Morgunblaðið - 26.09.1922, Side 2

Morgunblaðið - 26.09.1922, Side 2
M0MQ&MMhA9M H L JONILEIKAR Eggerts Stefánssonar og Sigvalda Kaldalöns, sem fara fram í Nýji Bíó í kveld kl. T!/a verða endurteknir á fimtudaginn kemur i Nýja Bió. if hafa verið tekið upp, nákvæm- iega rannsakað o.g breytingar gerð-, ar, hefði eitthvert athugavert fandist, en hjer er alt látið eiga sig. Vitinn sem stýrimaður sá, var Galtarvitinn, en ekkj Straum- nes. Að þeim misskilningi getur enginn gert; en sannist þetta rjett að vera, ber hjer sem annárstaðar að rannsaka málið, og athuga hvort ekki sje unt að aðgreina vita á þessu svæði svo, að sjó- menn sjeu vissir um, hvar þeir sjeu staddir, er þeir sjá vitaljós. Það er hægt að segja það klaufa- skap að geta ékki talið sekúndur milli blossa og sjeð hve lengi blossinn er, og þannig gengið úr skugga um hver vitinn sje, en í hríðum og ofviðrum er stundum örðugt, einkum á smáskipum að standa með úrið í hendinni og telja sekúndur og brot úr sek- úndum rjett og fiskimenn á smá- fleytunum verða eins að koma til greina og þeir á stóru skipun- um, með góðum upphituðum og vellýstum ,Bestik‘-klefum, og best íer á því að hinir minni fái jafnt að hafa orðið og hinir rneiri í þessu efni, því það eykur ánægju yfir framkvæmdum vitamála- stjórnarinnar. Svbj. Egilson. t Ath. Jeg held engu fram um hvort logi á vitum eða ekki, en heiðarlegir, góðir drengir þessa lands voru í mannskaðaveðrinu, 1903, vottar að því, að Reykja- nesvitinn brást, nóttina, sem okkar besti maður, Kristján Bjarnason, bróðir Markúsar skólastjóra, fórst með e:gn sína, ljet sjálfur lífið í Puglaskerjimum með, öllu, þá rar brim þá vertíð, sem núverandi stofuhugleiðingamanninum, und- irrituðum, væri ekki hægt að vera með í, en þó var jeg með. Svbj. Egilson. -------o-------- Vitleysur Stakks. „Stakkur" sá, er skrifaði fyrir nokru í Alþ.bl. um „Atvinnu- horfurnar í Reykjavík", er enn á stúfunum í blaðinu 22. þessa mán. En litlum „stakka“-skiftum hefir hann tekið til hins betra, og ekki sýnist hann hafa auðgast neitt að rökum eða skynsamlegum til- lögum, þó hvorki væri bent til betri vegar hjer í blaðinu eftir að hann skrifaði hina fyrri grein sína. Er aðalmergur málsins hjá honum í þessari síðari grein, að sýna fram á, að það hafi staðið í greininni hjer í blaðinu, sem als ekki var á minst í henni. Það er ekkert annað en vit- ieysa hjá „Stakk“, eða annað verra að „einhverjum í herbúðum Morgunblaðsins hafi 'líkað það miður“, að bætt yrði úr því at- vinnuleysi, sem hjer kann að verða í vetur. Það er einmitt tekið skýrt fram í grein þeirri, sem hann íalar um, „að sjálfsagt væri, ef þess væri nokkurs kostur, að út- vega öllum búsettum mönnum hjer atvinnú1. Það væri best fyrir alla, einstaklinga og bæjarfjelagið. — Þetta telur „Stakkur“ vera mót- bárur gegn því, að úr atvinnu- leysinu yrði bætt. Og sjá allir þá ráðvendni, sem í því felst. En hitt var tekið fram, og skal enn tekið fram, að erfitt mundi vera að benda á framkvæmanleg ráð til atvinnubóta, svo að haldi kæmi. Það er sjálfsagt „Stakkur“ sannfærður um ilíka, því enn hefir hann ekki bent á annað til bjarg- ar, en þetta útslitna ráð Alþýðu- blaðsins, að láta togarana veiða, hvort sem til þess væri fje eða ekki, og hvort sem að af þeim rekstri væri stórtap eða ekki. Þessi vitleysa gengur aftur í því blaði, svo að segja daglega, þó hún sje kveðin niður með fylstu rökum. 1 Morgunblaðs-greininni er ekki einu orði á það minst, „að jafn- aðarstefnan sje óframkvæmanleg“, eins og „Stakkur“ vill vera láta. Þar er önnur óráðvendnin. Hitt var sagt, að menn væru „ekki í neinum vafa um það, að öllu værj ekki borgið, þó jafnaðar- menn fengju völdin, eftir þeim till. og ráðum, sem þeir hafa komið fram með til umbóta“. Þau hafa ekki gefið ástæðu til að álíta, að þeir væru færári til að bæta meinsemdir þjóðfjelagsins en aðr- ir,. nema síður sje. Alt fjas þeirra cg mælgi um þjóðnýtingu og rík- isrekstur einstakra fyrirtækja hef- ir verið svo barnalegt og óhugsað, að menn hafa sjeð þar vitleysuna i algleymingi. „Stakkur' ‘ að vera að arnir sjeu ágóða, og spyr „hvort togararnir, scm stunduðu síldveiði í sumar, hafi ekki borið sig?“ Á því er mikill vafi. Veit „Stakkur“, hverj. ai horfur eru með síldarsölu nú? Togaramir öfluðu vel flestir, en þeir hafa ekki getað selt allir. Og það gerir gæfumuninn. At- vinnulansum mönnum er það ekki nóg, þó „Stakkur" hafi þúsund ráð til atvinnubóta, ef ekkert þeirra er notandi. Sama er með síldarafla skipanna. Aflinn er einskisvirði, ef ekki er hægt að selja hann. Gaman væri og fróðlegt að fá að heyra „Stakk“ skýra það, hvernig það „getur borgað sig“, að gera út togara með tapi, þó ríkið eigi hann. Menn hafa ekki tekið eftir því, að það hafi verið gert í Alþ.bl. eins og hann held- ur fram. „Stakk“ er auðsjáanlega um það hugað, að bætt verði úr atvinnu- leysi manna hjer. Morgunbl. er það líka, ef það er gert með skýn- samiegum hætti og hagkvæmum ríðum. Ef ,,Stakkur“ skyldj vilja stinga upp á skynsamlegum og framkvæmanlegum ráðum til at- vinnubóta, er Morgunblaðið fúst íii að ræða þau við hann. Við vitleysur hans vill það ekki fást meira. Þakkin. p. t. Reykjavík 23. sept. 1922. Herra ritstjóri! Má jeg leyfa mjer að biSja „Morgunblaðið“ fyrir nokkrar lín. ur til þess að láta í ljós þakkir mínar fyrir hinar vingjarnlegu við tökur, er jeg hefi mætt hvarvetna á fjallgönguferðalagi minu hjer á lílandi. Mjer er sameiginlegt með mörg- um löndum mínum að hafa ' gam- an af því að sjá ókunn.lönd, og með því að jeg hafði gengið á nokkra hæstu tinda Alpafjalla, Pyreneafjalla og gengið á fjöll á Balkan og í Noregi, ákvað jeg að koma til íslands og sjá fjöllin þar, sjerstaklega Heklu. Jeg bið menn að athuga, að jeg er enginn fjallgöngugarpur, heldur aðeins í hófi. Þegar jeg hafði grannskoðað hina ágætu uppdrætti herforingja- ráðsins ákvað jeg að nota tímann til þess að ganga á fjöllin í Rang- árvallasýslu og hafa aðalbækistöð mína á Barkarstöðum í Fljóts- hlíð. Jeg fjekk besta veður og gekk upp á Eyjafjallajökul, Heklu Tindafjallajökul, Tindafjöll, og ennfremur upp á Hengil, auk smærri fjalla á þessum slóðum. Á öllum þessum ferðum, að und- anteknum á Heklu og Hengil, var Jón Úlfarsson í Fljótsdal fylgd- armaður minn, og var hann ágæt- ur fjelagi í alla staði. Það var injög auðvelt að ganga á fyrnefnd fjöll, þær leiðirnar sem við fórum, en vitanlega geta þeir sem vilja spreyta sig á erfiðum fjallgöng- um valið sjer torveldari leiðir. Varúð þarf að hafa við jökulgjám ar í Eyjafjallajökli og þar er nauðsynlegt að hafa reipi. Þó fjöllin á íslandi sjeu ekki eins há og torfærumikil og Alpa- Pyreneafjöllin eða Jötun- heimar, og þó þar njóti ekki prýði þeirrar er barrskógur og smáfoss- ar veita, eru þau samt einkenni- lega fögur og hrífa áhorfandann á alveg sjerstakan hátt. Áhrif þeirra og yndisleikur stafar sum- part af jarðfræðilegri byggingu þeirra, en þó einkum af hinni ó- víðjafnanlegu litbrigðasýn, sem þau hafa að bjóða. Farið t. d. upp á Hengil í góðu veðri. Horfið yfir landið umhverf- is yður og lítið upp fjallahlíðarn- ar um sólarlagsbil, þegar þjer er- uð kolninn niður aftur — þjer sjáið litbrigði sem eru ávalt ný, og jeg efast urn að þeirra jafni finnist nokkursstaðar í veröld- inni. Litbreytingamar eftir regn og eftir sólskin eru einnig mjög eftirtektarveröar og fallegar. Á- nægjan af að veita þessu eftir- tekt lengir viðstöðuna á fjalla- tindunum og veldur því, að mað- ur hlýtur að koma aftur og skoða fjöllin betur. En tilgangur minn með þessum línum var þó ekki aðallega sá, að lýsa fjallasýninni, heldur fyrst og fremst sá, að láta í Ijós þakkir fyrir gestrisni þá, sem jeg hefi alstaðar notið. Það er erfitt og máske ekki rjett að nefna nöfn, þegar svo margir eiga í hlut, en þó vil jeg einkum þakka ræðis- manni Breta hjer, sýslumánninum í Rangárvallasýslu, Björgvin Vig- fiissyni og syni hans, hjónunum á Barkarstöðum, Galtalæk, Fells- múla, Þjórsártúni og Kolviöarhól og foystjóra bifreiðafjelagsins B. S R. Þessir gistivinir fluttu mig i stað úr stað og veittu mjer beina og sýndu gestrisni og alúð svo mikla að aldrei >er meiri og oft verður ekki vart í öðrum löndum. Það er máske ekki viturlegt að láta í ljós hugleiðingar sínar um ísland eftir jafn stutta veru hjer og mín er. En mjer finst skaði að eigi skuli vera nánara samband milli íslands og Eng- lands en raun er á.1 Jeg á hjer ekki eingöngu við samgöngurnar — skipagöngur, símasamband eða frjettasambönd. Jeg álít að við og aðrar þjóðir Evrópu og Amer- íkumenn eigi aS kynnast fslandi betur, og að íslendingar eigi að vita meira um okkur. Oft, hafa þjóðirnar á meginlandi Evrópu fundið það að Englendingum að þeir væru „of miklir eyjabúar“. íslendingar geta eðlilega orðið fyrir samskonar aðfinslum. ViS förum mikils á mis, að ]iekkja ekki betur til lífskjara íslendinga, heimilishátta, þjóðskipulags, trú- arlífs og bókmenta; og Islend- inguni gæti orðið ávinningur að kvnnast því, sem best hefir verið hugsað og skynjað í listum, bók- mentum, vísindum og verslunar- málum með ensku þjóðinni. Þegar andlega sambandið er ónógt, gera menn sjer rangar hugmyndir og fávísin verður oft efst á baugi. Gjafverðs-bókment- irnar frá Englandi og Bandaríkj- unum koma á bókamarkaðinn ís- lenska í staðinn fyrir bestu bók- mentir og stjómmála- og trúar- bragðahreyfingar, svo sem sam- eignarkenningar, andatrú eða guð- speki, sem tiltölulega lítið kveður að hjá ensku þjóðinni, em á ís- landi taldar mikilsmegandi í Bret- landi. 'Jeg er ekki maður til að dæma um, hvort það væri framkvæman- legt, en jeg álít að það væri þarft verk, ef stjórnin íslenska gengist fyrir útgáfufyrirtæki er hefði það verkefni að dreifa upplýsingum um Ísland meðal þjóða Norðurálfunn- ar og safna saman og gefa út á íslensku upplýsingar um aðrar þjóðir. En jeg má ekki fara lengri útúrdúra frá efninu. Jeg þakka einu sinni enn öllum hinum mörgu vinum mínum fyrir gest- risinina, er þeir sýndu ókunna manninum er heimsótti þá“. Með virðingu, yðar einlægur, G. M. Lloyd. -------o------- Islensk framsákn. Bergsons beriihmter élan vital, ist eine an Pliilosopliie grenz- ende Geistreiehheit. Mit dem Ausdrucke Jjehensladung, charge vitale, ist man aber auf den Weg der Wissenchaft gelangt. I. Nýkominn til bæjarins hitti jeg á götu prófessor Harald Níelsson. Þessi frægi maður, — er mun þó verða ennþá miklu frægari sem stjörnulíffræðingur heldur en hann er sem spiritisti — segir mjer, að nafnkunnur miðill, Eva C., hafi farið líkar ófarir og danski miðill- inn Einar Niels’en fór í Kristjaníu, og að „nú kætist móría mjög“ (eða heteromórian, eftir því sem jeg mundi fremur vilja að orði kveða). Satt að segja,, þá hafði jeg hálf- telur það hjegóma, tala um, hvort togar- reknir með tapi eða f jöllin, vegis búist við einhverjum slíkum frjettum. Og ófarir Einars Niel- sen, sem dönskum spiritistum og öðrum, var svo mikil skapraun að, höfðu heldur ekki komið mjer al- veg á óvart. Ástæðan er sú, að jeg hefi nokkra reynslu fyrir mjer í því, að þegar ekki eru þegm mín ráð í þessu máli, þá er óhappa von. En sumarið 1921, hafði jeg reynt til að hafa nokkur áhrif á sálarrannsóknaþingið, sem haldið var í Kaupmannahöfn- Mj’er var boðið á þing þetta, og gat jeg að vísu ekki farið, en með nokkrum kjarnyrðum á þjisku og dönsku, er sum voru símuð en sum skrif- uð, reyndi jeg að þoka þinginu í vísindaáttina og gera þingmenn- ina að stjömulíffræðingum. Auð- vitað tókst þetta ekki, og auðvit- að hafði jeg í máli þessu alls eng-' an stuðning af mínum merka landa, prófessor Haraldi, og hafði lieldur ekki við því búist, þrátt fyrir þaS mikla álit §em jeg hefi á gáfum hans og einurð. Pró- fessor Haraldur var eini fslend- ingurinn, er þing þetta sótti. II. Einnig í Frakklandi hafa menn átt þess nokkurn kost að liafa not af íslenskri líffræði. Svo stóð á, að jeg þurfti að skrifa hinum ágæta sænska eðlisfræðingi og heimsfræðingi, prófessor Svante Arrhenius. Kom mjer þá í hug, aö skýra honum nokkuð frá líf- fræði minni og heimsfræði. Jeg hefi því miður ekki lært að skrifa sænsku, en Svíum hættir við frem- ur að misskilja, ef skrifuð er danska, og skrifaði jeg því á ensku. En Arrhenius sýndi hver gáfumaður hann er, með því að senda prófessor Richet brjefið. Richet er nú gamall orðinn, og talinn einn af fremstu mönnum í lífeðlisfræði, Nobelsverðlaunamað- ur eins og Arrhenius. Jeg fannþað á því sem próf. Richet síðan skrif- aði mjer, að hann hafði ekki lesið brjef mitt — sem að vísu var all- langt — nógu vandlega, og kom mjer það síst á óvart, þvi að jeg geri ráð fyrir, að hinn Írægi öld- ungur hafi varla munað eftir, að það sje nokkuð til er heitir ísland, og að öllu öðru hafi hann fremur átt von á, en höfuðuppgötvunum úr þeirri átt. En mjer kom í hug, þegar jeg fann, hversu dauflega máli mínu var tekið, hvort ekki mundi hinum ág®ta öldungi koma einhver bending um, að þó væri hollara að ’þiggja þau ráð sem honum bárust norðan frá eylandi því sem nú á næstu árnm, mun verða talsvert frægra en áður hef- ir verið. Og nú má skiljá hvers vegna jeg hafði hálfbúist við tíð- indum slíkum sem prófessor Har- aldur sagði mjer þama á götunni. En fáum hygg jeg að ófarir hins franska miðils hafi verið meir til skapraunar en prófessor Richet, ,því að honum er það hið mesta áhugamál, að menn hætti að heimsk- ast gegn slíkum fyrirburðum. III. Jeg skrifaði nú hinum fræga franska líffræði-öldungi, og sagði hvemig haga skal tilraunum, svo að alveg sje girt fyrir slys slík, sem nú hafa orðið á fundum með Einari Nielsen og Evu C. Brjefið var skrifað af öllu afli þeirrar sannfæringar, sem fengin er með íarigri rannsókn. Og er enginn vafi á því, að árangur verður að þessu sinni nokkur, þar sem ekki er við

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.