Morgunblaðið - 19.09.1925, Síða 2

Morgunblaðið - 19.09.1925, Síða 2
2 M O jlí. ± BLAÐIÐ Höfum fyrirliggjanði: Döðlur, Epli, þurkuð, Apricots, Ferskjur. Aðalumboðsmenn: I. Brynjólfsson & Kvaran. Piano. Hljóðfæri frá Murdoch Mc. Killop & Co. Edinborg — kosr.i liingað komin, með öllum kostnaði kr. 1,275,00. Til sýnis á Týsgötu 7, eftir kl. 8 á kvöldin. Meðmæli fyrirliggjandi! Komið og skoðið! Umboðsmaður V. Stefánsson. IBóð win haffa géð áhrif ajjerstaklega i frá C. N. Kopke & Co. Hwll win frá Loais Lamaire & Co. Burguntfies frá Paul Marne & Co. Portwin Sherry Rauðvin Nýkomið s Skólatcskur Skólaspjöld Pennastokkar margar tegundir 1 Grifflar Blýantar skrúfaðir Pennastokkar Pennar Stílabækur mikið úrval og margt fleira til skóla Einnig allar Stílabækur. Bókaverslun Nr. I. nsimr Bankastræti 11. Sí mari 24 renlwsia, 22 PonlMn, 87 PoMberg, Klappwratíg 80. Skrúfstykki. Fyrirbærið Hallgrímur Jónasson. „Oft má af máli þekkja manninn, hver helst hann er.“ Mörgum mun hafa þótt það kynlegt, að einn af kennurum barnaskólans hér, Hallgrímur Jón- asson, hefir sett sig upp á þann háa hest að reyna að hrekja þá niðurstöðu, sem eg og aðstoðar- læknir minn komumst að við rann sókn á svokölluðum huldulækn- ingum hér í Vestmannaeyjum. í því skyni hefir hann birt nokk- ur nauðaómerkileg vottorð í Morgni og ritað tvær greinar í Morgunblaðið, þá síðari þ. 18. þ. m. I þeirri grein notar hann það orðbragð, sem sennilega hefir reynst honum hest í viðureign- inni við óþekka skólastráka, og heldur hann sennilega að þau tromp dugi alstaðar best. Hann talar um „undanhald“ mitt, „and lega uppþembu“, skort á „les- leikni og skilningi“, ráðleggur mér að taka inn kína og hengja á mjg voltakross, ber mér á brýn „skort á viti og gætni“ til þess að skilja orð hans, getur um upp- spuna, sem verði til í heila mínum, um hvað eg sé „hreiðmyntur“, um hvatvísi mína, skort á vits- munum, gætni og hyggindum, gerir „ritbusahátt“ minn, „stað- lausan óhróður' ‘, „tróarofsa' *, „hlaður“, „loftbyggingar og trú- arbelging“, „illmæli og óþverra- tón“ minn að umtalsefni, spyr hvaða vit jeg hafi á sálrænum fyrirbrigðum og kveðst að lokum ekki gefa frekari gaum því, sem hrjóta kunni út um „hljóðopið“ á mér. Þeir verða líklega ekki „ritbus- ar“, krakkarnir, er H. J. kennir að krydda mál sitt með slíkum kjarnyrðum sem, þessum. Eg get ekki gert H. J. það til geðs að birta nöfn þeirra sjúkl- inga, sem rannsókn mín nær yf- ir, því það er ekki siður lækna, neinstaðar um hinn mentaða heim, að birta nöfn þeirra, sem sjúk- dómssögur eru sagðar af, síst í sambandi við blaðadeilur. En ef þetta mál verður rannsakað frek- ar af nefnd, þar til hæfra manna, svo sem æskilegt er, þá mun eg láta þeim í té nöfn sjíiklinganna. Það er fjarri mér að fara að metast um það við H. J., hvor okkar sé gáfaðri. Það verða ein- hverjir óhlutdrægari að gera. En aftur á móti liggur það í hlutar- ins eðli og getur ekki verið neitt álitamál, að eg hefi sem læknir mikið meiri þekkingu á því máli, sem við deilum um, hæði lækning- um yfirleitt' og ýmsum sálrænum fyrirbrigðum. Þess vegna ætla eg líka að leyfa mér að skýra á sálarfræðilegan hátt „fyrirbærið Hallgrím Jónasson" eins og það birtist í áðurnefndri grein, og sýna fram á, að .þessi ritháttur rnannsins stafar af nokkurum veil- um í sálarástandi hans. Það er gömul reynsla, að svein- ar í 2. bekk latínuskólans eru. montnastir allra skólapilta af vís- dómi sínum og þekkingu, og líta rneð miklu meira drambi niður á nýsveinana eða „busana“ heldur en þeir, sem lengra eru komnir áleiðis á mentaveginum. Það er líka reynsla úr daglega lífinu, að þeir, sem aðeins hafa fengið einhverja nasasjón af mentun, eru oft mestu hrokagikkirnir og sjálf- byrgingarnir. Þeir þykjast hafa vit á öllu og eru síkjaftandi um það, sem þeir bera ekkert skyn- bragð á. Sannast þar hið forn- kveðna, að „þeir gusa mest, sem grynst vaða“. Nú hefir H. J. fengið dálítið meira en al- menna alþýðumentun, — nógu mikla til að öðlast kjaftavit sjálf- byrgingsins, en of litla til að finna að hann er ekki maður til að dæma um lækningar, síst af öllu sálrænar lækningar. Þenna sannleika, sem að vísu er dálítið beiskur, verður maður að hafa í huga, ef maður á að gera sér rétta grein fyrir framkomu manns ins. Þar að auki hefir þessi sálar- veila, sjálfbyrgingsskapurinn, sem sennilega er honum meðfædd, eins og margar slíkar veilur eru, marg- faldast við það, að hann hefir vanist á að bera sig og þekk- ingu sína saman við skólabörnin og þá þekkingu, sem þau eru gædd. Það er ekki að undra, þótt hann hafi vaxið í sínum eigin augum við þann samanburð. Prh. Yestm'annaeyjum 27. ágúst 1925 , P. V. G. Kolka. Fjalla-Eyvindur leikinn í Prag. f vetur sem leið, var Fjalla-Ey- vindur leikinn í Prag í Tjekkó- Slóvakíu. Einhver mistök urðu á skilning manna á leiknum, hæði meðal :.þeirra er með fóru og þá eðlilega meðal almennings. En til þess að skýra þetta ágæta leikrit fyrir mönnum, skrifaði hinn góðkunni íslandsvinur Emil Walter sendi- sveitarritari langa grein í stærsta og víðlesnasta hlaðið í borginni. Emil Walter er varaformaður í íslandsvinafjelaginu í Stokkhólmi. Hann hefir í hyggju að koma hingað til lands næstkomandi vor. Dreng j akollurinn. Varkár rakari og ráðríkir eiginmenn. Rakari nokkur í borg einni í Tjekko-Slovakiu ljet nýlega þa® boð út ganga að hjeðan í fra klipti hann ekki hár kvenna til „Jrengjakolls1 ‘ nema konurnar kæmu með dkriflegt leyfi frá eigin- mönnum sínum. — Astæðan til þessarar ráðabreytni rakarans var sú, að prestskona ein hafði fengið hann til að klippa sig- En að því loknu hafði prestur komið að vörmu spori og löðrungað rak- arann eftirminnilega fyrir til- vikið. Stauning, forsætisráðherra Dana, í Færeyjum. Skömmu fyrir síðustu mánaða- mót lagði Stauning, forsætisráð- herra Dana, af stað til Færeyja. Fór hann með Færeyjaskipi Sam- einaða fjelagsins, Tjaldi. Erindi hans þangað var að kynna sjer ýms atvinnumál Færeyingá, og yfirleitt hvern hug Færeying- ar bera til Dana. Mikið er rætt um mál Færey- iuga í Danmörku um þessar mund- 'ir, einkum vegna frumvarps þess, sem fram kom frá kenslumála- ráðh. Nínu Bang, nm færeysku skólana. Vill hún gera færeyskuna að kenslumálinu, en Sambands- flokkurinn í Færeyjum er sagður andvígur þeirri ráðabreytni. Nýlega hefir færyski rithöfund- Húsmæftnr. Þið sem ennþá hafið ekki reynt okkar ágætu Kirsu- berjasaft, farið mikils á mis. Biðjið kaupmann yðar um Kirsuberjasaft frá Efna- gerðinni og sannfærist um, að það er sú besta saft, er þjer getið fengið. Efnagerð Reykjawíkur Sími 1755. Útsala Allar vefnaðarwörur seldar með 10 - 20 n afslætti og alt að hálfvirði og margar vörutegundir með enn lægra verði. VersHunin Vetrai*- kápurnan eiu komnar. Egiii imlim. Svflrtu góðu regnkápurnar eru aftur komnar.. Allar stærðir. Andersen & Lauth. Austurstrtæi 6. Pappirspokar iægst verð. Herluf Clausen. Siml 39. I urinn Jörgen-Frantz Jakobsen, skrifað ítarlega grein í Politiken, þar sem hann gerir mjög skýra grein fyrir afstöðu Færeyinga til Dana. Er fróðlegt að taka eftir því, hvernig lýsing hans á sambúð Eæreyinga og Dana kemur vel heim við reynslu vora — einkum kjer fyr meir. Jakobsen skýrir frá því, hvernig Danir misskilja Það þráfaldlega, að Færeyingar sjeu Dönum andvígir er þejr vilja eigi láta sjer lynda að þeir sjeu kallaðir Danir, og Færeyjar „Dan- marks nordligste Amt“. ---------------------- „_i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.