Morgunblaðið - 14.06.1925, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Moniö eítir
þessu eina
innienda fjefiagi
þegar þjer sjóvátryggid
Sími 542.
Pósthólf 417 og 574.
t
Simnefni: Insuirsance.
sem ekki var við að ”jöra nokkra
grein fyrir allri þeirri dýrð, er
þar bar fyrir auga, einkum í
páfafvlgdinni. En páfinn kom kl. I
9y2, og var hann í dýrðlegum1
messuskrúða og borinn á gull-
stóli á herðum varðmanna. pegar
hann kom fyrir augu kirkjusafn- ^
aðarins, kváðu við fagnaðarópin
pm alla kirkjuna, frá öllum þess-
um tugum þúsunda, sem þar voru
saman komin. „Eviva il papa!
eviva il papa!“ ætlaði aldrei að
linna. En londum vorum, sem eigi
eru vanir háttuin suðurlandabúa,
þótti sem viðhafnarblærinn tæki
einkennilegan svip þá stundina.
Systir Theresa.
Systir Theresa, nunnan franska,
sú er „kanoniseruð" var þenna
dag, dó fyrir 28 árum í
Carmeliterklaustri í Frakklandi.
Var hún þá aðeins 24 ára að aldri.
En þó hún væri ung að árum, var
hún þegar nafntoguð orðin xyrir
frábært trúarþrek, ástundun á
guðrækilegu líferni og viljafestu.
Him fjekk undanþágu hjá páfan-
um, til þe-ss að verða nunna, áður
en hún var komin á lögskipaðan
aldur. Og 21 árs ritaði hún æfi-
sögu sína, sem nú er þýdd á
fjölda tungumáia.
A síðari árum hefir átrúnáður
á ýms kraftaverk í sambandi við
nunnu þessa, gripið mjög um sig
i Frakklandi. Einkum mun það
hafa verið á ófriðarárunum. Her-
menn særðir og þjáðir í skot-
gröfum og sjúkrahúsum, sáu hana
fyrir augum sjer, og jafnvel
heyrðu hughreystingar- og leið-
beiningarorð af vörum hennar.
Otal vottorð og sögusagnir um
lækningar og leiðbeiningar frá
henni runnar, fljúga manna á
meðal í Frakklandi, og hefir ver-
ið gefin út bók, ein eða fleiri, um
alskonar kraftaverk, sem eru
henni tileinkuð.
Kirkjan uppljómuð.
Þegar dimma tók á sunnudags-
kvöldið 17. máí voru blys kynt
.um öll þök, stalla og hvelfingar
Pjeturskirkjunnar. Var það hin
dýrðlegasta sjón, bæði nær og
fjær. í nálægð náut Ijósadýrðin
sín best, en í fjarska sást með
logalínum hinir tignarlegu bygg-
ingardrættir Michelangelos. Alls
voru um 50 þúsund blys á kirkj-
unni. — Slík viðhöfn er aðeins
i gerð á 50 ára fresti.
í Róm.
Of langt mál yrði það, að rekja
alt það sem bar fyrir pílagrím-
ana alla vikuna sem þeir voru í
Róm. Eins og nærri má geta, liðu
þeir dagar fljótt, því hverri stund
var ráðstafað til þess að skoða
þar eitt og annað af markverð-
ustu kirkjum, listasöfnum, forn-
minjum og helgidómum, jafn-
framt því, sem pílagrímarnir urðu
að koma saman í helstu kirkjum
borgarinnar til bænahalds.. Thor-
yaldsen lauk því ekki á 30—40
árum, eða allan þann tíma, sem
hann var í Róm, að kynna sjer
og skoða öll undur „borgarinnar
eilífu“, eftir því, sem hann sagði
sjálfur frá, svo nærri má geta, að
skamt verður komist á viku, þótt
leiðsögum'enn Bennetts sjeu bæði
ötulir og fróðir.
í katakombum.
Margt minnisstætt bar fyrir
angu og eyru þá daga, m. a. för
pílagrímanna út úr borginni I
snemma dags, til ,katakombanna‘,
sem kenda.r eru við Oallustius.
par, í 'einni af hinum fornu jarð--
'hvelfingum, þar sem kristnir
menn hjeldu guðsþjónustur s<lnar,
með leynd meðan þeir voru of-
sóktir og hraktir með ógnum og
skelfingumi, var guðsþjónusta
haldin með pílagrímunum. Nærri
má geta, að athöfn sú, á þessum
stáð, hafi verið áhrifamikil.
Hjá páfa.
Einn daginn gengu allir Norð-
urlanda-pílagrímarnir fyrir' páfa.
Tók hann á móti þeim í mottöku-
sölum páfahallarinnar.
pegar gengið er fyrir páfa, er
það tilskilið, að konur sjeu svart-
klæddar, og sje búningur þeirra
með þeim hætti, að hálsmál sje
hátt og falli þjett að hálsi, en
ermar sjeu langar. Karlmenn
mega aftur á móti vera eins
klæddir og þeim sýnist.
Móttakan hjá páfa fór þannig
fram, að pílagrímarnir krupu á
knje hlið við hlið, og gekk páfinn
meðfram röðunum, og kystu þeir
allir ágimsteina'í fingurgulli hans.
1 fylgd með honum voru m. a.
Norðurlandabiskuparnir og Meu-
lenberg.
A fáa pílagr. yrti páfinn nokk-
uð. Ekki hefði unnist tími til
þess fyrir hann, að veita þeim
neitt verulega viðtal, því hann
mun þurfa að taka á móti púa-
grímum svo þúsundum skiftir dag-
lega.
-En þegar hann kom til íslend-
inganna, var horfum á það bent,
að þarna væru þeir, og gaf hann
sig að þeim, einkum Gunnari Ein-.
arssyni, sem er sá núlifandi Is-
lenxlingur, er lengst hefir lifað í
kaþólskum sið.
pegar páfi hafði gengið með-
fram röðum pílagrímanna, settist.
hann í hásæti sitt. Hjelt hann
þaðan ræðu til pílagrímanna. Tal-
aði hann á frönsku.
Hóf hann mál sitt á þá leið, að
hann bauð börn SÍn velkomin til
liúsa föðursins.
„Jeg get eigi með orðum lýst“,
mælti hann, „fögnuði mínum yfir
því, að hafa fengið þessa heim-
sókn frá Norðurlöndum, undir
handleiðslu hinna norrænu post-
ula, Brems biskups frá Damnörku,
Möllers biskups frá Svíþjóð og
Smits biskups frá Noregi og Meu-
lenbergs prefekts frá íslandi. —
Kardinálann sendi jeg til yðar,
til þess að bjóða yður liingað á
þessu ári. Var yður boðið hingað
á undan öllum öðrum.
Nú hafið þið lagt í þessa löngu
ferð, og lagt á ykkur alt það erf-
iði, sem til þess útheimtist, að
heimsækja mig hjer, í hinni helgu
borg. pakklæti votta jeg yður,
fyrir hiind liinnar sannheihigu
rómversku kirkju, með því að lýsa
blessun minni yfir yður með valdi
'því, sem jeg hefi fengið að erfð-
um frá postulanum St. Pjetri“.
Allir pílagrímarnir krupu á hnje
meðan páfinn talaði. Ræða hans
var ekki löng. Aður en hann
hvarf burt frá pílagnímunum,
fengu þeir allir minnisþening með
mynd páfa og mynd af Pjeturs-
kirkjunni.
Luku pílagrímarnir upp einum
munni um það, að páfinn, Píus
XI., væri maður hógvær og lítil-
látur í allri framgöngu.
Kveðjuathöfn.
! Aður en pílagrímarnir lögðu af
stað heimleiðis, voru þeir við
: kveðjuathöfn í Alma-háskólanum
þar i borginni. par hjeldu bisku]>-
1 arnir norrænu sína ræðuna hver,
sinn um hvert landið, og Meu-
lenberg um Island. Um athöfn þá
•hefir verið getið í skeytum.
Heimferðin.
Suður fóru þeir um austanvert
pýskaland,Tyrol og Brennerskarð,
suður yfir Alpa, en til baka um
Sviss, og gistu þá 5 Luzern.
Sýningin í páfagarði.
fslenska sýningin vekur athygli.
Að endingu skal minst á al-
þjóðasýninguna, sem haldin er í
páfagarði í sumar. Er hún eigi
mjög umfangsmikil, í samanburði
við það, hve fjö breytt liún er,
enda víða viöað aö til hennar frá
þessum 360 miljónum kaþólskra,
sem eru undir kirkjuvaldi páfa.
par er lítið safn íslenskra muna,
sem Meulenberg hefir þangað
sent. Vandaði hann mjög til þeirr-
ar sendingar. par eru öll helstu
ffornrit vor í bestu útgáfum, sem
til eru, og í vönduðu skinnbandi.
Skrautgripir eru þar allskonar,
vandaðir mjög, alt íslensk smíði,
o. fl., er gestsaugað lielst hittir
með þjóð vorri. Höfum vjer á-
reiðanlegar fregnir af því að þessi
litla sýning hefir vakið athygli,
ekki síst fjrrir þá sök, hve fjar-
lægar þjóðir búast við lítilli menn-
ingu hjer úti í þessum hólma í
Norðnrhafi. í norskum blöðum
hefir nýlega verið að því fundið,
hve tilkomulítil norska sýningin
er, við hlið þeirrar íslensku. Er
þar- tekið fra.m. hve smekklega
og vel sje vandað til íslensku sýn-
ingarinnar.
Leifur Eiríksson
og Norðmenn.
p. 23. f. m. voru hátíðahöld
mikil í Brooklyn við New-York í
tilefni af því, að þá var búið að
ganga frá torgi einu, sem kent
er við Leif Eiríksson. Stytta mik-
il af Leifi verður þar á torginu.
Svo segir í blöðum að 7000
Norðmenn hafi verið viðstaddir
athöfnina á hinu nýja torgi. Eigi
mun þurfa að leiða getum að
því, hverrar þjóðar Leifur Ei-
ríksson hafi verið talinn daginn.
þann.
Sama daginn er ítarleg grein
í Björgvinarblaðinu (Morgenavi-
sen, um Ameríkumann einn, sem
sje að leggja af stað í landkönn-
unarferð, norður í höfin norður
af Canada. Heitir hann Mc. Alil-
lan. Segir ldaðið, að hann ætli
um leið að rannsaka hinar fornu
rústir á Grænlandi og leita að
menjum eftír nýlenduna á Vín-
landi.
Blaðið getur þess, að Mc MiIIan
í'sje á þeirri skoðun, að Norðmenn
hafi fyrst fundið Vesturheim..
Til st.uðnins máli hans tilfærir
blaðið söguheimild þá, er nú skal
^ greina.TTmmæli blaðsins eru þessi:
1 sögunum er þannig sagt frá,
' að sonur Eiríks rauða, er búsett-
: ur var á íslandi, færi eitt sitt a
stórum róðrarbát heiman að fra