Morgunblaðið - 22.08.1925, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.08.1925, Blaðsíða 2
MOR r ^ NBLAÐií) von ^rpecom (fSonf? Höfum ÍYrirliggjanÖi: Rúgmjöl, Hálfsigtimjöl, Hveiti, Crem of Manitoba, Hveiti, „Oak“, Hveiti, „Gilt Edge“, Körtöflumjöl, Sagógrjén, Hrísmjöl, Hrísgrjón, Haframjöl, Kaffi, The, Sódi, Krystalsópa, Strausykur í 45 kg. eekkjum, Höggin sykur, Flórsykur, Epli, þurkuð, Apricots, þurkaðar, Ferskjur, Gráfikjur, Dödlur, Sveskjur, Rúsfnur, Eldspýtur, Hand- sápur Blegsódi, Sápuspænir. t ,y cjpo rt~* « j e x Aðalumboðsmenn: I. Brynjólfsson & Kvaran. HLJÓMLEIKAR þeirra *hjóna Dóru og Haraldar Sigurðssonar í gærkvöldi, og í fyrrakvöld, urðu hinir ágætustu, eins og við var að búast. Það er svo göfugt samræmi í list þeirra beggja, að ekki verður á betra kosið. Haraldur er hinn mesti snillingur í undirleik sínum við sönginn, ásláttur hans mjúkur, og ávalt sá tilfinningarblær yfir hon- um, að hann samlagar sig við söng frúarinnar í „harmoniska“ heild. Söngur hennar og undir- leikur Haraldar eru hvorttveggja með þeim menningarblæ og inni- legleika að gagntekið getur það hina „ómúsikölskustu'1 sál, sem slæðast kynni inn á hljómleik þeirra. Fró Dóra flytur ekkert kvæði, erlent eða innlent, svo, að ekki fylgi því jafnan hinn næm- asti skilningur á efni þess og auk þess fagur og skýr framburð- ur orðanna. Kom þetta skýrt í ljós í íslensku lögunum, sem frúin söng óviðjafnanlega, svo skýrt og innilega, að ókunnugur hefði mátt ætla að hún væri hjer borin og barnfædd. Lófatakinu ætlaði ekki að linna eftir síðasta íslenska lag- ið, „Ein sit jeg úti’ á steini,“ varð hún að syngja í tilbót „Draumaland'( Sigfúsar. Af íslensku lögunum var ágætt nýtt lag eftir Pál ísólfsson „Vögguvísa" við snjalt kvæði Da- víðs Stefánssonar. Þegar litið er yfir söngskrána eftir á, er tæplega mögulegt að taka neitt fram yfir annað í með- ferð frúarinnar, „Frauenliebe,“ frönsku lögin eða Schubert’s-lög- in. Alt jafn snjalt og skínandi fagurt; engu flaustrað af með venjulegri raddfimi og „skóla.“ Þegar frú Dóra Sigurðsson syng- ur, heyrum vjer söng göfugrar sálar, sem leitar hærra og hærra uns fullkomnunarmarkinu er náð. Um það ber öll framkoma henn- ar á söngpallinum vott. Frú Dóra lætur ekki neina laglínu, neina hugsun í söngkvæðinu verða úti. Þó rödd hennar sje ekki afar- mikil, er hún blæfögur á öllum tónsviðum, fagurlega tamin og á- valt er henni svo vel beitt að hitt er á insta kjarnann í „músík“ og ljóði. Þessum óviðjafnanlegu lista hjónum myndi hvergi í víðri ver- öld vera tekið með öðru en fögn- uði og innilegri samúð, svo auð- velt er fyrir alla að skilja list þeirra og njóta henar. Flygel-hljómleikur Haraldar var svo að segja fyrir fullu húsi, — ó- venjulegt og nýstárlegt um þetta leyti árs. Um Harald verða ekki nægilega sterk lofsyrði sögð. — Hefðu meistararnir Beethoven og Schubert verið við þetta tækifæri, sýnilegir, myndu áheyrendur Har-; aldar hafa fengið í ofanálag (ekki álegg), að karlarnir hefðu bros- andi kinkað til hans kollum, þakk- látir. Það var Haraldur sem ljek. Það var nóg. \ Það er yfirhöfuð óþarfi að „an- melda“ þá Beethoven, Schubert og Harald. Þeir eru allir jafn- yndislegir. j Á. Th. í komin til Beirut og þaðan í franskt skip, áleiðis til Parísar. Listaverslanirnar í París ljetu boð út ganga víðsvegar um heim, að þessi merkilega mynd væri þangað komin. Margir voru um boðið er til kom, en enginn vildi gefa 10 þúsund sterlingspund fyr- ir myndina, nema umboðsmaður Carlsbergs-safnsins. Dýrara var þó grískt konu- líkneski, er listasafnið í Berlín keypti í vor. Það kostaði 60,000 sterlingspund, eða 2,160.000 kr. Verðið á nauðsynjavörunni. vegna þess að innkaup hennar eru i svo stórum stíl, og tapið, sem af því leiðir lendir að lokum á skattgreiðendum ríkisins. En þótt einstaklingur tapi á innkaupum, lendir það tap altaf á honum sjálfum, því hin frjálsa samkepni varni honum þess að leggja tapið a vöruna sjálfa og ná því inn á þann hátt. Nefnd sú, er skipuð var í Eng- landi í fyrra til þess að rannsaka verð á brýnustu nauðsynjavörum, hefir skilað fyrsta áliti sínu. P.íkisverslun getur ekki komið til mála. Efltirlit með verðlaginu? Dýr myndastytta. Nýja Carlsbergs myndasafnið í Höfn kaupir litla standmynd fyrir 260,000 krónur. Hún er um 4500 ára gömul. Það vakti mikla athygli fyrir nokkru, er Myndasafn Carlsbergs í Höfn keypti standmynd eina í París fyrir 10,000 sterlingspund. Það er í íslenskum peningum 260 þús. kr. Myndin er af Gudea konungi Sumera. En Sumerar voru voldug þjóð í Mesópótamíu, áður en Ass- ýr'íu- og Babýloníumenn komu til sögunnar. Dr. Fr. Paulsen keypti mynd þessa í París fyrir safnið.. Alítur hann myndina vera hið besta listaverk, sem fundist hefir 7 j frá dögum Súmeríumanna. Mynd-( in er sködduð að því leyti, að' nefið er brotið af henni. Hún er talin að vera 4500 ára gömul. Myndin fanst í fyrra. Áttu Eng- lendingar í erjum við Vahabíta þar austur frá. Einn af höfðingj- um Vahabíta ljet hermenn grafa upp gamla hauga þar eystra. — Fundu þeir meðal annars mynd þessa. Fóru þeir ómjúkum höndum með hana og mölvuðu nefið. Myndin var send til Bagdad. Útflutningsbann er þar á forn- gripum. En henni var .smyglað út úr landinu. Var henni ekið 1 bifreið vestur alla eyðimörk til Beirut. Komust yfirvöldin á snoðir um að farið væri af stað með myndina. Var send flugvjel af stað til þess að leita bifreiðina uppi. En er til myndarinnar spurðist, var hún í fyrra var skipuð nefnd manna í Englandi, sem átti að rannsa'ka verðið á hejstu nauðsynjavörum og koma með ráð til þess að fá það lækkað, ef unt væri. Nefnd þessi hefir nú skilað fyrsta áliti sínu um verðið á kornvöru, brauðii og kjöti, og gerir margskonar til-j lögur til endurbóta, til þess ef: mögulegt væri með því móti að fá verðinu eitthvað þokað niður. Nefndin er mjög (ákveðið á móti því, að ríkið taki að sjer verslun á nauðsynjavöru. „Þær uppástungur, sem fram hafa kom- ið og sem ganga í þessa átt, ber að skoða sem ákveðna stjórnmála- stefnu, en sem með engu móti er unt að aðhyllast, þegar rann- saka á það, hvað heppilegast er cg farsælast verður fyrir land og þjóð,“ segir í nefndarálitinu. Reynslan er sú, að áliti nefndar- innar, að ríkisverslun verði það mjög oft á, að setja í einstaka tilfelli vöru meira niður en for- svaranlegt er, og með því baki hún ríkinu stórkostlegt tjón og það tap lendi að lokum á skatt- greiðendum í landinu. Eigi ríkis- verslun hins vegar að vera rekin þannig, að hún verði ekki fyrir töpum, þá verði afleiðingin sú, að verslunin verður að selja vörur sínar miklu dýrara en verð heims- markaðarins er. Það sje marg- sannað með reynslunni, að ekki er unt fyrir ríkið að reka fyrir- tæki eins ódýrt og hagkvæmlega og einstaklingurinn gerir. Þá sje það vitanlegt, að ríkis- verslun, engu síður en einstak- lingur, geti keypt inn á óheppi- legum tímum og skaðast á inn- kaupunum. En afleiðingin verður svo alvarleg og gífurleg þegar slíkt kemur fyrir ríkisverslun, Nefndin kemur með ýmsar uppá- stungur til þess að fá verðið á brauði og kjöti lækkað. Hún legg- ur til að föst nefnd sje skipuð og hún verði sístarfandi. Eigi hún á hverjum tíma að kynna sjer rækilega alt, sem lítur að brauð- og kjötverðinu. — Hún á að senda út skýrslu um markaðshorfur — verð erlendis, innflutning og allar breytingar, sem verða á markaðn- um o. fl. o. fl. Til þess að fá kornvöruna lækk- aða leggur nefndin til, að hin ýmsu hafnargjöld, er greiða verði af þessari vöru, verði lækkuð að ' mun. Þessi gjöld sjeu nú 100% j hærri en þau voru fyrir ófriðinn. Þá álítur nefndin að álagning mylnanna og bakaranna sje óþarf-1 lega mikil, og gerir ýmsar tillög- ur er ganga í þá átt, að þoka lcostnaðinum niður. — Þá vítir nefndin mjög þann ósið, er mjög tíðkast, sem sje það, að f jelags- i skapur sje myndaður meðal hinna j ýmsii iðnrekenda um það, að selja vöruna ekki undir einhverju lág- marksverði. Þessi fjelagsskapur sje algengur meðal bakara, en hann megi ekki eiga sjer stað. Sama kemur fram í áliti nefnd- arinnar um kjötið. Kjötsalarnir hafi samskonar fjelagsskap um lágmarksverð, eins og bakararnir. Ymislegt fleira er það, sem nefnd- in hefir við kjötverslanirnar að at- huga, og leggur til, að miklu strangara eftirlit sje haft með allri slátrun framvegis en verið hefir. Gerpúlver, Eggjapúlver, Crempúlver, Vanillesykur, Kardemommur, Efnagerð Reykjavikur Simi 1755. Mikið úpiral af Sokkum á karla, konur og börn nýkomið Vöruhúsið. Hitinn á steingötunum. Frá því var sagt í frjett frá Noregi fyrir nokkru, að hitinn hefði verið svo mikill á götunum í Oslo, að hægt hefði verið að steikja egg á götusteinunum. — Mörgum þótti sagan ótrúleg. Af amerís'kum blöðum sjest, að þessi hugmynd með eggjasteiking- una er komin frá Chicago. Þar hafa einnig gengið miklir hitar í sumar. Frá því er sagt þaðan, að húsmæður hafi getað sett steik- arapönnu með eggjum og feiti á götusteinana, og hafi sú mat- reiðsla farið vel fram. Norðmenn verða því að lofa Ameríkumönn- um að eiga hlutdeild í heiðrinum af þessu hugmyndaflugi. Bílaeign amerísku bændanna. Alls er talið að 6.500.000 bænd- ur sjeu í Bandaríkjunum. (Nál. 1000 sinnum fleiri en hjer á ís- landi). En á bændabýlum Banda- ríkjanna eru 4.200.000 bílar, auk vöruflutningabíla. Það er orðið nærri því eins sjálfsagt þar að bændur eigi bíl, eins og bændur hjer eigi reiðhest. Allap er langbest að kaupa þar sem úr mestu er að velja og alt er til, sem yfir höfuð er fáanlegt Þ<-.ð er auðratað i loDaKsnusu Austurstræti 17. BiQjið um hið alkunna, efnisgóða ,5mára‘- smjörlíki. YuiQfataefni margar tegundir tví- breiðar frá kr. 5,35. Nankin frá 2,10 pr. meter. III laiebsen. Laugaveg AUGLÝSINGAR óskast sendar tímanlega. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.