Morgunblaðið - 14.06.1925, Blaðsíða 4
é
MORC UNBLAÐIÐ
r
iBiinŒHM
Toffee, Lakris, og ótal margt
‘fleira nýtt sælgæti, komið x Tó-
bakshúsið.
. Orlik og Masta reykjarpípur
eru alviðurkendar fyrir gæði. —
Fást hvergi í bænum nema í Tó-
bakshúsinu, Austurstræti 17.
Handskorna neftóbakið í Tó-
bakshúsinu, Austurstræti 17, er
▼iðurkent að vera svo gott, sem
neftóbak yfir höfuð getur verið.
Hey til sölu í Höepfnerspakk-
húsi í Hafnarstræti 19—21.
Járntunnur undun bensíni, til
sölu í Höepfnerspakkhúsi, Hafn-
arstræti 19—21.
Graetz olíugasvjelar svíkja eng-
an, verðið lækkað. Aluminium-
potta með tækifærisverði. Kaffi-
könnur. Tauvindur, Balar, pvotta-
hretti og fleiri vörur. Nýkomið
með gjafverði.
Hannes_ Jónsson,. Laugaveg 28.
Strausykur 40 aura. Molasyk-
ur 50 aura, Sveskjur 65 aura, —
Kartöflur 15 aura.
Baldursgötu 11. Sími 893.
þessi ágætlega gerð og vel leikin
eins og vænta mátti, þar sem Sjö-
ström á í hlut.
„Áttunda eiginkona Hrólfs Blá-
skeggs,“ heitir kvikmyndin sem
sýnd er í Gamla Bíó. Aðalhlut-
x’-erkið leikur Gloria Swanson og
lxefir þessi mynd sömu einkenni
og flestar þær kvikmyndir, sem
hún leikur í, en þær eru almenn-
ingi svo ’kunnar, að várt er þörf
að minnast á það. Myndin er
mjög skemtileg og vel leikin.
Z.
Get selt ágæt norsk handvagna
hjól, eða tilúna handvagna (með
stuttum fyrirvara). Hestvagnahjól
og kjálkar koma næstu daga.
Sleipnir, Laugaveg 74. Sími646.
Símnefni Sleipnir.
Barnavagn, lítið notaður og
skrifhorðsstóll, til sölu með tæki-
færisverðií í Húsgagnaversluninni
Áfram, Laugaveg 18.
Rammalistar nýkomnir. Inn-
römmun ódýrust. Versl. Katla,
Laugaveg 27.
MMHSTMSm
Tvær kaupakonur óskast í sum-
ar í grend við ReykjaVÍk, önnur
þyrfti að kunna að slá. Upplýs-
ingar á Framnesveg 1 A ,niðri,
kl.. 5—6 síðdegis í dag.
Tapast hefir gullarmbandsúr á
Óðinsgötunni kl. 6^2 síðdegis í
gær. Finnandi vinsamlegast beð-
inn að skila því gegn góðum fund
arlaunum á Óðinsgötu 21, eða
Laugaveg 5, Guðm. B. Vikar.
Dansskóli
frú Helenu Guðmundsson. Dans-
æfing í kvöld kl. 9 í Ungmenna-
f jelagshúsinu.
Stúdentasöngvararnir dönsku
koma hingað með næstu ferð
Gullfoss.
Sláturfjelag Suðurlands. Aðal-
fundi þess var lokið í gærkvöldi.
Gerðist þar fátt markvert. Stjórn-
in var endurkosin, nema kvað
Kolbeinn Högnason í Kollafirði
var kosinn í stað Boga pórðar-
sonar. Yfirleitt hefir fjelaginu
vegnað vel undanfarið ár.
Kvikmynd Freia-verksmiðjunn-
ar verður sýnd í Nýja Bíó í dag
I klukkan 3.
Þakkarávarp.
Innilegt þakklæti votta jeg
þein^ hr. pórði Asmundssyni kaup-
manni og Armanni'Halldórssyni
skipstjóra og hásetum hans, einn-
ig Jóni Ólafssyni skipstjóra og
hans hásetum, fyrir þær miklu
gjafir, sem þeir hafa sent mjer
heim, og bið jeg guð að launa
þeim.
Skarðsbúð, Akranesi,
14. maí 1925.
Geirþrúður Kristjánsdóttir.
LAUSAVÍSUR.
Flóvent Jónsson, áður bóndi á
Hlöðum, var síðustu ár æfi sinnar
á Syðri-Bakka. Eitt sinn var hann
að sækja miðdegisverð sinn fram
í búr; var það mjólkurgrautar-
skál, heit mjög. Misti hann skál-
ina, og brotnaði hún, en hann
fjekk ákúrur fyrir klaufaskapinn.
Mælti hann þá fram vísu þessa:
Lífið gerist þungt og þreytt,
þegar fer að Elli.
Fleira er en funi heitt,
fleira sker en járnið beitt.
(
Maður nokkur var á þingmála-
fundi, lenti í kappræðu, og þótti
halla rjettu máli. Daginn eftir lá
hann rúmfastur. Var þá þetta
kveðið:
Eykur þrætur seggur sá,
saman skreytni tvinnar,
Veikur grætur eftir á:
iðrast breytni sinnar.
Sigurður Mikaelsson, norðlensk-
ur, var lí fjárrjett. Hafði hann
hatt barðasíðan og eigi fallegan.
Gerði þá md.ður einn skop að hatt-
inum. Kvað Sigurður þá:
Enginn kjörði þar til þig
að þrengja að hörðu skapi.
Jeg þenki að jörðin þiggi mig,
þó hattbörðin slapi.
Regnkápur
fyrir konur og karla, og vatns-
heldir
ferðajakkar
með mismunandi verði, fást í
Ausfurst^æti I.
is. S. tonlaosssm > Id.
Jað íp m alues eins oð0“
Hreins stangasápa hefir
alla sömu kosti og bestu
erlendar þvottasápur.
Hreins stangasápa er ó-
dýrari en flestar erlend-
ar þvottasápur.
Hreins stangaspáa er ís-
lensk
AUGLÝSINGAR
óskast sendar tímanlega.
Málarar
Tilboð óskast í að mála Út-
skálakirkju að innan. V erkið-
yrði framkvæmt í ágústmánuði-
Tilboð sendist sjera Friðrik Rafn-
ar, Útskálum.
Siera FrlðPilf Mm
Útskálam.
Sultutau
margar ágætar og ódýrar tegund- j
ir, nýkomnar. j
Versl. Visir.
Nykomið:
Sultutau
ýmsar 'tegundir.
N ýlenduvörudeild
]es Zimsen
Á Grettisgötu 21 er gert við
Alumeniumáhöld.
Blýhvíta, Zinkhvíta, Fernisollaí,
purkefni, Japanlakk. Alskonar
þurra liti. Kópallökk, Botnfarva.
Pensla alskonar. paklakk og m.
fleira. — Lágt verð!
H.f. Hiti & Ljós
Laugaveg 20 b. Sími 830.
SPÆJARAGILDRAN.
Eftir
E. PhiIIips Oppenheim.
týralöngunin rjeði meira. Hann langaði til að sjá,
hvað úr þessu yrði. Hann þóttist viss um, að hjer
ætti eitthvað þýðingarmikið að fara fram. Her-
mennimir voru þess legir, að þeir væru ekki þarna
rjett að gamni sínu.
Meðan hann var að hugsa um þetta, gerðist
einn mibilsverður atburður. Blásið var í eimpípu
rjett hjá brautarsporinu, og eftir litla stund kom
annar járnrautarvagn í ljós. En hann kom úr gagn-
stæðri átt og hinn. þeir mættust þarna.
Hann staðnæmdist fáein fet frá hinum. Fimm
eða sex menn stigu óðara út úr honum. Einn þeirra
gekk strax til hinna, sem fyrir voru, og heilsaði
einkum einum þeirra mjög virðulega. Stuttu síðar
gengu þessir tveir menn á fylgd með aðeins einum
manni, að vagninnm, sem fyrst hafði komið, og stigu
síðan inn í hann. Maður sem með þeim var, har
skjalatörtku.
Ungi maðurinn, sem horfði á þetta alt, án þess
uokkur vissi, geispaði.
— Hjer er þá ekkert einvígi, tautaði hann. Jeg
•
get víst, án þess að stofna mjer í hættu, komið nær
þessum kumpánum. En um leið kom hann auga
á einkar svipmikinn hermann, sem honum sýndist
til als búinn; og því hjelt hann enn kyrru fyrir.
Um hálfri klukkustund síðar komu mennirnir
tveir út úr vagninum. Um leið var gluggi sá, sem
þeir höfðu setið við, opnaður, og sást þá sitja fyrir
innan hann maður sá, er skjalatöskuna hafði, og
var hann, að því er virtist, að koma fyrir einhverj-
um skjölum í tösku sinni, og sat hann við lítið borð.
En alt í einu var kallað á hann út úr vagninum.
Hann lagði hattinn yfir skjölin, og steig út úr vagn-
inum.
En um leið og hann opnaði vagnhurðina, tók
vindgustur eitt af blöðum þeim, sem á borðinuvoru,
og fleygði þeim út um opinn gluggann. pað lá um
stund á járnbrautarteinunnm, og enginn tók eftir
því þar. En svo sló dálitlum byl niður, og hann
flutti þetta blað beina leið til Englendingsins, sem
lá í leyni í runnanum. Hann seildist eftir því, náði
í það og stakk því í vasa sinn.
Eftir mjög stuttan tíma var ekkert að sjá á
járnbrautarsporinu. Mennirnir höfðu kvatl^ hver
annan með mikilli virðingu, stígið upp í vagna sína
og síðan farið. En um leið og járnbrautarlestirnar
voru komnar úr augsýn, reis Englendingurinn á
fætur og fetti sig og bretti allan, því hann /var orð-
inn þreyttur af að liggja þarna.
Hann tók blaðið, sem til hans hafði borist, úr
vasa sínum, en sá strax, að hann gæti ekki orðið
neins vísari af því; hann skildi ekki þýskn. Hann
stakk því þess vegna aftur í vasa sinn. par næst'
leitaði hann aftur í vösum sínum að reýktóaki. --
Hann fylti pípu sína, með ánægju, er hann hafði-
fundið það, og kveikti í.
— pað er gott að þessu er lokið, tautaði hann-
Og nú verð jeg að halda á stað til mannabygða.
Hann gekk meðfram járnbrautarteinunum —■
nokkuð á aðra klukkustund. En hann sá ekki annað
en skóg á allar hliðar. Ýmsir skógarfuglar flögruðu
umhverfis hann, og við og við smugu 'kanínur og
'íkornar yfir teinana fyrir fótum hans. Járnbrautar-
lest fór fram hjá, og vagnstjórinn öskraði upp og
skipaði honum að fara til fjandans af sporinu. —
Englendingurinn svaraði á ensku, og það bætti.
ekki skap vagnstjórans, því vitanlega skyldi hana
ekki eitt orð.
— pað lítur út fyrir, að jeg sje á forboðnum
vegum, tautaði Englendingurinn. En það er ekkt
með mínum vilja, að svo er ástatt fyrir mjer.
Englendingurinn var ungur og hraustur og
gekk því hratt án afláts. Hann var hár, vel rakaðuf
og hinn myndarlegasti í hvívetna, 'klæddur sumar-
fötum með stuttskálmuðum buxum, úr besta eföb
svo góðu, að það hafði ekkert látið á sjá, þó hann.
lægi í þeim um nóttina úti á víðavangi. Maður tel-
ur ekki smávægileg brot aftan á treyjunni. Hann
raulaði fyrir munni sjer vinsælasta lagið, sem hann
þekti, og mirndi hafa tekið öllum þessum erfiðleik-
um með jafnaðargeði, ef hann liefði ekki veriS
glorhungraður.