Morgunblaðið - 17.02.1923, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.1923, Blaðsíða 2
M UKliUNBLAÐIÐ Þórður Pálsson 1 æknir. líví skyldu aðrir yrkja um þig ■en ekki jeg? Við lögðum saman, leiddumst þó um langan veg aneð ijetta pyngju, lítinn mal «g ljeleg föng; en það var eins og þreytan hyrfi er Þórður söng. Við drýgðum marga dáð á meðan ■dagur var, því erfiði og annríki «r alstaðar; •en þegar loksins kyrðin kom og kvöldin löng ■og hurðir lukust, þá var það •að Þórður söng. Ef sorg og kvíði komu af gangi í kofann inn, þá greip hann Þórður greitt og stilti guitarinn; þær illu vættir æddu burt -um undirgöng, því þeim varð ekki þarna vært, er Þórður söng. ( Það gaf nú stundum illa á i opttöm sjó, er reiður Kári reif og sleit í rá og kló, og bljes af mætti og beljaði svo buldi röng, en það var eins og þunga ljetti, er Þórður söng. Og þá er að kveðja og þakka af hjarta Þórður minn, því fundum okkar forlög slitu fyrst um sinn; En gleðin hún er lífsins besta lyftistöng, <og það kendi enginn þunglyndis er Þórður söng. Ingólfur Œslason. Opið brjef tii forseta og fulltrúaráðs hins íslenska bókmentafjelags. Herra forseti! Háttv. fulltrúaráð! Jeg dirfist ekki, að Svo stöddu, að efast um drenglund yðar, nje nokk- urs þess manns, er skipar fulltrúa- ráð hins íslenska Bókmentafjelags; jeg er þess fullviss, að hlífni ein við mágana fornu, herra Einar upp- gjafasýslumann Benediktsson og herra Ama Pálsson, núverandi rit- stjóra Skírnis, hefir ráðiS því, aS þjer, háttvirtu herrar, hafið enn sem komið er ekki látið til yðar heyra um það ósæmilega athæfi rit- stjórans, að taka í Skírni, ár.srit gam als hefðarfjelags, rampersónulega glapyrðagrein: „Landmörk íslenskr ar orðlistar' ‘, athugasemdalaust, og án þess að gefa mjer, sem fyrir átti að verða, tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð mjer samstundis, «f mjer svo sýndist. Hins vegar verður mjer vart með nokkurri sanngirni láð það, að jeg uni þvi ekki lengur, að málið liggi framveg- is í þagnargildi af fjelagsstjórnar- innar hálfu. Skal nú í það minsta á L«ikfjelag Reykjawikur. nýársnóttin verður leikin í kvöld kl. 8 síðd. Aðgöngumiðar verða seldir í dag kl. 10—1 og eftir kl. 2. það hætt, en fjelagið ráða, hvorum því þykir hentast að veita til fram- búðar, þessum árna-kjörna heima- hilmi og lafalyfti hans, eða mjer, sem hefi það eitt til sakar unnið, að vera að ósekju sakfeldur. Sje stjórn- in þeim ósköpum slegin, að hún samsinni ritstjóra í því, að æru- meiðandi (og næsta augljós) ósann- indi, græskufullar getsakir, slark- málgir sleggjudómar en afbakaðar tilvitnanir, sje Skírni samboðinn ritháttur, þá finst mjer hreinlegast að hún sýni það ekki eingöngu á borði, heldur játi hún það einnig í orði. En ekki trúi jeg því, fyr en jeg tek á, að nokkur ótryldur maður vilji verða til þess, að verja þetta drengskaparbrot Árna nje tengja meðmæli við níð Einars. Hinu gæti jeg trúað, að Arna þegar iðraði yf- irsjónar sinnar og leiðitemi; játi hann það, er hann drengur að betri, og má óskemdur kallast; en Einari mun gagnrýnis-yfirskynið reynast götóttur huliðshjálmur, og er það þá ekki í fyrsta skifti, að sú verja svíkur hann aumingja ólánsbjálf- ann. Fari nú þó svo, að tröll ráði tafli, og að stjóm Bókmentafjelags- ins, hvort heldur með þögn eða þulu, leggi blessun sína á þessa mik- illátu mága, sem virðast unnast til ærsla, og það jafnvel að tengdunum týndum, þá nenni jeg ekki lengur að fylla þann fjelagsskap. Með fullri virðingu. Gentofte pr. Værlöse, 22. des. 1922 Gunnar Gunnarsson. Aths. Birting þessarar greinar hefir dregist, eins og margra ann- ara, vegna prentaraverkfallsins. En geta má þess„ að það er misskilning ur hjá háttv. höfundi hennar, að fulltrúaráð Bókmentafjel. hafi eftir lit með ritstjórn „Skímis“ ; hún er í höndum ritstjórans og undir eftir- liti fórseta f jelagsins eins, þótt full- trúaráðið geti að sjálfsögðu, ef því þykir við þurfa, látið alt, sem tíma- ritið snertir, til sín taka. Á hinu þarf engan að furða, þótt höf. greinarinnar taki ekki þegjandi við jafn-ómaklegum og ósanngjömum dómi og „Skírnir“ flutti um hann siðastliðið sumar. Ritstj. Fyrir ófriðinn var ísland eitt allra N'orðurlanda um aðflutnings- bann á áfengi. Hin löndin höfðu fyrir áhrif sívaxandi bindindis- hreyfingar, sem styrktist drjúgum við almennan áhuga fyrir bættum þjóðfjelagshögum, smámsaman hert á áfengislöggjöf sinni, en bannið, sem slíkt, stóð þeirn fjarri. Ófriðar- ástandið heimtaði hins vegar vægð- arlaust, að neytsla áfengis yrði tak- mörkuð, og bindindishreyfingunni kom því úr þeirri átt máttur til nýrrar framsóknar. Af þessum rót- um er banni í Finnlandi runnið, brennivíns- og heitvínabannið í Nor egi og hinir afarháu skattar á á- fengum drykkum í Danmörku. Áfengismálið er þannig orðið tíð- rætt mál á Norðurlöndum. Skoðan- irnar skiftast um stefnuatriði og fyrirkomulag sölu. Á ríkið að verða áfengisframleiðandi og áfengiskaup maður eða ekki? Hver aðferðin er ákjósanlegust ? Löndin eru fimm, og aðferðirnar eru líka fimm. Þær eru mjög mismunandi, en fjórar þeirrar eru þó í einu tilliti eins og gagnstæðar hinni íslensku. Fjórar aðferðirnar hafa það nfl. sameigin- legt, að það er samræmi í því, hvern ig þær eru úr garði gerðar. Þær leggja ekki jafn fastar hömlur á notkun alls áfengis, en gera hörð- ustu atlöguna að sterkustu drykkj- unum, þeim sem hættulegastir eru fyrir þjóðfjelagið að því er ætla má, og slaka á hömlunum eftir því sem drykkirnir, er í hlut eiga, verða veikari. Samkvæmt fyrirkomulagi Dana og Svía eru mörkin dregin milli brendra og óbrendra drykkja. í Svíþjóð er með lögum fyrirskip- að hve mikið af brendum drykkjum hver einstakur borgari megi fá, en í Danmörku eru takmörkin dregin óbeinlínis, á þann hátt, að afarháir tollar eru á brendu drykkjunum, Norðmenn hafa sett 14% að rúm- magni sem hæsta mark fyrir áfeng- isinnihaldi þeirra drykkja, er selja megi á löglegan hátt í landinu og útiloka þannig brenda drykki og sterkari vín frá neytslu. Að síðustu hefir Finnland reynt að afnema alla áfengisnotkun á þann hátt, að setja hæsta leyfilega áfengisinnihald drykkja 2% og banna alla sterkari. Sá, sem drekkur vín, fær algerlega óverðskulduð forrjettindi. Máske má kenna þetta óhjákvæmilegum at- vikum. það vita allir. En væri ekki tímabært að taka afleiðingunum af því, sem orðið liefir? Inriflutningur víns er nú einu sinni orðinn frjáls; það er leitt eða gleðilegt, eftir því hvernig á það er litið, en rökrjett afleiðing þess er, að ölið komi á eft- ir. Menn geta litiö svo á, að drykkir með alt að 21% áfengi sjeu skaðleg- ir, og menn geta álitiö, að bannið eigi að gilda alla drykki, sem hafa yfir 14% áfengi (eins og í Noregi), eða þá, sem hafa yfir 2% áfengis (eins og í Finnlandi), en það brýt- ur í bág við alla rökrjetta hugsun, ef menn halda því tvennu fram sam tímis, að áfengismarkið skuli vera 21% (vín) og 2—3% (öl). En þessi stefna hefir ráðið gjörðum löggjafarvaldsins. Þarf því ekki að undrast þó að öðrum Norðurlanda- búum verði það á, að glotta að hinni einkennilegu áfengislöggjöf íslendinga. M IMnuM Höfnin. Á fundi hafnarnefndar hafði verið rætt um lóðarrjettindi Slippsins; hafa hafnarstj. og borg- arstj. rannsakað það mál, og lögðu þe;r til að málið yrði sett fyr- ir merkjadóm, og fjelst hafnar- nefndin á það. Ennfremur var rætt þar um brjef h.f. Eimskipafjelagsins, þar sem farið er fram á niðurfærslu a vörugjaldi, þegar um umhleðsl- ur er að ræða. Lagði hafnam. til, að aftan við 16. gr. reglugj. um hafnargjöld í Reykjavík, bætist: „Hálft vörugjald skal og greiða fyrir þær vörur, sem fluttar em úr ski|pi í strandferðaskip og ætlaðar eru til annara hafna inn- anlands og fyrir þær vörur, sem koma með strandferðaskipum frá Ilvað sem annars verður sagt um| ö?rum höfnum innanlands og eru þetta fyrirkomulag, þá verður 1$ fkttar í önnur skip.“ viðurkenna, að það er rökrjett og I Á full(ji þessum hafði og hafn- sjálfu sjer samkv.Það beitir ekki ákveðna drykkjartegund ýmsum á kvæðum sitt á hvað. J>ar kemur hvergi fram, að glas af brennivíni með 40% styrkleik sje bannað, (jn glas af jafnsterku konjaki sje leyft. En hvernig stendur svo fyrir- lcomulagið hjer að vígi, þegar það er borið saman við fyrirkomulag annara norrænna landa? Hjer er ekkert gilt hámark, sem yarðar all- ar tegundir áfengra drykkja, bygg- ist ekki á neinum innri rökum og er ekki sprottið af ákveðinni og vel hugsaðri viðleitni á því að taka fyr- ir eða draga úr misbrúkun áfengis. íslenska fyrirkomulagið er ósaman- hangandi og ruglingslegt fálm. Það leyfir notkun vína, sem innihalda alt að 21% áfengis, en leyfir ekki notkun ýmsra annara drykkja, sem innihalda miklu minna áfengi. Það bannar vín, sem innihalda meira á-> fengi en 21% og alla brenda drykki (með 40—45% áfengi), en það arstj. lagt fram uppástungu að viðgerð á Orfirseyjargarðinum, en ákvörðun um þá uppástungu var frestað til næsta hafnarnefndar- fundar. 1 samhandi við þessa fundar- gerð kvað G. Claessen að hafn- arnefndarmenn virtust vera furðu rólegir með þann skaða, sem orðið hefði á höfninni 17. janúar. Það gæti valla heitið að komið hefðu fyllri upplýsingar um skemdirnar en dagblöðin hefðu flutt. En nú væri það mjög æskilegt að fá að heyra, hvaða hugmyndir hafn- arnefndin hefði gert sjer um skemdimar, hvort þær væru af því, að verkfræðingarnir hefðu bygt garðinn eins og böm, eða af því að honum hefði verið illa við haldið, eða of mörg skip bundin við hann. Nefndin hlyti að hafa þrauthugsað þetta mál og komist að fastri niðurstöðu. Ennfremur væri æskilegt að fá bannar líka öl með 3—4% áfengi. | að heyra, hvað mikið hafnarn. hugsaðx sjer að skemdirnar kost- uðu og á hveru hátt best væri að bæta garðinn. Því væri hann að einhverju leyti ekki rjett eða traust bygður, væri að sjálfsögðu ekkert vit í að byggja hann eins aftur. Oskaði hann upplýsinga nm þessi atriði. J. Ólafsson kvað ekki nnt að sVara þessum fyrir- spurnum, því það mundi ekki einn maður á þes.su landi geta gc-rt sjer grein fyrir hversvegna garðurinn hefði bilað. Annars væri það verkfræðinganna að rannsaka það. En augljóst væri það auðvitað, að garðurinn hefði ekki reynst nógu sterkur. Upp- haflega hefði garðurinn á þessu svæði verið ákveðinn 1 alin dýpri. En við það hefði verið hætt, en vatnshelda steypan verið höfð í þess stað 1 alin hærri. En einmitt á þessu svæði ljeki sífelt um þungur straumur og sjór, og á því hefðu menn ekki varað sig og mundi því garður- inn hafa verið veikastur þar sem hann hefði átt að vera sterk- astur. Hefði hann þetta eftir hfnarstj. En nú hefði hafnarstj. hugsað sjer alt aðra aðferð víð viðgerð á garðinum — að undir- staðan væri geð miklu tryggari. En óráðið væri alt um það, hvern- ig farið yrði að því á einn eða annan hátt, að bæta þetta tjón. Borgarstj. kvað ekki tímabært að ræða þetta mál á þennan hátt á þessum fundi, því enn vantaði ýmsar upplýsingar um málið, en þær fengjust ekki fyr en ítarlegri skýrsla og áætlun frá hafnarstjóra væru komnar og þær mundu koma a næsta fund bæjarstjórnar. Um fje til framkvæmda á viðgerðun- um væri það að segja, að nefnd- in hefði hugsað sjer að fá frest á einni afborgun, sem ætti að fara fram á einu láni hafnarinnar. — Það væri eina ráðið. Gnnnl. Claessen kvað undarlegt e± ekki mætti ræða um jafn mik- ilsvert mál í bæjarstjórninni nú þegar. Kvað hann það t. d. mjög fróðlegt að fá að heyra hvort r.efndin hugsaði sjer að hægt væri að nota sömu undirstöðuna undir garðinum eða ekki. Ennfremur hvort hafnamefnd hugsaði sjer að binda skipin framvegis við hafn- a.rgarðmn. Því það væri í ahnæli, að skipin hefðu ekki átt litinn þátt í því, að garðurinn hruridi. Hafði lík skoðun komið fram hjá allmörgum bæjarfulltrúum. Um ágreininginn milli Slippfje- lagsins og hafnarnefndar tók borgarstjóri það fram, að súdrátt arbraut, sem fjelagið hugsaði sjer að gera, kæmi svo mjög í bága við fyrirhugað skipulag á hafn- arvirkjunum framvegis, að það væri tæplega unt að leyfa að byggja brautina. Og því væri það ráð tekið, að láta merkjadóm skera úr málinu. (í merkjadómi eiga sæti Björn Þórðarson, Sig. Þórðarson fyrrum sýslumaður og Sig. Tboroddsen). Nefnd var kosin til að gera tillögur um úrskurð á kærum yfir alþingis- kjörskrá. Kosnir voru bcrgarstj., Jón Baldvinsson og Guðm. Ás- björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.