Morgunblaðið - 19.11.1925, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Kiilii Tilkýrining’ar,
Reykjarpípur í miklu úrvali —
fást nú og framvegis í Tóbakshús.
inu, Austirstræti 17.
Hufldrsð ögsIu 11 á íslensHa íuasu
_________— eru ágæt tækifærisgjöf. —
öll smávara til saumaskapar, á-
samt ölíu fatatilleggi. Alt á sama
stað, Guðm. B. Yikar, klæðskeri,
Laugaveg 21.
Söngfjelagið Víkverjar. Æfing
í kvöld (fimtudag 19.) í barna-
skólanum. Stjórnin.
Pappin'spokar
■ W'gSl V.T'".
tferluf Clauaen.
Siml 39.
Molino
Sherry
Vinna. illlllllllll
Stúlka óskast til ljettra hús-
verka, óákveðinn tíma. Upplýsing-
ar á Vitastíg 13, uppi.
S I m«p
24 Terilunin
23 PohImb,
27 JoMSwrf
Kiappirstíy 'áS.
Galvaniserað járn
sljett.
^lÍffl v ÍSskiíti.
Lundafiður frá Breiðafjarðar-
eyjum nýkomið. VON.
fslenskt smjör á kr. 2.50 pr. % j
kg. fæst í verslun „Vísir“.
Egg nýkomin. Sykursaltað spað
k.jöt og læri. Reykt sauðakjöt
Kæfa, Tólg. — Ódýri sykurinn
Hannes Jónsson, Laugaveg 2&.
WALNUT BROWN
Sher«py.
Aluminiumpottar 2 kr. Blikk-
fötur 1.75. Kaffikönnur 3.25. —
Olíugasvjelar 14 kr. Hannes Jóns-
sen, Laugaveg 28.
Kartöflur, danskar, pokinn 8
kr. Gulrófur, ódýrar. Hannes
Jónsson, Laugaveg 28.
Brodrene Páhlmans
Handels-Akademi
og Sk rive-1 nsiiiut,
Stormgade 6. Kobenhavn
ízs. Elever til Vinterkursus
Aftenhold i flere Fa?. Indm. modt.
dagl. til Eksamenklassen Kl. 1—3
samt Mand Oosd, Fred. 5—8.
_____Forlawg Program.
í hinU fylsta samræmi við þetta
aeðsta stefnumál flokksbræðra
þeirra — að afnema eignarjett
einstaklinganna yfir fasteignum.
Þessvegna eru jafnaðarmenn allir
óskiftir nm það, að halda húsa-
leigul. í gildi eða Iáta reglu-
gerðir þeim samhljóða koma í
þeirra stað. Þeir vilja og leggja
á fasteignaeigendur sem allra
þyngsta sbatta. peim er það full-
ljóst, að með þssu móti stöðvast
húsbyggingar einstaklinganna að
meira eða minna Ieyti, að af því
leiða húsnæðisvandræði, og gera
því jafnframt þá eindregnu kröfa
til bæjarfjelagsins, að það reisi
vönduð hús, í stórum stíl, handa
húsnæðislausa fólkinu. Húsabygg-
ingar og eignarhald á fasteignum
vilja jafnaðarmenn þannig færa
smátt og smátt úr höndum ein-
staklinganna og í hendnr bæjar-
fjelagsins.
Bein andstæða jafnaðarmanna
eru hinsvegar þeir meðlimir hæj-
arst.jórnar< sem vilja veita ein-
staklingunnm sem hagstæðust
kjör til húsbygginga, vilja Ijetta
húsaleigulögunum og öðru oki af
húseigendum og gefa þeim, eins
;og öðrum mönnum, frjáls umráð
yfir eignum sínum og örfa þannig
framtak manna til húsabygginga
I— láta einstaklingana byggja bæ-
! inn.
En í bæjarstjórninni er og 3.
stefnan. Þeirri stefnu fylgja borg
arstjórinn og einhverjir fleiri. —
Þessir menn' vilja halda í húsa-
leigulögin eða láta reglugerð þeim
enn strangari koma í þeirra stað
Þeir segjast viljast bæta úr hús-
næðiseklunni með því að láta ein-
staklingana byggja, framfylgja
húsaleigulögunum af meiri strang
leika og varna því að fólk flytji
til bæjarins. Bæjarfjelagið segjast
þeir umfram alt ekki vilja láta
leggja fje í hixsahyggingarnar.
Þegar maður athugar þessa
stefnu, sjer maðúr strax, að hún
kemst í beina mótsögn við sjálfa
sig. Þeir sem henni fylgja, geta
ef til vill heft innflutning til bæj-
arins að einhverju leyti, en þeir
koma sennilega ebki í veg fyrir
fólksfjölgun í Rvík með löguxn
eða reglngerðum. Fólbinu mun því
fjölga og af því leiðir vöntnn á
húsrúmi. En þessi hús verða ein
hverjir að reisa. Þeir segja, það
verða einstaklingarnir að gera.
En þessir menn gera ekkert til
að afla einstablingunum lánsfjár,
þeir leggja á húseigendur háa
skatta, þeir halda í gildi hú.sa
leigulögum, þeir semja vitlausar
reglugerðir um það hvernig bæj-
arstjórnin og einhver fimm manna
nefnd eigi að ráðstafa húsnæðinu
í þeim húsum, sem einstakling-
arnir eru búnir að berjast við að
koma upp. Þannig taka þessir
menn í verkinu fram fyrir hendur
einstaklingana og boma alveg í
veg fyrir a$ nokkrum manni detti
| í hug að byggja hús til að leigja
öðrum.
Þessir menn segja: „við viljum
ebki láta bæinn byggja“, en með
eigin framferði gera þeir 'það al-
veg óumflýjanlget, shr. hreysin,
sfem hærinn er nú að hrófa npp
á Orímsstaðaholtinu.
Þegsi stefna er það, sem orðið
hefir ofan á í húsnæðismálinu í
hæjarstjórninni. Orsakirnar til
þess eru þær, að jafnaðarmenn,
sem eru í minnihluta í bæjarstjórn
ir. tii og hafa því ekki bolmagn til
þess að koma þar fram sinni
stefnu, hafa tekið stefnu borgar-
stjórans fegins hendi. Þeim hefir,
sem eðlilegt er, skilist að þetta er
11 raun og veru þeirra eigin stefna
í í öðrum búningi, því eins og jeg
hefi sýnt fram á, leiða báðar
stefnurnar að því leyti til sömu
niðurstöðu, að húsabyggingar ein-
staklinganna stöðvast og bæjar-
fjelagið verður að byggja.
Húsnæðismálinu og um leið bæj-
arfjelaginu er það Aikil ógæfa
að slík stefna skuli hafa orðið
ofan á í bæjarstjórninni.
Ef þeirri stefnu hefði verið
að ljetta húsaleigulögunum
og öðru oki, af húseigendum og
einstaklingunum gert fjárhagslega
viðunandi að reisa hús til að leigja
þau, mundi liafa verið mun meira
bygt og húsnæðiseklan stórum
minni, eða alls engin.
Ef stefnu jafnaðarmanna heíði
verið fylgt, að láta liið þunga
°k Lggja á húseigendum, stöðva
með því að meira eða minna levti
húsabyggingar einstaklirfganna, en
láta bæjarfjelagið í þeirra stað
reisa vönduð hús í stórum stíl,
jafnótt og naúðsyn krefði, mundi
það og hafa bætt úr liúsnæðisekl-
unni.
En með því að fylgja stefnu
þorgarstjórans; halda í gildi híisa-
leigulögum, þyngja álögurnar á
húseigendum og koma þannig al-
veÍL í veg fyrir að einstaklingarn-
ir byggi hús til að leigja, án þess
að bæjarfjelagið, eðá aðrir, taki
upp það starf í þeirra stað — er
stefnt beint út 1 sívaxandi og enda
laus húsnæðisvandræði.
Til þess að reyna að vera í sam-
ræmi við þá skoðun, sem aðal-
fylgjendur stefnunnar segjast
hafa, er einatt dregið að láta
bæinn byggja uns í óefni er kom-
ið. Þá er hrófað upp skúrum sem
kosta bæjarfjelagið stórfje. En
með þessu gengur bæjarfjelagið
svo sem ekki inn á þá braut að
Bók Amundsens
um póltlugið er komin. — Stórmerk bók með fjölda góðra rnynda
Bókav. Sigfúsar Eym&nndssoaiap.
A. & M. Smith, Limited,
Aberdeen, Scotland.
Storbritanniens störste Klip- & Saltfisk köber.
Fiskauktionarius & Fiskdampermmgler. _
Tel. A d rAmsmith, Aberdeen.
Koprespondance paa dansk.
iAotopkjöpape.
Petroleums og Raaoljemotoren „FINNÖY“ av de nye typer.,
utan vatninnspröy f/ng, leverast no til laage priser:
Stor
overkraft
Lite
oljeforbruk
jjagerlevering med forbehold millomsalg tilbydast:
2 stk. 100/120 HK. 2 cyl. Finnöy raaoljemotorar.
1. stk. 200/240 HK. 4 cyl. Finnöy Do.
1 stk. 45 HK. Stasjoner Dampmaskine.
Innhent offerta fraa:
ð.S. mis l. FHg ilorfaH, Finniu i Roiasflal, lorge.
Generalagent, konsul J. S. Edwald, Isafjord.
í
byggja, því alt eru þetta látnar
heita bráðabirgðabyggingar. Þeg-
ar „pólamir“ voru bygðir var
folkinu talin trú nm að þeir væru
aðeins til bráðabirgða; hið sama
er reynt að télja fólkinu trú um
meðan verið er að reisa skúr-
ana á Grímsstaðaholtinu. En „pól-
amir“ standa samt ennþá. Eftir
að þeir voru orðnir fúnir og fullir
af veggjalús og öðrum óþrifum,
kostaði bæjarfjelagið stórfje til
viðgerðar á þeim.
AKir vita að sama sagan mun
endurtaka sig með skúrana á
Grímsstaðaholtinu; engum lifandi
manni dettnr í hug að trúa því að
þeir verði notaðir aðeins til bráða
birgða. Eftir að húið er að kasta
fje bæjarfjelagsins í að reisa þessa
skúra, verður því á ný ausið í
viðgerðir á viðgerðir ofan og að
síðustu feosta skúrarnir bæjarfje-
lagið eins mikið, eða meira en ef
sæmileg hús hefðu verið hygð þeg-
ar í upphafi, og þó eru þessi
hreysi verðlítií eða verðlaus eign.
Jeg hygg' að fje því, sem bæj-
arfjelagið hefir vhrið og ver, til
þessara skúrhygginga sinna, væri
.betur varið ef því væri kastað
beint í sjóinn. Það er alkunna,
að eitt hið allra stærsta böl borg-
anna eru Ijeleg og óþrifaleg
húsakynni, hin svonefndu skugga-
eða fátækrahverfi, sem eru óþrjót-
andi uppspretta veikinda og aÖs-
konar Iasta; allstaðar í siðuðum
bæjarfjelögum er varið fje til þess
að vinna af alefli að því, að af-
nema þau, en hjer í Reykjavík
legguy sjálfur bæjarsjóður stórfje
í að byggja slík hverfi og munu
menn, þó seinna verði, sjá af-
leiðingar þess.
Mjer virðist því, að stefna sú,
sem meirihluti ~ bæjarstjórnar
fylgir í húsnæðismálinu, leiði til
ranglætis í garð húseigenda, sí-
vaxandi húsnæðisvandræða og sje
bæjarfjelaginu fjárhagslega 0g
jafnvel siðferðislega hættuleg.
H. J.
DAGBÓK.
Gunnar Gunnarsson skáld. Eft-
ir hann hafa komið út.tvær bæk-
ur nú, hvert árið eftir annað, önn-
ur í fyrra, „Leg med Straa“, og
nú fyrir stuttu framhald þeirrar
bókar, er heitir „Sldbe paa Him-
len“, báðar miklar bækur. Mor'g-
unblaðinu hafa verið sendar þær
til umsagnar, og mun þeirra
beggja getið í heild hjer í blaðinu
iunan skamms.
Lýra fer hjeðan í dag kl. 6 síð-
degis. Meðal • farþega eru: Krist-
ján Arinbjarnarson læknir og frú
hans, Ingvar Olsen trúboði, Yil-
helmsen kaupm., Stefán Pálsson
kaupm., Páll Zophóníasson skóla-
stjóri, O. J. Olsen trúboði og G.
Sigurðsson skipstjóri.
62 ára er í dag Árni Jónsson,
verkstjóri í Kveldúlfi. Hann hef-
ir haft þar verkstjórn á hendi í
fjölda mörg ár, og er gamall 0g
góðúr borgari í bænum og heið-
nrsmaðnr I hvívetna.
Úr Eyjafirði Var símað í gær.
að þar.hefði verið undanfarið af-
burða mild tíð, og væri eun. Var
t. d. 7 stiga hiti á Akureyri í gær-
morgun. Fje hefir ekki verið tek-
ið á gjöf ennþá, svo keitið geti,
og 'víða er unnið að jarðabótum
þaf, svo þýs er jörð enn.
Leikfjelagið. „Dvölin hjá Schöl-
ler“ verðixr sýnd í kvöld; er það
alþýðusýning að þessu sinni.
Togararnir. Engir Reykjavíkur-
togaranna munu nú vera úti
á veiðum. Þrír eru á leið frá Eng-
landi: Arinbjörn Hersir, Gull-
toppur og Ari. Seldi sá síðast-
nefndi afla sinn fyrir 799 sterl.-
pund. pcssum togurum verð-
ur lagt upp, þegar þeir koma.
Fjárhagsáætlun bæjarins. Frum-
varp til hennar er lagt fyrir bæjar
stjórnarfund í dag.
Barnaskólahúsið fyrirhugaða. Á
fjárhagsáætlunarfrumvarpinu era
tilfærðar 200 þús. kr. til barna-
skólans nýja. Leggur slcólanefnd-
in til, að byrjað verði á verkinu
við bygginguna eftir áramótin.
Hermóður k°m hingað í gær.
Dr. Kort K. Kortsen lieldur fyr-
irlestur í dag [ háskólanum uk
Limafjarðarskáldin (Jeppe Aa-
kjær), kl. 5—6. Aðgangur ókeypis.
GENGIÐ.
Rvík í gær.
Sterlingspund . .. 22.15
Danskar krónnr .. . . .. 113.94
Norskar krónnr .. . .. 93.43
Sænskar krónur .. . . .. 122.43
Dollar .
Franskir frankar .. . . .. 18.22