Morgunblaðið - 04.09.1923, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.09.1923, Blaðsíða 2
*» O RGIJN J8L.APIÍ Höfum fyrirliggjandi: r: Kristalsápu, Stangasápu, Blegsóda, Sóda mulinn, ,Vi to* skurepulver. ,1 Umboð«menn: I. Brynjólfsson & Kvaxan. Islanösk Kompagni A|s Brolæggerstræöe 14. Köbenhavn K. Telefon 5006. Telegr. aöresse »Forsyning«. Kaupir hæsta verði: SALTFISK, bæði full- verkaðan og óverkaðan. S í L D og aðrar sjó- og land afurðir. — Utvegar útlendar vörur. Fjelagið heíur stór vörugeymsluhús við bryggju Eimsk.fjel. Khöfn Fundarhúsið varð svo troðfult, að engri tölu varð á mannfjöld- ann komið. Ólafur byrjaði fund- inn með klukkutíma fyrirlestri og sagði tíðindamaður Mrgbl. að ekk- ert hefði hann sagt þar annað en það, sem kunnugt væri þeim, sem Alþbl. lesa, en sett það fram með óheyrilegum þjósti og rembingi. Að fyrirlestrinum loknum stóð upp Sigurður Sigurðsson lyfsali og andmælti honum með miklum krafti, en síðan talaði Guðmund- t’r Hannesson prófessor og and- mælti einnig snjalt og vel fyrir- lestri Ólafs, og sömuleiðis þeir I'áll læknir Kolka og Jóhann kon- súll Jósefsson. Enginn reis upp til varnar Ólafi og fyrirlestri hans, og „var þó helt yfir fyrir- lesarann ýmist hörðum ákúrurn eða háði,“ segir frjettamaðurinn, „svo að för hans var hin hrak- legasta, en flestum mun hafa þótt það maklegt vegna þess, hve geyst hann fór á stað.“ Einkum höfðu ólafi sviðið ýms ummæli þeirra Sigurðar lyfsala og Jóbanns kon- súls. Margir fleiri höfðu ætlað að taka til máls og andmæla fyr- irlestrinum. En þegar þeir fjórir höfðu talað, sem nefndir ;eru hjer á undan, tók Ólafur aftur til máls og þagnaði ekki úr því í tvo næstu klukkutímana, og lauk svo fundinum, er hann hafði stað- ið í fjóra tíma, og talaði Ólafur einn í þrjá tíma, en hinir fjórir samtals einn tíma, og er þó allra álit. sem á fundinum voru, eitt um það, að Ólafur hafi beðið þarna fullkominn og eftirminni- legan ósigur, segir tíðindamaður Morgunhlaðsins. Það er alkunna hversn mikið hefir verið ritað um trúmál hjer í hænum npp á síðkastið. Hugðu margir gott til í fyrstu og hjugg- ust við að þeir menn, ©r fyndu hvöt hjá sjer til þess að rita um avo þýðingarmikið málefni, sem trúmálin eru, mundu sjá sóma sinn í því að gera það með a.lúð og af áhuga fyrir þeim málum. Með því einu móti var hugsan- legt að eitthvað áynnist með grein- unum. En þetta befir algerhga fcrugðist með einn af þeim, sem ritað hefir um trúmálin, en það er Hilmar Stefánsson bankamaður. Það e'r eigi ætlun mín að fjöl- yiða hjer um trúmál. Til þess tel jeg mig ekki færan. En jeg get samt ekki látið undir höfuð lcggjast að minnast á greinar þær, er áðumefndur bankamaður reit um mál þessi og eru þær stílaðar t'I sjera -Jóhannesar L. L. Jó- hannssönar. 1 báðum þessum greinum kem- i.r H. S. varla nærri málefninu; hann snýr við blaðinu, talar um persónu í staðinn fyrir málefnið. G cra það sumir, er endilega verða að skrifa eitthvað, en hafa óheil- an málstað að verja, að snúa sjer liteð persónulegum skömmum að andstæðingnum. En látum þetta nú vera. Það er mismunur á því hvernig skammirnar eru. Jeg og it argir aðrir minnmnst ekki að hafa heyrt ósvífnari sauryrði hjer i blöðunum, þótt, stundum hafi verið gengið langt í því efni, sjer- staklega þegar tekið er tillit til þess hvað þau eru óverðskulduð. J(*g miin leiða hest minn hjá því að hafa hjer eftir hin gífurlegu stóryrði H. S. til sjer Johannesar, en benda vil jeg mönnum á, eð lesa þau í Vísir (20. og 28. ág. síðastl.), ef þeir hafa eigi lesið þau áður og bera þau svo sam- an við æfiágrip sjera Jóhannesar, er hjer fier á eftir og sjá hversu vel þau eiga við: Sjera Jóhannes Lárus Lynge Jóhansson er fæddur á Hesti í Borgarfirði 14. nóvember 1859. Voru foreldrar hans sjera Jóhann Tómasson og kona hans Arnbjörg Jóhannesdóttir. Var sjera Jóhann gáfumaður og vel hagyrtur, en fá- tækur var hann. Faðir hans Tóm- as stúdent, var stórmerkur fræði- raaður. Reit hann annála yfir seinni hluta 18. aldar og einnig reit hann um hinn stóra ætthálk þeirra feðga, er Rauðbrotaætt nefnist. Hvað móðurætt sjera Jóhanns snertir, er hún að nokkru leyti dönsk, því að móðurafi hans Jó- hnnnes Lárus Lynge, er var lærð- ur prentari og sjera Jóhannes var látinn heita eftir, var danskur í föðurætt. Sex ára gamall misti sjera Jó- hannes föður sinn. Brá móðir hans þá húi og varð hann þá að fara til vandalausra. En er hann var átta ára, misti hann einnig móður sína. Ólst hann nú upp á Miðfoss- tm í Audakíl. Fljótt kom það í ljós að sjera Jóhannes var bókhneigður, en í þá daga var reynt að bæla alt þess háttar niður hjá fátækum p-iltum, og reyndu húsbændur hans að telja honum trii um það1 að hann þyrfti ekki að hugsa til þess að ganga skólaveginn. Arið 1878 fermdist hann og fanst prest- inum mjög um kristindómskunn- áttu hans. Og er Þórður prófast- ur Þórðarson í Reykholti vísiter- aði það sama sumar, varð hann svo hrifinn af svörum Jóhannes- ar að hann gaf honnm fjórar krónur. Atján ára gamall fór sjera Jó- hannes til Reykjavíkur og lagði stund á prentiðn, en lais jafnframt íslenska málfræði o. fl., er hann hafði tíma til. Eftir að Jóhannes hafði gegnt prentstörfum í 3þó ár, mætti hann einu sinni Matt- híasi Joehumssyni á götu. Vakti hann máls á því við hann hvort, hann langaði -ekki til að ganga skólahrautina. Kvað Jóhannes já við. en hins vegar væri hann svo fátæknr, að hann sæi sjer það j eigi fært. Bauðst þá sr. Matthías jti' að kenna honum sjálfur sum- | ar greinarnar, en útvegaði honum J kenslu í öðrurn. Á einum vetri : tókst svo Jóhannesi að lesa undir | annan hekk og tók hann gott próf upp í bekkinn árið 1881 og þótti það rösklega gert. Vorið 1886 varð hann stúdent með góðri T. eink- unn. Á skólaárunum vann hann alt- af fyrir sjer á sumriwn, en auk þess rjettu góðir menn honum l'jálparhönd eins og t. d. Þórður prófastur í Reykholti, er gaf hon- um allar skólabækur, er hann þurfti, en því miður varð Jóh. að sjá á bak þessum ástúðlega styrktarmanni sínum er hann dó árið 1884. Um sjer Jóhannes sem náms- mann, farast Hannesi Þorsteins- syni, þannig orð í Óðni 1920: „f skólanámsgreinum var sjera Jóhannes nokknm veginn jáfn- vigur á alt, en einkum skaraði hann fram úr í þekkingu á ís- lenskri málfræði, og ætla jeg að föears' NUMBER ONE CIGARETTES Q Búnar til úr úrvalstegunöum af Virginiulaufi Smásöluverð 85 aura. Pakkinn 10 stykkja THOMAS BEAR & SONS, LTD., LONDON. wmmmmm mmmmm mr Ð Sirius Konsum súkkulaði k [|ó:; mmmmmmmm fáir eða engir, sem þá voru í skóla hafi verið honum jafnsnjallir í þeirri grein, því síður fremri. — Lagði hann einnig stund á aðrar gotneskar málýskur, fornar og ný ar og á samanburðarmálfræði, las cg mikið' úr austurlenskum, eink- um indverskum bókmentum, ind- verskar og persneskar goðsagnir o. m. fl., mun og þá þegar (á síð- ustu skólaárnm sínum) eitthvað hafa rýnt í sanskrít,; en norrænan var honum samt altaf hjartfólgn- Lst. Minuist jeg þess sjerstaklega, þá er Jón Þorkelsson rektor var að kenna latínu í bekk okkar, að hann spurði oft pilta þá, er uppi voru, að ýmsum spurningum úr íslenskri málfræði, því að þar var hugur hans mest við bundinn; varð þá flestum fremur ógreitt um svör, en rektor var þá oft van ur að segja: „Kannske Jóhannes I.ynge geti sagt það?“ Og það brást ekki, að Jóhannes rjeð þess- ar málfræðigátur fljótt og rjett.. I iskólamálum tók Jóhannes -all- mikinn þátt og skarst hvergi úr leik í nokkrum samtökum bekkiar bræðra sinna, og reið stundnm á vaðið, þá er því var að skifta“. Þegar Jóhannes hafði lokið stú- dentsprófi, hafði hann fyrst í hvggju að sigla og lesa norrænu, en eigi gat orðið af því sökum fjárskorts. Fór hann þá á presta- skólann haustið 1886, og lauk það- an gufræðiprófi með góðri I. ein- kunn (49 st.) tveím árum isíðar. í þessi tvö, ár bjó hann í sama herbergi og Hannes Þorsteinsson. ]t[innist hann þeirra samveru- stunda i sama tölubl. Óðins: „Yið þoldum saman hlítt og strítt, því álíkt var um efnahagmn beggja vegna og hvorugur Krösus. En margt har á góma og margt var rætt um ráðgátur tilverunnar og um hin æðstu og háleitustu sann- indi í skáldskap og guðfræðivís- iudum. Var þá margt lesið og rök- rætt í ýmsum greinum, auk skyldu- námsgreinanna; en ekki voru efn- in svo mikil að unt væri að aflasjer annara erlendra hóka en hinna ó- dýru rita úr Reclams Bibliotek, ank bóka þeirra, er hingað og þangað voru að láni fengnr. Er mjer sönn ánægja að minnst þeirra samverustunda, enda mun torfenginn jafn skemtilegur, jafn alhliða og áhugamikill lögunaut- ur, sem Jóhannes Lynge var; en aðdáanlegast þótti mjer samt, auk hinnar skörpu dómgreindar hans, hið frábæra bjartsýni hans, ljettlvndi og hrifning fyrir öllu fegru. sönnu og góðu í mnnlífinu. hin óbifanlega trú hans á lífs gleðina; enda hefir hann þurft á þessum eiginleikum sínum að halda í Íífsbaráttunni, frekar en flestir aðrir, og þeir komið hon- um í góðar þrfir, því að margur í sporum hans mundi hafa bug- ast látið í jafn krappan dans, som hann hefir komist í við alls- konar mótlæti á lífsleiðinni. En hann lagði upp í þá baráttu með gott veganésti, sem honum hefir enst, betur en flestum öðrum“. Síra Jóhannes rjeðst haustið 1888 sem aðstoðarprestur til síra Jakobs Guðmundssonar á Sauða- felli og var hann vígður 30. sept- ember af Pjetri biskup. En er sjera Jakob andaðist haustið 1890 var sjera Jóhannes kosinn prestnr í kallinu, og fjekk veitingu fyrir brauðinu um haustið. Var nú sjera Jóhannes prestur í Suðurdalaþingum í 30 ár og hjó hann lengst af á Kvennaörekku. Sem prestur ihafði sjera Jó- hannes alt það í ríkum mæli til a ð bera, sem af presti er hægt að krefjast: skyldurækinn með af- brigðum, góður ræðumaður og fvrirmynd allra í hjeraðinu í lítil- lieti. háttprýði og greiðvikni- Hann liafði sjerstaklega orð á s,ier fyrir það, hversu vel hann bjó bömin undir fermingn. Var hann því ágætlega látinn í sókn- um sínum, og við hurtför hans 1918 var hann og kona hans sæmó með ríkulegnm heiðursgjöfum frá sóknarfólkinu. í sveita. og hjer- aðsmálum var hann mikill fram- faravinur; var hreppsnefndarodd- viti í 17 ár, hvatamaður ýmsra fyrirtækja, ýmist formaður eða fulltrúi í ýmsum þörfum fjelags- skap. Hann fylgdist altaf með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.