Morgunblaðið - 15.05.1922, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.05.1922, Qupperneq 4
• MORGUNBLAÐIÐ i FfgrmWWWre Nýkomið ullargann seljum við á kr. 6.00 pr. enekt pund iiáÉÉOÉMÉiáa GH3ÐIR og FALLEGIR MORGUN KJÓLAR fást í verslun BEN. S. pÓRARINSSONAR. Frá Donmörku. Reykjavík, 15 maí. Rannsóknir á Grænlandi. Forstöðúnefnd hinnardönskuminn- ingar-rannsóknarfarar til (rrænlands kefir 11. þ. m. fengiö stutta skýrslu frá forstöðumanni leiöangursins, Dauge Koch. Segir þar, aö leiðang- ursmenn hafi yfirgefið vetrarsetu- stöö sína viö Kap Robertson við Inglefield-flóa, hinn 18. mars 1921, með 19 sleða, og haldiö noröaustur með ströndmni, og komu t.il Kap Bridgeman 21. maí með tvo sleöa, en hinir voru þá snúnir aftur til vptrarstöðvarinnar. Frá Kap Brid- geman var farið suöaustur á bóginn aö Independence-flóa og þaöan yfir Humboldt-skriöjökulinn, að vista- stöð, sem áður hafði verið sett. Ferðin yfir landísinn var mjög tor- <*ótt, og hvítu inennirnir, sem tóku þátt í förinni, voru mjög þreklitlir orönir, en annars við góða heilsu. Aö«ns einn af 18 hundum, sem yoru í ferðinni, liföi ferðalagiö af. I september var haldið suður á bóg- ion og hafísar farnir, og komið aftur tíl vetrarstöövarinnar við Kap Ro- bertson 2. október, eftir 200 daga ferðalag. Koch vonar að ljúka við mælingu strandarinnar og safna efni til vísindarannsókna í ár og næsta vor. Býst hann við aö komast til Danmerkur aftur vorið 1923. — Ferðin hefir gengið vel í öllu tilliti ug orðið mikið ágengt í landmæling- um og vísinda-athugunum í jarö- fræði, jurtafræöi og dýrafræöi. Sjerstaka athygli vekur sú frjett í skýrslu Kochs, að hann hefir við Kap Glacier fundið skýrslu, dag- setta 1. júní 1907, og undirritaða af Mylius Erichsen, formanni dönsku rannsóknarfararinnar til Austur- Grænlands 1906—1906. Eins og kunnugt er, fórst Mylius Erichsen og förunautar hans báðir, Höegh Hagen og Jörgen Brönlund. Skýrsla Bíylíus Eriehsen er mjög merkileg vegna upplýsinga þeirra, sem eru um landsvæði þau, er hann hefir féröast um. Fjárhagur Damnerkur. Samkvæmt stjórnarblaðinu „Kö- benhavn“ hefir Neergaard fjármála- ráðherra tilkynt f járhagsnefnd fólks- þingsins, að ríkið hafi 6. þ. m. átt 90 miljón krónur í sjóði, og stafi þetta sinnpart af þeim tilraunum, gerðar hafi verið til þess, að apara stjómarkostnað ríkisíns, og aumpart vegna þess að tekjur ríkis- ins, þar með taldir skattarnir, hafi •yðið meiri en áætlað var. KVENNA og BARNASOKKA kaupa KVENPEYSUR margskonar fást í menn besta í j verslun BEN. S. pORARINSSONAR. verslun BEN. S. ÞÓRARINSSONAR. sumar sklnandi fallegar. Utanríkisverslun Dana. Samkvæmt tilkynningu hagstof- unnar dönsku, hefir innflutningur | til Danmerkur numið 103 milj kr. í marsmánuöi, og útflutningur 100 miljónum. í febrúar var innflutn- ingurinn 70 milj. kr. og útflutning- urinn 76 miljónir, og í janúar voru tölur þessar 102 miljónir og 80 milj- ónir. Smjörverðið. | var ákveðið 344 krónur pr. 100 kg., hinn 11. þ. m. Nokkur börn veröa tekin til kenslu í júní og jafnvel júlí, í Tún- götu 2. Anna Magnúsdóttir. BURSTAVÖRUR eru fyrirtak í veralun BEN. S. pÓRARINSSONAR. Gengi erl. myntar. Khöfn 15. maí. Sterlingspund............. 20.90 Dollar....................4.70y2 Mörk....................... 1.67 Sænskar krónur............120.75 Norskar krónur............ 87.75 Franskir frankar.......... 43.10 Svi.ssneskir frankar .. .. 90.50 Lírur..................... 24.95 Pesetar................... 73.40 Gyllini...................182.00 Hitt og þetta. Pýðging auglýsinganna. „Daily Mail“ gerir það að umtals- efni, í sambandi við andlát verk- smiðjueigandans sir A. F. Bird, hve margir hafi orðið ríkir á því að kunna að meta gildi auglýsinganna og verja stórfje til þeirru. Flestir ríkustu iðju- höldar Englands hafi auglýst afarmik- ið. Þannig hafi því til dæmis verið varið um Burton lávarð, sem ljet eítir sig 7 miljónir sterlingspunda, tcbakskaupmanninn Wills, er græddi 3 miljónir punda og klæðasalann Pet- er Robinson. Þessir menn hafi allir kallað aulýsingarnar „gullnámuna“ práðlaust tal. í Bandaríkjunum eru í notkun 600 þúsund áhöld fyrir þráðlaust firðtal. Missisippi-fljótið er taiið lengsta vatnsfall í heimi. — Verður oft hið mesta tjón af vöxt- um í ánni og sópar hún stundum bert heilum borgum, eyðileggur verð- ic.æti fvrir miljónir króna og verðnr fjölda manna að bana. Nýlega kom vöxtur í ána og gerði miklar skemdir. Hefir Bandaríkjaþingið veitt eina miljón dollara til þess að hæta úr tjóninu. € 0A6BÚK. =■ □ EDDA 59225157 = 1 fyrirl Frú Poulsen flutti í gærkvöld mjög fróðlegan fyrirlestur í fundarsal Hjálpræðishersins, um kynni sín af Petrograd og Rússlandi. — f kvöld talar frúin 1 dómkirkjunni. Ólafsmálið. Sagt er að Ólafur Frið- riksson hafi sótt til konungs um náðun út af dómi hæstarjettar. Siglingar. Goðafoss fór fram hjá Færeyjum um hádegi í gær á leið til Kaupmannahafnar. Lagarfoss er á leiðinni frá Englandi til Austf.jarða með kolafarm. Villemoes var i gær á Sauðárkróki í hríngferð vestur með Jaftdi. Borg liggur hjer í Revkjavík. Grllfoss kom upp að Ssyðisfjarðar- mynni á laugardagiriorganinn var. En vegna blindhríðar gat skipið ekki siglt inn og lá fyrir utan þangað til ■!! TapaS. — Fundií. ____ Gull-lo/-gnettur fundust í gær. Vitjist til Morgunblaðsins. DRENGJA SUMARFATNAÐUR fæst bestur í vtrslun BEN. S. pÓRARINSSONAR. í fyrrinótt og hefir veðrið þannig tafið skipið um meira en hálfan ann- an sólarhring. Gnllfoss á að komá við á Norðfirði, Eskifirði og Reyðar- firði. Er allmargt farþega með, 58 frá Leith. — ísland á að fara til útlanda kl. 3 í da^, en kemur við í Hafnarfirði. Verða 30—40 farþegar með skipinu til útlanda. Tíu ára ríkisstjómarafmæli Krist- jáns konungs var í gær og voru fán- ar á stöng á öllum opinberum bygg- ingum í tilefni af deginum. Kvennaskólanum • var sagt upp í gær. Dánarfregn. Síðastliðinn fimtudag andaðist hjer í bænum Erlendur Guð- laugssou. Var hann ættaður frá Lambhaga á Rangfirvöllum og dvald- ist eystra fram að fþrítugu, en flutt- ist þá til Húsavíkur og dvaldi þar í 20 ár, þangað til hann fluttist hing að til bæjarins. Erlendur heitinn var mesti eljumaður og mjög vel látinn. Prestskosning fer fram í fríkirkju- söfnuðinum hjer föstudaginn 26. þ. m. og eru tveir í kjöri, Eiríkur Al- fcertsson sóknarprestur á Hesti og Arni Sigurðsson cand. theol. Kosn- ingarrjett hafa allir meðlimir safn- aðarins, sem náð hafa 15 ára aldri og munu safnaðarmenn vera nálægt 4000 alls. Verða kjördeildirnar fjórar og kosningin fer fram í kirkjunni. Hjúskapur. Á hádegi á morgun (17. maí) verða gefin saman í borgara- legjt hjónaband ungfrú Fríða Magn- ússon, fóstnrdóttir Guðmundar Magn- ússonar prófessors og Egill Einars- son frá Borg, óðalsbóndi á Langár- fossi á Mýrum. Kaupþingið er opið í dag kl. 1—3. Stúdentafjelagið ætlar að halda fund um landskjörið og ísl. stjórn- málaástand, sennilega næstkomandi miðvikudag eða fimtudag. Hefir efstu mönnum framboðslietanna verið boðið að taka þar til máls. Söngpróf verður í Mentaskólanum á morgun. Kvennaskólinn. Hannyrðasýningu hans var lokið í gær. í frásögninni um hana í síðasta blaði höfðu mis- farist tvö nöfn, þar átti að standa að kennararnir væru: frk. Jórunn Þórðardóttir, frk. Sigríður Briem, frk. Sólveig Björnsdóttir, frk. póra Árnadóttir og frú Þuríður Lange. — Sýningin var afar fjölsótt og sýn- ingargripir margir og vandaðir. Finnur Thorlacius er fluttur á Laugaveg 82. "*r. vT.-ar'v nöalfundur 0 í H.F. GRÓTTI verður haldiim laugardaginn 8. júlí þessa árs, kl. 5 eftir hádegi á Hótel „Hafnarfjörður“ í Hafnarfirði. Dagskrá samkvæmt 12. grein fjelagslaganna. Hluthafar vitji aðgöngumiða að fundinum lijá framkvæmdar- stjóra Hjalta Jónssyni í síðasta liagi tveim dögum fyrir fundinn. F JELAGSST J ÓRNIN.. Prestskosning Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík, fer fram í kirkjunni, föstu- dag 26. þessa mánaðar og byrjar kl. 10 árdegis. Þeir kjósendur, sem burtu fara úr bænum fyrir þann tíma, geta feng'ið að kjósia hjá Arinbirni Svéinbjarnarsyni, bóksala Laugavegi 41, þann 17. til 24. þessa mánaðar frá kl. I til 7 síðdegis, lað báðum dögum meðtöldum. Kosningarrjett bafa allir, sem eru 15 ára eða eldri og borga til kirkjunnar. Kjörskrá liggur frammi á sama stað. Reykjavík, 15. maí 1922. Safnadarstjórnin. 0VERS VEGNA ' m ^ é ðd notö "VEGA”PLÖNTUFEFFI M*ntr/Ó "EJdabu&km- (kohMepige) VEqna fifSS áö p&ö epócfrfaaóta oú hpdrmstð fiettt SoCfrt/átnn/. Reyniði fÆ P. LU. Uacobsen 5 5ön Timburverslun. Stofnuð 1824. Kaupmannahöfn C, Símnefni: Granfuru. Carl-Lundsgade. New Zebra Code. Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Khöfn. Eik til skipasmíða. Einnig lieiLa skipsfarma frá Svíþjóð. Biðjið nm tilboð. Að eins heildsala. rKr^-Fr-■crJii jg&sfo?y Kr:\r^rFr/r)r>-r. Dansk llin-Central Uforfalskede naturrene Vine. Exportlager: Fabriksvej, Frihavnen, Kobenhavn. BARNAHÖFUÐFÖT fást í verslun BEN. S. pÓRARINSSONAR. PRIMUSAR eru ágætastir í veralun BEN. S. pÓRARINSSONAR. Lftið herbergi ti( leigu nú þegar. Hentugt fyrir eina atúlku. A. v. á. Erlenda peninga kaupir og selur martEn DttESEn, Hafnarstrœti I6. BESTAR SVESKJUR er að fá * verslun BEN. S. pÓRARINSSONA> %

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.