Morgunblaðið - 19.10.1922, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.1922, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Reynsla þúsunda hjerlandra kaupenda eru tyrggustu meömæli þessara mefl s.s .,0otniu“ um næstu hslgi koma miklar birgflir af þessum ágætu Gummistigvjelum. Bætiö aö merkinu á sóla □g hæl. Dökkgrá, 0rún, Suört og fiuít. Minni skilyrði finst mjer samt að þ'n"ið iiefði ekki mátt setja en krítíska endurskoðun trúnaðar- manna landsins á öllu samáby ryð- arfarganinu, að viðlagðri stórri ábyrgð, ef aðfinslum ekki væri hlýtt. Jeg er nú búinn að tefja yður cf lengi á að iesa þetta brjef mitt, og skal því hætta. Bið jeg yður að afsaka að jeg geri yður svona ónæði, en það0 verðið þjer að skrifa á reikning þess, að langt er síðan jeg hefi lesið nokkurt rit með eins óblandinni ánægju cg þetta“........................ Sjerstaklega skal bent á: Dökkgrá [- og brún] með|hiritum sólum og hælum fyrir böpn9 ungl. og fullorðna. — 5tárkastleg uerðlækkun. — hárus 5. húöuígsspn, Sköuerslun. — Einkasalar á íslandi og Færoyjum. — Jeg ætla ekki að birta fleiri brjefkafla að sinni, en tel víst, að af þessum 10 brjefum, sem eru úr 8 sýslum, megi nokkurn veg- inn sjá hvernig alment er litið á rit mitt, og skammir Tímans. Björn Kristjánsson. * w — smöiir (EiMrstt]. menn, settir til að meta vörur ásamt mönnum úr stjórn fjelags- ins, sem hafa þennan sama starfa á hendi ásamt endurskoðun reikn- inga. Þetta virðist gefa litla trygg- ingu fyrir því, að vörur, sem lög- skipað er að meta til útflutnings, sjen hfutdrægnislaust metnar, og kemur þar fram ein grein við- skifta óregiunnar, og ef til vill ekki svo þýðingarlítil. En vitan- Iega tekur þó samábyrgðarsfefnan ut yfir alt. Jeg man það vel, að það varð mikið umtal útaf því, a« þjer tölduð tæpar ábyrgðir hjá mönnum, sem riðnir væru við kaupfjelögin, gagnvart* bankanum, er. jeg held að það fari nú að koma í ljós ,að slíkt hafi síst verið ofmælt. Jeg læt svo úttalað um þetta og bið yður að fyrir- gefa þessa sandurlau.su þanka, en jeg hefi altaf fylgt með athygli því, sem þjer hafið lagt til um fjármál landsins, og er sannfærður um, að það hefðu fleiri þurft að gera‘ ‘. ; 7. „Jeg þakka þjer fyrir alt. gamalt og gott og nú síðast fyri^ rit þitt um „Verslunarólagið“. j Um þetta þurfti að skrifa, en allir bliðra.. sjer hjá því; svo er um flest, er menn vita fyrir fram að launin eru til að byrja með skammir og særingarvrði. Við hjep höfum fyrir löngu sjeð, að sam- ábyrgð Samvinnuf jelaganna er alt of víðtæk og altof takmarkalaus, svo að af því stafar stór hætta. Jeg áfelli ekki þá menn, sem þessu hafa hrundið á stað, því jeg tel líklegt að það hafi verið gert í góðri meiningu, en þeir fá samt áfellisdóm, ef þeir ekki gá að sjer í tíma. Þetta sem þeir balda fram, gæti gengið, ef allir menn væru eins og þeir ættu að vera, en á það hefir nú þótt vanta æðimikið, og sýnist svo, sem blöð- in finni það, eða ritstjórar þeirra ■ekki sxður en aðrir. Jeg hefi æði mikið hneigst að jafnaðarstefn- unnj °g geri enn. Þó þykist .jeg jafhan hafa gætt þess, að ganga aldrei svo langt á þessari braut, að öðrum væri gert rangt til, og jeg get t. d. ekki hugsað til þess óreiður, að heiðarlegir og áreiðan- legir menn sjeu látnir borga fyrir svik og pretti vanskilamanna, manna sem jafnvel „spekúlera“ í því að láta aðra borga. Þetta mun nú auðvitað hafa átt sjer stað hjá kaupmönnum, vegna láns verslunarinnar, en víðtæk sam- ábyrgð er síst vel fallin til að bæta úr þessu“. 8. Ur sósíalistakjördæmi er þetta brjef: „Jeg hefi nú sent út þennan ritling til þeirra manna hjer fyrst og fremst, sem beita sjer fyrir þeirri skoðun, að landsverslun og samvinnufjelög sjeu sá eini rjetti grundvöllur fyrir heilbrigðri versl un í landinu. Höfum við æði mik- ið af slíkum mönnum hjer, sem með fjelagssamtökum halda fjöld- anum utanum þessa skoðun, enda þótt fæstir þeirra eða -jafnvel eng- ir sjeu svo verslunarfróðir, að þeir sjeu færir um að upplýsa almenn- ing í þeim sökum. En nú á tímum virðist hvorki vit nje þekking vera naxxðsynlegt til að stjórna landi og lýð. Þó þætti mjer ekki ólíklegt að einhverjir af hinum gætnari mönnum að minsta kosti, fengju nokkuð að hugsa um, er þeir hafa lesið ritling yðar, því svo virðist mjer hann óhlutdrægt og rökvíslega ritaður, að sje nokk ur skvnsemisglóra ráðandi ennþá hjá þessum mönnum, býst jeg við þeir eigi erfitt með að hrekja það, sem þar er sagt. .................. Jeg þakka yður svo fyrir ritling- inn. Jeg hafði ánægju af að lesa hann, og jeg er yður samdóma um, að þó hugsunarháttur manna sje nú á þeirri ringulreið, að þeir greini ekki hið rjetta, munu þeir timar bráðlega koma, að augu manna opnast fyrir þeirri hættu, sem yfir þjóðinni vofir, ef sósíal- ista eða bolsjevíkastefna á að verða ráðandi“. 9. „Astar þakkir fyrir brjef þitt og sendinguna. Hún kom á rjettum tíma, og hefir vakið afar- mikla athygli og munu flestir á þínu máli og eru mjög ánægðir yfir hvað hógvært og „saglig“ hún er rituð. Pinst mörgum svo, sem offá eintök hafi komið, því bókin eigi að komast inn á hvert heimili. Mín skoðxin er, að allir bændur að minsta kosti ættu að lesa hana, þeir lesa með athygli og athuga betur en fólk í bæj- unum“. 10. „Að jeg fer að skrifa yður línu, sem yður sjálfsagt furðar á, j er eingöngu af því, að jeg finn hjá mjer innri hvöt til þess að færa yður þakkir fyrir rit yðar „Yerslunarólag:ð“, sem þjer haf- /ið verið svo góður að senda mjer. Jeg hefi lessið rit yðar tvisvar mjer til óblandinnar ánægju, og tr þar vissulega hvert orð í tíma talað. En sjerstaklega þykir mjer vænt um, hvað vel og rækilega þjer takið á samábyrgðarhneyksl- inu, sem samvinnufjelögin hafa svo rækilega knjesett og — því miður — fengið þingið til að við- urkenna. Þó undarlegt megi virð- ast, finst mjer að þjóðin — að svo miklu leyti sem jeg þekki til, hafi veitt samábyrgðarflækjunni tiltölulega litla eftirtekt; en nú held jeg að hún hljóti að fara að rumska. Vænt þykir mjer að þjer staðféstið þá skoðun, sem jeg hefi altaf haft, að það sje síður en svo að bankamir verði bættari fyrir samábyrgðina. En verslunarábyrgð in sem þjer nefnið, 101 manns fyrir 35 þús. kr., þar sem þó alt. tapast, sxi sönnun, sem ekki verð- xxi hrakin. Það sem þjer skrifið um við- leitni Sambands:ns til að safna afurðasölunni undir einn hatt, ætti að vera nægilegt rothögg á þá stefnu. En nú reynir á hvort á- byrgðarklafinn er svo rammlega smíðaður, að menn ekki geti los- að sig og telji sjer þann kost- inn bestan, að „fljóta sofandi að feigðarósi“. Um það skal jeg ekki spá. Hitt er mjer kunnugt úm, að bæklingur yðar hefir þegar vakið geysimikla athygli, en „Tíma- kálfurinn* og baul hans í yðar garð sætir athlægi og fyrirlitn- ingu. Dálítið furðar mig á því, að þjer ekki skylduð gera samvinnulögin frá þinginu að sjerstöku umtals- efni, bæði hina hneykslanlegu við- u kenningu á ótakmarkaðri sam- ábyrgð, sem fylsta ástæða hefði verið til að banna með lögum, og skattfrelsinu, sem ekki er síður hneykslanlegt og ranglátt, enda stríðandi á móti allri venju á öðr- um sviðum ....................... Um nokkurt skeið hefir þeim, sem búa vestan. og austanmegin Eyjafjarðar, þ. e. Eyfirðingum og nokkrum hluta Þingeyinga.þótt að þeir búa við heldur þröng- an kost, hvað samgöngur snertir a Eyjafirði. Eru nú farnar að heyrast um það allmargar raddir, að svo búið megi ekki standa, því samgönguleysi standi nú oi’ðið mjög fyrir þrifum hreppum þeim, sem að firðinum liggja. Nú síðan landpóstferðir voru lagðar niður frá Akureyri til Siglufjarðar, er ferðum svo hátt- að um fjörðinn, að póstbátur fer hinar lögskipuðu ferðir lands- póstsins aðeins 15 sinnum á ári. Sjá allir hvílíkur bagi er að því, 1 fyrsta lagi, að fá ekki póst nema svo strjált, og í öðru lagi, að þurfa að sæta svo ónógum og strjálum ferðum allan ársins hring. Óhætt er þó að fullyrða, að í Eyjafjarðarsýslu er nú orðið svo mikil þörf fyrir tíðar og hagan- legar ferðir um fjörðinn, að stór- bagi er að því, ef ekki skipast til hins. betra, um það mjög bráð- Ixga. Við fjörðinn eru fjölmenn- ustu og fiskisælustu útgerðarpláss a Norðurlandi. Stöðugt samband og umferð milli þeirra er nauð- synleg atvinnuvegum og einstak- l.'ngum. Að vestan verðu eru þessi bauptún: Hjalteyri, Dalvík og Ólafsfjörður, þar að auki Hrís- ey, sem kauptún má nefna, en að austan Svalbarðseyri, Kljá- strönd og Grenivík. Og miklu málx skiftir það í þessu efni, að fjöl- mennar sveitir með blómlegum búskap, liggja að flestum þessum kauptúiium og skapar það að sjálfsögðu enn meiri þörf fýrir góðum og hagfeldum samgöngun; um fjörðinn. Segja má, að daglega sje eim hvar fleyta á ferð um Eyjafjörð, minsta kosti að sumarlagi. En þó svo sje, er almenningi ekk- ert gagn að því. Þær ferðir, sem aimenningur á að hafa not af, verða að vera skipulagsbundnar og fastar og kunnar fyrir fram, svo á þær sje hægt að treysta. Einhver mun ef til vill halda því fram, að nægilegar samgöng- ur hljóti að vera um Eyjafjörð, þar sem svo mörg skip gangi á milli Akureyrar og Siglufjarðar. ■ Biðjið aldrei uin »átsúkkulaði«. Það á ekki saman nema að nafninu. — Biðjið um Tobler Af bragðinu skulu þjer þekkja það. É | Þórður Sveinsson & Co. | 2 herbergi með húsgöngum áskast f 3ja mánaða tima. Uppl. I H a n skabúðinni. En það er misskilningur. Þessir tveir staðir eru endastöðvar, og þau pláss sem á milli eru, hafa engin eða sáralítil not af því sambandi, sem er á milli þessara endastöðva. En frá Akureyri út um allan f jörðinn, að austan og vestan, eru nauðsynlegar tíðar ferðir,vetur og sumar. En 15 ferðir á ári,. sem hjeraðsbúar geta notað og vita af, eru gersamlega ónógar.. Sem dæmi þess, hve afskaplegat það getur verið dýrt og örðugt;* að komast leiðar sinnar um Eyja- fjörð má geta þess, að í haust: varð einn embættismaður vestan. fjarðarins utarlega, að borga meira. fyrir sig og konu sína til Ak- uieyrar og heim aftur, en frá: Akureyri og hingað suður og norður til Akureyrar aftur. Póst-- bátinn gat hanix ekki notað hvor- uga leiðina. Þar sem svo er hátt- að um samgöngur og þetta, er- ekki að furða þó gerðar sjeu kröfur til umbóta. Póstbátur sá, er nú annast hin- ar lögskipuðu 15 ferðir á ári, rnundi fást til þess að fara helm- :ngi fleiri ferðir, 30 ferðir á ári,, ef til þess fengist 4000 króna styrkur til viðbótar við þann styrk, sem þegar hefir verið veitt- ur. Að 15 ferðum bátsins í við- bót, væri að sjálfsögðu mikil bót.. Nxx er það samhljóðá krafa Ey- fírðinga og sjálfsa'gt mjög margra Þingey'nga líka, að á næstu fjár- lögum verði Eyjafjarðarsýslu á- ætlaður þessi styi'kur, svo sam- göngur um sýsluna geti færst til’ beti'a horfs en áður hefir verið. Eyjafjarðarsýsla- mun leggja svo. mikið í ríkissjóð * í samanburði' við aðrar sýslur landsins, að eng- in ósanng’rni mun í Þyí felast,. þó henni væri veittur þessi sam- göngubótastyrkur. — Málinu mun verða haldið vakandi, og þing- menn sýslunnar fá að sjálfsögðu umboð til þess að leita þessa rík- isfiamlags til samgöngubóta inn- an sýslunnar á næsta þingi. Ey- firðingar vænta þess, að Alþingt líti á það mál af fullri sanngirni.. Eyfirðingur. o » -- Heilagt málefnL Jeg, sem þessar línur rita, er nú tekinn að eldast, svo jeg man tíð þá, er ólík var þessari. Þykir mjer ekki alt hafa breytst til. batnaðar, en þó firnar mig mest hin miklu lögbrot, og þá ekki síst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.