Morgunblaðið - 20.09.1925, Page 4
4
AjO&QE NBEÆÐIÐ
Yiískifti. iílll
Tóbaksvörur hverju nafni Bem
nefnast kaupa menn þar sem úr
mestn er að relja.
Tóhakshúsið, Austurstræti 17.
Söðla- og aktýgjasmiðir! Alls-
konar efni til söðla- og aktýgja-
smíði fyrirliggjandi í Sleipnir. —
Laugaveg 74, sími 646.
Skósmiðir! Sólaleður fyrirliggj-
andi í Sleipnir, Laugaveg 74, sími
646. —
Bókbindarar! Fyrsta flokks bók
bandsskinn, ódýrt hjá Sleipnir,
Laugaveg 74, sími 646.
Silfursmiðir! Ef yður vantar ný
silfur, þá talið við Sleipnir, Lauga-
veg 74, sími 646.
Útsalan í versl, „Þörf“, Hverfis-
götu 55, sími 1137, heldur enn á-
fram í nokkra daga. Selur vönduð
postulíns bollapör á 0,60, 0,75, 0,85
parið. 12 manna matarstell, 55
stk., aðeins kr. 65,00. Diskar, djúp
ir og grunnir, afaródýrir. Höfum
nokkra kassa af smáhöggnum mel-
ís, sem seldir verða fyrir 21 kr.
kassinn.
Hestamenn! Munið eftir hinum
marg viðurkendu reiðtýgjum frá
Sleipnir, Laugaveg 74, sími 646.
Appelsínur og epli, selur 16-
bakshúsið, Austurstræti 17.
Húsgagnasmiðir! Pluss, nokJkr-
ar tegundir, imeterað leður og
margt fleira, hefir Sleipnir, Lauga
veg 74, sími 646.
Vefjargarn, hvítt og mislitt, —
hvergi eins ódýrt og í verslun
Guðbjargar Bergþórsdóttur, —
Laugaveg 11.
Tækifærisgjafir, sem öllum kem-
ar vel að fá, eru fallegu konftíct-
kassarnir úr Tóbakshúsinu, A«st-
ursrSreti 17.
Taurullur og tauvindur, með
tækifærisverði. Þvottastell 15 kr.
Diskar og bollapör. Ódýrt!
Hannes Jónsson, Laugaveg 28.
Ódýrar vörur á Vesturgötu 52.
■I!lll!lilí Kensla. Ullliiilll
Reglusamur maður, mentaður —
eða sem er að menta sig — og
getur tekið að sjer að kenna börn-
um og unglingum, óskast á stórt
heimili nálægt Reykjavík, fæði og
húsnæði frítt. Umsóknir merktar
„Kennari“, sendist A. S. í., fyrir
25. september.
milllli'll' ' H4sn«8i. ll'íl'llilSiíl
iHúspláss til sölu eða leigu, gegn
mi'killi fyrirfram greiðslu.
Margrjet Árnason.
Herbergi óskast til leigu nú
þegar, ásamt geymslurúmi í kjall-
ara. Upplýsingar í síma 433 (Hall-
dóra Bjarnadóttir).
Dökkrauður hestur hefir tapast
úr Keflavík. Mark: Biti aftan
bæði. Auðkenni, hvítur blettur á
lend vinstra megin. Finnandi beð-
inn að gera aðvart Helga Jenssyni,
Keflavík.
Stúlka vön matartilbúningi, ósk-
ast í vist 1. nóvember. Upplýs-
ingar í síma 1220.
Tvær stúlkur eða stúlika og ung-
lingur óskast í vist 1. október til
Ólafs Þorsteinssonar, læknis.
Stúlka óskast í vist. Upplýsing-
ar á Bragagötu 38, sími 770.
Piltur 17 ára gamall, sem er
vanur búðarstörfum, óskar eftir
atvinnu 1. okt. Upplýsingar í síma
1408. —
Siðprúðan pilt 14—16 ára, vant-
ar til sendiferða frá 1. október.
Eiginhandar nafn og heimilisfang
ásamt kaupkröfu leggjist inn á
A. S. í. fyrir fimtudag n. k.
Sykurverðið lækkaði fyrst
Baldursgötu 11, sími 893.
Góð og heilbrigð stúlka, helst
utan af landi, getur fengið Ijetta
á vist á fámennu. heimili nú þegar.
I'pplýsingar í síma 763.
smásaga, Grímur fjósamaður, eft- Stjömufjelagið. — fundur í dag
ir Soffíu Ingvarsdóttur og ritsjá. kl. 3(4 síðdegis. Engir gestir.
Silfurbrúðkaup eiga á morgun
£rú Guðrún og Jón A. Ólafsson,
Skólavörðustíg 6.
Sjómannastofan: Guðsþjónusta
í dag klukfkan 6, Árni Jóhannsson
talar.
Helgi Hermann Eiríksson, námu
fræðingur er nýkominn austan frá
Eskifirði. Hefir hann verið við
Ilelgustaðanámuna í sumar. Hann
er nú settur náttúrufræðiskennari
við Kennaraskólann.
Svalbarðskolin eru almenningi
ókunnug enn. Þeir, sem með þau
versla hjer í bæ, senda vagna um
bæinn á morgun með kol, sem
útbýtt verður gefins til reynslu,
sbr. augl. hjer í blaðinu. dag.
GENGIÐ.
Reykjavík í gær.
Sterlingspund ........... 22,75
Danskar kr..............114,67
Nordkar kr.............. 99,19
Sænskar kr..............126,19
Dollar .................. 4,70%
í’ranskir frankar ........ 22,47
Bókamiðar.
„Heimur versnandi fer“, segir
enskur bókavörður nýlega í grein,
sem hann hefir ritað í enskt tíma-
rit um meðferð manna á bókum.
Heldur hann því fram, að þó
bækur verði dýrari með ári hverju
þá fari menn altaf ver og ver
með þær og sýni meira og meira
hirðuleysi í meðferð sinni
á þeim. Segir hann að ógætn-
in og hirðuleysið komi fram á
undraverðasta hátt, en þó sjer-
staklega í því, hvaða bólkamiða
lesendur þeirra bóka noti. Segir
hann frá ýmsum „bókamiðum“,
og þeim skrítnum sumum. Oftast
segir hann að skilin sjeu eftir
brjef í bókunum, ekki aðeins
hversdagshjal í brjefsformi eða
verslunarbrjef, heldur miklu oftar
ástarbrjef og mjög nærgöngular
upplýsingar um einstaka menn.
Kvað hann þetta oft hafa haft
hinar alvarlegustu afleiðingar. T.
d. hafði ein gift kona skilið eftir
í einni bókinni eldheitt ástarbrjef
til vinar síns eins. Sá sem næst
fekk bókina að láni, sendi brjefið
til eiginmanns konunnar og af-
leiðingarnar af gleymsku hennar
varð skilnaður. í annari bók hafði
stjómmálamaður einn skilið eftir
drög tií brjefs um stórkostlega
þýðingarmikið ríkismálefni, er
leynt átti að fara. Daginn eftir að
hann skilaði bókinni, kom hann í
öngum sínum á safnið og kvað
æru sína liggja við að brjefið
fyndist. Til allrar hamingju hafði
einn bókavörðurinn fundið miðann
og hirt hann.
IllSlZÍlllfðf
kl. 10—3.
Jón Jónsson.
Ingólfsstræti 9.
Ein ir láitel
að kaupa góð hús með lausum í-
búðum 1. október.
Jónas H. Jónsson.
Sími 327.
Þá getur og bókavörðurinn um,
að algengt sje, að í bókunum,
sem lánaðar sjeu, komi aftur hár-
nálar, sokkabönd, brauðsneiðar
og jafnvel bankaávísanir og víxl-
ar, sem sjeu stórkostlega mikils
virði.
Norðurljósin.
Hvað eru þau hátt uppi í loftinu?
Á fundi stærðfræðinga í Höfn,
sem haldinn var um síðustu mán-
aðamót, hjelt norski vísindamað-
urinn C. Strömer fyrirlestur um
Norðurljósin. Hefir Strömer feng-
ist við norðurljósa-rannsóknir í
mörg ár.
Þegar „norðurljósamennirnir“,
sem Ikallaðir voru, voru við rann-
sóknir hjer á landi um síðustu
aldamót, var þeim mjög umhugað
um að geta fengið einhverja hug-
mynd um hvað ljósin væru langt
frá yfirborði jarðar. Þeir hjeldu
mjög spurnum fyrir því hvort
norðurljós hefðu nokkurntíma
sjest neðan við ský. En það mun
aldrei koma fyrir. Síðan hafa
menn komist að aðferð til þess
að mæla fjarlægð norðurljósa frá
jörðinni, og hefir Strömer pró-
fessor fengist við þær mælingar
í Noregi.
Hann hefir komist að raun um,
að fjarlægð ljósanna frá jörðu
er mjög mismunandi. 1 sunnan-
verðum Noregi eru norðurljósin
þetta 700—800 kílómetra úti í
geimnum, en í norðanverðum Nor-
egi 100—150 kílómetra frá jörðu.
SI marr
24 var«lsaiss
23 FouIbss,
27 Föflsberf,
Klapparstíg 2ð,
verður bestur ef þjer kaupið
rúgmjölið í
Sími 1393.
Trawlgarn
frá London Spinning Co. Ltd,
London.
Hi Wn a II
Sfml 720.
StarMúlka
óskast að Vífilsstöðum 1. okt
óber n. k.
Upplýsingar hjá yfirhjúkr-
unarkonunni, sími 265.
fer hjeðan á morgun klukkan 5*
síðdegis, austur og norður um.
land í 8 daga hraðferð.
STAKA.
Það er yndi að eiga hest
út um strindi að ríða,
jeg ímynda mjer það best
muni hrinda kvíða.
Jón á Þingeyrum.
8 'f M'J ARAGILDBAN
— Jeg skil ekki, hversvegna jeg ætti að svara
þessari spurningu.
— Verið þjer nú miskunnsamar, mælti hann í
bænarrómi, og svarið spurningu minni.
— Þá vona jeg, að þjer endurgjaldið það traust,
sem jeg sýni yður. Jeg er ekki trúlofuð George
Duneombe.
De Bergillae ljetti sýnilega í skapi. Phyllis gat
ekki annað en brosað að honum.
— Þjer gerið mig ákaflega glaðan með því að
segja þetta.
— Er það satt, herra minn?
— Það verður nú Ijettara að fást við málið hjer
á eftir. Duncombe skal ekki ónáða yður framar.
— En hann ónáðar mig alls ekki, þó hann vilji
tala við mig, sagði hún. Mjer þykir þvert á móti
mjög gott að fá að tala við hann.
— Þjer verðið að skilja það, að þetta er ómögu-
legt.
— Jeg skal heldur ekki fara fram á þetta aftur.
— Nú á jeg eftir aðeins eina spurningu, kæra
ungfrú. Þjer hafið víst ekki, svona af einskærri
forvitni, skoðað neitt í ferðakistur bróður yðar?
— Jú, það hefi jeg gert, svaraði Phyllis og
kinkaði kolli.
— Það átti að vera sfcjal nokkurt í annari
ferðakistunni. En það er horfið. Á því skjali var
þýðingarmikið mál, skrifað á þýskri tungu. Þjer
hafið líklega ekki þetta blað með höndum?
Phyllis kinkaði aftur kolli.
— Jú, jeg hefi tekið það, svaraði hún. Jeg
skildi ekkert hvað á því stóð, og jeg gat dkki skilið
hvernig það var komið í ferðakistu hans.
— Þjer hafið þetta skjal ennþá? spurði de
Bergillac, hinn áfjáðasti. Hafið þjer það hjer með
yður ?
— Jeg bað einn vin minn að geyma það, fyrir
mig, þegar jeg var í Englandi, sagði Phyllis og
hristi höfuðið.
— Hvaða vinur var það?
— George Duncombe.
De Bergillac þagnaði við, og varð hugsi um
stund.
— Haldið þjer að Duncombe geymi skjalið nógrt
vendilega?, spurði hann síðan.
— Það er jeg, alveg viss um.
— Það er líka nauðsynlegt. Viljið þjer skrifa
brjef til Duncombe og biðja hann í því, að afhenda,
mjer þetta skjal?
Phyllis hallaði sjer áfram og horfði fast í augu
Bergillac.
— Jeg þefeki yður ekki nægilega mikið, mælti
hún, og það er erfitt fyrir mig að segja um, hverjir
eru vinir mínir. Má jeg treysta yður?
— Jeg vil ekki segja : Eins vel og bróður yðar,
Því jeg hefi ekki leyfi til þess, en jeg get sagt, að
Þjer megið treysta mjer eins og þeim manni, sem
Iff yðar er dýrmætara en alt annað.
Phyllis brosti þrátt fyrir það, þó hann ræri
nokkuð tilgerðarlegur og öfgakendur, fann hún að
aðdáun hans var engin uppgerð.