Morgunblaðið - 21.04.1922, Page 3
MOEGUNBLAÐIÐ
rærrzz c,
VKrsgzaes* »•>*«■*
■víkur xueð 120 stig. Fyrstur varð
Ouðjón Júlíusson frá Reynisvatni
á 13 mín. 9,5 sek., þá Magnús
Eiríksson á 13 mín. 50 sek., Þór-
arinn Amórsson á 13 mín. 53,8
°g fjórði Jón Þorsteinsson. Metið,
sem Ghiðjón setti í fyrra var 14
mín. 5,2 sek. og má marko af þvi
að úrslitin eru hin frækilegustu í
þetta sinn. — Yfirburðir aðkcmu-
iuannanna voru svo augljósr, að
•ekki verður um deilt.
Um kveldið var skemtun og
dansleikur íþróttafjelagsins í l;va-
aðarmann'ahúsinu og voru boðnir
þangað m. a. allir þátttakendur
x hlaupinu. Þar flutti próf. Ágúst
H. Bj'amason erindi og Einar Við-
ar og Óskar Norðmann sungu
nokkur lög, en siðan var dansað
lengi nætur.
frá 8. október til 9 apríl, hefir varö- muni gott að heita á hann, enda
skipið Islands Falk tekið fasta 20 er honum ætlað að bæa úr sár-
togara. og liafa þeir fengið sektir ustu þörfum þeirra ,,gesta“ þess-
sem hjer segir:
íslenskir 2, sektir 12.000 kr.
Enskir 6, sektir 60.000 kr.
Franskir 2, sektir 12.000 kr.
Þýzkir 10, sektir 77.000 kr.
Alls 20, sektir 161.000 kr.
: arar borgar, er eiga margir
bverjir hvergi höfði sínu áð að
halla.
| 'Munið eftir sjóðnum, munið
eftir að láta gott iaf yður leiða
brjef
Um kosning landskjörinna þing-
manna.
Vjer Christian hinn Tíundi, af
guðs náð konungur íslands og
Danmerkur, Vinda og Gauta, her-
togi í Sljesvík, Holsetalandi, Stór-
mæri, þjettmerski, Láenborg og
Aldinborg,
Gjörum kunnugt: Með því að
þrír landskjömir aðalþingmenn og
þrír varaþingmenn eiga að fara
frá á þessu ári, sem sje aðalþing-
mennirnir 1. landskjörinn þing-
taaður Hannes Hafstein, 4. lands-i
kjörinn þingmaður Guðjón Guð-’
b ugsson og 6. landskjörinn þing-|
taaður Guðmundur Bjömson, og
varaþingmeunimir Sigurjón Frið
jónsson, Bríet Bjiarnhjeðinsdóttir
og Jón Einarsson, þá verður kosn
ing nýrra landskjörinna þing
taanna að fara fram.
Það er allramildilegastur vilji
Vor, að landskosningar fari fram
á hinum þremnr nýju aðalþing-
taönnnm og hinum þremur nýju
varaþingmönnum laugardaginn 8
júlí 1922.
Fyrir því bjóðum Vjer og skip-
hm allramildilegast, að hinar um-
getnu kosningar skuli fram fara
ttefndan dag.
Eftir þessu eiga allir hlutaðeig-
erdur sjer að hegða.
Gefíð á Amalíuborg 21. apríl
1922.
Undir vorri konunglegu hendi
Og innsigli.
Chiistian R.
(L. S.)
• þegar vel gengur. Gjafir eða á-
Af sjö togurum hafa verið tekin heit í þennan sjóð geta menn af-
veiðarfæri og afi, og bætist andvirði hent frú Ingunni Einarsdóttur, á
þess við sektirnar. i Bjarmalandi, formanni sjóðsins.
Samhliða strandgæslunni hefir'; Dýravinur.
Islands Falk'farið tvær ferðir til!
Grímseyjar frá Akureyri og Húsa-! o
vík, og flutt þangað póst og farþega, j
og höfðu þá engar samgöngur ver-l
ið við Grímsey í 3 mánuði. Enn-j
fremur hefir skipið flutt um 100 ^
farþega með ströndum fram, flutt:
lvfjavÖrur o. þ. h. og ennfremur 601
„ 0rc 'Jeg vudi að jeg ætti einhvern stor-
tunnur af steinoliu og 25 smálestir •... v . ...„ , .
. , au sjoð að ausa ur í sumargjof handa
af kolum til Vestmannaeyja, þegar y]j^urj kæru ungu vinir mínir víðs-
skortur var á þessum vörum þar.! vegar um land, með iþakklæti fyrir
Ennfremur hefir það veitt skipum í' kveðjur og hlýleg orð, sem gleðja
Sumargjöfin mín.
Örfá hvatningarorð.
nauð hjálp.
Ringberg bankastjóri dáinn.
j mig ósegjanl'ega mikið. En svo er
i mjer farið sem öðrum, að enginn
I gefur annað nje meira en sjálfur á.
Áhugi minn og ást á garðyrkju og
Hinn kunni bankastjóri í Land- ræktun landsins okkar hefir ætíð
mandsbanken danska, Ove Ringberg, j verið dýrasta og kærasta eignin mín.
er nýlega dáinn suður í Cannes. - 0g ** gjarna
h , ausa fullum honjdum ut til ykkar
Banamein hans \ai nýinasjukdom- a]ira) ungu vinir og landar mínir. —1
ur, er hann haföi fengið upp úr in- yú kemur vorið með hlýju og sólskin
flúensu.
Erl. símtregnir
frá frjettaritara Morgunblaðsins.
apríl.
og guðsblessun og nýjar vonir til
j okkar allra. Látið það einnig ná
j inn í huga ykkar og hjörtu, svo að
| einnig þar megi grænka og gróa
| nýtt líf, fegurra og frjósamara en
! nokkru sinni áður! Og þakkið svo
' þessa vorgjöf drottins með því að
j rækta og skrýða hver sinn blett til
j gleði og yndis sjálfum ykkur óg öðr-
i um.
j petta er besta og einasta sumar-
j gjöfin mín til vkkar allra. En hana
i gef jeg ykkur af heilum huga. Heit-
i
Sig. Eggerz.
>!
Frá Danmörku.
Reykjavík, 19. apríl.
Atviunuleysið.
Tala atvinnuleysingja í Danm.,
þeirra, er skráðir hafa verið, hefir
lækkað síðastliðna viku. Er nú
85.504.
Gullforði þjóðbankans.
Vikuskýrsla þjóðbankans danska,
^agsett 15. apríl, ber með sjer, að
Sullforði bankans var þá 228.3 milj.
^rónur, en seðlar í umferð 422.2
hdljón kr. Er því 55% af seðlafúlg-
honi gulltrygt.
Varðskipið Islands FaJk.
Á! vetrargæslutímanum við ísland,
Khöfn 21.
Genúa-fundurinn.
Símað er frá Genúa, að allir asta óskin mín er SÁ að lífsvegur-
fnlltrúnr «mábióðanna á ráðstefn-1 “n ykkar V6rðl bjartUr °g fagUr 0g
iulltruar smaþjoðanna a raðsteln (leiði tn gleði og gæfu 0g hugur
unni þar hafi motmælt því, að all- j niinn fylgir ykkur áleiðis með ósk-
ar ákvarðanir þar á ráðstefnunni um alls góðs. Jeg vil biðja ykkur að
sjen gerðar bak við tjöldin af minnast þessara fáu orða minna, sem
fulltrúum stórveldanna, þannig að skýra ykkur frá því sem
fulltrúar smáríkjanna fái ekkert
um málin að f jalla fyr en eftir að
örlög þeirra eru ákveðin.
Faota forsætisráðherra og for-
maður fundarins, befir vísað á
hug tilmælunum um að hreyta
þessari tilhögun.
Lögfræðinganefndin hefir kom-
ist að þeirri niðurstöðu, að samn-
ingar Rússa og Þjóðverja komi
ekki í bága við Versailles-samning
ana.
Skotf ærasprenging.
Símað er frá Belgrad að skot-
færabirgðir hafi sprungið í loft
upp í Monastir. 300.000 manna
hafa orðið húsnæðislausir en 2000
látið lífið, bæði hermenn og borg-
arar.
hefir verið mesta löngun mín á æf-
inni. Þess vegna kalla jeg þessi fá-
tæku hvatningarorð mín sumargjöf-
ina mína. — Jeg á ekkert betra til
að gefa ykkur, vinir mínir.
Guðný Ottesen
Byggingarsjóðup
Dýrawerndunarfjelagsins.
„Vorið er komið“, og aflahrögð,
einmunatíð og gott heilsufar gerir
sitt til þess að bregða hirtu yfir
hngi manna. En þá er gott og vel-
viðeignadi að veita gleði og gæfu
út til sem flestra. Það er gæfu-
vegur. Jeg minni á þetta af því,
að jeg veit að margir munu taka
því vel, að jeg bendi á bygging-
arsjóð Dýravemdunarjfelagsins er
kæmi vel að hans væri minst nú
þegar vel gengur. Vil jeg leyfa
mjer að hiðja menn að hafa
Markens
Bókmentaverðlaun Nobels eru
veitt fyrir skáldrit þau, sem upp-
byggilegust þykja að efni til. Og
Knut Hamsun fekk verðlaunin
fýrir söguna „Markens Gröde“,
Því þótt vera kunni að ýms rit
hans önnur sjeu meiri listaverk
en sú bók, þá má efnið heita upp-
byggilegpa 0g stefna sögunnar
heilbrigðari en í öðmm ritum hans
Knut Hamsun hefir dregið sig
nt ur skarkalanum; hann býr húi
smu á afskektri jörð norðarlega
í Noregi og hefir hugann fastan
við landbunaðinn, sem að hans
áliti er langgöfugasti atvinnuveg-
urinn í heiminum. Og í Markens
Gröde segir hann sögu bóndans,
sem flýði sollinn og settist a.ð í af-
skektum fjalladal og tók að yrkja
jörðina. Og hann sýnir sæln sveita
lífsins og tómleik og spillingu þá,
sem fylgir fjölmenninu. Höfund-
urinn lýsir sínum eigin tilfinning-
um.
Myndin, sem Gunnar Sommer-
feldt hefir tekið eftir sögunni, og
sýnd er hjer í Nýja Bíó, er eftir-
tektarverð margra hluta vegna.
Þar eru landslagsmyndir undur-
hann í huga eða heita á bann.
Sjerstaklega þá, er stunda sjóinn. \ fagrar, ekki síst þær, sem teknar
Þykist jeg sannfærður um að það em í snjó. Mun enginn sjá þær
ósnortinn. Og þar er fratnúrskar-
•andi leikur, hæði hjá Rydland,
RögnuWettergreen og Karen Thal
bitzer og frágangur hinn besti.
Er þetta fyrsta mynd fjelags þess,
sem tekið hefir, norrænn blær
yfir öllu og fylgt fordæminu
sænska. Hefir fjelagið og Sommer-
feldt mesta heiður af myndinni
og hjer á íslandi ætti hún að
verða vinsæl.
-------o------
Dr. Helgi Pjeturs.
Margar góðar gjafir hefir dr.
Helgi Pjeturss gefið þjóð sinni og
nú á hálfrar aldar afmæli sínu,
hefir hann bætt einni gjöfinni við,
ef til vill hinni dýrmætustu, þar
scm er síðari liluti Nýals.
Það verða sennilega skiftar
skoðanir um hina heimspekilegu
hlið þessa rits og ekki ætla jeg
með línum þessum að skrifa neinn
ritdóm um það, til þess er jeg ekki
fær. En eftir lað hafa lesið bók-
ina, get jeg ekki látið vera, að
færa rithöfundinum þakkir á ein-
hvem hátt og því birti jeg þess-
ar línur. Það er styst af að segja,
að jeg man ekki eftir að jeg
hafi lesið nokkra bók á íslensku
eða erlendri tungu, sem mjer hef-
ir fundist meira um, en þessa bók.
Málið er svo skínandi fagurt,
lað fáa veit jeg rita jafn vel ís-
lensku; lærdómurinn er svo mik-
ill, þekkingin svo djúp og skiln-
ingurinn svo skarpur, að slíkt má
heita einsdæmi, að ógleymdu hinu
andlega víðsýni, sem bregður töfra
ljóma yfir alt ritið. Einlse|gni
sannleiksleitandans er svo aðlað-
a.ndi og eðlileg, að maður fær ást
á höfindinum við lesturinn.
Um heimspeki þá hina nýju,
er höfundurinn flytur oss, hrest-
ur mig þekkingu til að dæma,
en betri þykir mjer hún, en flest
annað, sem jeg hefi lesið um þau
efni. Trúað gæti jeg því, að hjer
sje um vísindi <að ræða, sem gætn
orðið mannkyninu tf 1 blessimar,
en málið er erfitt vibureignar og
það er ekki von, að fólk sje svo
fljótt að átta sig á svo erfiðu
viðfangsefni. Höf. finnur það einn
ig sjálfu, því hann biður menn oft,
að lesa vandlega og dæma ekki
of fljótt. Þetta er rjett. Ritið þarf
að lesast oft, en því oftar, sem
lesið er, því betur skilur maður,
hvílíkan öndvegismann íslensks
mannvits og snildar vjer eigum,
íslendingiar, þar sem dr. Helgi
Pjeturss er.
Það er sjaldan, að íslenskra
vísindamanna sje getið erlendis,
en þessi maður hefir gert þjóð
sinni mikinn sóma með náttúru-
fræðisritgerðnm sínum og trúað
gæti jeg því, að hann ætti eftir
að lyfta íslendings-nafninu enn
þá hærra með heimspekiritum sín-
um, sem að sjálfsögðu verða að
þýðast á erlend tungumál.
Heyrt hefi jeg, að komið hafi
til orða í þinginu iað lækka styrk-
inn til dr. Helga Pjeturss. Fögor
afmælisgjöf á fimtugsafmælinu frá
fulltrúum þjóðarinnar! Jeg vona
þó að þetta nái ekki fnam að
ganga, því jeg er viss nm að
íslensk alþýða þakkar ekki þing-
mönrmnnm sínum þær tillögur.
Dr. Helgi Pjeturss á meiri ítök
í íslenskri alþýðu en marga grunar
Jeg hefi sjaldan fundið eins sárt
til þess, að vera ekki Víkur, eins
og þegar jeg hafði lokið við að
lesa síðari hluta Nýals, því gaman
væri að geta ljett fjárhagsbyrð-
inni af þessum ágætismanni.
Hann hefir nógar byrðar að
bera, þó þessari sje af ljett. Því
sárþjáður sæjkir hann upp brekk-
una til lífsins og ljóssins, í þá
átt leiðir hann oss, hann vill
samstilla mankynið hinu góða,
guðdóminum. Brekkan er örðug
og hann finnur til þess, því hann
kallar hana „Bröttubrekku11.
Jeg vil nú skora á hina hátt-
virtu þingmenn að lesa Nýal og
lesa hann vel, því ef þeir gera
það, má telja víst, að öll atkvæði
þingsins falla á þá leið, að veita
dr. Helga Pjeturss ríflegan styrk,
svo ríflegan, að hann fái notið
sín til fulls þess vegna.
Jeg veit, að íslenska þjóðin
sjer aldrei eftir því fje, sem til
hans er varið.
A páskadjaginn 1922.
Þ. E.
Persil
fæst bráðum i hverri
einustu nýlenduvöru>
verslun i Reykjavík.
-= DiSBliu. =-
Messur á morgun: í dómkirkjunni
k!. 11 síra Bjarni Jónsson, kl. 5
síra Jóhann porkelsson.
f fríkirkjunni í Reykjavík kl. 5
síðd. síra 01. Ólafsson.
í Landakotskirkju: Hámessa kl. 9
f. h. Kl. 6 e. h. guðsþjónusta með
prjedikun.
Fyrirlestur sinn um mannkynbæt-
ur ætlar próf. Guðm. Finnbogason að
flytja í Hafnarfirði á morgun kl. 4,
en ekki í dag, eins og sagt var í síð-
asta blaði.
Leiðindaveður var á „umardaginn
fyrsta og því fremur fátt fólk úti.
Spilti þetta mjög fyrir sölu bama-
merkjanna, sem á boðstólum voru
þennan dag, og áhorfendur að víða-
vangshlaupinu voru ekki nærri eins
ir argir og venja er til.
Gullfoss fór vestur í fyrradag og
fer hjeðan væntanlega um miðja
nasstu viku til Kaupmannahafnar.
Anna Boleyn, hin ágæta þýska
mynd, sem Gamla Bíó hefir sýnt
síðustu viku, verður sýnd í síðasta
sinn í kveld. Myndin hefir vakið að-
dáun allra, sem sjeð hafa, og er það
eigi að ástæðulausu, því hún má
óliikað teljast meðal allra bestu
mynda, sem sýndar hafa Verið hjer.
Páll fsólfsson tónsnillingur hefir ný
lcga haldið hljómlika suður í Þýska-
landi við hinn besta orðstír. Um síð-
ustu mánaðamót spilaði hann í Garni-
sons-kirkjunni í Berlín fyrir fjölda
áheyrenda og fjekk hið mesta lof og
nú fyrir nokkrum dögum hjelt hann
hljómleika í Munchen og eru dómar
sjerfræðinga nm þá hljómleika mjög
leflegir. Næstu daga fer Páll til Vín-
arborgar og heldur hljómleika þar, en
heldur síðan á leið hingað heirn og
er væntanlegur til Reykjavíkur ásamt
konu sinni í næsta mánuði.
Frá íþróttafjel. Beykjavíkur: Úti-
æfingar byrja í næstu viku á íþrótta-
vellinum. — Vorvinna á fþróttavell-
inum næstkomandi mánudagskvöld kl.
7%. Fjölmennið! — Þeir, sem vilja
vera með í gönguför suður að Bessa-
stöðum á morgun, mæti hjá skrií-
stofu fjelagsins kl. 9 f. h. meS nesti
og nýja skó.