Morgunblaðið - 21.02.1923, Page 3
MOköUNBLAÐIÐ
inrnniiiTTmi Mii'»'iirinn.i..i . ■'"»
9 I
De FDrenede malerm. Faruemölle
KaupmannahBfn
Stofnsetl 1845.
Gpttnnegsds SS.
Sintn.i FarvemSlli
Selur allsk. málningevSrur. Margra ára notkun á Is-
landi heflr sýnt að farfi vor á sjerlega vel við ísl. veður-
áttufar. — Skrifið eða símið fyrirspurnir um verð o. þ. h.
jUXXXijijíi TniimmjujrrTrmmmr rmmnH
Jarðynkjan.
Eftir Lúðvík Jónsson.
Hún er það grundvallaratriði
landbúnaðarins, eða grasræktin
hjá oss, sem búíjárræktin bygg-
ist á að meira eða mmna leyti.
Að vísu lifir búpeningur manna,
sauðfje og hross, hjer allmikið
a vetrarbeitinni, en hún er engan
veginn eiuhlít tii að tryggja mönn
um sæmilegt gagn af búfjár-
haldinu og sjá skepnum þeirra
íarborða gegn vetrarharðindun-
um. l->ess vegna þarf jarðyrkja
vor að kornast í það horf, að
bændum veitist kleift, með hæfi-
legum tilkostnaði, að afla þeirra
heyja á sumrum, er nauðsynlega
þarf til ( framfæris búpeningi
þeirra á vetrurn. En til þess að
þao megi verða er höfuðatriðið,
að menn hafi uóg gras út á
að ganga og að aðstaða þeirra sje
sem best gaguvart lieyskapnum;
að heyskapurinn sje með öðrum
orðum auðsóttur.
Það mun sanni nær, að % af
lioyaila vorum að hestatölunni til,
sje féngiun á óræktuðu laudi;
og gera má ráð íyrir því, að
mikill hluti þess lands, er slegið
heíir verið utan túns, hafi verið
fremur ljelegt og reitingssamt
engi. En eins og sakir standa
nú með kaupgjaldið og afurða-
sölúna, skal öllu til skila haldið
iyrir bændur, ef slíkul, heyskap-
ur á að borga sig. Öðru máli
er að gegna með þann heyskap,
cj- fengist hefir af ræktuðu
lciudi. Augu nianna eru farin að
opnast fyi'ir því, að túnblett-
irnir og ávoituengjar, þar sem
þeim er til að dreifa, sjeu þrauta-
skjól íslenskra bænda á gras-
kysisárunum, — þegar í nauð-
iinar rekur með heyskapinn og
þar af leiðandi muni aukin tún-
rækt vera framtíðarvegur þessa
lands. Og þetta mun rjett vera,
því bæði er það, að í harðærun-
liiiii' bregðast grasgefin tún og
áveituengi síst, og annað hitt,
að þar er jafnan fljótfengnari
og kjarnmeir. lieyskap að fá en
c. óræktar engi.
. Hvað jarðyrkjunni (túnræktun)
viðvíkur, kemur þar fyst til
greina að ryðja þýfinu úr vegi,
til «ið greiða götu hestaflsins og
lieyvinnuvjelanna að heyskapnum;
þar næst rekur að því, að gera
jarðveginn svo úr garði, að lianii
hæfi þeim gróðri, er þar á að
spretta, túngrösunum: veita loft-
rásinni aðgang, losa landið við
óþarft vatn, girða það gegn
gripaágaugi og síðast en ekki
síst, að bera á völlinn, svo hann
spretti vel.
Fyrsta skiiyrðið fyrir aukinni
túnrækt er óneitanlega áburður-
inn.Án hans er jafnan unnið fyrir
gíg að jarðabótunum. Það sem
einna mest hefir staðið túnrækt
vorri, jarðyrkju og nýyrkju al-
ment fyrir þrifum, er áburðar-
skortui'inn. Það er áburðurinn,
en hvorki landþrengsli nje berst-
ur á heutugum túnstæðum, er
hingað til hefir ráðið mestu um
túnstærðirnar k IslaiTdi; liaiin hefir
sett þeim mönnurn stólinn fyrir
dyrnar, er feginsam'lega vildu
auka garðholurnar sínar, og í
samræmi við hann verða tún-
aukarnir að gerast, ef túnblett-
irnir, sem fyrir eru, eiga ekki
að rænast áburðinum og lenda í
riðurníðslu. Þvi er vert að gera
ofurlitla grein þess, hvernig bæta
megi úr áburðarþörfinni, áður
en lagt er á vaðið til ræktunar-
aðferðanna.
«ú áburðartegund, sem mestu
varðar ísleuska bændur og tún-
æækt vor nær eingöngu hefir,
haft við að styðjast, er eins og
allir vita, búpeningssaurindin. —
Nú var þess fyr getið, að engja-
heyskapurinn muudi nema tveim
þriðju af heyafla vorurn, og að
bændur mundu hafa lítinn eða
jafnvel engan áburð afgangs frá
túnræktinni. Því er von að menn
spyrji: Hvar eiga bændur að
taka þann áburð, er nauðsyn-
lega þarf til jarðabóta og auk-
innar túnræktar, ei megiiið af
engjaheyskapnum ætti að íalla ur
sögunni og allur heyskapurinn
eða því sem næst, að fast af
ræktuðu landi, aðallega túnun-
um 1 En svarið er á þá laið, að
þann áburðarauka mundu bændur
hafa í heudi sjer, með góðri á-
burðarliirðingu og haguýting a
þeim efnum, er tilfalla búum
þeirra, og meira eða minna a-
burðargildi hafa í sjer fólgið.
Mjer er næst að halda, að Vs
__y2 af verðmæti áburðarins fari
lijer á landi forgörðum sökum
vanhirðu á taðinu, og að Va—
hlutar þvagsins lendi í rennu-
steinunum og komi alls ekki til
notkunar sem áburður. En það
þýðir, að væri áburðurinn
vel hirtur og öllu t 1 skila haldið,
þá kæmi á þann liátt tvö—‘þre-
falt meiri áburður til notkunar
eri alment gerist. Þar að auki
mætti drýgja áburðinn með ösku,
mómylsnu, skólpi o. fl.
Af öðrum áburðareínum má
nefna þang og þara, er liggui
hrönnum saman við strendur
landsins, og ógrynnin öll af f:sk-
slori, sem fleygt er í sjóinn og
rotnar niður í sandinn á helstu
útgerðarstöðum þessa lands. Og
ennfremur, ef innlend áburðarefni
hrykkju ekki til að fullnægja
þörfinni, þá má grípa til versl-
unaráburðar þar sem erfiðir að-
flutningar eru því ekki til hindr-
unar. Jeg teldi þó ráðlegt af
sveitabændunum, að fara varlega
í þau kaup, þar til fullkomin
reynsla cr fengin fyrir notagildi
þess áburðar fyrir landbúnað
vorn. Aðal áhersluna er sjálfsagt
að menn leggi á áburðarhirðing-
una, uotkun þvagsins til áburðar
og ýms efni til áburðardrýginda.
Áburðurinn geymist best í safn-
húsum og lagarþróm, og þess
kyns hýsi þyrftu þeir menn að
rcisa, er hyggja á miklar jarða-
bætur.
Hjermeð hefir í stuttu ináli verið
gerð grein fyrir áburðar þörf-
imii og ráðgert hvernig eigi að
greiða úr henni; en það tel jeg
fyrsta skilyrðið fyrir aukinni tún-
rækt. Því næst kem jeg að rækt-
uninni, og greina menn þar jafn-
an á milli þriggja aðferða, nefni-
ilega þaksljettu, rótgræðslu og
sáðsljettu, og verða þær skýrðar
1-tið eitt, hver á sína vísu.
Framh.
o
Nú er gamlárskvöld og nú er
áiið 19Í12 að hverfa bakvið liið
mikla fjall, er skilur framtið og
fortíð.
Jeg ætla nú að nota þessa sið-
ustií Btund ársins, tíl að skrifa
litla frjetta-grein um hin helstu
tiðindi, er gjörst hafa í þessu
bygðarlagi, þetta ár og fl. er því
viðvíkur.
Alt of lítið birtist af slíkum
frjettagreinum i blöðunum, því
mjög er skemtilegt og fróðlegt,
að kynna8t tiðindum, tíðarfari og
afkomu manna í fjarlægum hjer-
:uðum.
Árið sem nú er að liða, heils-
aði með hlýjum og blíðum dög-
um og má segja að hvorki kæmi
frost nje snjór frá nýari til páska
en þá breittist tiðin og gjörðist
kaldari og var vorið eitt hið
kaldasta er menn muna Var
grasspretta því í lakasta iagi, en
vanhöld í sauðfje urðu engin, því
allur fjenaður var í góðum hold-
um, er honum var slept af gjöf.
Hefir fóðrun búpenings tekið
miklum umbótum, á fáum árum,
hjer í Mýrdal og svo góð hjá
sumum bændum, að sauðfje er
slept jafn feitu á vorin sem það
er tekið á 'gjöf fyrripart vetrar
og óvíða er nú hrossum þraut beitt,
en kýr sjást nú hvergi horaðar
eða illa fóðraðar. — Er hörmu-
legt að vita, hve. margir bændur
hjer á landi kvelja búpening sinn
í hungri og kulda á vetrum og
þjóðarskömm má það heita, ef
satt er, að i Mosfellssveitinni, sem
liggur í nálægð höfuðstaðarins og
menningarinnar, skuli sauðfje
vera drepið úr hor á bverjum
vetri sem harðari er en í meðal-
lagi.
Sláttur byrjaði hjer í seinna
lagi. Hinn 26 júlí gjörði stór-
kostlegt austan veður, varð þó
ekki að skaða á heyjum, en stór-
skemdi kartöflug-.rða, sem voru
þó áður sprottnir í lakasta lagi.
Var uppskera í lakasta lagi á
mörguin bæjum í haust. Eftir
þetta veður breyttist veðráttan
og gjörðist iniklu hlýrri. Var
heyskapartíð ágæt fram á haust
og hirtu menn • hey sitt grænt og
þurt, en sökum grasleysisins var
heyfengur með minsta móti
Haustið var eitt hið besta er
menn muna eftir, en um vetur-
nætur gjörði snjóhret og all hart
frost og tóku þá margir lörab á
gjöf, en brátt brá aftur til hlý-
inda og síðan heflr verið hin
ágætasta vetrar-tið, svo nú er
fyrir skömmu farið að gefa fje á
gjafajörðum, en alt gengur sjálf-
ala þar sem beit er góð. Hinir
siðustu dagar hafa verið bjartir
og mildir og enn þá virðist loft-
ið lofa öllu fögru.
Meðal-afli var hjer á vertiðinni,
síðast-liðinn vetur. Er útræði á
fjórum stöðum við strönd Mýr-
dalsins og sjór sóttur nálega frá
hverjum bæ, en mjög eru gæftir
óstöðugar, því hvergi er höfn, en
ströndin sljett fyrir opnu hafl og
hvergi varin af útrifjum eða
nesjum.
En upp að þessum hafnlausu
ströndum kemur þorskurinn í
miljónatali seinnipart vetrar og
væri hjer höfn myndi hjer vera
blómlegar fiskiveiðar og mikil
efnaleg velmegun. Hafnleysið er
hjer þrándur í götu verslunar og
framfara. Er það öllum ljóst,
enda muuu margir framfaramenn
hafa hug á að hjer verði gjörð
höfn, í Vík eða við Dyrhóley.
En enginn efi er á því, að langt
verður að biða eftir þvi, að sú
hugmynd komist i framkvæmd.
Hinir miklu brotsjóar brimsins,
sem hjer leggja hramma sína á
land, eru svo tröll-auknir, að afl
þeirra verður ekki laraað, neina
með mörgum miljónum króna.
Og það þori jeg að fullyrða, að i
Vík verður aldrei bygð höfn, er
það bæði að þar er ill aðstaða og
svo má segja að hún liggi opin
fyrir Kötluhlaupum. Þar sem
þorpið stendur nú, hefir Katla
stundum leikið sinn trölla-dans
og enginn getur nú verið örugg-
ur um þessa litlu vík, sem nú
er austan undir Reynisfjalli, hún
getur fylst af sandi og jökum í
næsta sinn, er Katla veitir jökul-
flóði yflr Mýrdalssanda. Við Dyr-
hóley mun miklu álitlegra að
gjöra höfn, en þó munu erfiðleik-
arnir vera stórkostlegir.
Hart hafa afleiðingar ófriðar-
ins mikla komið niður á þessu
hjeraði. Síðan verðfallið dundi
yfir hefir verslunin verið hörmu-
leg. Flestar útlendar vörur í
geypiverði, svo að iandbúnaðar-
afurðir hafa hvergi vegið á móti.
Hafa þvi skuldir bænda við versl-
anir mjög aukist, en þó munu
bændur hjer ekki eins langtsokkn-
ir ofan í skuldafenið eins og víða
annarsstaðar hjer á landi. — En
um leið og efnahagurinn hefir
versnað, hefir líka komið kyr-
staða á flestar verkiegar fram-
kvæmdir og færast bændur nú
rniklu minna i fang en áður.
Hjer var fyrir stríðið mikil um-
bótaviðleitni. Bygðu bændur þá
mikið og eru nú timburhús og
steinhús miklu fleiri en torfbæir
Mjög víða er vatnsleiðslur inn í
húsin Flestir bændur eiga hlöð-
ur yfir hey sitt og mikið hefir
verið gjört að jarðabótum á síð-
ustu 25 árum.
í Vik eru 3 kaupmannaversl-
anir og þar hefir Kaupfjelag
Skaftfellinga aðsetur sitt, en útbú
hefir það austur við Skaftárós
og flytur m.b. Skaftfellingur vör-
ur þangað austur, þegar færi
gefst, en mjög er erfiðleikum
háð að koma vörum þar á land
og að sama skapi kostnaðarsamt.
Skaftfellingur flytur vörur til
Víkur og frá Vik flytur hann ná-
lega alt sem burt er sent. —
Kaupfjeiagið hefir miklu meiri
verslun en kaupmennirnir, en á
langtraustustum fjárhagslegum
fótum mun verslun hins djúp-
vitra Halldórs Jónssonar í Vík,
standa.
Annars skal jeg ekkert minn-
ast á Kaupfjelagsverslunina, þvi
að hjer sem annarsstaðar eru
þau mál svo viðkvæm, að ef að
á þau er andað, þá á sá þess
von, sem það gjörir, að lenda í
stórhríðum og fellibyljum.
Hjer starfa tvö búnaðarfjelög
og munu þau vera með allgóðu
lifi, borin saman við slík fjelög
annarsstaðar. — Ungmennafjelög
eru 3 starfandi og mun mega hið
saraa um þau segja. í Vík starf-
ar málfundafjelag er Armann
heitir, heldur það fundi á veturna
Fedara-sápan
er uppáhald—ápm
kveniólkaina. Qee-
ir h5rund*llti»a
hreman og akir-
an, hák og ktmá-
ur hvítt og mjákt
Fæst akt&Bar.
AfialninboSamenii:
Jt. KJ ABTANS80N * 0 *■
S. R. F. I.
Fundur verður haldinn í Sál-
arrannsóknafjelagi Islands í Bár-
unni, fimtudagskvöldið 22. þessa
mánaðar kl. 8)4 eftir hádegi.
Frú Marta Jónsdóttir flytur
erindi. —
STJÓRNIN.
Fallega
hluti úr gleri ög postulíni höfum
við ávalt fyrirliggjandi, fyrir lágt
verð. — Nýbrent kaffi er nú komið
með s.s. „Botnia“, svo allar
húsmæður
i geta glatt sig við góðan bolla af
kaffi. — Nýtt smjör er einnig ný-
komið. Nýorpin dönsk egg; verðið
lækkað.
Munið eftir Irma jurta smjörlikinu!
5mjörhú5ÍQ Irma.
Hafnarstræti 22. Talsími 223.
og eru þar rædd flest mál er sveit-
inni mega að gagni koma. Verður
fjelag þetta að heita hið þarfasta.
Formaður þess er Þorsteinn Þor-
steinsson kaupmaður í Vík. í
Vik starfar stúkan Eygló, er hún
gott og þarft fjelag að mörgu
leyti, en liklega hefir hún orðið
fyrir göldrum og gjörningum í
fyrra vetur. Marka jeg það á
þvi, að þegar alþingiskosningar
stóðu hjer yfir, bar hún þann
mann á örmum sjer upp i þing-
sætið, sem er besti vinur Bakk-
usar, en sneri bakinu við þeim,
sem er einlægur bannvinur og
bindindismaður.
Nautgriparæktunarrjelag starf-
aði hjer fyrir nokkrum árum, en
er nú dautt. Einnig starfaði hjer
rjómabú og gafst ágætlega, en
nú hefir skálinn staðið auður og
ónotaður nokkur sumur.
Kirkjulif er hjer mjög dauft
og kirkjurnar illa sóttar. Mam-
mon situr hjer i öndvegi og er
dýrkaður mest allra guða, menn
verja öllum stundum til að þjóna
honum, nema þeim fáu sem menn
verja til skemtana. Raunar eru
lesnir húslestrar á nokkuruni