Morgunblaðið - 14.02.1923, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.02.1923, Blaðsíða 1
Stofnandi: Vilh. Finsen. LANDSBLAÐ LÖGRJETTA. Ritstjóri: Þorst. Gíslason, 10. ái*g. 87. iölubl. Míðvikudaginn 14. febrúai* 1923. ísafoldarprentsmiðja h.f. Gamla Bíó i Sjönleikur í 5 þáttum frá U F. A Berlin. Sagan gjörist í Ilollandi; myr.din erfalleg og spenn- andi, efnið er hrífandi. Aðalhlutvorkið leikur: Loite Neumann og Alfons Fryland. Erl. símfregtiir Khöfn J2. febr. Herskipin i Smyrna. Yfiifoiingi tyrkneska setuliðs ins í Smyrna og foringjar her skipa þeiira frá bandamönnum. er liggja þar á höfninni, hafa komið Bjer saman um, að aðhaf ast-ekkert viðvíkjandi því hvort skipin skuli mega dvelja þar framvegis eða ekki, fyr en stjórn- málasamningar hafa farið fram um málið milli rjettra hlutað- eigenda. Enska Parlamentið kemur saman á morgun til þess að ákveða, hvaða stefna skuli tekin i utanrikismálunum. (Vegna fjarveru Curzons utanríkisráð- herra, hefir stjórnin ekki tekið ákvörðun um, hvernig Bretar eigi að snúa sjer, hvort heldur er í skaðabótamálinu og innrás Frakka í Ruhr-hjeraðið eða gagn- vart Tyrkjum og ófriðarmálunum í Litlu-Asíu og Balkan. Curzon er nú komin heim frá Lausanne, og má því bráðlega vænta fregna um hvað Bretar ætlist fyrir). Dýrtiðin i ÞýskaSandi. Síðasta visitala í Þýskalandi, fyrir febrúarmánuð er 5967 Röntgen látlnn. Hinn heimsfrægi iæknavísinda maður Röntgen er látinn — Wil- helm Kourad Röntgen fæddist ár- ið 1845, Lennep í Rínarlöndum og mentaðist í læknisfræði í Zurich. Þrítugur varð hann prófessor í Hohenheim og síðan við ýmsa aðra háskóla. I nóvember 1895 birti hann uppgötvun þá, sem hann síðar varð frægur fyrír um allan heim, geisla þá sem við hann eru kendir, en víða voru kallaðir X-geislar framan af. Ganga þeir í gegnum ógagnsæja hluti og með notkun þeirra varð fært að skygnast inn á ný svið, sem áður voru hulin Hefir upp- götvun þessi haft ómetanlega Þýðingu fyrir læknavísindin og er nú notuð um allan heim. Eftir þetta gaf Röntgen sig mest að eðlisfraiðilegum vísindum og varð Auglýsingar i Morgunbladið þurfa að koma fyrir kl. 3 daginn fyrir útkomud. prófessor í tilrauna-eðlisfræði í Munchen 1899. Verðlaun Nobels fjekk hann árið 1901. Þvingunarráðstafanir Frakka. Fregnir frá Dysseldorff stað- festa þá fregn, að Frakkar ætli að neyða Þjóðverja til þess að kaupa frönsk hráefni, og hafa jafnframt bannað allan útflutniug frá herteknu hjeruðunum til Þýskalands. Bannið Finnlandi. Símað er frá Helsingfors, að ríkisþingið hafi felt frumvarp um, að láta þjóðaratkvæði fara fram um bannið i Finrtlandi. Frakkar viðurkenna Sovjetstjórnina. Simað frá París, að nefnd franskra fjármálamanna sje að leggja af stað til Rússlands. Eri búist við, að það eigi ekki langt í la.nd, að Frakkar viðurkenni ráðstjórnina. iu- os UÚÍ í Um fyrri helgi gerði aftaka norðanbyl á Norðurlandi, með mikilli snjókomu og veðurhæð. Varð veðríð mest á mánudaginn og gerði þá ýms spell á bátum og bryggjum. A Dalvik við Eyjafjörð gerði feiknabrim, og braut það tvær af bryggium þeim, sem þar eru, og munu þær hafa gereyðilagst. Ennfremur sökk þar á legunni mótorbátur. Heflr það að vísu komið fyrir áður, að bátar hafa sokkið þar, en þeir hafa jafnan náðst upp aftur, og eru því lik- in^i til, að eins verði um þenna. Á Sauðárkróki urðu og mildar skemdir á bryggju. Gerði þar þvílíkt brim, að slíkt heflr ekki kornið þar í fjöldamörg ár. Braut það upp ísinn á Hjeraðsvötnun- um að vestanverðu. En hann rak vestur með söndunum og lenti hver jaklnn öðrum meiri á bryggjunni og braut hana stór- kostlega. Um aðrar skeradir hefir ekki frjetst að norðan. En búast má við, að eitthvað hafi orðið að ann- arsstaðar,, því veðrið var hið af- skaplegasta. Frá Danmörku. 10. febr. Það er opinberlega tilkynt, að verslunarmálaráðherrann muni leggja fyrir þingið frv. til laga um, að ríkið veiti aðstoð sína til þess, að innlánseigendur hjá 7 bönkum dönskum, utan Kaup- mannahafnar, verði trygð endur- greiðsla á 85% af því fje, sem þeir hafa tapað. Ætla3t er til að styrkur rikisins skiftist á fimm ára tímabil, frá janúar 1925 að telja, og verði skift þannig á bankana, að þeir verði færir um að greiða inneigendum 85%. Þeg‘ ar lagt er við það sem þeir sjálfir geta int af hendi Skýrslur hagstofunnar dönsktf um utanríkisverslun Dana 1922 sýna að inn hafa verið fluttar vörur fyrir 1448 milj. kr. en út fyrir 1173 milj. kr. Árið 1921 voru þessar töiur 1544 og 1383 miljónir krónur. Vör'umergðin, bæði innflutt og útflutt hefir auk- ist mikið síðasta ár, og vöruverð jafnframt lækkað að mun. Formaður heildsalaráðsins, Ernst Meyer stórkaupmaður með- eigandi firmans Becket & Meyer, sera óskaði þess í september'síð- astliðnunTað fá lausn frá banka- stjórastöðu í Landmandsbanken, hefir nú tilkynt bankaráðinu að hann vilji draga sig í hlje undir eins og eftirmaður hans sje skip- aður, en sje fús til að setja í bankaráðinu áfram. Heilsa mín er síðan stórum betri en áður og þakka jeg það heilsuhælislækni og öllum er veittu mjer aðhlynningu á með- an jeg var þar. Ber jeg mjög hlýjan hug til allra þeirra og tekur sárt ef þeir þegja er hafa að eins gott um fólkið að segja — því það er rangt vegna árásanna hvernig sem á þeim stendur. Sannleikans vegna bið jeg Lög- rjettu að ljá þessum fáu ofanrit- uðu línum rúm. Vatnskarðshólum í Mýrdal um jólin 1922. Ouðrún Ólafadóttir. Blöðin tala mikið um Vífilstaða- hælið á þessum tímum. Og mjer finst það ekki altaf góðgirni. Að minsta kosti get jeg ekki sagt söguna á sama hátt og þeir, sem hafa aðeins ilt um hælið að segja. Jeg var þar til lækninga á sjö- unda mánuð 1920, líklega 1. eða 2. hjeðan úr Vesturskaftafells- sýslu er hefir notið hæiisvistar þar. Jeg fiuttist þangað 2. maí 1920 eftir þriggja mánaða sjúkradvöl annarsstaðar. Var inögur og lít- ilfjörleg mjög er jeg kom þangað. 16. júní fór jeg að hafa fótavist 1 kl.st. á dag, eftir læknisráði, fór svo smá batnandi þar til jeg fór að liggja í leguskála og hafa útivist. Sigurður Magnússon lækn- ir reyndist mér ágætlega og sömu- leiðis öll hjúkrun á hælinu. 0g reynslan er ólýgnust ura matar- hæfið þar; þegar jeg fór var jeg vel feiFwðin og braggleg til út- lits. Hitt og þetta. Herioginn af York, næst- elsti sonur Englakonungs, opin- beraði trúlofun sina um miðjan siðasta mánuð. Heitir konuefnið Elísabeth Angela Marguerite Bo- wes-Lyon og er dóttir Strahtmore lávarðar, jarls af Strahtmore og Kinghorne. Er það æfa gömul aðalsætt. Hertoginn af York er fæddur 14. desember 1895 og þannig rúmlega 27 ára gamall. Fimmburar fæddust eigi alls fyrir löngu austur í Indlandi og lifðu öll börnin eftir fæðinguna. Er þetta eins dæmi i heiminum. Setulid Amrikumanna wið Rin, eða síðustu leifar þess, 1000 manns undir stjórn Allen hershöfðingja, var kvatt heim, skömmu eftir að Frakkar rjeð ■ust inn. í Ruhr-hjeraðið og telja margir þetta vott um andúð Ameríkumanna gegn Frökkum. Herliðið fór frá Koblenz 21. f.m. Victor Sjöström kvik- myndaleikari er nýlega farinn til Ameríku. Hafa honum þar boð- ist girnileg boð hjá Goldwyn- fjelaginu, sem vill ráða hann til þriggja ára til að stjórna töku á fjórum myndum á ári. Verður þess því ef til vill langt að bíða, að sænskar myndir komi frá meistarahendi hans. Dagbóh. Alþýöublaöiö flutti svohlj. ávarp til lesenda sinna 10. þ.m.: »Alþýðumenn, sem hafið gerst eigin böðlar með því að vanrœkja að kaupa ykkar eigið blað, hrindið af ykkur þeirri skömm strax í dag«. Þeýta var rjeot eftir að skýrt hafði verið frá því fyrir húsfylli á flokks- fundi að Aíþ/ðubl. hefði ekki nema um 500 kaupendur hjer í bæuum og lelðtogarnir höfðu með gífuryrðum skammað flokksmenn sína fyrir það, að þeir keyptu ekki blaðið, Frásögn- Nýja Bió II. partur Samsons kraffiar sýndur í kvöld kl. 9. na um þetta hafði Morgunbl. eftir heyrnarvotti á fundinum, og það veit, að mörgum manninum, sem þar var staddur, datt- í hug eitthvað í þessa átt: Þið eigið sjálfir sök á því, ieið- togar góðir, að við viljum ekki kaupa Alþ.bl. — okkur þyklr það ósannsög- ult, leiðinlegt, illyrt og heimskt; þess vegna kaupum við heldur önnur blöð. Skammið þið sjálfa ykkur, en ekki okkur fyrir það, ef ekki er hægt að halda blaðinu úti, því þið eigið skamm- imar skilið, en ekki við. — Og hvernig lýst nú flokksmönnum blaðsins, sem á fundlnum voru, þar sem skýrt var frá því að blaðið hefði aðeins 500 kaupendur í bænum, á það, að nú lýsir blaðið það ly-gi að um þetta hafi verið taiað á fundinum enda þótt hlustað hafi verið á það af fullu húsi manna. Kjartan Olafsson heitir ungur maður, sem nýkomlnn er frá Noregi í verslunarerindum og verður hjer um tíma, sonur Ólafs Felixsonar ritstjóra, sem roargir kann- ast hjer við. Hr. Kjartan Ólafsson er uppalinn í Noregi, en hefir á síðarl árum farið víða um Norðurálfuna sem verslunarerindreki. Goöafoss var á ísaflrð) í gær. Þýskur togari kom hjer inn í gær með annan eftirdragi, þýskan. Hafði gufuketil - inn bilað á honum, og ætlar hann fá aðgerð á því hjer. Villemoes fór hjeðan kl. 2 í gær til Vesdur landsins. Togararnir Skúli fógeti og Gulltoppur kom veiðum í gær og föru samdægurs með afiann til Englauds. Ellíheimiiið biður vini sína að afsaka hvað lengi dregst að birta gjafa þeirra liðna mán- uði; en ekki veitir því af styrk áfram því að iág meðgjöf vistarmanna nægir ekki fyrlr reksturskostnaði. Guöþjónustur Föstuguðsþjcmusta í dómkirkjunni í kvöld kl. C sjera Friðrik Friðriksson Prófræður sínar flytja guðfræðiskandidatar þeir, sem nú eru að ljúka pröfi, i dómkirkji unni í dag kl. 2. Jón Dalmann verður 50 ára í dag, Kórfj. PAIs Isólfssonar samæfing í kvöld kl 9V2 stund- víslega. D.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.