Morgunblaðið - 08.07.1924, Page 2
MORGUNBEAPIP
iMaTmw
Þeir sem eiga ennþá hjá okkur pantanir
á NoregssaStpjetri, eru vinsamlega beðnir að
vitja hans strax — þvi annars verður hann
seldur öðrum.
i □ Da
□ Di
RECKITT’S
Hreinlætisvörur
eru þektar út um víða veröld og seldar
aö heita má í hverri verslun á íalandi.
Þesai nöfn eru á vörum allra húsmæðra:
Zebra ofnsverta,
Brasso fægilögur,
Reckitt’a þvottablámi,
Sifvo silfurfaegilögnr,
Zebo fljót. ofnaverta.
í heildsölu hjá umboðBmanni 'verksm.:
Kristján O- Skagfjörð
Reykjavik.
IDDl
I DDl
B e a t
Hálslfin
og Bindi
8elur
DmboSsmerm:
I. EíynjúMeeon & Kvaran.
undir Helgahnúk.
Bólusetning.
peir, sem bólusettir voru síðastliSinn fimtudag en ekki voru
ékrásettir nje fengu númer, eiga að mæta í barnaskólannm á morg-
xin (miðvikudag) svo þeir geti orðið skrásettir og síðan fengið
vottorð.
Nóg er, að einhverjir aðstandenda mæti, ef um börn er að ræða.
Börnin þurfa ekki að koma sjálf.
* Reykjavík, 8. júlí 1924.
Ðæjarlæknirinn.
n.
,Kr.‘ segir svo um ritdóm minn,
að ekki geti hann talist rangur,
þareð hægt sje að finna aðfinsl-
um mínnm stað. Síðan reynir hann
að sýna fram á hið gagnstæða, og
virðist hann því ekki betur læs
á það, sem liann sjálfur skrifar,
en grein mína.
| Vil jeg þá fyrst sýna fram á, að
] hann fari með staðlausa stafi, þar
| sem hann segir mig ekki hæla
bókinni. í ritdómi mínnm stendur:
„Æska, þróttur og lífsgleði er
í þessari bók. Og víða angar
stíllinn eins og birkiskógurinn,
þegar brumiö er að springa xat.
Og sumstaðar er.yfir henni helgi
og lotning fyrir tilverunni, fyrir
rlýrð daganna, sem líða, og eru
svo ósköp líkir hver öðrum, en
þó engir eins.“
Um innganginn segi jeg, að
hann sje fjörlega .skrifaður, margt
sje þar vel sagt — og sumt ágæt-
lega. Persónurnar sjeu skýrar, lýs-
ingarnar glöggar og djarflegar.
Síðan tala jeg um aðalsöguna, fer
einmitt um það mörgum orðum,
hve höfundurinn sje víðsýnn og
óháður, þar þem honum tekst
best upp-
Loks segi jeg:
„Sumstaðar í þessari bók eru
^fagrar og íburðarmiklar lýsingar,
sumstaðar eru þær aftur á móti
barnslega látlausar, en yfir þeim
(hreint og hressandi útiloft."
Jeg hygg, að það, sem jeg hefi
nú tínt til, sje nægilegt til a?
sýna, að „Kr.“ fer þarna með
rangt mál. Annars tilfærði jeg í
ritdómi mínum alls ekki alt, sem
Taktu
Fepsól með þjer i sumarfriið, þá
verður þú hraustur og sællegur. —
Fæst í
Laugavegs-Apoteki
Hljódfærahúsið
•r flutt f Austurstraati I,
beint á móti Hótel íslaud.
Lítið í jflugf»1»!
Hý kursus
bvgynder;
1. Sept. 1924.
Forlang Program
BrSdrene Páhlmane
Hanöels-Akaöemi og Skrive-Institut
Stormgade 6, KObenhavn B.
lsaf oldarprentsmið j a
leyslr alla prantun yel og: sam-
vtskusamlega af hendl mett lœgrsta
verBl. — Heflr be.tu sambðnd I
allskonar papptr sem tll eru. —
Hennar stvaxandl grengt er bestt
mœltkvarttlnn k hlnar mlklu vtn-
sœldir er hfln heflr unnlB s]er mett
ArelBanlelk f vlB.klftum og llpurrl
og fljðtrl afgrrelBslu.
Pnppfra-, ualaga og prent.ýnl.-
horn tll .fal. * .krlfatofnnnl. —
------------Stnal 48.------------
teljast má til lýta á bókinni og
jmin ekki gera það, meðan „Kr.“
hiðst þess ekki. Á jeg hjer við
ýmsar villur af sama tæi og jeg
hefi áður nefnt, en þó einkum sál-
fræðilega galla, sem ekki mun
þurfa svo mjög að lýsa eftir.
„Kr.“ kveður það aðalatriðið,
að sagan gerist öll. par á hann
líklega við, að bein frásögn höf-
undar sje engin. Er þetta að vísu
gott og blessað — og að því vík
jeg einmitt í dómi mínum. En nm
það eru engar reglur, mjer vitan-
lega, hversu höfundur skuli haga
sjer í þessu efni. í íslendingasög-
unum er venjulega skýrt frá því
fyrst, hversu persónurnar sjeu á
sig komnar, ytra og innra, og síð-
an látnar lýsa sjer sjálfar. En
margir hestu höfundar heimsins
hafa gert hvortveggja, lýst per-
sónunum og látið þær skýrast af
framkomu sinni og orðalagi. Eink-
um á þetta við þá skáldsagnahöf-
unda, sem tekið hafa fyrir flókin,
sálfræðileg viðfangsefni. Ef ,,Kr.“
þefði t. d. lesið nokkuð eftir Dost-
ojevski, þá mundi hann skjótlega
hafa sjeð — ef hann sjer þá nokk-
Uð — að í þessu efni er engin
algild regla, heldur er það undir
alt öðru komið, hvort skáldrit er
merkilegt eða ljelegt. Orð ,,Kr.“
um það, hversu saga eigi að vera
skrifuö, er því jafndauð og ó-
.merk og annað, sem hann segir.
En þá fyrst færist skörin upp
!í bekkinn, þegar hanu segir Hall-
dóri það til lofs, að hann sje ekki
að rembast við að láta persón-
urnar segja setningar, sem eng-
inn annar geti sagt. Hann veit
það ekki frekar en annað, að eng-
inn maður hagar fyllilega á sama
veg orðum sínum og aðrir menn,
og mestu snillingarnir hafa lagt
sig mjög fram um, að láta hverja
persónu hafa sitt sjerkennilega
málfæri og orðalag, an þess þó
að lenda þar út í öfgar. Almenn-
ingur stendur þarna framar en
„Kr“. pað er alls ekki ótítt að
heyra menn segja, þá er þeim
eru hermd orð einhvers: „Þetta
er þó líkt honum. petta hefði eng-
inn getað sagt nema hann' *. ..
Enda virðist „Kr.“ líta svo á, að
orðin: „Kýrnar leika við hvern
sinn fingur“ .. verði fyllilega
eðlileg, þegar þess er gætt, að
Sæmundur er látinn segja þau.
Væri og ekkert hafandi á móti
þeim, ef vísurnar og annað, sem
Sæmundur segir, væru í samræmi
við þau. En þau koma lesandanum
á óvart, verða barnaskapur höf-
undar, en ekki þess, sem segir
þau. Hjá Jóni Thóroddsen segja
persónurnar setningar, sem ein-
mitt enginn getur sagt nema þær.
En Jón er hinn mikli meistari.
Hann er altaf viss um, hvernig
persónurnar eiga að haga orðum
sínum og hvemig þær eiga að
hreyfa sig. Sögur Jóh. M. Bjarna-
sonar eru aftur á móti glögt
dæmi þess, hversu fer fyrir þeim
EIMSKIPÁFJELAG
Í5LANDS W
REYKJAVÍK ÍA
B
Goðafoss
fer hjeðan væntanlega 11. júlí að
kvöldi vestur og norður um land
(fljóta ferð) og til útlanda.
Gullfoss
fer tij Vestfjarða 14. júlí og hjeð-
an til Kaupmannahafnar 23. júlí.
Es ja
fer hjeðan austur og norður um
land 12. júlí í hringferð.
höfundi, sem vill láta persónur
sínar vera sjerkennilegar, en þekk
ir þær ekki til hlýtar, og hefir
ekki vald á málfæri þeirra og
hreyfingum. Hjá honum verður
bver persónan að sjervitring og
lxálfgildings fábjána.
Orð „Kr.“ nm, að Halldór sje
ekki að prjedika neitt, hvorki
sveitamenningu nje andatrú,
benda á það, að bókmentalegur
sjónarhringur hans takmarkist
af „Silkikjólum og vaðmáls-
buxum“ annarsvegar, en „Sam-
býlinn“ og „Móra“ hins vegar.
En fleiri bækur hafa heimsbók-
mentirnar að geyma; það þori
jeg að fulyrða. Annars eru það
engin meðmæli með bók, að hún
hafi ekkert að flytja. Bókment-
irnar hafa einmitt á öllúm tímnm
verið boðherar hugsana og skoð-
ana. En ekki er öllum hent að
fjytja svo mál í skáldverki að
vel fari. Efni hókar Halldórshefi
jeg dregið saman í fám orðum í
ritdómi mínum:
„Hjarta mannsins verður að ei-
lífu hin eina gjaldgenga mynt viðl
hástól guðanna, en steinn máttar-
ins er veginn og Ijettvægur fund-
inn‘.
petta er raunar engin ný speki,
enda er svo sagt, að engin ný
hugsun hafi verið hugsuð í gær,
sje ekki hugsuð í dag og verði
ekki hugsuð á morgun. En hugs-
ununum er gefið annað form í dag
en í gær og annað á morgun en
í dag.
„Kr.“ segir, að í raun og veru
finnist lesandanum það frekaff
guði að kenna en Halldóri, hvern-
ig prestkonan er. par hugsa jeg
að hann setji met í hugsanalansn
fleipri. Raunar hefir guð skapað
Halldór, en hann hefir líka skap-
að ,,Kr.“ og vil jeg þó ekki eigna
þeim almáttuga ritsmíðar hans.
En ef guð rendi nú augunum yf-
ir sköpunarverkið og skoðaði
Kramsfuglinn nndir Helgahnúk í
krók og kring, þá hygg jeg að
honum þætti ekki alt harla gott,
blessuðum.
G. G. Hagalín.
Frh. |