Morgunblaðið - 22.06.1922, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.06.1922, Blaðsíða 3
MOBGUNBLAÐIB {Jii r 11 ■'■(IwniF UUl llli og ])eir lang smekklegustu eru tilbúnir í Ítalíu. Verðið þó furðulega lágt. Teikningar og myndir til sýnis í Hafnaratræti 15. Sími 465. Jarðarinnar, trje (hófu krónur sín- ar til himins. Dýr kviknuðu og ^Xluðust. Sveitin fyltist lífi. Og l°ks kom að þeirri stund, að menn har að þessu landi og að þeir kelguðu sjer þenman dal og sett- ^st hjer að. Svarfaðaxdalur bygð- ist. Og þá var draum mínum lok- Veruleikinn og sagan tekur við. Hún segir okkur, að Ljótólf- 1lr goði hafi flust hingað. og tekið sjer mannaforráð. Þorsteinn svörf ^ðirr kemur, gefur dalnum nafn aí sjálfum sjer og eykur hjer kyn Karl rauði tekur við arfleifð bans og leinkennum, og Klaufi iyilir sveitina ugg og ótta og skapar það einkenni, sem æ síð- 40 hefir þótt eihkenna þennan dal — deilurnar, sundurþykkið, aágranmaríginn. Og straumur tím- ans rennur. Bygðin eykst í þess- ari útkjálkasveit, bær kemur við Allur dalurinn verður ein ■samfeld lífsheild. Og hjer stönd- 11111 Við nú, mitímamennirnir, og ^orfum eins og í sbuggsjá yfir i^uga aldarunu, sem geymir sögu ®ttsveitiar vorrar. Við minnumst rÍQstöku atburða, einstöku manna, lf,iri,stöku harðæra og hamingju- ^aga, en allir með einni sameigiu- legri tilfinningu, þeirri, að þetta bletturinn, sem einhverjar "^hirsamlegar taugar tengi oss að þetta sje staðurinn, scin ^jdrei gleymist okkur, og hjer S^e oss öllum gott að vera — ^rátt fyrir alt og alt. J’eg veit ekki hvað öðrum finst, tíl jeg lít svo á, að fáum sveitum h ier á landi hafi verið va ið betra eða rjettara nafn en þessum dal, ag fá heiti geti betur lýst lífs- ÍÖrum þeirra, sem í honum búa. Faðir Þorsteins gaf honum auk ^ð „svörfuður“ vegna þess, að ^•ÍÖg hafði lað honum sorfið í ^inni ferð hans. Svarfdælir eru - 1 þeir menn, sem að sverfur. eð heitinu Svarfdælingur er 'blsagður sá sannleikur, að það e^ir altaf verið að sverfia að íbú- 11111 þessarar sveitar og mun altaf SVerfa að þeim meðan dalurinn yggist. — Lítum í kringum okk- °g minnumst þess um leið, (Var við höfum aðsetur á land- 11 ■ Opinn sjór norður til íshafs. r®iður gangur fyrir hafsjóana jj . ailan stórhríðarfans norður- . Mautsins beint í fang sveit- ’htiiar, hvergi afdrep, hvergi þvíS^garður a leiðhmi- Það ier og dalurinn breiði faðm- &1éti norðrinu, móti kuldan- ^^i ísnum. Það lætur að lík- að emhvemtíma blási kalt a’ sem þar hafa bólfestu, að sverfi að þeim. Guð- Pj-q Ur rí'ki 4 Möðruvöllum segir Dg v aillm, að þar sje „snæsamt bei,. etrarnai18 mikil1 ‘. Það vita ÚHj -J-U IlitJLa uaxjll l UH iíis ja,ririarfeldi mikinn hluta eg {jaa ^jÖru til fremstu afrjetta v'ð vetrarríkið svarf ’ ;ið vita þeir, sem volkast ^ea»„;^Vai^^ælskum smáförum í S'em sJeð hafa bann í óslitn- ars- CeggVið; ruih á haustdegi úti fjarðarmynni og átt vísan grenj- andi brimgarð yfir iað fara þegar heim kæmi. Bnginn veit, hvað oft svörfuðs-nafnið hefir átt með | rjettu við þá rnenn og þær kon-j ur, sem hjer hafa átt bústað. Sú; saga er óskráð. Bn veðráttufar og ’ lega sveitarinniar eru þar ólýgn- j astir vottar. En lífið er undarlegt og maðurinn órannsakanlegur. Öld ieftir öld hefir hin sama harð- neskjia vetrarins ríkt hjer 8 mán- uði ársins og oft lengur, öld eft- ir öld hefir sorfið að dalbúum svo nærri hefir stappað að yfir lyki með sumum, áratug eftirára- tug hefir verið háð hjer barátta, oft harðari og þjáningameiri en víðast hvar annarstaðar á þessu landi — og þó finst þeim, sem eiga hjer kyn sitt og hafa háð baráttu lífs síns hjer, enginn stað-1 ur, sem þeir þekkja, jafn dýrð- legur — engin fjöll jafn fögur,' engar hlíðar jafn vingjarnlegar,' enginn sjór jafn lokkandi — jafn-; vel stórhríðin verður þeim alt önn- j ur hjer en lannarsstaðar, því líkt sem gamall kunningi- Þó að þeim sverfi, finst þeim einhver leyndar- dómsfull helgi hvíla yfir þessum litla bletti lands vors.Römm er sú taug, sem bindur mann við heima- hagana. Það vita þeir gerst, sem verið hafa í fjarlægð um nokkur ár. — Bn sagan er ekki öll sögð enn. Jeg veit ekki af sumarfegurri sveit en Svarfaðardal. Þegar sum- arið er kömið — en það kemur eft seint — þá finst íbúum henn- ar hún breiða sig móti sól og sumri, þá gleymist allur kuldi. Þá er hjer endalaus dagur, engin nótt. Þá er eins og sjálf máttug og dýrðleg sólin geti ekki fengið af sjer iað yfirgefa þessa sveit. Hún hverfur í svip, örstutta stund bak við fjöllin í norðvestri, ien er óðara komin í fjarðarmynnið, morgunhlý og geislandi, svo að sveitin roðnar af fögnuði. Svarf- dælir viti hvað St. G. St. á við, þegar hann í einu kvæði sínu tal- ar um ljós'hvel í útfjarðarmynni1. Það ljóshvel hefir steypt yfir þá og þessa sveit geislafossi morg- un eftir morgun og komið þeim til að elska hana með nýju afli og meiri tilfinningadýpt en áður. Ef jeg ætti að skrifa bók, sem 'lýsti Eden á vorri jörð, mundi jeg nefna hana „svarfdælskt sum- ar“. (En jeg undanskil síðasta sumarið). Náttúran svarfdælska er hvort tveggja í senn: mikilúðleg og harðneskjuleg, og blíð og hlýju- rík. En hvað er að segja um mennina, sem hafa bygt dalinn og byggja hann nú. Jeg skal ekkert fullyrða um skoðanir ýkkar á því efni, en mjer finst það ekki vera tóm til- viljun, lað sá maður, sem þessi dalur er kendur við, var k o 1- bítur — lá í öskustó. Kolbíts- eðlið hefir áreiðanlega komið greinilega fram í okkur Svarfdæl- um alt til þessa dags. Þessi sveit hefir alið upp menn með sömu einkennum og kolbítana: dul- lynda, fastlynda og fastheldna menn á forna hætti. Við höfum alt til þessa tíma setið í öskustó heimahaganna og látið aðra hafa fyrir að vinna sigrana og afla nýrra lífsverðmæta, líkamlegra og landlegra. Náttúran hefir gert sitt til að draga úr, í stað þess að örfa til framsóknar og útþrár. Langir, kaldir og dimmir vetur lamia og setja mark sitt á sálar- lífið og móta rás einstaklingsins. Það er þess vegna eðlilegt og í fylsta samræmi við öll skilyrði, að þessi sveit hefir aldrei gefið þjóð vorri neinn foringja, svo hljóðbært hafi orðið. Ekki hafia heldur neinar andlegar hræringar gengið út frá henni til þjóðarinn- ar. Einu sálmaskáldi getum við teflt fram á móts við aðra. Og undiarlega hefir þessi sveit haidið sínum andlegu kennimerkjum frá því á söguöld. Andleg glæsi- menska þeirra tíma og stórbrot- inn hetjuskapur áttu aldrei heima hjer í sveit, að því er sögurnar segja. Og svo er enn í dag. Við höfum verið undarlega staðbundn ir og undarlega fáskiftnir. Þessi dalur hefir t. d. aldrei gefið börn- um sínum útþrá í vöggugjöf. Hjer hafa menn fæðst, alist upp og dáið að jafnaði á sömu þúfunni, með ösku gamalla venja og sveit- arkenninga á aðra hlið og blakt- andi eld nýja tímans á hina — eins og Þorsteinn svörfuður heima í föðurhúsum. Kynslóðir hiafa komið, kynslóðir hafa horfið, en allar hina sömu ruddu braut. E f við höfum átt útþrá, þrá til að sækja eldinn til að bjarga eins og Grettir, þá hefir kolbítseðlið, svarfdælska eðlið, mátt sín meira. Við höfum sest í stóna — sjaldan eða aldrei verið fyrstir til að ná í ný menningartæki. Aðrir urðu að ná í þau fyrst. Svo komum við ef til vill á eftir. Jeg veit að það verður bent á þá æð, sem nú ligg- ur um sveitinia: brautina. Það er satt, að Svarfdælir hafa lagt þenn an veg með nýjum hætti, með sjálfsfórn, og það er mikið menn- ingarmark og lífsmerki. En félst ekki eitthvert tákn í því, að braut in er lögð til þess að komast um sveitina, en ekki út úr henni. Nl. -= DifiBGE. - Allskonar skófatnaður bestur og ódýrostur h|ð Hvannbergsbræðrum Vörusýning, Þórður Sveinsson & Co. hefur sýningu í dag í skemmu Haraldar á nokkrum vörutegundum, scm seldar eru svo að segja í hverri búð hjer í bænum. Dóttir Jóhanns Sigurjónssonar, Gríma að nafni, kom nýlega frá Kaupmannahöfn til Akureyrar. Er hún kornung og átti Jóhann hana áður en hann kvongaðist. Mun hún hafa komið að áeggjan og fyrir til- stilli Asgeirs Pjeturssonar og Sigurð- ar Bjarnasonar kaupm. og hafði altaf frá barnæsku v.erið umbomulaus og einstæð. Er líklegt að henni geti liðið betur hjer eftir í skjóli ættingja og vina föðursins. Hjónahand. 17. þ m. voru gefin saman í hjónaband af sjera Bjarna Jónssyni, Sigurbjörn Þorkellsslon feaupm. og frk. Unnur Harðardóttir. Bifreiðarslys. | gærkvöldi keyrði bifreið á lítinn dreng á Frakkastíg. Meiddist drengurinn á höfði og hand- legg og var borinn inn í húsið nr. 14 á Frakkastíg, en mun hafa átt heima á Bergþórugötu. Trúlofun sína hafa birt fyrir stuttu ungfrú Guðrún Friðriksdóttir hrepp- stjóra á Mýrum í Dýrafirði og Carl Ryden verslunarmaður. Kauptaxta hafa verkamienn á Ak- ureyri nýlega ákveðið þannig: almenn dagvinna kr. 1.00 klst., nætur- og helgidagavinna kr. 1.50 klst. dagv. við skip kr. 1.20 og nætur og helgi- dagavinna kr. 1.75. Stefáni Jónssyni dócent varnú, að afloknum prófum í læknadieildinni, færð heiðursgjöf frá stúdentunum, sem undir þau gengu. Docentinn hef- ur nú baft á hendi kenslu einnar aðalgreinarinnar í læknadeildinni í 10 káskólamisseri og verið mjög vel lát- inn, dg ástsæll af stúdentum. Hann hefur einnig veitt forstöðu rannsokn- arstofu deildarinnar og tekið allmik- inn þátt í fjelagsskap lækna, verið viðriðinn ritstjórn Læknablaðsins o. fl. og yfirleitt verið mjög starfsam- ur á sínu sviði. Jarðarför Guðmundar Helgasonar prófasts fór fram í Reykholti 17. þ. m. Sjera Tryggvi pórhallsson flutti ræðu. Einnig talaði þorsteinn Björns- son guðfræðiskandidat frá Bæ. Hall- dór á Ásbjarnarstöðum flutti kvæði. Jarðarförin var mjög fjölmenn, og sóttu hana menn víða að úr hjer- aðinu. Gengi í Reykjavík í gær: Pund sterl. kr. 26.50, doll. 6.16, norsk kr. 102.35, sænsk kr. 156.35, dönsk kr. 127.10. Gnllfoss kom frá Yestfjörðum kl. 4 í gær til Hafnarfjarðar en hingað seint í gærkvöldi. Farþegar voru nokkrir að vestan, m. þ. Anton Proppé kaupm., Jón Proppé kaupm., Guðmundur frá Mosdal og Ólafur Friðriksson. Mishermi var það, að Sigurjón Jóns son læknir hefði komið með Skildi úr Borgarnesi í gær. Kemur læknir- inn ekki fyr en með næstu ferð Skjaldar. Eggert Stefánsson söngvari ætlar að ihalda hljómleika næstkomandi mánudagskvöld í Báruhúsinu. Hefur Eggert Stefánsson dvalið í þýska- landi í vetur og iðkað þar söng, einkum tónverk Wagners. Er Egg- ert nú við bestu heilsu og hefúr ekk- ert orðið um veðurbrigðin er hann kom hingað, eins og í fyrra, er hann kvefaðist. Eiga menn von á góðri skemtun þar sem söngur hans er. Páll ísólfsson aðstoðar við hljóm- leikana. Gamla Bíó sýndi í fyrsta sinn í fyrrakvöld mynd, sem allir nýgiftir menn og konur ættu að sjá til skemt- unar og fróðleiks. Heitir hún: ,Hvers ■vegna skiftir maðurinn um konur‘ og er efni myndarinnar að svara þeirri spurningu. Að vísu gerist mynd in við alt aðra hætti en hjer eru tíðastir en iþó mun mörgum vera for- vitni á, að sjá hvernig Ameríkumað- urinn, kvikmyndasmiðurinn frægi, Ciecil B. de Mille svarar spurning- unni. Tvö aðalhlutverkin leika Thorn- a;. Meigben og Gloria Swanson prýði- lega og til útbúningsins er ekkert sparað, fremur en vant er, þar sem bestir leikarar sýna sig. Johan heítir mynd, sem Nýja Bió symdi fyrri part vikunnar og vænt- anlega verður sýnd bráðlega aftur. Mynd þessi er frá Svensk Films- industri og hefur Mauritz Stiller, ,besti lærisveinn Yictor Sjöström“ sjeð um töku hennar. Er efnið úr sögu eftir finska. skáldið Juani Aho og leikendur í helstu hlutverkunum sænska leikkonan Jenny Hassesquist og tveir finskir leikendur, sem eigi eru kunnir hjer áður. Þessi þrjú aðalhlutverk eru hvert öðru betur leikið, ekki s'íst kven-hlutverkið, sem er snildarlega með farið. Sumar sýn- ingarnar í myndinni hljóta að verða lengi minnistæðar öllum þeim, sem þær sáu. Lygasaga. Líklega er sagan lýgi. En svona er hún sögð: Jónas í Tímanum tók ógleði mikla í gærkvöldi með velgju og uppköst- um. Og er hann var spurður, hvað valda inundi, benti hann á nýkomið tölubl. af Akureyrarblaðinu „Degi“, sem lá þar við höfðalag hans. En þar er hólgrein um hann, sem hafði þessi áhrif. Og er hann var spurður, hvað hann vildi reyna til lækningar, bað hann um Morgunblaðið með Tíma molum. En þegar hann hafði lesið í því nokkra istund, hrestist hann og varð brátt albata. Óli. fiEÍmanmundurinn II. í gráu reiðfötumim sínum, sem sýndu heldur um of hve vöxtur hemnar var ennþá bamalegur og óþroskaður, 'þeyttist Sigríður Brei tenback inn í herbergi móðursinn ar með ljómandi augun og kaf- rjóðar kinnamar. — Góðan daginn, elsku mamma. mín, þetta var himneskt! — him- neskt! — himneskt! Þegar maður er með Malsfeld er ómögulegt iað hætta að hlæja eitt einasta augna- blik! Leyndarráðs-frúin var á fertugs aldri >en samt orðin töluvert elli- leg og heldur raunaleg á svip- inn. Hún leit upp úr bókinni, sem hún var að lesa í og framan í unga hlæjiandi andlitið á dóttur sinni, og var eins og henni þætti miður. — Hafið þið nú ennþá einu sinni farið í útreið með herra von Malsf eld f — Já, 'sagði Sigríður, án þess að kippa sjer nokkuð upp. Við mættum honum bara af hendingu í Bjiarnarskóginum. Það er annars skrítið, að það skuþ altaf hittast svona á — finst þjer það ekki skrítið, mamma! — En í dag var það hreiniasta mildi, því það er orðið ómögulegt að vera með Mölvu og hennar hjartans vini, því þau eru alveg óþolandi. Það er ekkert eins leiðinlegt til, eins og að vera með trúlofuðu fólki, sem ætlar að fara að gifta sig! Þau skiftu sjer heldur ekkert af okkur og jeg ímynda mjer að þau hefðu ekkert tekið eftir því, þó við hefðum riðið frá þeim út um víða veröldina. Onnur dökka fljettan hennar hafði losnað dálítið og hún hristi nú fallega höfuðið fyrir framan spegilinn, þangað til fljettan datt ofan á bakið. — Lucia er dæmalaus klaufi, hún getur ekki einu sinni sett al- mennilega upp á mjer hárið! —> Malsfeld ihefir strítt mjer á því í allan morgun; það vantaði minst á að hann biði mjer að laga 4 mjer hárið. Hún hló hátt o'g glaðlega þegiar hún hugsaði til bátínunnar á ferðalaginu. En mamma hennar hristi höf- uðið. — Jeg kann ekki við Sigríður, hvernig þú kemur fram við flokks foringja von Malsfeld. Þú ert .ekkert barn lengur. — Nei, það vona jeg, að jeg sje ekki. En jeg get ekki sjeð mamma mín, að jeg breyti öðruvísi en á að vera. við 'hann; alliar vinstúlk- ur mínar eru langtum ógætnari gagnvart ungum mönnum en jeg, Það getur þó ekki verið nein synd að vera gliaður og kátur og skemta sjejr! __

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.