. Hans leiklist sjest þvi ekki
nema i þessari einu mynd. Sýníng ki. 81/*-
tilraunir einstakra manna til þess
að komast í viðskiftasambönd við
Rússa. En þetta gekk erfiðlega,
vegna þess að ekkert samband var
milli stjórnanna. Rússland var fyr-
ir utan lög og rjett.
Kröfurnar um viðskifti við
Rússland urðu svo sterkar, að
stjórnirnar gátu ekki daufheyrst.
Og þá dregur að því, að farið er
að gera viðskiftasamninga við
Rússa. Af vesturríkjunum verða
Bretar fyrstir og- er verslunar-
samningur þeirra við Rússa nú
orðinn nærri ársgamall. Ytakti það
afarmikla atíhygli er þessi samning
ur komst á, og nú koma aðrar
þjóðir á eftir, þ. á. m. Norðmenn.
— Sumstaðar hafa samningamir
strandað á því að erindrekar
Rússa vildu fá opinbera viður-
kenningu fyrir lögmæti sovjet-
stjórnarinnar og lögðu meira kapp
á þá hlið málsins en versiunar-
málin.
Nú er svo komið, að stjórnir
vesturríkjanna hafa viðurkent —
að minsta kosti í reyndinni — sov-
jet-stjómina sem lögmætan samn-
ingsaðila. Jafnvel Frakkar, sem
lömgum hafa verið sovjet-stjóm-
inni andvígastir allra, hafa orðið
að viðurkenna, að hún sje sú eina
stjóm, sem hugsanlegast sje að
geti haldið völdum í landinu um
sinn. Og nú er svo komið, að þess-
ari stjóm hefir verið boðið að
senda fulltrúa sína á ráðstefnu,
sem fjalla á um framtíð Evrópu.
Lengi var talað nm, að sovjet-
stjórninni yrðu sett ýms skilyrði
fyrir þátttökunni, en síðustu fregn
V segja, að Rússar sjeu boðnir á
fundinn án nokkurra skilyrða af
hálfu hinna þjóðanna.
Af þessu má sjá, að mjög hefir
dregið saman með Rússnm og
Vesturríkjunum. En þess her að
gæta, að það er ek'ki eingöngu
vegna stefnuhreytingar hjá vestur-
þjóðunum, heldur eigi síðnr vegna
þess, að sovjétstjórnin hefir breytt
um stefnu í ýmsum mikilsverðum
málum, snmpart til samkomnlags
við aðrar þjóðir, og sumpart vegna
þess, að svo rniklir agnúar hafa
komið í ljós á hinni upprunalegu
stefnuskrá bol.sheyika, að kjettast
hefir þótt að bæta úr. Lenin hefir
viðurkent eignarjett einstaMings-4
ins, og allar horfur eru á því, að
hann muni í verslun og iðnaði taka
upp samsteypufyrirkomulag doll-
arakonganna í Ameríku í stað sam-
eignastefnunnar — að minsta kosti
í bili.
Sjerveldin eru orðin sammála um
það, að ekki nái nokkurri átt, að
láta hin feiknamiklu auðæfi Rúss-
lands liggja ónotuö og þjóðina
svelta. Og eins og stjórnarstefna
Rússa er nú, þykir þeim ekki frá-
gangssök að komast megi að þeim
samningum við Rússa um viðskifta-
og iðnaðarmál, er til góðs gæti orð-
ið báðum aðilum. Má telja víst,
að afstaða Rússlands til Yestur-Ev-
rópu verði eitt aðalmálið á ráðstefn-
unni í Genúa í vor. En liitt deila
jvesturþjóðirnar mjög nm, á hvern
hátt hinni væntanlegu samvinnu
við Rússland verði fyrirkomið. Þrjú
ríki koma einkum til greina, er end-
urreist gætu atvinnuvegi Rússlands,
nefnilega Þýskaland, England og
FrakMand. Þýskaland getur vitan-
lega ekki lagt fram það fje, sera
þarf til þess, að koma á stóriðju-
fvrirtækjum í öðru landi, en hjá
Þjóðverjum er þó áhuginn hvað
mestur á því, að láta til sín taka í
Austur-Evrópu. Þjóðverjar vilja
ná samvinnu við peningaþjóðirnar,
Brcta og Ameríkumenn, þannig, að
Þjóðverjar leggi til vinnuna, en hin-
ir peningana, og geti orðið sjálf-
stæður þátttakandi í viðreisnarstarf-
inu, en ekki sem vinnuþræll Banda-
manna, Englendingar vilja stofna
alþjóðaf jelag, til þess að taka málið
að sjer, og byrjunin til þessa fyrir-
tækis var gdrð á ráðstefnunni í
Cannes. Englendingar eru eina stár-
veldið í Evrópu, sem nú stendur
nokkumveginn föstum fótum f j >r
hagslega, og mun því verða sú þjóð-
in sem leggur fjeð til endurreisnar-
Rússlands, ef úr samvinnu verður.
En Euglendingar vilja liafa það
fyrir snúð sinn, að starfsemin í
Rússlandi verði undir þeirra vfir-
stjórn. Að þessum kostum vilja
hvorki Frakkar nje Þjóðverjar