Morgunblaðið - 01.08.1924, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ
Tilkynningar. ——
Drýgri engin dagbók er,
Dranpnis smíða hringa,
en dagbókanna dagbók hjer:
Dagbók aug’iýsinga.
Viískifti. —
ÖÍTaaar, borCstofnborö og stólar;
$ iýrast og best 1 Húsgagnaverslan
ilejkjayíkar.
„ A.Iþýðuf lokkurinn V ‘ pa ð eru
nokkrir menn, sem eru að rejma
að staulast upp þjóðfjelagsstig-
ann, á þann hátt, sem þeir álíta
auðveWastan, þ. e. eftir baki al-
þýðunnar og á hennar kostnað.
En bún er treg, af því að hún er
og verður vonamdi jafnan talin
einhver hin best mentaða og þrosk
aðasta alþýða í öllum heimi.
En hverjir kosta Alþýðublaðið í
Nokkrir ónytjungar, með tilstyrk
einhversstaðar frá, máske utan úr
iheimi; hver veit og hver vill vita?
Ekki jeg; mjer er gjörsamlega
isama um, hverjir það kosta; en
auðsjeð er að blaðið er útgefend-
um og aðstandendum samboðið;
eu íslensk alþýða á þar engan
ddut að máli
En því þá þetta nafn á blað-
inuT Um það má segja líkt og
sagt er um Grænland i fslend-
ingabðk:
..... „hann gaf naffin land-
ino, oc kallaþi Grænland, oe
puaþ menn þat mendo fýsa þang-
at farar, at landet ætti namn
góttc‘.
D.
■-------0“----
Ný fataefnl í miklu firvali. Tilbúin
föt nýsaumuð frá kr. 95,09. Föt af-
greidd mjög fljótt. Andrjes Andrjes-
son, Langaveg 3, sfmi 169.
Nlorgan Brothers vína
Portvín (donble diamond).
Sherry.
Madeira,
ern viðurkend beet.
Hreinar ljereftstnsknr kanpir fea-
foldarprentsmiðja kæsta verCi.
Gengið.
Reykjavík í gær.
Sterl. pd................. 31.85
Danskar kr................116.92
Sænskar kr................192.92
Norskar kr................ 98.33
.Dollar.................... 7.26
Franskur franki........... 36.71
----‘X---
DAGBÓK.
Messað á sunnudaginn í fríkirkj-
unni í Hafnarfirði kl. 2 e: h. Sjera
Ólafur Ólafsson prjedikar. Minst
verður þjóðhátíðarinnar 1874 og síð-
astliðinna 50 ára.
Veðrið síðdegis í gær: Hiti á Norð-
urlandi 9—12 stig; á Suðurlandi 11—
14 stig. Kyrt á Suðausturlandi; aust-
lægur á Norðausturlandi; norðlæg átt
annarsstaðar. Skýjað loft og lítils-
háttar úroma víða um land alt.
Knattspymnkappleikur sá, er háð-
ur verður í kvöld milli sbipverja af
breska herskipinu Harebell og Vík-
ings, verður áreiðanlega spennandi.
Flokkur Bretanna varð í sumar nr.
2, í samkeppni um bikar, sem kept
er um innan breska flotans. Vann
flokkurinn 17 kappleiki, en tapaði
úrslitakappleiknum með einu marki.
Fjekk hver einstaklingur í liði þeirra
fagran heiðursjiening úr silfri að
verðlaunum.
Æfifjelagi í. S. f. hefir Jón Ás-
bjömsson hæstarjettarlögm. gerst.
Eru æfifjelagar nú orðnir 26.
Kakali hefir ekki strandað, sam-
kvæmt upplýsingum, sem Morgun-
biaðið hefir fengið. Kom hann inn
á Siglufjörð í fyrrinótt með 750 tn.,
og er nú alls búinn að fiska um
2500 tn. af síld.
1
Heimsflugið. í gærkvöldi voru
ókomnar fregnir um það, að ame-
rísku flugmennirnir væru farnir frá
Kirkwall, en þangað voru þeir komnir
í gær. Sennilegast fara þeir þaðan í
dag eða á morgun, ef veður leyfir;
geta því komið hingað þ. 3. eða 4.
ágúst, ef alt gengur að óskum. Her-
skipið Raleigh er komið til Homa-
fjafðar og bíður flugmannanna þar.
Höfðu skipsmenn. af Raleigh farið í
land á Mikley í gær. Hingað er
•væntanlegt í dag eða á morgun her-
skipið Richmond, og er það flagg-
skip þeirrar deildar, sem nú er á
sveimi hjer í norðurhöfum. Kafteinn-
inn heitir Magruder. Skip þetta mun
vera allstórt, 10 til 13 þús. tonn að
minsta kosti, og era fleiri hundruð
manns á því að sögn.
Undirbúningur mun vera nokkur í
bænum að taka sem best á móti flug-
mönnunhm. Eins og kunnugt er, verða
þeir gestir bæjarins ineðan þeir dvelja
hjer. Búa þeir á Sólvöllum (húsi
Jónatans porsteinssonar og frúar
hans).
Koma flugmannanna hingað er
eigi lítill viðþurður, margra hluta
vegna, og mun þeim verða vel fagn-
að hjer, þessum vaskleikamönnum.
Væntanlega verða flögg á hverri
stöng daginn sem þeir koma hingað
ti! Reykjavíkur.
Frá veðurathugunarstofunni fá
amerísku flugmennirnir skeyti um
veðurhorfur hjer á íslandi á mið-
nætti hverju, uns þeir fara frá Kirk-
wall. Auk þess munu þeir fá skeyti
um veðrið frá amerísku herskipnn-
um og víðar að.
Gamla Bió, par yeröur sýnd í kyöld
og næstu kvöld mjög hugðnæm rnynd,
er May Mc. Ávoy leikur aðalhlut-
verk í. Fer hún snildar vel með það.
Strandmennirnir frá Teddy fara
til pingvalla í dag. Er það dansk-
íslenska fjelagið, sem býður þeim
þangað.
Á morgun kemur út tvöfalt blað
af Morgunhlaðinu í tilefni af því, að
þá eru 50 ár liðin síðan þjóðhátíðin
yar haldin árið 1874. Flvtur
hlaðið ítarlegar greinar eftir Jón
pörláksson f jármálaráðherra, sjera
Óíaf Ólafsson fríkirkjuprest, Einar
H. Kvaran rithöfund og Indriða Ein-
arsson rithöfund m. m.
En í dag eru liðin 50 ár síðan
stjórnarskráin öðlaðist gildi.
Norsku ferðamennirnir komu hing-
að úr ferðalaginu austan úr sveit-
um í fyrrakvöld, og fóru með Mer-
eur iá stað til Noregs.
Peir fengu hið besta veður alla
dagana og voru hinir ánægðustu
yfir ferðinni, þó viðstaðan væri hjer
í stysta lagi. Er víst að þeir munu
„lofa mjög landið“ og gera því sitt
jtil þess að örfa menn til skemti-
fara hingað; enda er nú mælt svo
um, hvaðan sem frjettist um úr ná-
grannalöndunum, að fjölmargir hafi
löngun til þess að heimsækja land
vort, ef þeim gefst hentugt tæki-
færi. Líklegt er, að ferðamannafje-
lag Bennetts og Tidens Tegn, er sáu
um íör þessa, geri út fleiri leiðangra
hingað frá Noregi.
-------o-----—
HITT OG ÞETTA.
Ritola,
Finnlendingur, setti nýtt heimsmet í
|10 þúsund metra hlaujii á Olympíu-
leikunum þann 6. júlí. Hljóp lumri
^skeiðið á 30 mímrtum og 23% seb.
Næstur varð Wide, Svíi, þriðji Berg,
Finnlendingur. Nurmi, sem talinn var
KokusmjSI
hefi jeg fengið aftnr.
EIRÍKUR LEIFSSON.
Laugaveg 25. Talsími 822.
Appelsinur
og epli
er nýKomið
Eirikur Leifsson,
Laugaveg 25. Talsími 822.
Kvensokkar
i mörgum fallegum litum ný-
komnir.
Bírtili Slnarssen s Co.
Cifrónur
nýkomnar
Eiríkur Leifsson
Laugaveg 25.
piss að vinna þetta hlaup, var bannað
,að taka þátt í <því af fþróttasamband-
ir.u finska, af því að hann átti að
ikejrjra bæði í 5000,1500 m. og 3 þús.
m. víðavangshlaupi. Vann hann þarr
öll.
Nurmi,
jFinnlendingur, varð nýlega fyrstur f
(1500 metra og 5000 metra hlaupum á
jOlympísku leikunum. 1500 m. skeið-
ið hljóp hann á 3 mín. 53,6. Eftir
Jdukkutíma hvíld hljóp hann 5000 m.
skeiðið (4,31,2), Ritola varð annar
í röðinui, Wide þriðji, Romig, Banda-
ríkjamaður hinn fjórði. Nurmi hefir
sýnt það á þessum Olympísku leik-
um, að hann er langbesti þolhlaupari,
sem nú er rrjrjri.
Maraþonhlaupið
vann Finninn Törnerös,
Skotið á heiðinni,
Eftir Paul Busson.
„Jeg læddist áfram hljóðlega, knúður
áfram af voðalegnm grun, sem ljet mig
engan frið bafa. Loksins kom jeg að
staðnum þar sem presturinn hafði stað-
ið. Jeg sá gild spor hans og nálægt
þeim mark eftir mjóíhæla skó greifa-
frúarinnar. Jeg rakti slóð hennar
þangað, sem hún hófst. Og þá var eins
og jökulvatn rynni um æðar mjer. pví
spor bennar hurfu skyndilega og spor
úífsins hófust. Engin önnur spor sá-
ust umhverfis í hvítum, mjúkum snjón-
um. Jeg neri augu mín og kleip sjálfan
mig og lagðist á knje í snjónum og
athugaði betur sporin. Slóð úlfsins hvarf
skyndilega fáum fetum frá. þeim stað,
sem presturinn hafði staðið á, og þar
hófst slóð greifafrúarinnar.
„pykkur, fagurrauður blóðdropi fjell
af vörum mínum niður í hvítan snjó-
inn. Jeg hafði bitið vör mína til blóðs.
Og jeg gat vart gráti varist.
„pá Iheyrði jeg skyndilega skruðning
inni í þykkninu. Jeg stóð grafkyr,
hreyfði hvorki legg eða lið. Jeg hálf-
íokaði augum mínum, svo snjóbirtan
glepti mig ekki og jeg sæi betur. Og
þá sá jeg hann. Stór, grár úlfur kom
beint á móti mjer, snuðrandi við jörð
annað veifið. Jeg miðaði hyssu minni
hægt og varlega og dró upp hana
vinstra hlanps. Jeg ætlaði úlfinum
krossmerktu kúluna. Úlfurinn snerist
lítið eitt til hliðar. Jeg hreyfði fingur
minn lítið eitt, þrýsti svo að og þegar
skotið reið af rak úlfurinn upp ámát-
legt vein. Hann hljóp í loft upp en fjell
þegar niðnr aftur. Jeg hljóp þegar að
og þar lá hún — greifafrúin — og
þrýst.i vinstri hönd að brjósti sínu.
Blóðið fossaði enn úr því, fagurrautt
konublóð.
„pú varst sá, —“ reyndi hún að
hrópa og leit á mig af svo mikilli heift,
að mjer rann kalt va'tn milli skinns og
hörunds.
„Varg-úlfur? — Var það jeg, sem
æpti það orð ?
„Hún reis upp, en fjell jafnharðan
aftur á hak. Nú var það húið. Áður
én jeg hafði náð jafnvægi heyrði jeg
gengið þunglamalega um skóginn að
haki mjer. Pað var Miickenzáhler.
Hann æddi áfram eins og villidýr í
veiðihug. En þegar hann sá lík greifa-
frúarinnar rak hann upp hryllilegt óp.
pá var eins og hann fyrst kæmi auga
á mig.
„Hundur!“, kallaði hann og greip til
skammhyssu sinnar svo snögglega, að:
jeg stóð varnarlaus fyrir. Jeg hljóp til
hliðar og um leið sá jeg rauðnm
» blossa bregða fyrir. Skot hans reið af
í höfuð mjer. Jeg fjell til jarðar. Jeg
sá Múckenzáhler eins og í þoku. Hann
kraup við lík greifafrúarinnar. Svo var
eins og skímulaust myrkur sigi. á.
Gamli maðurinn leit á hund sinn.
. „ Balthazar kom á vettvaug. Haun
hafði heyrt skotin. Hann gelti þar, uns
veiðimenn komu. Lík Heinrick s Miick-
■enzáhler dinglaði á trjágrein einni. Jeg
var horinn hurt meðvitundarlans og
Iagður í sjúkrastofu. Auk sársins hafði
jeg fengið heilahristing.
„Bráðum er sagan sögð. Rannsókn
fór. fram. Niðurstaðan varð á þessa leio:
Greifafrúin, er hafði verið í fylg<i
mjer, hafði sjeð veiðiþjófinn að stuldi.
Jeg hafði skotið á hann, en eigi hæft
hann. Hann var betri skytta en jeg, mið-
aði á mig — og hæfði. En þar eð hann
óttaðist að konan intmdi vitna á móti
sjer, skaut hauu hana og. Er hann
á þeirri stund hugsaði um afleiðingam-
ar af tvöföldum gl*P sínum, varð hann
óttasleginn, og ihengdi sig.
„Pað er alt deginum ljósara, er ekki
svo ?
„Hvað jeg sagði um málið skiftir
litlu um. Jeg hafði verið í mikilli raun
og hafði særst illilega á höfði. peir fóru
rneð mig eins og ham í reifum. Er jeg
sagði þeim frá vargúlfinum kinkuðu
þeir kolli og sendu mig á geðveikraspí-
tala. par var jeg í langa tíð. Fyrst var
jeg reiður mjög og óður á köflum, af
reiði einni þó. En jeg sá fram á, að
eina ráðið til þess að fá frelsið aftur,
niundi vera að segja, að þettn um varg-
úlfinn hlyti að vera draumur. Alt fór
eins og jeg bjóst við. Jeg var þá hægur
og kom vel fram. Læknirinn tók þetta
gott og gilt og innan skamms fjekk
jeg lausn.
„Innan fárra tíma munuð þjer hugsa
á sömu leið og kviðdómendurnir og lækn-
irinn. pjer munuð ekki trúa því, að
Balthazar fari um í hundslíki, af því
hann ógnaði guði og fyrirfór sjer. Pjer
rnunuð ekki trúa því, að Múckenzáhler
sje refsað með því, að vera í álögum
í hjartarlíki, Og frásögnin um kven-
úlfinn, sem getur eklti fundið frið, fyr
en eldur hatursins er brunninn út úr sál
hennar, — já henni munuð þjer heldur
ekki trúa. pegar sólin skín aftur, þá
munuð þjer hrista höfuðið yfir þessu
öllu. Og hvað yður snertir, þá er kann-
ske best, að svo sje. En það er alt sam-
an erfitt fyrir mann, sem hefir verið
áhorfandi og þátttakandi í þessum
harmleik. Sárt er það, að enginn skuli
trúa orðum mínum, því það væri mjer
huggun.
„Hafið þjer tekið eftir því, að það
er farið að bregða birtu. Bráðum er
dagur ú lofti og það verður fagurt
veður, því storminum hefir slotað.
„Jeg skal ganga með yður á braut
og vísa yður veg til húss vinar yðar
í dalnum uppi.
„Petta eitt hafið þjer borið úr být-
um; sögu, sem bráðum enginn kann í
öllum (heiminum, — nema þjer.“
ENDIR.