Morgunblaðið - 03.09.1925, Side 4

Morgunblaðið - 03.09.1925, Side 4
4 B GRGlHj^LAMÐ wiwiini \ ^k\hi iiíiiiiiiíii Ljómandi fallegar hvítar alull- arpeysur, með útáliggjandi kraga, jafnt fyrár karla sem konur, sjer- staklega heppilegar í ferðalög, ásamt tilheyrandi hálsbindi og sporthúfum í miklu úrvali, er nykomið. Guðm. B. Vikar klæð- skeri, Laugaveg 5. Matarkex, sætt og ósætt, ódýrt. Sveskjur, kassinn 15 kr. Blandaðir ávextir, kassinn 28 kr. Þurk. epli 1.50 pr. y2 kg. Hannes Jónsson, Laugaveg 28. Tóm glös, undan brjóstsykur, fást í Tóbakshúsinu, Austurstræti 17. Neftóbakið sem allir lofa, fyrir hve vel sje skorið, selur Tóbaks- húsið, Austurstræti 17. » Tóbaksvörur hverju nafni sem nefnast kaupa menn þar sem úr mestu er að velja. Tóbakshúsið, Austurstræti 17. Massage, rafmagn, nuddaðgerð- ir og sjúkraleikfimi, veiti jeg und- irrituð, eftir læknisráði, geng í hús til sjúklinga, ef óskað er. — Hefi viðurkent próf og meðmæli lækna. Hittist í síma 867. Baldurs- götu 18. Lena Figved. Gráskjóttur hestur hefir tapast, aljárnaður, glaseygur á öðru auga. Finnandi beðinn að gera aðvart í síma 1013 eða að Innri-Nj arðvík. Silfurlauf af upphlutsbeltispör- um hefir tapast á leið um miðbæ og Laugaveg. Skilst á afgreiðslu Morgunblaðsins. móttökunefnd þeirri, er bæjar- stjórnin kaus til þess að sjá um alt, er lamt að komu og dvöl Gnœn lendinganna á ísafirði; en í nefnd- inni áttu sæti: sóknarpresturinn, sjera Sigurgeir Sigurðsson, sím- stjóri Björn Magnússon og bæjar- fógeti Oddur Gíslason. Voru borð framreidd í Bíó, og Nýkomnis* YINNU- yetlingar llöpuhúsið. sest að kaffidrykkju, sem auð- sjáanlega fjell gestunum vel í geð, bæði ungum og gömlum. Það var skemtilegt að horfa yfir gesta- hópinn, sem með barnslegri á- nægju naut þess, er fram var reitt. Þá var gestunum skemt með söng, leikfimi og kvikmynd þeirri af Teddys leiðangrinum, sem sýnd var í Reykjavík ekki all* fyrir löngu. Mátti fljótt heyra, að myndin skemti þeim einkar vel. Um borð í „Gustav Holm“. Grænlandsfarið lá við bryggj- una, og notuðu margir tækifærið til þess að fara um borð og skoða skipið, að fengnu leyfi skipverja, og færðu með sjer gjafir allskon- ar, sem voru vel þegnar af hlut- aðeigendum. „Gujenak“, sögðu Grænlendingar; það mun þýða: ,.Jeg þ^kka", og brosi brá á dökkleitu, breiðu andlitin, með meinleysis svipnum. Allajafna var mannkvæmt um borð, þótt illfært væri um þilfarið, sakir hundanna, undir 80 að tölu, og var ekki trútt um, að sumir væru hálfsmeikir við þessi stórvöxnu grey, sem ým- ist lágu eða stóðu, bæði bundnir og lausir, víðsvegar um þilfarið. Eigi að síður tókst mjer að vinna bug á torfærunum og komast und- ir þiljur, frammi í skipinu. — Mátti hjer, sem víðar, sjá mis- muninn á mannanna kjörum, ó- líkar vistarverur, ólíka hætti og aðbúnað. Hjer var nóg af fátækt neðst og óþrifnaði. Gamlar, tötra- legar konur, auðsjáanlega ómeng- aðir Eskimóar, kúrðu í fletum sín- um, og hálfber börnin, óhrein#og úfin, veltust hjer og hvar. Upp- haflega mun hafa verið svo til ætlast, að enginn Eskimóanna, — annar en prestsefnið eitt — fengi landgönguleyfi; en móttökunefnd- in og danski prófasturinn fengu því til vegar komið, að „heldra fólkið“ að minsta kosti, fjekk að koma í land. En allmargir voru þó hinir, sem hýrðust um borð í skipinu. Isfirðingar leituðust þó við að bæta þeim ófrelsið að ein- hverju leyti, með því að færa þeim hitt og annað, þeim til gagns og gamans, og það var skemtilegt að sjá hýra svipinn á litlu barns- andlitunum óhreinu, þegar þeim var rjett munnharpa, brúða, knöttur, hárborði, myndaklútur, perlufesti eða annað því um líkt. Allar skólabæki^r og skólanauðsynjar 5 fást I c Bóka«r. Sigfúsar Eymundssonar. Á kajökum. Það var í sannleika nýstárleg sjón, þegar Grænlendingar sýndu list sína á kajökunum (húðkeip- unum), hinum haglega gjörðu fleytum, er þeir nota við veiðar sínar. Leikni þeirra og lipurð verðui' tæplega lýst. Skjótir sem örin, renna þeir sjer eftir sjávar- fietinum; fyr en varði og áður en augað eygði, höfðu þeir hvolt bátn- um og stungið sjer á höfuðið of- an í vatnið eins og sundfugl; — veiðibrellur sínar sýndu þeir einn- ig, og var hvorttveggja jafnt, gleði áhorfenda og ánægja Grænlend- inga, sem satt að segja mega vera talsvert ‘hreyknir af veiðimanna- •yfirburðum sínum og hinum frá- bærlega vandaða útbúnaði, bæði á bátunum og sjóklæðum sjálfra þeirra, sem eru gjörsamlega vatns- held. Heimsókn þessi mun lengi . í minnum höfð, engu síður meðal Isfirðinga en Grænlendinga sjálfra — sem vafalaust lifa í endur- minningu hennar það sem eftir er æfi, svo hrifnir og þakklátir voru þeir. „Jeg held þeir vildu helst verða hjer eftir“, sagði nýlendustjórinn um þá, rjett áður en skipið fór. En þótt svo yrði eigi, þótt þeir ,sigldu fleyi, „burt frá strönd og ey“, þá verða endurminningarnar eftir, og þær ættu að hvetja oss til þess að bera hlýrri bróðurhug en verið hefir til þeirrar nágranna þjóðar vorrar, sem öðrum fremur er afskift ýmsum lífsins gæðum, og svift rjettindum, sem aðrar þjóðir telja sín dýrustu hnoss. ísfirðingar eiga skilið heiður og þökk fyrir alúð þá og umönnun, sem þeir sýndu grænlensku gest- unum sínum í hvívetna, og þá einkanlega móttökunefndin, sem Ijet sjer svo mjög hugarhaldið um að gera þeim þessa fáu dvalardaga á íslandi ánægjuríka og ógleym- anlega. „Gústav Holm“ lagði af stað áleiðis til Grænlands kl. 9 að morgni, laugardaginn 29. ágúst. Þökk fyrir komuna! Góða ferð heim! P.t. ísafirði, 29. ágúst 1925. Guðrún Lárusdóttir. —------------------ dagbók. Soltind, fisktökuskip, fór hjeð- an í gær með fiskfarm. Með skip- inu tóku sjer fari Bjarni Halldórs- son skrifstofumaður hjá Proppé- bræðrum og Magnús Jensson loft- skeytamaður. Ætla þeir til Lon- dcn og skoða Wembley-sýninguna og þaðan til Parísar. Verða þeir um mánuð í ferðinni. /Hjónaband. 28. ágúst voru gtfin sarnan í hjónaband af sjera Frið- rik Hallgrímssyni, Pjetur Þ. Hall- dórsson og Björg Andrjesdóttir. Sami prestur gaf saman í hjóna- band 29. fyrra mánaðar, Ágúst Jónsson og Rannveigu Einars- dóttur. Draupnir kom hingað inn í gær með smáfisk, er hann seldi í bæ- inn. Hefir hann veitt í ís, og var búinn að fá um 200 „kítti“. Hann fór á veiðar aftur. Egill Skallagrímsson kom að norðan af síldveiðum í gær. Er það fyrsta skipið, sem að norðan kemur, er á síldveiðum hefir verið. Kann hafði aflað um 3000 tunnur. Haukur Thors, en ekki Ólafur Thors, var farþegi hjeðan með „Is- landi“, síðast til útlanda. Sjera Jósep Jónsson prestur að Setbergi í Grundarfirði er stadd- ur í bænum. ísfirsku togararnir. Hinir nýju togarar þeirra ísfirðinganna, ,Haf- steinn' og ,Hávarður ísfirðingur', 'hafa aflað mjög vel, og eru ís- firðingar ánægðir yfir að hafa ráðist í þau kaup. Sagði tíðinda- maður Morgunblaðsins á ísafirði blaðinu í gær, að afli togaranna á árinu væri orðinn um 1000 tn. hjá hvorum, og má það kallast gott. Til Strandarkirkju: frá Lillu kr. 1,00, frá G. S. kr. 10,00. Knattspyrnan. Kappleikurinn í gærkvöldi milli Fram og Víkings fór svo, að jafntefli varð 1:1. í kvöld kl. 6 keppa K. R. og Valur. Björgunarskipið „Geir“. Bæjar- stjórninni hefir borist erindi frá fjelaginu, þar sem það fer fram a aZ skipið verði útsvarslaust vegna taps á rekstrinum síðustu fimm ái, ella fari skipið alfarið hjeðan. Meiri hluti fjárhagsnefndar vill ekki sinna beiðninni, en minni hluti leggur til að fella niður út- svarið 1925, og að ekki verði lagt útsvar á skipið næstu fjögur ár, ef útgerð skipsins vill skuldbinda Ef þvottadagur er á morgun, H sparið yður peninga og leiSindi með því að kaupa sólskinssápu og bestu fáanlega 'krystalssápu í versl. „Þörf“, Hverfisgötu 56,. sími 1137. Lægsta verð í bænum. Reynið sjálf! „Þörf.** FyrirliggjaniPi » Trawlgarn frá London Spinning Co. Ltd. London. HaW BföFBSB > Ei. Siml 720. S i m an 24 veril'anin, 23 PouImd, 27 Ponb«rg. Klapparstí* 28. Skrúfstykki. sig til þess að hafa skip hjer þau ái. í berjaheiði sendi Morgunblaðið um 60 börn í fyrradag undir hand- leiðslu frú Jónu Sigurjónsdóttur og ungfrú Þórhildar Helgason. — Verður nánar skýrt frá ferðinni hjer í laðinu á morgun. bpæjaeagildbah Þá leit Duneombe til gluggans á herberginu. — Hvert í heitasta tautaði hann. Þetta getur verið herbragð. Látum þá hringja. Jeg verð hjer. Unga stúlkan hafði falið báðar hendur sínar í höndum bans, og bæði hlustuðu. Hann beindi at- hygli sinni að glugganum. En alt var hljótt þar. Þá varð hann alt í einu var við . hendur hennar og þrýsti þær örlítið: Þá leit hann á hana og augu þeirra mættust. Á sama augnabliki gleymdi Dun- combe sjer. Hann vafði ungu stúlkuna, sem hann var að vernda, örmum, heitt og fast, og þrýsti kossi á varir hennar. En eftir nokkur augnablik sleit hún sig lausa úr faðmi hans. — Þetta er fyrsti kossinn, sem jeg hefi gefið nokkrum karlmanni, mælti hún með samblandi af hrygð og kæti, og það verður að líkindum sá síðasti. Farið þjer nú og ljúkið upp. Duncombe hikaði. — Segið þjer þetta eina orð, Phyllis, og ekkert skal megna að skilja okkur að. Hún svaraði honum ekki. Hann gekk andvarp- andi út úr herberginu. — Spencer, mælti hann, þegar hann kom fram í skrifstofuna; ef þú verður var við nokkurn hávaða inni í þessu litla herbergi, þá farðu þangað og láttu mig vita af því jafnframt. Spencer játaði. * XXIV. KAFLI. Phyllis sótt. Duncombe opnaði dyrnar og leit út í myrkrið. Úti á veginum grilti hann í vagn með tveim hest- um fyrir. En við uppgönguriðið stóðu karlmaður og • kvenmaður, bæði í ferðafötum. — Er Duncombe heima? spurði karlmaðurinn. — Já, hjer er jeg, mælti Duncombe. Gerið þið svo vel og koma inn. Gestirnir hlýddu strax. Maðurinn var dökkur yfirlitum, en konan var lítil vexti, grannvaxin, og leit út fyrir að vera syfjuð og í illu skapi. — Við höfum mikið samviskubit af því að hafa gert yður ónæði á þessum tíma sólarhringsins, herra Duncombe, mælti karlmaðurinn. Jeg er de St. Ethol markgreifi, og þetta er kona mín. Jeg er hjer með brjef til yðar frá vini mínum, hertoganum af Ches- tow, en hjá honum höfum við dvalið undanfarið. Duncombe hneigði sig fyrir konunni, og vísaði síðan gestunum leið til setustofunnar. Spencer ■ heyrði, að þau komu, og er alt var með friði, faldi :

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.