Morgunblaðið - 11.03.1925, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.03.1925, Blaðsíða 3
VW.-.C. MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ. Stofnandi: Vilh. Finsen. Ctgefandi: Fjelag I I^eykjavlk. Ritstjörar: Jðn Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Auglýsingrastjóri: E. Hafbergr. Skrifstofa Austurstræti B. Slmar: Ritstjórn nr. 498. Afgr. og bókhald nr. 500. Auglýsingaskrifst. nr. 700. Helmasimar: J. KJ. nr. 742. V. St. nr. 1220. E. Hafb. nr. 770. Áskriftagjald lnnanbæjar og 1 ná,- grenni kr. 2.00 á mánuBl, innanlands fjær kr. 2,B0. 1 lausasölu 10 aura eint. dagt Jeíí hefi beðið um, ;ið ,jeg mætti ' fá náð ti] þess að flyt.ja sorgbitnum huggun. Mig langar til þess að flyt.ja huggmi til herinar, seni grætur sinn eiskaða mann, mig langar til þess, að foreldrar, sem hafa niist hjartkæran son og sonu megi fá kraft til þess að halda vegferðinni áfram með von og djörf- ung. Jeg bið þess, að blessun veitist hin- ' nm föðurlaúsu börnum, og bið Guð að lilessa þær minningar, sem geymast «m hjartkæran bróður og vin. Jeg er ekki aðeins sendur hingað, til þess að tala nm fallvelti og dapran harm: en jeg er sendur til þess að flytja kveðju frá honum, sem er Guð huggunarinnar. Jeg þekki gamla, en stutta sjómanna- ' bæn, og hún er þannig: Hafið er stórt, = en’íbáturinn okkar svo lítill, hjálpa þú t oss. Drottinn. Vjer finnum, að engu er að treystn; báturinn er lítill og öldnrnar aflmiklnr. Engu er að treysta. Jú, einu er að treysta: Drottinn stendur við stýrið. pá verður það ekki að tjóni, þó bátur- - inn sje lítill.................... Treystum föðumum, sem vakir yfir oss. Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa. Biðj- um um þennan kraft og tökum á móti homim. Eig-nmnst þann kraft, seni verð í ur ekki frá oss tekinn"........ . . . AS ræðn lokinni bað presturinn fyrir syrgjendum 0g hei’milnlm þeirra, landi, þjóð, bæjarfjelagi og sjómar.nastjettinni. Pví næst- voru sungnir sálm- arnir: „Á hendur fel þú honmn“ og „Faðir andanna“, o,g milli þeirra lýsti presturinn blessun yfir söfn- uðinn. Að því búnu tíndist fólkið úr kirkjunni, þægt og hljóðlega. J þrönginni, Utan um syrgjendur, voru ótal vinir og kunningjar, er vottuöu samúð og bluttekningu sína að af- lokinuj þessari minningarathöfn er seint mun þ’eim úr minni líða, er bana sóttn. í FRÍKIRKJUNNI. Múgur og margmenni tók að etreyma að henni strax kl. 2. Og €r hún var opnuð Ikl. 2y>, var að ihenni komið miklu fleira fólk en hugsanlegt var að hún rúmaði. Aðstandendur og ástvinír hinna látnu gengu iuu um hliðardyr kirkjunnar norðan kórs, og var þeim ætlað rúm inst í kirkj- nnni. Löngu fyrir kl. 3 var kirkj- an orðin svo þjettskipuð fólki, uppi og n'ðri, í stiguni og for- dyrum, að eklki var unt að koma þar mianni meir. Varð; mikill fjöldi frá að hverfa; sumir stóðu utan við opna gluggana. pegar klnkkan sló 3, hljómuðu fyrstu tónarnir af ,Ora pro nobis', undir hvelfingum kirkjunnar, mjúkir og þýðir, stiltu hugina til samúðar og fyltu kirkjuna þeim íhátíðleik, sem hjelst alla guðs- þjónustuna út. Ljek Bernburg á fiðlu með kirkjnorgelinu. pá setti það og mjög svip á guðsþjónustuna, að framan við (kórinn hafði verið settur pallur, j tjaldaður svörtu, og á honum reist táknmynd af legstað með minnis- ; varða, — brotinni, svartri súlu, og logaði ljós efst á henni. Þá var og tjaldað me'S svörtu klæði þar sem mætast ltór og kirkja. A eftir forspilinu var sungiiin sálmurinn ,,pú, guð, ert mik'll, mergðin englasveita“, og þar næst „Á hendur fel þú honum“. Að þeim sálmi loknum flutti sjera Árnj Sigurðsson áhrifam'kla og hjartnæma ræðu. Var texti h.ir.s úr Rómv.brjefinu 11. 33..—36.; Hvílíikt djúp ríkdóms, speki og þekkingar guðs! iHversu órann- sakandj dómar hans og órekjandi vegir hans. pví að frá honum og fyrir hann og til hans eru allir hlutir. — Fer hjer á eftir eiun ’kafl: ræðunimr: Vegir Drottins vors Guðs eru ó- rekjandi. Sunnudaginn hinn 1. fehr., voru íslenskir sjómenn faldir á hérid- ur mætti og midkunn drottins í mannraunum sínum á hafinu. En sunnudaginn Iiinn 8. febrúar, rjettri viku síðar, gerðust skelfilegir við- burðir. Vjer vitum eigi hvernig þeir viiðburðir gerðust á hafinu. Vjer vit- um nu minna en það. ,par voru engir vottar við nem'a Guð. En alt bendir riú á, að í ofviðrinu miklá 7. til 8. febr. s. I. hafi gerst þeir atburðir, sem fæstir mundu hafa búist við að óreyndu að fyrir gæti komið hjáþess- ari þjóið, atburðir, sem hafa vakið þunga og sára hanna á mörgu heim- ili, já, atburðir, sem óhætt er að segja, að hafa vakið þjóðarsorg. — pess vegna er hjer stofnað til sorg- arminningar í dag, að horfnir eru sjóiium þjóðar sinnar og- ástvina sinna meira en hláJfur sjö- undi tugur í.sleiiskra dugandis- manna, fyrir utan alla þá, siem týnst hafa á sjó áður og síðan, og auk þess 6 Englendingar. Vjer horfuin! hjer a brotna s'ulu. Hún minnir oss á, að frá oss eru horfnir niargir biæ/ður, sem ásamt oss voru sendir i þennan heim, til þess að vera súl- * uv 1 niusteri Guðs, sem voru í þörfu staríi máttarstólpar þjóðfjielags síns, asamt bræðrum sínum, og styrktar- stoðir heimila sinna og ástvina. — pessar stoðir eru nú brotnar í jarðn. skilningi, þar sém þeir hafa verið leystir frá störfum, þessir mörgu ástvinir og meðbræður vorir, og leidd- ú hjeðan, gegnum 'hrakniriga og þrautir, inn á höín ósýnilegrar ver- aldar. Og nú erum vjer þá stödd ' til þess að votta föllnum hetjum virðmgu og lotningu, og vinumþeirra hinum sorgmæddu og gnáthryggu, samúð og bróðurhug. Já, vjer erum komin hjer til þegs ag gtyrkjast sam- eiginlega og huggast j þeirri mrg Qg þeim söknuði, seou snortið hefirallra hjörtu. pað er þjoðartjón og þjóðarsorg, sem vjer berum hjer fram fyrir Drottin. Hin fáinenna ísi jjgfj-,. beðið hjer það tjón, sem alls ekki verður tölum talið, og er þag ei?i ■{ ’ fyrsta sinni. Mannslífin eru hennar dýrasta eign, og 'hún, má í rauninni engan missa fyrir tímann. Og sjó- mennirnir eru hennar hetjuVal. Sú stjett er yfirleitt skipuð mönnum í blóma lífs og krafta, mönnum, Sem skara fram úr að hugrekki, harð- fengi og kröftum,' enda er þess þörf í mannraunum þeim öllum, sem þetta sjólið á við að etja í sínu blessunar- ríka starfi. Sjómannastjettin er frið- samur og fagur her hraustra manna, sem af Drotni lífsins og starfsins eru kaillaðir: „IJt á djúpið æskudrauma! Ut á djúpið manndórrisstarfa! Ut á djúp að afla’ og vinna eitthvað fósturjörð til þarfa“. Sjómannastjettin er sú stjett þjóð- fjelagsins, sem með sinni mannhættu Imráttu úti á hafinu ber uppi að stórum meiri'hluta hina ytri velmeg- ui. þessarar þjóðar. Hvenær sem sjó- maðurinn leggur frá landi, er hann að bjóða þjóð sinni lífið sjálft að íórn. Sá, sem trúir hvikulu hafinu fyrir lífi sínu, hlýtur í hvert sinn að hugsa eitthvað líkt og s-káldið ís- lenska, sem jeg vitnaði til fyr: „Ut í stríðið, út í lífið eða dauðann nú skal leggja, út, að sigra, eða falla, eða máske hvorutveggja' ‘. — / Sjómannastjettin er sá landvarnar- her vorrar þjóðar, sem herst til þess að sigra eða falla, berst upp 4 líf eða dauða fyrir velferð hennar og velmegun. Og þegnr þetta hetjulið hn'ígur jafn átórkostlega í valinn, og átt befir sjer stað hjá oss á þessum vetri, þá grúfir sorg og söknuður yf- ir allri þjóðinni. ÓrannsakanUgir ' ii'ðast henni dómar Drottins og ó- rckjandi wgir hans, er hún niá harma og gráta svo marga hrausta og ágæta sonu, þegrr jafn margar styrkat og prýðilegar súlur trotna í mannfje- lagsmusteri hennar. Og margu'? ætt- jarðarvinur,, hver sá„ er finnur böl þjóðarinnar sinnar þjá sjálfan sig, getur á þessum dögum tekið af hjarta undir orð hins dýrðlega spámanns og ættjarðarviuar, er svo mælti fyrir þúsundum ára: „Jeg er helsærður af helsári þjóðar minnar, .. skelfing hefir gripið mig. Ó, að höfuð mitt væri vatn og augn mín táralind, þá skyldi jeg gráta daga og næ-tur þá, sem fallið hafa af þjóð minni“. (Jer. 8, 21., 9, 1.). En þessi þjóðarharmur er þvngri en tárum taki. Og saknandi þjóð fær aklrei grátið sína góðu sonu úr heimkynnum hinna fram- liðnu. Og hvað er þá annað að gera fvrir hana, ©n a'ð beygja ,knje sín fyrir föðurnum í auðmýkt og lota- ingu og játa sina dýrlegu þjóðarjátn- irig:^ „Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð! Vjer lifum áem blaktandi, blakt- andi strá. Vjer deyjum, ef þú ert ei Ijós það og líf, sem að lyftir oss duftinu frá“. pess vegna er íslenskum fánum lvft í miðja störig í dag, að kvaddar eru þær hetjur, er undir því dýrðlega krossins merki börðust hraustlegri baráttu, og hnigu undir því í vota gröf. Og þjóðin saknar og þjóðin þakkar, þakkar þeiiú Guði, er gaf og tók, þakkar þeim hraustu sonum, er ljetu líf sitt fyrir móður sína, ættjörðina. Vjier reisum bjer brotna súlu til minningar um þá. En sjálf gnæfir fjallaeyjan, jökli faldin, eins og eilífur minnisvarði yfir hinni miklu, votu gröf rnargra sinna bestu sona. Og þjóðin, sem þetta land byggir, gengur ekki í dóm við Drott- in sinn, því að hún veit, að frá hon- um og fyrir 'hann ‘og til hans eru aJIir hlutir. Hans er ríkið, mátturirin og dýrðin um aldir alda, og engu hans ráði verður varnað fram að ganga. Á eftir ræðunni var leikið á orgelið og fiðluna: „Við hafið jeg sat fram á sævarbergs-stall“. — Síðan var sunginn sálmurinn „Sjá þann binn mikla flokk sem fjöll“. pá fór presturinn fyrir altarið og tónaði blessunarorðin. Að síðustu var svo sunginn sálmurinn: ,Faðir >andanna“. Pessi minningar gnðsþjónusta var frá byrjun til enda hin veg- iogasta og sjálfsagt ógleymanleg P>eim ættingjum og v num sjó- mannanna, sem þarna voru staddir. pví hún mi’ðaði jafn mi'k- ið að því að milda sorgarsár þeirra eins og að skipa minningunni um manntjónið mikla fast sæti í hug- um manna. Dagurinn í gær mun verða í- búum þessa bæjar minnisstæður. Aldrei hefir jafnmik'l samúðar- a<lda gengið um hann. Aldrei jafn fjöl'breytileg hluttekning sjest hjer. Aldrei hafa jafn margar þúsundir hjer í bæ sameinast í veglegum m'uningarguðsþjónust- um. Mannfallið var miki'ð, harm- urinn sár, sem kveðinn var að miklum fjölda heimila, fjær og nær. En þeir, sem eftir lifðu reyndu í gær að sýna eftirlifancíi aðstandendum hetjanna, sem fjellu, þann samúðarvott, — að ekki hefir annar meiri sjest hjer í bæ. Og sjálfsagt má með fullum rökum halda því fram, að svo almenn hafi hluttekningin orðið vegna þess, að í hlut átti ein ástsælasta stjett þessa lands, s jóm a n nast j ettin. FRÁ HAFNARFIRÐI. Vjer Ilafnfirðingar mistum 10 menn hjer búsetta í „Manntjóninu mikla“ 7.—8. febrúar. Tveir af þeim voru á togarannm „Leifur l;epni“‘ og 8 á „Fieldmarschal Ro- bertson“. Þetta er tilfinnanlegur mannskaði fyrir okkar litla bæjar- fjelag. Kl. átta í morgun vo”u fánar dregnir í hálfa stöng um allan bæ- inn. Einni mínútu fyrir tvö var lcirkjuklukkunum hringt. Fjöldi fólks, rnieiri hluti bæjarbúa hóf skrúðgöngu frá hafnarbryggjunni. í fvlkingai broddi gengu þeir Ólafur Þórðarson form. skipstjóraf jel. Kári með fána fjelagsins og Björn Jó- liannsson form. Sjómannafjelagsins meS ísl. fánann í liálfa stöng. Skrúð- gangan hjelt fram hjá fríkirkjunni og til þjóðkirkjunnar og ljek Hljóð- færasveit Hafnarfjarðar sorgarlög. í fríkirkjunni talaði sra. Ólafur Ól- afsson og í þjóðkirkjuhni prófastur Árni Björnsson frá Görðum. Kirkj- urnar voru tjaldaðar svörtu og hvert rúm skipað. í kirkjunni hjeldu klerkarnir álirifaríkar ræður. Ur kirkjunni safnaöist fólkið aftur í fylking og gekk niður á hafskipa- bryggju og þar spilaði HljóSfæra- sveit Hafnarfjarðar: „Þið ástvinir eyðið nú hörmimu“. Þannig lielg- uðum við Hafnfirðingar þessa dag- stund liinum látnu bræðrum vorum. Af bryggjunni horfði mannfjöldinn yfir hið bláa óendanlega haf, sem liefir gefið og tekið, glatt og hrygt. Hafnfirðingur. Samskotin. Tæp 39.000 kr. safnast. Eins og frá var sagt hjer í blaðúni í gær, voru bankarnir opnir frá kl. iy2—7, fyrir þá, sem vildu taka af innstæðum sínum í þeim og leggja skerf til sam- skotanna, sem hafin eru handa aðstandendum sjómanna þeirra, er nýlega eru fallnir í valinn. Er ekki hægt annað áð segja. en að byrjunin sje ágæt og lofi iniklu: í fslandsbanka var tekið á mótí um kr. 27.500.00, en í Landslbankanum kr. 9.560.50. í Hafnarfirði söfnuðust á 9. hundrað kr. Gefendur voru í Landsbankanum 316. pá hefir og Monberg verkfræð- ingur sent skeyti, þar sem hann tilkynnir, að hann gefi kr. 1000.00, og gerir hann það, án þess að vita til, að byrjað sje á samskotnm hjer. Bankarnir halda áfram að taka á móti samskotunum, og eins munu hlöðin ve'ta samskotafje móttöku. Samúöarskeyti. Eftirfarandi símskeyti frá skip- verjumi á „Goðafossi“ barst Morg- unblaðinu í ga>r: Sevðisfirði, 10. mars 1.925. Höfum í dag, eftir megni, tehiS þátt í sorgara-thöfninni í minningu um okk ar föllnu stjettarbrœSur, og vottum cft- irifandi vandamönnum okkar innileg ustu hluttekningu í sorginni. Skipverjar á Goðafossi. Innfendar frjettir. FRÁ VE'STMANNAEYJUM. 9. inars. Fiskimatsmaðurinn giskar á, að , til febriiarloka hafí aflast að með- tltali 44 skpd. á bát. Netafisk- veiðar eru stundaðar á 72 bátum. Hófust þær í marsbyrjun, heC r gengið ágætlega, enu sem komið er, þegar tillit er tekið til þess, hve tíðin hefir verið stirð. Und'rskriftaskjal um að leggja uiður útsölu Spáuarvína hjer er nú borið um bæinn, og er sagt að undirtektir sjeu misjafnar. ÚR HNAPPADALSSÝSLU. 31. jan. 1925. Ofviðri mikið var hjer 21. þ. mán. fyrst a'f landsuðri og svo af suðri, þá varð veðurhæðin mest og er það mjög fágætt, skemdir nrðu mikið minni fyrir það, að veðrið var að deginum til. 25. ágúst síðastl'ðinn andaðist að heimili sínn Stefán Einvarðs- son bóndi í Hítamesi, 64 ára að aldri. Hann var búfræðingur frá Ólafedalsskóla. Stefán var með fríðari mönnum, duglegur, þrek- mikill og prúðmienni í framgöngu- Hann eignaðist ágæta konu Hall- dóru Jónsdóttur, systir Jóns, er bjó lengi og vel á Moldbrekku og þeirra systkina. Einkadóttir þe’rra Stefáns og Halldóru, sem upp komst, er Kr’-stín kona Júlí- uíiar snikkara og bónda í Hítar- nesi, nokkur böm sín mistu þau ung. Á aðfangadgskvöld jóla vildi það slys til, að vinnukonan frá Skjálg, Sigríður Signrbrandsdótt- n fjell af stíflugarði í Skjálgur- læk og drukknaði. J. H. -----n---- Forsætisráðherra barst í gær sam- úðarskeyti frá: Sendilierra Dana, de Fontenau f. h. j ------- dönsku ríkisstjórnarinnar. j Prófessor Macmillan Brown, Fyrv. sendiherra Dana J. F. Föggild. hinn heim'skunni landfræð’lnigulr Ftatsraad Monberg og frú. og rithöfundur, hefir verið að Tslandsk Havdelsforening i Kaup- ferðast. um Kyrrahafsströnd Ame. n annahöfn og ríku, og sendir mjer nokkrar Carl Höepfner. greinar um þetta ferðalag sitt, og ---------j-------- þær hugsanir, sem það hefir vak:ð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.