Morgunblaðið - 21.02.1923, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.02.1923, Qupperneq 4
I bæjum, en hvort það er gjört af trúarþörf eða gömlum vana er ekki hægt um að segja. Hefi jeg nú drepið á allmargf, en verið stuttorður og farið fijótt yfir sögu. Mun frásögnin lítt skemtileg, enda er höndin vanari að halda á pál og reku, en penna- skafti. Þakka jeg svo Lögrjettu fyrir gamla árið og óska henni heilla og hamingju á komandi ári. Á gamlárskvöld 1922. Mýrdœlingur. Þingtiðindi. Fundir voru fremur stuttir í báðum deildum í gær. 1 Nd. var á dagskrá frumvarp til fjárauka- laga fyrir árin 1920, 1921, 1922, og um samþykt á landsreikning- unum 1920 og 1921 og síðast frv. til íjárlaga fyrir árið 1924, alt til fyrstu umræðu og öllu vísað til nefnda. Bins og venja er til flutti fjár- málaráðherra M. J. alllanga ræðu, þegar hann lagði fram fjárlaga- frumv. og gaf yfirlit um fjárhag landsins og fjármálahorfur. Smávegis orðahnippingar urðu á eftir milli Jóns Þorlákssonar og f jármálaráðherra. I efri deild var 1. umr. um frv. til laga um sýsluvegasjóði, frv. til hjúalaga, frv. til laga um breyt- ing á fátækralögum frá 10. nóv. 1905 og frv. til vatnalaga og frv. til laga um vatnsorkusjerleyfi, öllum vísað til nefnda. 1 dag verða engir þingfundir. Fastar nefndir hafa verið kosn- ar í báðum deildum á þennan hátt: Fjárhagsnefnd í Nd.: Magnús Kristján.sson, Þorleifur Guðmunds son, Magnús Guðmundsson, Jón Auðunn .Jónsson og Jakob Möller. í Ed.: Guðm. Ó'lafsson, Sigurður Jónsson, Karl Einarsson, S;gurður Kvaran og Björn Kristjánsson. Fjárveitinganefnd í Nd.: Þor leifur Jónsson, Eiríkur Einarsson, Ingólfur Bjarnason, Þórarinn Jóns son, Bjami Jónsson frá Vogi, Jón Sigurðsson og Magnús Pjetursson með hlutkesti milli hans og Pjet- urs Ottesen og Pjeturs Þórðar- sonar. — í Ed.: Einar Árnason, Jönas Jónsson, Hjörtur Snorra- son, Jóh. Jóhannesson og Ingi- björg H. Bjarnason. Samgöngumálanefnd í Nd.: Þor- steinn M. Jónsson, Sveinn Ólafs- son, Hákon J. Kristófersson, Sig- urður Stefánsson, Pjetur Þórðar- son, Lárus Helgason og Magnús Jónsson. — 1 Ed.: Guðm. Guð- finnsson, Einar Árnason, Jón Magnússon, Sigurður Kvaran og Hjörtur Snorrason. Landbúnaðarnefnd í Nd.: Stef- án Stefánsson, Björn Hallsson, Þórarinn Jónsson, Pjetur Ottesen og Pjetur Þórðarson. — í Ed.: Guðm. ÓlafsBon, Sigurður Jóns- son og Hjörtur Snorrason. Sjávarútvegsnefnd í Nd.: Stef- ár, Stefánsson, Jón Baldvinsson, Einar Þorgilsson, Pjetur Ottesen og Jakob Möller. — í Ed.: Karl Einarsson,Jónas Jónsson og Björn Kristjánsson. Mentamálanefnd í Nd.: Þor- MORGUN BLAÐIÐ -__ 1 .. _ • •> steinn M. Jónsson, Gunnar Sig- urðsson, Sigurður Stefánsson, Ein- ar Þorgilsson og Magnús Pjeturs- son. — 1 Ed.: Jónas Jónsson, Ingi björg H. Bjarnason og Karl Ein- arsson. Allsherjarnefnd í Nd.: Gunnar Sigurðsson, Björn Hallsson, Jón Þorláksson, Magnús Guðmundsson og Magnús Jónsson. — 1 Ed.: Guðm. Guðfinnsson, Jón Magnús- son og Sigurður Kvaran. -------o------- Þjóauerjar ag Rússar. Margir hafa óttast, að aðfarir Frakka í Ruhr-hjeraðinu mundu draga þann dilk á eftir sjer, að Þjóðverjar leituðu á náðir Rússa og að þessar tvær þjóðir samein- uðust síðan gegn Frökkum. Og meðal almennings í Þýskalandi hefir það verið útbreidd skoðun, síðan Frakkar rjeðust inn í Ruhr bjeraðið, að Rússar mundu bráð- lega skerast í leikinn. „Times“ segir nýlega frá áliti rússnesks liðsforingja, sem einu sinni var í her Denikins, en nú er í þjónustu rússnesku stjórnar- innar, á því hvort Rússar geti veitt Þjóðverjum hjálp. Hafa þýskir hermálafræðingar spurt hann álits og í samvinnu við han.n gert áætlun um rússneska innrás í Vestur-Evrópu, yfir Pólland og nýju Eystrasaltsríkin. Var haun ]<eirrar skoðunar, að rússneski herinn gæti látið til sín taka í Vestur-Evrópu. Þá voru þýskir hermálafræðiug ar sendir til Rússlands, til þess að kynna sjer nánar ástandið í hernum. En þegar þeir komu aft- ur úr þeirri för, var annað hljóð komið í strokkinn. Segja þeir, að rauði herinn sje algerlega óhæfur til að heyja sóknarstyrjöld utan landamæra Rússlands. Hann sje ekki aðeins illa útbúinn, en and- inn sem þar ráði sje þannig, að óvíst væri hvort stjórnin gæti treyst honum í styrjöld í öðrum ](»ndum. Bolshevikkar sjeu enn færir um að hafa stjórn á hern- um, og fyrir aðstoð hersins á þjóðinni heima fyrir. En hins vegar segi frásagnir, sem treysta megi, að með tilliti til ástands- ins sem er í Rússlandi, muni það vera mjög ólíklegt, að stjórnin vilji leggja sig í þá hættu, er henni gæti stafað af því, að far- ið yrði að senda stórkostlegun rússneskan herafla til annara ríkja. --------o------- Isloiisb sbðlona l leri. Eng:r þeirra íslendinga í Ame- ríku, sam lagt hafa stund á skáld- skap, hafa orðið kunnir svo nokkru nemi í bókmentaheimin- um ameríska. Þeir hafa allir ort á íslenskri tungu, og það eitt befir verið nóg t.:l þess að lykja, iim þá þögninni. Víst er um það, að meiri athygli hefði verið veitt t. d. mikilhæfasta skáldi Vestur- íslendinga, St. G. St., ef það hefði kveðið kvæði sín á ensku og fcókaforlag í Ameríku gefið þau út. — En eftir því, sem vestur- íslensku blöðin segja frá, lítur úl fyrir, að íslenskir rithöfundar a:tli að fara að leggja irndir sig stærra laud í Ameríku en íslensk tunga nær yfir. Þau hafa öðru hvoru verið að geta um klenska konu, Láru Goodman Salverson að nafni, sem tekin sje að yrkja bæði ljóð og sögur á ensku máli og hafi þegar gefið út sumt af því og' hlotið lof fyrir. Lögberg segir fyrir nokkru síðan frá þessari konu. Kvað hún nú ætla að gefa út ljóðabók og skáldsögu. En það skiftir mestu máli, að eitt af kunnustu bóka- útgáfuf jelögum í Canada hefir keypt útgáfurjettinn. 0,g þykir það benda til þess, að bækur þessarar íslensku konu sjeu ein- hvers virði. I „Lögberg“ er sagt frá brjefi, stm þetta útgáfuíjelag skrifaði Láru G. Salverson eftir að hún hafði sent því sýnishorn af skáld- sögunni. Og fer fjelagið hinum lofsamlegustu orðum um sýnis- hornið og telur, að bókin muni verða ágæt, eftir því að dæma, sem það hafi sjeð. Og um ljóðin segir fjelagið, að það muni vanda tið mesta til útgáfunnar á þeim og skreyta hana myndum og nefnir t:l þess verks mjög kunna og góða listamenn svo sem til sönnunar því, að frágangur á bökinni eigi að verða góður. — Efnið í skáldsögunni er tekið úr lífi Vestur íslend’inga. „Lögberg1 segir um þessa konu, að hún ' hafi lítillar mentunar rotið í æsku vegna fátæktar. Svo nú verði hún að bæta þeim starfa ofan á önnur verk sín — hús- móðurstörf og barnauppeldi. En hún vinni af miklu kapp; nótt og dag bæði við skriftir og lestur. ------o------ Dagbók Sambandið milli Tímaus og bolsje- vikanna hjer er að verða augljosara og augljósara. Á mánudaginu skýrir Alþ.bl. frá því, að Árni frá Höfða- hólum hafi haldið fyrirlestur á Eyr- urbakka og deilt á Tímaklíkuna. Er það jafnreitt yíir þessu eins og hirt- ingin hefði komið niður á sjálíu því. pað er svo heimskt, litla greyið, að það veit ebki, að vinir þess í Tíma- klíkunni verða enn að afneita fje- lagsskapnum við það til þess að halda vináttu ýmsra stuðningsmanna sinna úti um land, sem þykir skömm !: þess fjelagsskapar koma. Fáheyrt slys vildi til hjer á höfn- ; nii í fyrri nótt. Vjelbáturinn Sverrir i-á ísafirði, eign Karls og Jóihanns, afði verið bundinn við efra horn austur-uppfyllingarinnar á þeim t;íma er hásjávað var. En er tók að falla út, stóð báturinn að framan á undir- stöðu hafnarbakkans, er stendur þar óeðlilega langt fram, en landfestin að aftau lijelt ekki þunga bátsins, þegar sjólaust var orðið undir hon- liin, og slitnaði, en þá valt báturinn j. hliðina, fyltist af sjó á augabragði ot sökk. — Á þilfari bátsius voru hásetar að vinuu við beitingu, að uiidanteknum vjelamanni, er svaf. *— Fjekk hann ekki bjargað sjer undan biljum og druknaði. Hann bjet Jón Jónsson og var úr Bolungarvík, kvæntur maður og' lœtur eftir sig mörg börn. Er þetta umhugsunarvert slys. — Geir náði bátnum upp í gær. Nýársnóttin verður leikin í kvöld. Aðsókn hefir verið góð að leiknum uL'danfarið. Otur kom frú Englandi í gærmorg- un, Sími 242- 243. M a r g a r t e g u n d i r fata-, fí»akka- og buxnasfna. N ý 11 m e ö h v e r r i f e r ð. S a u m u tn f ö t með mjög stuttum fyrirvara ANDERSEN & LAUTH. Austurstrœti 6. G-uðspekif jelagið. Ekkert erindi í kvöld. Frestað til næsta miðvikudags. Föstuguðsþjónusta í fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 6/2, sjera Árni Sigurðsson. Stúdentafjelagið heldur fund um hclgina. par talar sjera Magnús Helga son kennaraskólastjóri. Og verður ó- efað fjölment á fundinum, þegar svo snjall og rómaður ræðumaður talar. S. R. F. í. heldur fund annað kvöld í Bárunni. Frú Marta Jóus- dóttir flvtur erindi. Kirkjuhljómleikar þeir, er fara eiga fii.m i dómkirkjunni á morgun og 'ostudaginn, undir stjórn Páls Is- ólíssonar, verða áreiðanlega mikill viðburður í sönglífi bæjarins. Hefir vcrið vandað til þeirra óvenjulega vel með Hangri æfingu og ágætu vali á Ninverkum. Hafa þeir sagt, er heyrðu öng Kórfjelags Páls í fyrra og nú hafa átt kost á að he.yra flobkinn, eð enn tilkomumeira sje að heyra til hrns nú, og þótti þó öllum frá'bær- lega gott, er hlýddu á hann í fyrra- vctur. Vafalaust verður ekkert sæti óíkipað í dómkirkjunni annað kvöld, svo framarlega að bæjarbúar kunná meta góðan söng. Skrautgripur sá, er íslenskir læri- sveinar Höffdings prófessors hafa ú. veðið að gefa honum, verður til sýnis gefendunum í kennarastofu há- skólans í dag frá kl. 5—6. Háskólinn. Próf. Á. H. Bjarnason kl 6—7: Heim'sskoðun vísindanna. Vörusýningu hafði K. Felixson í gær á sápum og kexi á- Hótel Is- lund. Verður hún endurtekin aftur í dag frá kl. 4—6. Föstuguðsþjónusta í dómkirkjunni ki. 6 í kvöld. Sjera Bjarni Jónsson prjedikar. Á öllum tímum eru auglýsingar nauðsynlegar, en aldrei nauðsynlegri en þegar fjárþröng er mikil, eins og n ú á sjer stað á hverju sviði sem ej. Allir gæta þá vel pyngju sinnar og kaupa þv*í aðeins þar, er þeir vita bestar vörur fáanlegar og verðið sanngjarnast. Lesendur! Lesið með nákvæmni auglýsingar í blaði voru, þv.í að í því birtast nú og framvegis þær auglýsingar, er yður er mest hagsvon í að veita athygli. ---------o-------- pað er nú orðið nokkuð langt síð- an við sáum Priscilla Dean. pað var i myndinni „Mærin frá Stambul“, sem þá var talin með bestu myndam er hjer höfðu sjest. Par ljek Priscilla betlarastelpu og fæstir munu því þokkja haiui aftur í þessari mynd. sem nú er sýnd í Nýja Bíó. En eitt- hvað hefir hún þó við sig, seni minnir mann á betlarastelpuna. Pn,') eru aðallega augun — hin síkviku og fjörlegu augu, og hreyfiiigarnin snarar og fagrar. I’riseilla Dean er ía’dd ai'ið 18)6 í einhverju illræmdasta hverfi N"\v York boi’gar, sem kallað er „The Bowri“. Móðir hennar var leikkona, t'i hafði ratað í ógæfu. Varð hún að fara nieð barn sitt á hverju kvöldi í leikhúsið, vegna þess að enginn var til að gæta þess heima. Fjögra ára gömul ljek Priscilla fyrst í Ieikriti sem hjet „Riþ van Síðustu nýungar í músik frá „Skala“, Vinterpaladset“, „Phönix“ o. fl. komið meS Botnin, bæ|ði á nótum og plötum, svo að hægt sje að heyra það á staðn- um. — Best er að koma fyriv hádegi. Allar skóla- og kenslubækur, og besta, ný og gömul músik (Klas- isk Músík) fyrirliggjandi. Hljóðfærahúsið. Svörtu góðu regnkápurnar eru komnar aftur til flndErsen S bauth. Austurstrœti 6. ftugl. dagbak Kórfjelag Páls ísólfssonar. Samæf- iug í kvöld kl. 9. 3—4 herbergi og eldhús til leigu 14. maí. Guðm. Egilsson, Laugaveg 42. Nýtt skyr á 50 aura /2 kgr. fæst í Matardeild Sláturfjelagsins. Eudda tapaðist á Sunnudaginn með kr. 40.00 í og lykli. Ski'list á af- greiðslu Morgunblaðsins gegn fundar- launuin. Rússnesku og þýsku keunir rúss- nesk stúlka, Ljuba Fridland, Freyju- götu 10. Heima frá kl. 7—9 e. h. Herbergi óskast til leigu í upp- bænum. Upplýsingar í A B C. Jeg hefi kaupanda að litlu íbúðar- húsi, útborgun alt að 6000 kr. Jón porlákssón, Bankastræti 11. Sími 103. Winkle“, og síðan ljek hún meira og minna á hverju ári. 1911 rjeðbt hún hjá Biograph Studio og ljek í fyrstu kvikmyndinni. En ekki þótti þá mikið til hennar koma. Síðan ljek hún hjá Pathé, Worldfilm, Paramount cí’- Vitagraph, en fjekk aldrei að fást við annað en smá hlutverk. En árið 1916 rjeði Lemmle forstjóri hana hjá Lniversal, og þar hefir hún fengið að njóta sín. Er hún nú orðinn hættu- legur keppinautur þeirra Mary Pick- iord og Nörma Talmadge, sem mest- mn vinsældum hafa átt að fagna í Ameríku allra leikkvenna. Prisuilla Dean er gift leikaranum Wheeler Oakman og þau eigu sjer son, sem þegar er farinn að leika. T. d. leika þau öll þrjú aðálhlut- verkin í mynd, sem bráðlega verður sýnd í Nýja Bíó og heitir „Udenfor T joven* ‘. Bíógestur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.