Morgunblaðið - 28.02.1923, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.1923, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Með því að Mrg.bl. telur nauð- synlegt að skattamálin sjeu sem ítarlegast rædd, hefir það fengið mann, sem kunnugur er á því sviði, til þess að rita um þau nokkrar greinar, út frá sjónarmiði skattgreiðandans, og byrja þær hjer á eftir. I. Eitt af þeim ógeðfeldu málefn- um, sem mæta oss nú með nýja árinu, má eflaust telja það málið, sem yfirskrift greinar þessarar bendir til, þ. e. tekju- og eigna- skattgreiðsluna til ríkissjóðs. Það er ekki ætlunin að fást hjer við lögfræðislegar ,theoríur‘, heldur skal eingöngu athuga skattalögin og reglugerðina og verkanir þeirra, með augum hins ólögfróða, praktiska manns. Ennfremur er vert að athuga, hvemig iögin hafa reynst í fram- kvæmdinni síðastliðið ár, með því að telja má víst, að talað sje fyr- ir munn fjöldans er sagt er, að aðferð sú, sem þá var höfð, sjer- staklega'-við skattgreiðendur þessa bæjar, verðskuidi hinar alvarleg- ustu aðfinslur. Að vísu má færa það fram til afsökunar, að lögin komu á því ári í fyrsta skifti til framkvæmda. Eu þar sem enn verður ekki sagt hvaða aðferð kunni að verða höfð i þetta skifti, þykir rjett í tæka tið að skýra aðferð þá, sem beitt var við skattgreiðendur síðasta ái', með þeirri von, að geta vakið almenningsálitið á móti því að slíkt endurtaki sig þetta ár. Jafnframt því mætti fleygja fram þeirri spurningu, hvort bein- ir skattar muni yfirleitt vera heppileg aðferð til þess að afla ríkinu tekna? Þessi spurning veld- ur annara þjóða stjórnum mikl- um heilabrotum og erfiðleikum, og það er bert, að óbeinu skatt- arnir eru að ná meiri og meiri fótfestu víða erlendis. Þá mætti og vekja athygli á því, hvort skattgreiðandinn muni í raun og veru fær um að bera þau út- gjöld, sem skatturinn leggur hon- um á herðar, er menn ennfremur taka tillit til þess, að tekjuskatt- urinn greiðist aldrei af þe'm tekj- um, sem hann er lagður á, ineð því að hann er innheimtur ári seinna, heldur af þess árs tekjum þegar innheimtan fer fram. Ef tekjur og eignir mannaværu fast ákveðnar frá einu ári til ann- ars (þ. e. ef tekjur og eignir allra væru altaf þær sömu), þá mundu þeir erfiðleikar alment hverfa, sem hið núverandi fyrir- komulag skattgreiðslunnar veldur kaupsýslumanninum (og öllum öðrum, sem ekki hafa nokkurn- veginn sömu launin í ár og þeir höfðu í íyrra) og orsakast af hin- um mjög svo breytilegu tekjum þeirra og eignum. Hið fyrsta ár, sem skattalög vor hafa staðið, hefir útkoman orðið þessi: Á íbúa borganna — þá sjerstakiega Keykjavíkur —. hefir verið lagður mjög ríflegur aukaskattur, en slíkt er þeim mun nlvarlegra, sem bæjarbúarnir öll- um vitanlega eru áður hlaðnir hinum mjög þungu útgjöldum bæj anna sjálfra, er þcir greiðu með útsvörum sínurn. Á íbúa bæjanna er þannig að mestu leyti velt þeim hJuta af útgjöldum ríkisins, sem fé^t skyldu endurgreidd með beinu sköttunum. Enginn getur verið eitt augna- blik í vafa um að þetta fyrirkomu lag er með öllu óhæft, og verð- ur algerlega ófrainkvæmanlegt, er til lengdar lætur. Undirbúningur sá, sem skatt- greið'endurnir fengu undir gildis- töku skattalaganna, var með öllu óhæfur. Þau eru samþykt af næst- síðasta Alþingi, staðfest af kon- ung' hinn 27. júní 1921 og skyldu gilda frá 1. janúar 1922. Það hvfði nú ekki mátt minna vera, ee svo merkileg nýjung var gerð á liiggjöf vorri á þessu sviði, en að þáverandi stjórn hefði gefið al- menningi skýrar og glöggar le:ð- beiníngar áður en lög þessi komu til framkvæmda (með opinberum tilkynningum og auglýsingum), því þess ber að gæta, að stjórn er ekki sjálfrar sín vegna, heldur vegna þjóðarinnar, til þess að stjórna land'nu og ráða í hennar nafni og umboði. Þess vegna verð- ur það að teljast bein skylda hverrar stjórnar, að leiðbeina borg urunum og hjálpa þeim til að skilja þær ráðstafanir, er hún framkvæm- ir — og ekki varðar þá minnu. en frainkvæmd Jijerumræddra skatta- laga — svo að þeim veitist kostur á að liaga sjer þar eftir. Að vísu liefir stjórn vor látiS semja eSa samið reglugjörð, dags. 14. nóv. 1921, til nánari skýringar á .einstökum atriðum laganna, sam- kvæmt heimild í þeim sjálfum. En reglugjörS þessa ber, að því er virðist, frekar aS telja gera til leið- beiningar fyrir skattanefndir, viS framkvæmd embættisverka þeirra, en í þágu skattgreiSandans, þar seih þeir munu ennfremur teljandi, er reglugjörð þessa hafa sjeð, (enda virðist hún ekki gleggri eða skýrari en svo, að um ýms atriSi hennar gæti orkað tvímælis, hvernig skilja beri). MeS tilskipun 30. nóv. 1921 er svo loks skipað fyrir um, hvernig fara skoli uin framkvæmd oftnefndra skattalaga hjer í Reykjavík. ÞaS verSur því að telja, að skatta lögin nýju komi 'til framkvæmda svo að segja gjör óundirbúiS fyrir skattgreiSendurna, en það orsakaði aftur á móti, mjög eSlilega, alveg óhæft erfiði fyrir skattstjórann hjer í Reykjavík, þar sem alt er umfangs ríkast., sem og fyrir skattgreiðand- ann, er af þeim ástæðum, miklu oft- ar en ella, þurfti aS leita aSstoSar skattstjórans. --------o-------- Magnús Guðmundsson gerir svo- hljóðandi greinargerð fyrir frumv. sínu um fækkun ráðherra og þing- hald annaðhvort ár: „í frumv. þessu eru fólgnar 2 breytingar á stjórnarskránni, sem telja má allverulegar. — Önuur þeirra er sú, að Alþingi skuli að eins háð annaðhvert ár og hin er sú, að ráðherra skuli aðeins vera 1. Þær breytingar aðrar, sem í frv. em fólgnar, eru flestar beiu eða óbein afleiðing af annari hvorri þessara breytinga. Breytingin í 7. gr. er gerð vegna f jölgunar þeirr- ar á lúngmönniim í Reykjuvík, sem þegar er á komin. Rjett virð- ist að lengja kjörtímabilið þegar þingurn fækkar, því að tíð þing- mannaskifti valda minni festu í löggjafarstarfinu. ReikningsEyöublöö blá- og rauðstrikuð, af öllum stærðum, einnig aðeins dálk- strikuð (fyrir ritvjelar) af öllum stærðum, eru nýkomin. Ennfremur FaktúrueyQublöð. Skrifpappír, Ritvjelapappír, Prentpappír, Kápu- pappír og Umslög, mikið úrval. Kassapappírinn skrautlegi er enn seldur með 50% afslætti. UErölækkun á skólabókum. Neðanskráðar skólabækur frá forlagi verði frá 1. jan. þ. árs. eins og hjer segii : voru eru Áður lækkað Nú Ágrip af mannkynssögu, P. Melsted Kr. 4 50 3.00 Barnabiblía I. — 4 50 3 00 Bernskan I—II. — 4.50 300 Fornsöguþættir I—IV. — 3.75 3 00 Geislar 1 — 4.50 3.00 Lesbók banda börnuni og ungl. I—111 — 5.00 3.00 Huldufólkssögur — 5.00 3.00 Utilegumannasögur — 4.50 3.00 Isafoldarprenismiðja h.f. Sigurjón Jónsson Bóka- o g ritfangaversiun Laugaveg 19. Sími 504. Þar eru best bókakaup. — Odýrust allskonar ritföng. Heildsala. Smásala. i Ástæðurnar fyrir því, að frv. þetta kemur fram eru þær, að svo virðist sem oss geti nægt þing annaðhvert ár. Þingkostnaðurinn er mikill, og það er því veruleg- ur sparnaður að því að fækka þingunum. Kostnaðurinn við Al-1 þingi var 1922 kr. 204.000,00, 1921 kr. 348.000,00, 1920 kr. 235.000,00 ^ og 1919 kr. 231.000,00, samkvæmt1 Landsreikn., og' þótt ganga megi út frá, að kostnaður þessi fari minkandi í hlutfalli við dýrtíð og þótt tekið sje tillit til, að þingin; verði nokkru lengri þegar þau eru aðeins annaðhvert ár, sjest, að um allverulega gjaldalækkun er að ræða. En sparnaðurinn af þingi anuaðhvert ár er miklu meiri en þetta, því að það er kunnara en frá þurfi að segja. að hvert ein-« asta þing samþykkir útgjöld, seni' sumpart eru alveg óþörf, sum- part þannig vaxin, að vel mega bíða. Þetta er tilfinnanlegast þeg- ar fjárhagurinn er þröngur eins og nú, og því er eðlilegt, að breyt- iugartill. í þessa átt komi fram einmitt nú. Á það má og líta, að þar sem þetta þing er hið síðasta á yfirstandandi kjörtímabili og nýjar kosningar eiga að fara fram á þessu ári, þarf ekkert aukaþing að halda nje þingrof að fara fram vegna þessarar stjórnarskrárbreyt ingar. Ráðherrum var fjölgað í árs- byrjun 1917, og má vel vera, að það hafi verið nauðsynlegt veg'iia heimsstyrjaldarinnar, en nú verð- nr henni eigi lengur um kent og sýnist auðsætt, að að minsta kosti megi reyna það fyrirkomulag, sem var fyrir stríðið, og verður varla sagt, að það sje hættuleg tilraun. 1 frumv. er gert ráð fyrir, að ráðherratölunni megi breyta með lögum og ætti þetta. að gera ráð- herrafækkunina aðgengilegri“. Hjer er um verulegan sparnað að ræða og lítill efi á því, að þessar tillögur muni alment mæl- ast vel fyrir. -------—o-------- Hitt og þetta. Konungshjónin eiga silfurbrúðkaup á þessu ári. Var hreyfing hafin í ]>á átt í Dan- mörku nýlega, að safna saman f.je til þess að gefa þeim silfurbrúð- kaupsgjöf, og var helst talað um að þeim yrði gefið landsetur. — Þegar þetta spurðist, gerði kon- ungur þau boð, að honum væri kærast, að ekki væri neitt hugsað um gjöf þessa, og var þá hætt við að leita samskota. Málaferli hafa verið iniJli Neergaai'd for- sætisráðherra Dana og Bent Hol- ste'n greifa, sem fyrir nokkru fór úr íhaldsflokknum. Hafði greifimi látið svo uiii mælt, að prestur nokkur. Moe að nai'ni, liefði farið með rjett mál, er liann kallaði forsætisráðherrann „vísvitandi lyg- ara“. Dómur fjell í málinu í febrúar og fjekk Holstein greif' 1000 króna sekt. Chaplin og Pola Negri, sem tui dvelja bæði í Los Angelos við kvikiiivndaleik lmt'u lúlið ]>að boð út ganga, að þau væru trúlofuð. — Hafði Pola Negri þá *fyrir hálfum miinuði í'engið skilnað við fyrri mann sinn. — —--------------- E d i n b Eftir d r. phil. Það var mjer mjög um geð, að eiga að dvelja tvo daga í Edin- burgh, vegim þess að skipið sem jeg fór með til íslands átti að hafa þá viðdvöl þar. Á vissan hátt rnuudu þeir tveir dagar fara til ónýtis, því allir stórbæir eða stórir bæir Evrópu eru svo sviplíkir, að þegar maður kann 3—4 af þeini utan að, þá þekkir maður hina líka, því al- staðar ræður sama aðallögmálið. Hefði jeg haft viku úr að spila, muudi jeg hafa farið upp í sveit, flakkað um án þess að leggja nokkra áætlun fyrirfram, talað við bændurna eftir bestu getu (jeg veit al bókum Jan Mclarens, að Jóta er ekki ókleift að skilja skotska mállýsku), beiðst gisting- ar á fyrstu kránui sem verða vildi og ofan úr rauðbláu hæðun- um iiotið hálendisfegurðarinnar, sem enskn kenslubókin í skólan- um gaf ofurJítið hugboð um. En þettu var ekki hægt að fram- lcvæina. Og því var ekki um annað en þa.ð venjnlegasta að gera: að ganga sai'n at' safni með Bádeker í hcndinni og standa a gatnamótum með sundurbrotinn nppdrátt og láta Jiina imifíeddu gjota til sín augiiin um leið og þeir st.ikuðu fram hja. En þetta er örðug leið, sem jðg lagði ekki út á, og kaus heldur að slangra, um og láta lukknna ráða; í mesta lagi að spyrjast urgh. Kort Kortsen. fyi'ir uni leið stöku sinnum. en annars láta kylfu ráða kasti. í Ijeitli — en þá borg verður að far;i um, til Jiess að komast fiá skipinu upp í Ediiiburgli — hefir fólkið sínar eigin hugmyndir uin hreinlæti. Fyrstu mynd þjóðlífsins þar var sú, að jeg sá siiotra borg- arakonu hella rusli úr fötu út á miðja götuna og bera eldspýtu að, svo það fuðraði upp sem bruniiið gat. Þetta var sýnilega í liæsta máta lögmætt, því lögregluþjónu horfði á athöfnina og augnaráð h'ins lýsli fullu samþykki. Og fá- ein skref frá þeim stað er athöfn- in gerðist á stóð standmj-ud Ro- berts Burns, söngvara heiðanua, Jiálendisins og hins frjálsa lands, ljett og brosandi —• eins og það væri einmitt hjer og livergi ann- arsstaðar.sem hami ætti aðstanda. Jeg hefi fengið mig fullsaddau á Ijeith og tek sporvagninn upp í l’rineesjs Street, sern er aðalgatan í Edinburgh. Bamkomulaginu milli Leith og Edinburgh lýsir ekkert li.etur en málaferli þau, sein uýlega hafa verið milli borganna og Edin- burgli vann. Edinburgl) er liinn gautli, göfgi bær, og miðstöð hins skotska kirkjulífs, vísiuda og menningar framan úr öfdum. Þar er háskól- imi, mentastofnanirnar og kirkj- urnar, sem nofn skotskra siðbót- «. ,<u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.