Morgunblaðið - 15.08.1922, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.08.1922, Blaðsíða 2
MORGU NBLA»1» ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ^ tyrknesku ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Búið tii úr besta tóbaki. Smásölu- verð kr. 1,00 pakkinn Vcs/-Á-sj/> /7 & Cma'r, ^ fjöMin. Alt nm kring «ru hamrar A og snarbrattar, skógivaxnar hlíð- Hinir mjÖCJ A ar- Dalurinn að baki lokast og T fram undan sýnast allar leiðir eftirsóttu ♦ luktar, en skyndilega beygir veg- a urinn til hliðar og hlykkjast eins vindiingar ▼ og slanga eftir dalbotninum aust- ^ an við ána. Stórar skrúðgrænar ▲ bjarkarhríslur slúta fram yfir T hánn, og laufin strjúka vingjarn v lega vanga þess er fram hjá fer, ^ Fyrir neðan fellur Driva hvít a freyðandi í þröngu gili. Fossóttir T smálækir stik;la ljettfættir niður ^ hiíðarnar milli grænna runna. En með korkmunn- stykki. | 10 stykkja. Smásölu- verð kr. 1,00 pakkinn 10 stykkja. ^ hinum megin hátt uppi í brekk . unni liggur járnbrautin. Víða ▼ hefir orðið að hlaða undir hana ^ háa veggi, en annað veifið hverf- a ur hún inn í löng jarðgöng. Við J og við gægjast lítil rauð hús fram y a milli runnanna á hinum bakk ^ anum. Það eru skýli þeirra sem ♦ starfað hafa að járnbrautarlagn- ingunni og standa þau nú auð að tæpt á árbakkanum, að handrið orðs framvegis, meir en það hef- ir gert hingað til. Sem betur fer, verður Alþingi ekki gefin sök á því, að drengskaparorðið er not- að eins og raun ber vitni í á- minstri vínreglugerð. Heimildar- ailögin nr. 9, frá 31. maí 1922, og tilskipunin nr. 10 frá s. d. leyfa það ekki. Gæti það þess Tegna veriö ný spurning til at- hugunar, hvort þag er leyfilegt að bjóða notkun drengskaparorðs ,í reglugerð, sem sett er samkvæmt heimild í lögum, án þess að lögin sjálf bjóði það eða heimili. Jeg býst við að það verði ekki litið svo á, í það minsta er það bein- línis sett sem skilyrði í 155. gr. hegningarlagnna, svo hægt sje að refsa fyrir rangt drengskaparorð, að það sje notað samþvæmt boði eða heimild í lögum. Þetta er mjög eðlilegt og sjálfsagt, og ætti þess því að vera stranglega gætt, aS drengskaparorð sje ekki not- að annarstaðar, en þar sem lög Jieimila notkun þess. Kári. milU DDfrafialla. Inni milli Dovrafjalla að norðan verðu liggur þröngur dalur, er nefnist Drivdalur. Hann liggur frá norðri til suðurs og eftir hon- um hefir aðalvegurinn yfir fjöllin, úr Þrándheimi og suður í Guð- brandsdal, legið frá ómunatíð. Eftir dalnum rennur Dríva. Neð- an til er dalurinn breiður, og beggja megin árinnar eru bænda- býli vafin grænum túnum og ökr- um, en annars er dalurinn vax- inn furuskógi, en hlíðarnar ið- grænni björk næstum upp undir brún. Hjer og þar gnæfa þó berir klettar og þverhníptir hamrar, þar sem enginn gróður hefir ork- að að festa rætur. Eitt sinn, er Vinje kom sunnan yfir fjöllin, með staf í liönd og poka á baki, starði hann hugfanginn niður í dalinn, sem skyndilega opnast og breiðir út grænan skógarfaðminn til þess að bjóða hann, heiðaskáld- iö, velkominn. Og hann kvað: i „Her er so vænt, det kann meg gröia, for det um eg er vaksen kar, for dal og fjfll og sol meg möta som heime daa eg liten var. Eg höyrer som naturens store og friske, glade hjarteslag. Ja, Herre alt det som du gjorde er ungt, som det var skapt i dag“. * Vegurinn liggur upp dalinn austanvert við ána, en hærra uppi í brekkunni sjest hjer og þar móta fyrir gamla veginum. Á einum stað tekur maður eft ir grænum hjalla hátt uppi. Þar segja munnmæli að Olafur kon- ungur hinn helgi hafi eitt sinn barist við óvætti, er hann fór hjer um. Þegar hann hafði sigrað ldeypti hann hesti sínum fram af háum, þverhnýptum bergstallinum og sjer enn sporið í berginu, þar sem hestur hans sparn fæti á stökkinu. Þar heitir nú St. Olafs- berg. Er ofar dregur í dalinn verður hann þrengri, fjöllin hærri og hrikalggri og býlin strjálli. Hjer ljet Eysteipn konungur reisa stórbýli eitt er Drivstua nefn ist; gaf hann til þess mikið land og leyfði þeim, er þar bjó að leggja skatt á allar nærsveitir, og er mjer sagt, að það hafi haldist langt fram á 19. öld, en skyldir voru Drivstua-bændur að hýsa ferðamenn þá, er um fjöllin fóru. Drivstua hefir legið afskekt og all-langt frá öðrum mannabygðum, en náttúran umhverfis er því feg- urri; sljett dalgrund, sem nú er ræktuð; fyrir neðan suðar áin, en á báða vegu eru hlíðarnar háar og vaxnar iðgrænni björk upp á brún. Húsið er hið ytra fomfá- legt. Það er reist úr stórum furu- stokkum, sem feldir eru þ.jett saman og með torfþaki, sem er í góðu samræmi við grænar hlíð- arnar umhverfis. Innan veggja eru stórar og rúmgóðar stofur með fornum húsbúnaði. Elsti hluti hússins er frá 1719. í fyrrahaust komst þessi af- skekti staður meira í samband við umheiminn, því að þá var Dovra- brautin fullgerð, og nú þjóta eim- lestirnar öskrandi fram hjá gamla fjallagistihúsinu bæði dag og nótt, og til járnbrautarstöðvar- innar er aðeins lítill spölur. Frá Drivstua lögðum við af stað — jeg og Hansen kennari — 16. júlí áleiðis til Snehætten. Yið hjólum áfram upp Drivdalinn, sem þrengist æ meir. Vegurinn er ágætur, en hækkar jafnt og þjett og liggur í ótal krókum, eftir því sem dalurinn bugðast gegnum er fram með honum, en hinumeg ir slúta háir granitklettar fram yfir veginn, sem hjer hefir verið sprengdur gegnum smá-múla, gengið hafa þverhnýptir niður ána. Sólin skín í heiði og hlý sunn angola berst gegnum dálinn. Ani ars kvað hjer oftast vera norðan vindur. Og segja munnmæli, að eitt sinn er Ólafur konungur helgi fór suður Drivdal og yfir Dovra fjöll, þá mögnuðu hamratröll þar suður í fjöllunum saman vind og stórhríð á móti honum, svo að hann mátti naumast áfram halda Ljet hann þá svo um mælt, að hjer eftir skyldi vindurinn blása með en ekki móti þeim, er suður yfir f jöllin færu. Sá kraftur fylgd orðum hans, að síðan blæs hjer aldrei hvass sunnan vindur Loks þrýtur dalinn og fram undan blasa við skóglausir heiða- flákar með mosa, lyngi og eini rjett eins og á íslenskri heiði enda er hæðin yfir sjávarmál hjer yfir 1000 metrar. Hjer liggur járnbrautin næstum samhliða veg inum. Hjer og þar eru reistir lan^ ir skíðgarðar til þess að verja hana snjó. Tltsýn er hjer frjálsari er. niðri í dalnum. I vestri blasir Snehætten og Svánotinder. Það fer að halla snður af og brátt komum við til Hjerkin. Þar er járnbrautarstöð. Hjer er all mikill gróður og kræklótt björk, sem þó gefur landinu vingjarn'legt útlit. Rætt hefir verið um að gera land þetta að þjóðgarði. Á Hjerkin skiljum við hjólin eftir og leggjum gangandi vestur á heiðina. Hjer er vegleysa, og verðum við fyrst að ösla gegnum þjettan bjarkarskóg, en síðan gegn um smáhrísrunna og yfir mosa- breiður. Degi tekur að halla, er við náum hæðabrún einni og sjá- um niður í lítinn dal. Hinumegin í hlíðinni blasir við selið, sem vð höfum ákveðið sem náttstað; það kallast Veslelien. Við greiðkum sporið og klifrum niður í dalinn, stiklum yfir Grisung bekkan og upp hlíðina hinumegin. Selið er reisulegt, hlaðið úr stórum furustokkum og næsta viðamikið. Fyrst komum við inn í litla stofu, sem er lág undir loft en snotur og þrifaleg. í einu horn inu er múraður arinn, eins og í fiestum gömlum norskum stofum. Það snarkar í birkibútunum og frá eldinum leggur þægilegan yl og Það er gott að koma þyrstur og göngumóður í norskt sel, setjast við eldinn og snæða kaldann rjóma og vöplur, sem hjer er eins konar þjóðrjettur og svo ótal fleiri skrautlegar brauðtegundir, sem heima á Fróni mundu kall- aðar laufabrauð, og norskt fólk er ótrúlega, viljugt til og leikið 'í að baka. ✓ Uppi yfir er svefnloft með tveim herbergjum fyrir gesti, því að hingað komk margir ferðamenn. Það var komið fram yfir dag mál, er við lögðum af stað næsta dag. Við beygjum fyrst til norð- urs yfir flata heiði, fram hjá Fa'lkeberget og komum á götu slóðir, sem eru lítið eitt ruddar og liggja áleiðis til Snehætten. Smámsaman kemur maður hærra og hærra. Sjónarsviðið víkkar; suðaustri sjást Rundarne í f jarska, fallegir bláir fjallatindar með hvítum fannadrefjum, og standa þeir eins og risar á verði í út- jaðri Dovrafjalla. Veður er hlýtt, en lítið sólskin og við gefum þokuhjálminum sem liggur efst á Snehætten, ilt auga. Skyldi hann liggja þarna allan daginn og byrgja alt útsýni þeg- ar upp kemur? Eftir alllanga göngu komum við að lítilli á. Yfir hana er brú gerð úr furubitum, en hellur lagð- ar yfir. Hinumegin árinnar er lítill kofi, sem nefnist Svánáleger. Þar dvelur einsetumaður á sumrin og gætir hesta og geldneyta, sem ganga hjer á heiðinni. Við kom- um inn í kofa einsetumannsins og hvíldum þar góða stund. Er lcarl ræðinn og kann að segja frá mörgu um heiðarnar og fjölL in, sem hann er auðsjáanlega nauð- kunnugur. Hann sagði mjer að hann hefði í mörg ár átt íslenskan hest og hefði það verið mesti kostagripur, síviljugur og fóður- l;,ettur. Jeg var með sjálfum mjer dálítið hreykinn fyrir hönd ís- lensku hestanna og sagði honum alt, sem jeg vissi best um ágæti leirra. Frá Svánáleger, sem mun liggja um 1200 m. yfir sæ, stígur vegur- inn jafn og þjett upp að rót- unum á Snehætten, en þar er hæð- in 1800 m. Því nær sem dregur fjallinu, því minni er gróðurinn, Fyrst grámosaþembur, þá hrein- dýramosi og skógvíðir, en loks líggja klettarnir berir umhverfis veginn, alsettir stórum kvarz- hnullungum sem líta út eins og klakastykki innan um granítið. í öllum lægðum liggur snjór og yfir ár og gljúfur eru ennþá traustar snjóbrýr. En samt bera ?essi fjöll annan svip, en fjöllin heima 'á Fróni. Hjer eru ekki eins skarpar línur, allar hvössustu brún irnar eru sorfnar burt af ísaldar- jöklinum og steintegundir þær, sem fjöllin eru steypt úr, eru svo harðar, að ár og lækir hafa ekki getað grafið hjer skörð og gljúfur, sem í íslensku fjöllin. Loks sjáum við Reinheim. Það er sæluhús, sem stendur fast upp við ræturnar á Snehætten.Þetta er þó naumast sæluhús í venjulegri merkingu þess orðs þ. s. kofi, þar sem engum finst „sæla“ að gista að nauðalausu. Reinheim er snoturt timburhús. Inni eru 3 þtotfur allstórar malð fóðruðum bekkjum, borðum og stólum. Þar er nóg af hlýjum ullarábreiðum, svo að hægt er fyrir marga menn að gista þar og hafá allgóð rúm. Vörur fyrirliggjandi: Kakao Hunang Sóaur Pickles Pipar Borðsalt Bakarasultutau Þakpappi Umslög Handsápa Þvottasápa Trixie. Raksápa Cement Fikjnr Niðursoðnir árextir Dósamjólk Kakala-te Þórður Sveinsson & Co. daufan bjarma um stofuna. 'A'lt er í röð og reglu, hreint og þokkalegt og þó er hjer enginn til að ganga um beina nema gest- irnir sjálfir, þyí að húsið stendur mannlaust til afnota fyrir hvern sem- vill, og er nú eign „Norges Turistforening1 ‘. í eldhúsinu eru öll nauðsynleg suðuáhöld hrein og í besta lagi. Svona þyrftu ís- lemsku sæluhúsin að vera. Er við komum til Reinheim, voru þar fyrir 3 ungir menn, sem ætluðu að dvelja þar í nokkra daga. Einn þeirra spilar á ,flautu‘ og við tókum allir undir og syngj- um: „Du gamla, du fria, du fjell- liöga Nord“. Svo kveikjum við eld á arninum og hvílum okkur eftir gönguna. En brátt er ferð- inni haldið áfram. Nú er þokunni ljett upp og sólin skín á snæ- þaktan tindinn nokkur hundruð metrum fyrir ofan. Við klöngr- umst upp hlíðina, sem er snar- brött; hægt og hægt, fót fyrir fót, stiklum yfir stóra granít- hnullunga, sem liggja eins og Dofratröllið hefði í bræði sinni kastað þeim hjer í hrúgu. Við komumst upp á jökulinn og nú eru svo sem 50—100 metrar upp. En alt í einu skellir yfir kol- dimmri þoku, fyrst íyrir neðan okkur. Hún er eins og haf, og hæstu fjallatindarnir standa upp úr alt um kring, sem hálendar eyjar. En fyr en varir hverfur þessl sýn og við erum mitt í þokuhafinu. Hráblaut vog ísköld lykur hún um okkur. Eftir 2 stunda göngu frá Reinheim náum við há tindinum og rjett í sama bili ljettir þokunni upp og sólin brýst fram. Loftið er svalt og hressandi, hjer 2300 metra yfir sæ, svo að lundin verður ljett og við hrópum þrefalt húrra fyrir Noregi og Dofratröllinu. Útsýnið er stórkostlegt. í vestri eru fjöll snævj snivin, þar á meðal Troll- tindeme, en í suðri blasir við Jötunheimur með allra hæstu tindum Noregs, Gallhöpiggen og Glittetinden, sem eru lítið eitt hærri en „Snehætten“. Til austurs sjást ótal fjöll og dalir í blá- leitri móðu, alt austur undir landa. mæri Svíþjóðar. En það gefst aðeins stuttur tími til þess, að skoða allar þær dásemdir, sem auganu mæta í höll Dofratröllsins. Skyndilega fellur tjaldið. — Og fjöllin um- hverfis drukna í þokuhafinu. Opdal 24. júlí 1922. Sveinb. Sigurjónsson. Sprenging var skömmu fyrir jmiðjan júlí í Zweedorff í geymsluhúsi, þar sem gömul hergögn voru geymd. Ljetu þar lífið um 10 manns og fleiri særðust. Þykir líklegt, að sprenging þessi hafi verið gerð af ásettu ráði ein- hvers þorjiara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.