Morgunblaðið - 25.02.1925, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1925, Blaðsíða 2
MORGUNBIiADtt S KINN HVÍTT Bíðid ekki meft aS kaupa , »SKINN-HVITT«, þvi betra þvotiaefni fæst ekki! - Sími 834. Andr. J. Bertelsen. Ekki eru nein skaðleg efni i SKINN-HVITT, það er sannað eftir margra ára reynslu Reyna að þvo með SKINN- HVITT. — Þjer munuð verða hissa, hvað þvott- urinn verður hreinn og hvítur og með góðum ilm. Þvo upp úr SKINN-HVITT sparar vinnu, tima og peninga. Reynið og þjer munuð sannfærast. Með þvi að sjóða tauið í SKINN-HVIIT er fuilnægjanði sótt- hreinsun fengin. SKINN-HVITT er sápukorn með öllum nauð- synlegum kreinsunarefnunt til ailskonar þvotta. Margra ár» reynsla er meðmælin. Sími 834. Andr. J. Bertelsen. Fengum með Lagarfossi þessar hveititegundin Montroyal Glenora Famous Onota Buffalo Gill Edge Canadian Maid , Georgian Ali i 50 kg. pokum Spyrjið um verð er yður öllum fyrir bestu að kaupa einungis hina viðurkendu og ágætu, innlendu miólk frá SVIjólkurfjelaginu Mjöll Hún fæsf um allan bæ. M0RGENA1ÍI5EN BERGEN MOBGENAVISEN MORGENAVISEN cr et af Norges most læete Blade og •> serlig i Bergen og paa den norske Veatkyí ádbredt i alle S&mfundslag. er derfor det bedste Awionceblad for all< aom önsker Forbindelse med 'den norakr Fiskeribedrifts Firmaer og det ðvrige norek* Forretningsliv samt med Norge overhovedet bör derfor læses af alle paa Island. Anoneer til „MorgeeaTÍeen" sesdtages i „Morgenbladid V * Bestan Höi Um athafnir sjómanna i verinu og xjómannafrœðlxuna í verstöðvunum i Amessyxlu fyrir aldamótin. Eftir sjera Ólaf Ólafsson. Dún fiður og allskonar aængurfatnað selur JknÆmJinnaMin h a v r e, alle sorter fodermel, tjære, h a s a e 11 ö n d e b a a nd og tomtönder. Mottar be- stilling paa nye motorfar- t ö i e r. Alt i bedste kvaliteter og moderne konstruktion. O. Storheim Tyskebryggen, Bergen Telegramadresse: Storheira. Auglýsið I ísafold I < Niðurl. Sjómannafrœðslan i verstöðvunum milli dnna. Sá maðurinn, sem fyrst hófst handa til að gera eitthvað til gagns i þe88u máli, var Jón Páls- son, sem nú er gjaldkeri i Lands- bankanum; honum ofbauð sá mikli timi, sem á hverri vertið fór til einkis hjá ungum mönn- um í þessum verstöðvum. Og honum hugkvæmdist það snjall- ræði, að reyna að koma á fót kenslu i einhverjum fræðigrein- ura fyrir unga menn á landlegu- dögunum. Jón átti þá orðið heima úti á Eyrarbakka en rjeri á vetrarvertíðinni austur á Stokks- eyri. Það var um 1890, að Jón byrj- aði á kenslu fyrir sjómenn á landlegudögum á Stokkseyri; og það sýndi eig brátt, að hugmynd- in var góð og lifvænleg. Ekki var þetta i gróðaskyni gert, því Jón tók ekkert fyrir kensluna; en skólanefnd lánaði barnaskól- ann fyrir ekkert. Ungu sjómennirnir tóku þess- ari kenslu mætavel. Ungir menn, sem langað hafði til að læra eitt- hvað, en áttu lítinn kost á því, notuðu því tækifærið, sem hjer bauð8t; ketislan var vel sótt og vel stunduð, eins og flest það, sem menn gera af frjálsum vilja; próf voru haldin undir vertíðar- lokin og kom það þá jafnan í ljós, að nemendurnir höfðu tekið skjótum og ótrúlega miklum fram- förum. Þessu hjelt Jón áfram fyrstu árin af síðasta aldartugnum með elju og áhuga. Fyrirtækið varð brátt mjög vinsælt bæði í ver- 8töðinni á Stokkseyri, og ekki síður upp og austur um sveitir, þar sem nemendurnir áttu flestir beima; góðum húsbændum og feðrum þótti það góð] hlutarbót fyrir unglingana, að fá ókeypis fræðslu og tilsögn í verinu í ein- hverjum fræðigreinum. Margir ungir menn, sem á þess- um árum lærðu hjá Jóni Páls- syni í sjómannaskólanum á Stokks- eyri, að reikna og draga til stafs, sem kallað er, hafa síðan orðið að mætum og gagnlegum mönn- um. Má þannig t. d. nefna Jón Ólaf88on frá Sumarliðabæ, nú framkvæmdar8tjóri í Rvík, fyrv. alþm. Einar Jónsson á Geldinga- læk, að mig minnir Pál Lýðsson í Hlíð, Jón Guðnason fiskaala í Rvík, Sigurð Aðólfsson, nú í Ameríku, Pál Stefánsson bónda á Ásólfsstöðum, Þórð heitinn Jónasson, kennara, og marga fleiri. Þegar stundir liðu, var sams- konar kensla tekin upp á Eyrar- bakka og Loftsstöðum fyrir til- hlutun Jóns Pálssonar, og var sótt mjög vel I báðum stöðunum. Árið 1893 fluttist jeg að Arn- arbæli frá Guttormshaga, og um sama leyti varð sjera Olafur sál. Helgason prestur í Stokkseyrar- prestakalli, kom þangað frá Gaul- verjabæ. Fram úr því fór Jón Pálsson að hætta útróðrum, og varð þá jafnframt að hætta sjómannakenslunni, hjelt siðasta próf sitt á Stokkseyri 6. mai 1894; gengu undir það próf 20 piltar, allir bráð-efnilegir og hafa orðið að nýtustu mönnum. Fengu þeir allir mjög lofsamlegan vitnis- burð; er prófskýrslan enn til og hef jeg hana i höndum. Sý8lunefnd Árnessýslu var þá tekin að styrkja kensiu þessa, og vildi þvi hafa hönd i bagga með kenslunni, einkum er hún færi úr höndum Jóns Pálssonar. Kaus hún okkur nafnana, sjera Ólaf á Stórahrauni og raig, og Brynjólf Jónsson frá Minnanúpi l nefnd til að annast um kensl- una að öllu leyti, ráða tilhögun hennar, útvega húsnæði, ráða kennara og vera prófdómendur að vorinu til, er kenslunni væri lokið. Brynjólfur gamli var nú »kongs- in8 lausamaður«, en við prestarn- ir höfðum stórum prestaköllum að gegna, og höfðum báðir all- mikla kenslu á heimilum okkar á hverjum vetri, hann kendi mál- og heyrnarleysingjum, en jag kendi piltum skólalærdóm, bjó þá undir latínuskólann. — En við tókum báðir samt þetta starf að okkur með ánægju, af því við töldum sjómannakensluna nauð- synlega og gagnlega. Fór svo þessu fram ár eftir ár; við fórum undir lokin í allar verstöðvarnar, á Eyrarbakka, Stokkseyri, og Loftsstöðum, og prófuðum alla pilta, sem kenslu nutu, vel og rækilega; var það jafnan sam- huga álit okkar, að kenslan kæmi nemendunum að miklum notum. Árið 1903 fór jeg frá Arnar- bæli og til Rvíkur; Jón Pálsson fluttist og þaðan um líkt leyti; og árið eftir andaðist sjera Ólaf- ur sál. Helgason og var að hon- um hinn mesti mannskaði. Fram úr þessu fór að dofna yfir þess- um framkvæmdum auBtur þar, hvernig sem á því hefir staðið, og loks dóu allar þessar fram- kvæmdir út, og met eg það illa farið. — Hvernig ungir menn nota landlegudagana á þessum slóðum núna, um það veit jeg ekkert. — Jeg skal taka það frara, að i Þorlákshöfn, sem í mínura aug- um og margra annara var fyrir- myndar-verstöð, meðan Jón sál- Arnason sat þar uppi, fór engin sjómannakensla fram. Var það aðallega húsnæðisvöntun, sem því olli. — En til að bæta það upp var á þessum árum komið þar upp bókasafni til afnota fyrir sjómenn á vertíðinni; lagði sýslu- nefndin i Árnessýslu því árlegan styrk, meðan mjer var um það mál kunnugt; en á þeim árum var bókasafn þetta mikið notað af sjómönnum. Kvað orðið er um það nú, veit jeg ekki. Verstöðin er, sefn kunnugt er, komin i kalda kol. Kenslugreinarnar, sem kendar voru í verstöðvunum milli ánna„ voru skrift, reikningur, landa- fræði og danBka. Sjómanndsjóður Árnestýslu. Eitt af þvi, 8em gert var aust- ur i Árnessýslu sjómönnum til hagsbóta á siðasta áratug aldar- innar, sem leið, var stofnun »Sjó- mannasjóðs Árnessýslu*. Það mun líka hafa verið Jón Pálsson bankagjaldkeri, sem var frömuður hans og aðalstofnandi. Sjóður þessi var stofnaður I þvi skyni, að styrkja ekkjur og böm og aðstandendur sjódrukknaðra manna í Árnessýslu. Tillögin voru einn fiskur af hverjum hlut á vertíð hverri; en framan af lögðu margir fram miklu meira; því að stofnun þessi mæltist mjög vel fyrir. Útborgun úr sjóðnum átti að vera fimm- föld við það, sera hinn trygði hafði lagt í sjóðinn. Sjóðnum safnaðist brátt furðu mikið fje í tillögum og gjöfum; var hann um eitt skeið orðinn nokkur þúaund krónur. — En dofnað mun hafa yfir þessari stofnun, þegar Jón Pálsson var farinn suður og hættur að. hugsa um hann. — En sjálfsagt er hann einhversstaðar til, þótt jeg viti ekki hvar hann er niðurkominn. Mjer er það nú vel ljóst, ab margt er breytt frá þvi, sem var fyrir um það bil 30 árum síðan. Flestiroglíklega allir unglingar fá meiri fræðslu nú enn þeir áttu kost á fyrir 40—45 árum, og ættu þeir að því leyti að ganga nú betur undirbúnir út i lífið. En — allir unglingar geta samt einhverju við sig bætt, fáir munu enn vera oflærðir undir lífið og lifsins alvarlegu störf og fram- kvæmdir. Enn eru til brimveiðistöðvar* sem áður, og enn fara á hverri vertíð margir landlegudagar til einkis hjá mörgum sjómönnum á mörgum stöðum. Eg sje eftir hverjum degi, sem þannig fer til einkis hjá ungu mönnunum; þeir dagar eru tapaðir peningar i lífi ungra manna. Nú hefi jeg sagt frá þvi, sem gert var austur í Árnessýslu fyr- ir 20—30 árum til þess að land- legudagarnir yrðu ekki ungum mönnum algerlega ónýtir og tap- aðir dagar, og fyrir mjer hefir að sumu leyti vakað sú hugsun, að ekki væri alveg óhugsandiy að einhversstaðar kynni að vakna upp einhver nýtur maður, sem í likt vildi ráðast þar sem líkt stæð* á; mætti þá máske eitthvað gott af því leiða. »Enginn veit, hvar óskytja öt geigar*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.