Morgunblaðið - 11.04.1922, Blaðsíða 1
Stofnandi: Vilh. Finsen.
Landsblað Lögpjettar
Ritstjóri: Þorst. Gíslason.
9. érg.f 131 fbi.
Þriðjudaginn II. april 1922.
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Gamla Bíó
umurun
Olympiunefnd Knattspyrnumanna.
Skugga-SuEinn
(Alþýðusýning)
verður leikinn' i kvold kl 8 í Iðnó, til ágóða fyrir lijúkrun-
arfjelagið Líkn.
Aðgöngumiðar verða seldir frá kl. '12 á hád. í dag í Iðnó
og kosta betri sæti 2,00 almenn og stæði .1,00 og barna 0,50.
Aðalhlutverkin leika
Pola liegri og Harry
Liedtke.
Þessi stórkostlegi og afar-
skrautlegi 6 þátta sjónleik-
ur frá kvennabári Soldáns í
Miklagarði, verður vegna
fjölda áskoranna sýndur aft-
ur í kvöld.
Eftirfarandi tölublöð af Morgunblaðinu
og í s a f o I d óskast keypt.
Wlorgunblaðið 6. árg. nr. 19, 196, 198, 225. 7.7árg. nr. 1—26.
35, 45, 58, 72, 78, 83, 84, 99, 112,' 177. 8. árg.
nr. 51. —
Isafold 43. árg. nr. 62. 44. árg. nr. 48. 45. árg. nr. 33—52.
46. árg. nr. 48. ,47. árg. nr. 25. 48. árg. nr. 4.
Isafoldarprentsmiðja h.f.
I
líiðskiftamálin-
Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að föðursystir
okkar, Ingibjörg Guðmundsdóttir, andaðist að heimili sínu Aðal
stræti 2, þann 10 þ. m.
Nikulína J. Þorsteínsdóttir. Sigurður Þorsteinsson.
Samvinnuneínd viðskiftamálanna
á alþingi, sem í eru 12 menn, 5
ur Ed. og 7 úr Nd.., klofnaði
fyrir nokkru og hefir minni hluti
hexmar, Sv. Ól., Sig. Jónss., Ing.
Bj. og P. Þórð., borið fram í Nd.
svohlj. frv.
1. gr. Ríkisstjórninni veitist heim-
ilt til með reglugerðum að banna inn-
flutning til landsins á hverjum þeim
vörutegundum, er hún telur ónauðsyn-
legar eða nægar birgðir af í landinu.
Sömuleiðis veitist ríkisstjóninni heim-
ild til að hafa umsjón með erlend-
um gjaldeyri í eigu landsmanna og
með gjaldeyri fyrir útfluttar afurðir
og ef nauðsyn krefur að ráðstafa slik-
um gjaldeyri. 2. gr. Þegar ákvæði 1.
gr. koma til framkvæmda skal skipuð
þriggja manna nefnd til að hafa é
hendi framkvæmd innflutningshaft-
ajma og ákveða útsöluverð innanlands
á hinum bönnuðu vörutegundum, er
til eru í landinu og hafður til sölu,
og skai meginregla sú, að útsöluverð
sje eigi hærra en það var, er bannið
gekk í gildi. Sama nefnd hefir með
höndum umsjón gjaldeyris og ráðstaf-
anir viðvíkjandi honum. Nefnd þessi
skal skipuð þannig, að Verslunarráð
íslands tilnefnir einn mann, Samband
íslenskra samvinnufjelaga annan, en
ráðuneytið hinn þriðja, og er hann
formaður nefndarinnar. Ráðuneytið
getur skipað einn mann frá hvorum
bankanum til viðbótar nefndinni, þeg-
ar um ráðstafanir erlerids gjaldeyris
er að ræða. 3. gr. Ríkisstjórninni heim
ilast að taka nauðsynleg lán í þarfir
ríkisins. 4. gr. í reglugerð skal ákveð-
ið nánar um framkvæmd laga þessara
og má þar tiltaka sektir fyrir brot
á þeim eða reglugerð, 1000—50000
krónur. Um meðferð mála út af þeim
brotum fer sem um almenn lögreglu-
mál. 5. gr. Lög þessi öðlast þegar
gildi. Jafnframt falla úr gildi lög.
nr. 1, 8. mars 1920, og lög nr. 76,
27. júní 1921.
Meiri hluti nefndarinnar er frv.
ai'dvígur og hefir gert grein fyr-
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda satnúð við jarðarför frú
Magdalenu Helgesen
Aðstandendur.
ir skoðunum sínum á málinu í ít-
arlegu álitsskjali. 1 meiri hlutan-
um eru H. Steinss., Magn. Jónss.,
Ein. Þorg., Bj. Krist., K. Ein.,
Ö. Proppé, J. A. Jónss. Tólfti
nefndarmaðurinn er Sig. Friðj.,
°g hefir hann hvorki gerst flutn-
rngsmaður frv. nje undirskrifað
nefndarálit meiri hlutans. Nefnd-
aráltið fer hjer á eftir í heilu lagi:
Árið 1918 var að ýmsu leyti velti-
ár fyrir atvinnuvegi landsins. Afurða-
salan gekk mjög vel, og hvatti það
menn til framkvæmda, svo að lagt var
út í ýmiskonar atvinnufyrirtæki, og
var einkum gerður undirbúningur til
þess að auka sjávarútveginn stórkost-
lega, í von um, að hið háa verð á
aí'urðum mundi haldast. Árið 1919
voru pöntuð og keypt allmörg skip,
sjerstaklega botnvörpuskip, og þá
gerðu og mjög margir út á síld í stór-
um stíl. Alt sem til rekstrar atvinnu-
veganna heyrir var þá í hæsta verði,
svo að afarmikið fje varð að leggja
fram, en vonirnar um afarverð á af-
urðunum gerðu það að verkum, að
bæði atvinnurekendur og lánsstofn-
anir víluðu ekki fyrir sjer að leggja
út í fyrirtækin. Á þessu ári mun hafa
verið kej'pt skip og ráðstafanir gerð-
ar til skipakaupa fyrir einar 12—15
miljónir króna. Þessi ofvöxtur í at-
vinnuvegunum leiddi til þess, að kaup
gjald var mjög hátt, en það varð
aftur þess valdandi, að kaupgeta
jókst mjög mikið og hvötin til inn-
flutnings jókst að sama skapi.
Á hinn bóginn rættust hinar góðu
vonir manna um afurðasöluna ekki.
Sjerstaklega brást síldarsalan herfi-
lega, og mun ekki of mikið í lagt,
þótt sagt sje, að á síldarútveginum
Nýja Biö
K.afararnir
(Havbnndens Mænd).
Sjónleikur í 6 þáttum, tekinn af Famous Players Lasky
Corporation. — AÓalhlutverkið leikur hinn ágæti leikari Ho-
bart Bosworth, sem er kunnur hjer fyrir íeik sinn í „Sæ-
úlfinum“.
Eins og nafnið ber með sjer, gerist nokkur hluti myndar-
innar á hafshotni og hefir myndin vakið mikla athygli víðs-
vegar og þótt ágætlega frá henni gengið.
Sýningar kl. 7 og 9. Barnasýning kl. 6. Þá sýndar úr-
valsmyndir, teiknimyndír og fleira.
hafi orðið að minsta kosti 10 miljón
króna tap.
Ástandið, sem menn höfðu i^.ri;
sjer á þingi 1920, var því alt annað
en glæsilegt. pá höfðu ýmsar þjóðir,
sem svipað var ástatt um, gripið til
þess ráðs að taka í taumana gegn ó
hagstæðum verslunárjöfnuði með höft
um á innflutningi, sjerstaklega á ó-
þörfum varningi, og öðrum ráðstöf
unum í þá átt, að hafa hemil á vöru
verði og gengi peninga.
Með þetta fyrir augum samþykt
Alþingi 1920 „lög um heimild fyrir
landsstjórnina til að takmarka eða
banna innflutning á óþörfum varn-
ingi“, 8. mars, til þess að þau gætu
orðið vopn í höndum stjórnarinnar til
þess að berjast gegn óhagstæðum versl
unarjöfnuði og vaxandi verslunar-
skuldum við útlönd.
Samkvæmt heimild þessara laga
setti stjórnin svo bráðabirgðalög 15.
apríl s. á. og fekk framkvæmd inn-
flutningshaftanna í hendur 5 manna
nefndar, og starfaði hún hjer um
bil 1 ár, en fjell úr sögunni er síð-
atta Alþingi ljet undir höfuð leggjast
að samþykkja bráðabirgðalögin frá
15. apríl 1920.
Jafnframt var þá gefin út reglu-
gerð, dags. 31. mars 1921, þar sem
taldar voru upp nokkrar vörutegund-
ir, sem óþarfar mættu teljast, og
bannaður innflutningur á þeim, en
þó skyldi stjórnarráðiðv geta veitt
undanþágu frá því banni.
Þrátt fyrir ítrustu tilraunir inn-
flutningsnefndarinnar komu fram af-
armiklir örðugleikar á framkvæmd
innflutningshaftanna,og talsvert megn
óánægja innflytjenda með starfhenn-
ar, Þegar hún hætti störfum sínum
eftir 1 ár, voru ekki komnir í ljós
verulegir ávextir af starfi hennar,
enda játað af þeim, sem best þektu,
aí' slíkar ráðstafanir gætu ekki kom-
ið að haldi fyr en eftir alllangan
tíma. ,,
pingið 1921 tók nú, eins og áður
er sagt, upp þá stefnu, að láta þessa
nefnd hætta að starfa, enda útlitið
þá allmikið breytt frá því sem áður
var, einkum hvað snerti kaupgetu og
kaupafíkn almennings, og þar af leið-
andi útlit fyrir, að úr innflutningi
mundi kippa af sjálfu sjer, auk þss
að vöruverð á erlenda markaðinum
var þá sílækkandi, og því litil freyst-
ing fyrir kaupmenn að flytja, inn
ineira en nauðsyn krafði og útlit var
fyrir, að seljast mundi jafnóðum.
Meiri hluti nefndarinnar lítur nú
svo á, að þar sem ómótmælanlegt er,
að innflutningshöft verka ekki fyrri
en þeim hefir verið beitt aillangan
tíma, þá sje alt hringl í þeim efnum
mjög óhyggilegt og beinlínis stórskað-
legt. En það yrði að teljast hið mesta
hringl, ef nú ætti af nýju að fara
að setja á innflutningshöft í líkri
mynd eða strangari en 1920, því að
þá væri á þremur þingum í röð búið
að skifta um stefnu í þessu máli. Það
er því þegar af þessari ástæðu ein-
sýnt, að halda nú stefnu síðasta
þings, þeirri stefnu að ljetta viðskifta
höftunum af. Þau voru ráðstöfun, er
stóð í beinu sambandi við viðskifta
truflun þá, sem heimsstyrjöldin or-
sakaði, ráðstöfun, sem gat verið óum-
flýjanlegt böl, eins og þá stóð á, en
sem ljettá verður a£ þegar er fært
þykir, enda hafa nú allar nágranna-
þjóðir vorar gert það, og munu varla
hugsa til þess að taka það upp aftur.
pá er og annað, sem leiðir af
stefnu síðasta þings í þessu máli. Það
er óhrekjandi reynsla, að þótt erfitt
reyndist að framfylgja innflutnings-
höftunum hjer 1920—21, þá er þó
jafnan margfalt erfiðara að taka slík-
ar þvingunarráðstafanir upp aftur,
eftir að þeim hefir eitt sinn verið a£
ljett, og það svo, að ógerningur má
heita, nema alveg sjerstakar, nýjar
orsakir komi til. Það er því svo, að
jafnvel þeir, sem hefðu talið rjett að
halda þeim höftum í fyrra, sem þá
voru búin að vera í gildi í hjer um
bil ár, þeir hljóta nú, eftir rjettri
hugsun, að vera á móti því að taka
þá stefnu upp aftur. Og óskiljanlegt
með öllu, að þeir, sem ljetu höflin
falla niður í fyrra, vilji nú taka þau
upp af nýju, þegar búið er að gera
að engu alt starf fyrri nefndarinnar
og hafa verslunina að mestu frjálsa
í eitt ár, og auk þess nú miklu minni
ástæða til slíkra ráðstafana, sakir
betri verslunarjafnaðar og bjartara
útlits.
Auk þessa, sem eitt út af fyrir sig
ætti að vera nægilegt til þess að ráða
mönnum frá að setja nú ný heimild-
! arlög, sem gefa stjórninni undir fót-
1 inn með það að setja af nýju á inn-
flutningshöft, og hringla í því máli,
: þar sem mest ríður á stefnufestu, má
margt telja, er sýnir það, að innflutn
L u x u s-brjefsefni
og umalög í kössum, falleg og
hentug til tækifærisgjafa, fást á
Skrifstofu
Isafoldarprcntsmiðju.
Drengur
getur komist að til þess að
læra prentiðn (í vjelasal) í
ísafoldarprentsmiðju
ingshöft sjeu nú bæði éstæðulaus og
shaðleg.
Til þess að rjettlæta slíka þvingun-
unarráðstöfun sem innflutningshöft
eru, verður að sýna fram á tvent:
1. Að ástandið og útlitið sje svo
slæmt, að það krefjist slíks.
2. Að innflutningshöftin bæti úr
ástandinu án þess að gera annan og
verri skaða.
pað játa allir, að viðskiftaástand
vort sje ekki gott eins og nú stendur,
og liggja til þess ýmsar orskakir,
sem hjer er ekki þörf að rekja, enda
sumar nefndar hjer að framan. Þetta
er ekki heldur neitt eins dæmi hjer
bjá oss, heldur á sjer stað mjög víða
um heiminn.
En hvernig er nú þetta viðskifta-
ástand 1
í marsmánuði í fyrra voru viðskifta
skuldir við útlönd, umfram inneignir,
undir 34 miljónir króna.
Nú um áramótin eru sömu skuldir
taldar um 24 miljónir, en upp í það
má telja óseldar afurðir 4 miljóna
króna virði, sem vafalaust hafa ver-
ið seldar á þeim tíma, sem miðað var
við í fyrra. Eru þá eftir 20 miljónir
króna, eða 14 miljónum minna en í
fyrra. Þó mun þá óreiknað það, sem
Jslandsbanki fjekk af enska lán-
inu, eða um 4 miljónir króna. En
samt hafa viðckiftaskuldirnar minkað
um hjer um hil 10 miljónir króna.
Nú var árið sem leið erfitt' ár að
flestu leyti fyrir atvinnuvegina. Aðal
framleiðsluaflið, sjávarútvegurinn,
varð að vinna með efni, sem keypt
var miklu hærra verði en svaraði sjer,
og átti því erfitt uppdráttar. Og
landbúnaðurinn sætti illri sölu á af-
urðum. En samt hefir það farið svo,
að vjer höfum grynt verulega á skuld
unum.
Ástandið í þessu efni er því þann-
ig, að það er ekki gott, en batnandi.
Hvað veldur batanum?
Ekki eru það innflutningshöft, því
engum dettur í hug, að reglugerðin
frá 31. mars 1921 hafi neinu um þok-
að, þar sem hvorttveggja er, að hún
grípur ekki yfir vörur, sem nema
neinu verulegu, og auk þess hafa
verið veittar undanþágur.. pað sem
veldur er það, að kipt hefir úr inn-
flutningnum án allra þvingunarráð-