Morgunblaðið - 19.11.1925, Qupperneq 5
nrn.tm tm tm
MORGUNBLAÐIÐ
-■--- _ V— —, 4«^»
A.ukabl. Morgnnbl. 19. nóv. 1925
Thorvaldsensf jelagið
1875 —19. növembðf —1925.
ajjii |||||||||||!llii!il!ííliililllllllllll!l Í1IIIÍÍII1HÍIIÍIIIH1IIIIIIIIII11IIIIIIUI1IIIII11I1IIIIIIHI1IIIIIHII1IIIIIIHIIIIIIIHIIIIIIIIIIII1IIIIIIIIII1IHII111H1I9UI1IIIIHIIIIIIUII1IIIII1UI1IIIIIH1I1IIIII[II11IIII11ÍI1I
1 / ðag er Thorvaldsensfjelagið 50 ára,og birtist hjer starfssaga fjelags- ins, eftir frú Jónu Sígurjónsdóttur
nllil lllllllllllllllllil!llllEI!!l!ll!l!lil llllllllllllllilllllllllllllllllilllllilll M!
FYRSTA STJÓRN T H O R V A L’D SENSFJELAG SINS.
Frú Jarþrúður Jónsdótjtir.
Stofnun fjelagsins.
Fyrir 50 árum síðan voru uokkr
ar konur saman komnar, til að
binda blómsveiga úr íslensku lyngi
— til þess að skreyta með Austur-
völl við afhjúpun minnisvarða
Thorvaldsens, á afmælisdag hans,
19. nóvember.
Margar eru þær dánar nú, sem
þar voru að verki.
Frú Þóru Thoroddsen (Pjeturs-
dóttir, biskups), kona Þorvaldar
Thoroddsens, fórust þá orð á þá
leið, að gaman væri nú fyrir þær
að geta tekið höndum saman og
gert eitthvað til almenningsheilla.
Tóku hinar vel undir þetta, og
var fjelagið þarna stofnað með
24 konum, og- gefið Thorvaldsens-
nafnið. Er það fyrsta kvenfjelag-
ið á Suðurlandi, og eina kvenfje-
lagið á landinu, sem lifað hefir
sín 50 ár.
Frú Elín Stephensen.
Frú Elín Stephensen, lands-
höfðingjafrú, er eina konan eftir
í fjelaginu af stofnendum þess.
Margar eru dánar, og hinar eru
&engnar úr því.
Fyrstu störf.
Konur þessar Ijetu ekki sitja
við orðin tóm og framkvæmda-
leysi, því strax þarna á fyrsta
Frú Þórunn Jónassen.
fundi lögðu þær 2 kr. hver á borð-
ið og lofuðu ljerefti og notuðum
fötum, þar sem það var þegar
samþykt að sauma skyldi föt
handa fátæklingum fyrir jólin, því
að fátækt var hjer mikil þá. Og
þær saiunuðu 106 flíkur og út-
býttu á milli yfir 20 heimila fyrir
jólin 1875.
Fyrsta stjórn.
Margt hefir þetta fjelag vel
unnið og mörgu þörfu hreyft, sem
drepið skal á síðar, en það hefir
verið sem þegjandi samþykt fje-
lagsins, að hafa ekki hátt um sig.
Frú Þórunn Jónassen var for-
maður fjelagsins frá því það var
stofnað og þangað til hún dó 18.
apríl 1922. '
Frú Jarþrúður Jónsdóttir og
frú Þóra Thoroddsen skipuðu
fyrstu stjórnina með henni.
Frú Þórunn Jónassen.
Nafn hennar verður altaf efst
á blaði í sögu Thorvaldsensfjelags
ins; þannig fórst henni formensk-
an úr hendi.
Hún var dóttir Pjeturs amt-
pianns Hafsteins og systir Hann-
esar Hafsteins. Hiui var fædd á
-Ketilsstöðum á Völlurn áriít 1850,
og var faðir hennar sýslumaður
þar eystra, en varð litlu síðar
amtmaðu>, og flutti þá til Möðru-
valla í Hörgárdal. Frú Jónassen
misti móður sína, þegar hún var
6 vikna gömul, og var hún frá
þeim tíma ýmist hja frú Jónsson,
konu Eggerts Jonssonar læknis á
Akureyri, eða hjá föður sínum á
Möðruvöllum. Um 14 ára aldur fór
hún til Kaupmannahafnar og var
við nám í nokkur. ár. paðan kom
hún til Reykjavíkur og giftist
hjer 1871 dr. J. Jónassen land-
lækni.
Með formensku sinni í Thor-
valdsensfjelagínu gat hún sjer
Frú Þóra Thoroddsen.
þess orðstýrs, er ekki deyr, á með-
an að það f jelag lifir eða saga þess.
IIún var þar elskuð og virt af
öllum fjelagskonum. Þar unnu all-
ir sem einn maður. Þar var aldrei
ein höndin upp á móti annari.
Venjulegast var það svo, að það,
sem hún vildi, var sjálfsagt; en
þegar einhver uppástunga kom,
sem fór í aðra átt, þá náði hún
fram að ganga fyrir því. Hún
kunni ekki að berjast með agita-
sjónum og ræðuhöldum, en var
rjettsýn og friðelskandi, um leið
og hún var viljaföst og gætin.
Þegar fjelagið var 25 ára færðu
fjelagskonur henni merki fjelags-
ins, haglega gjört úr gulli. (Merk-
ið er lítil brjóstnál, Th. í lögun,
seirt konurnar báru lengi vel á
fundum, og var það annars altaf
úr silfri). Utan um sjálfa brjóst-
nálina var falleg umgjörð og á
hana letrað: Frú Þ. Jónassen.
Þakklæti fyrir ötulá forstÖðu og
samvinnu í fjelaginu.
Einnig færðu þær henni kvæði
þetta, sem ort hafði og letrað B.
Gröndal, og mun það ekki hafa
verið prentað fyr:
Hvað gleður oss á góðri stund,
og glaurn og kvæði vekur?
Hvað lífgar okkar fjelags fund,
og fæð á burtu hrekur ?
Það ertú ein, þú fræga frii!
vjer fylgjum góðum vanda,
að heiðra þig af hjarta nú
og hreinum vinar-anda.
Því þú varst okkar stoðin sterk,
frá starfs vors fyrstu dögum;
vjer munum æ þín elsku verk,
sem eyddu sorgar högum;
því marga þjáir.mreðan vönd,
og margur flestu gleymir,
en margur þína hjálpar-hönd
í hjarta sínu geymir.
pví svífur okkar andi nú
í unaðssælum draumi
til þín, vor hjartans heilla frú,
með hreinum ástarglaumi,
og minnist nú á stöðugt starf,
og sterkan mátt og vilja,
sem margur ætti’ að fá í arf,
og æfiverkið skilja.
En þó að vjer nú látum lof
í ljóðum þessum hljóma,
vjer vitum það er ei um of,
það alla þolir dóma;
því fyrst við Ijóð og fagran söng
úr fylgsnum hjartans streymir
það alt, sem geymdi æfin löng,
og alla fegurst dreymir.
Vjer færum þjer af heilum hug
cg hjarta lítið merki,
til minningar um dáð og dug,
sem dafna ljestu í verki.
í ást og trú um alla tíð
það á þjer vel mun skarta,
því fvlgi lán og blessun blíð,
þess biðjum vjer af hjarta.
Þegar hún dó, var hún hörmuð
eins og góð húsfreyja, sem deyr
frá stóru heimili. Þeim fanst
mörgum að fjelagið myndi falla
saman við slíkan missi; en þegar
þær gáðu betur að, hlaut minn-
ingin um hina gáfuðu og göfug-
lyndu konu, þennan elskaða for-
mann, að gefa þeim vilja til að
taka nú höndum saman og vinna
áfram í sama anda.
Þó að hún gæfi fjelagi sínu svo
mikið af starfskröftum sínum,
vanst henni þó tími til að inna af
hendi ýms önnur störf í þarfir
annara nytsamra fyrirtækja. T. d.
var hún stofnandi Húsmæðrafje-
lagsins, og formaður þess alla tíð.
I bæjarstjórn sat hún árin 1908
t-il 1914. Þá var hún fyrsti full-
trúi Thorvaldsensfjel. í LaiJds-
spítalasjóðsnefndinni, og þar hlaut
hún það hlutverk að verða gjald-
keri sjóðsins, og það var hún með-
an hún lifði. — 1000 kr. gaf fje-
lagið Landsspítalasjóðnum í minn
iugu um hana.
í dag er hennar minst í fjelag-
inu með heilum hug og þakklát-
um. Guð blessi minningu hennar.
Sunnudagaskólinn.
Ekki eru til neinar nákvæmar
skýrslur yfir hin ýmsu störf fje-
lagsins fyrstu árin; en af þeim
brotum, sem til eru, má þó ráða í
margt, og víst er það, að enginn
viðvaningsbragur var á byrjun-
inni.
Árið 1876 stofnuðu þær til
sunnudagaskóla fyrir stúl'kur, sem
ekki höfðu aðra daga frí til að
læra, og voru það einkum vinnu-
konur, er skólann sóttu. Nemend-
ur voru 25, og kent var: handa-
vinna, svo sem allskonar sauma-
skapur og M0Ón, og ennfremur
íslenska, danska og reikningur.
Kent var í gamla barnaskóla-
húsinu og stóð skólinn í tvö ár, en
þá hætti hann, af því, hversu Ula
stúlkurnar sóttu tírnana.
Saumaskólinn.
| 1877 stofnuðu þær saumaskóla
fyrir fátæk stúlkubörn og stóð
hann með blóma frá 1877 tU 1906,
en þá byrjaði handavinnukensla í
barna skólanum. Byrjað var með
32 nemendum, sem brátt var fjölg
að upp í 72, og síðustu árin voru
nemendur 96. Þarna var kent ljer-
eftasaum, prjón, hekl, krosssaum-
ur, klæðasaum, að merkja föt o.fl.
Fjelagskonur kendu sjálfar, enda
hafði fjelagið á að skipa mentuð-
ustu og bestu konum bæjarins.
Fatagjafimar áfram.
Oll þessi ár hjeldu fjelagskonur
því áfram að sauma föt fyrir jól-
íli og útbýta meðal fátækra. Saum-
uðu þær til skiftis hver hjá ann-
ari, eða þær þá komu saman hjá
frú Jónassen.
Jólatrje.
Fyrir aldamót byrjuðu þær á
að hafa jólatrje og jólaglaðning
fyrir fullorðna eða börn; sjálfar
logðu þær til matinn og kökurn-
ar með kaffinu. petta var lengi
gert árlega; svo var síðar breytt
til við og við, og ákveðinni pen-
ingaupphæð frá fjelaginu skift á
milli fátækra fyrir jólin.
1
1 }
Laugahúsið bygt.
Fyrst þvottahúsið við Laugarn-
ar bygði fjelagið árið 1888; það
kostaði kr. 1315,79, og var endur-
bætt mikið árið eftir. Gáfu þær
bænumþaðseinna. Mörg konanmun
þá hafa hugsað með hlýjum hug og
þakklátum tii Thorvaldsensfje-
lagsins, sem með slíkri framtaks-
semi og dugnaði hafði veitt þeim
þak yfir höfuðið, meðan þær
þvoðu þvottinn sinn inn í Laugum.
Fjelagið gekst líka fyrir því að
byrjað var á að keyra þvottinn
inn í Laugar; áður var ekki um
annað að tala en að bera hann á
bakinu, og þegar best ljet ekið í
hjólbörum.
Samverjinn.
Árin 1896 og 1897 var hjer mik-
i! fátækt, og stofnaði fjelagið þá
til matgjafa handa fátækum, báða
veturna. Sjálfar komust þær svo
að orði í skýrslu frá þessum tíma,
a? þetta hafi verið nokkurs konar
„Samaritan“. Byrjuðu þær á mat-
gjöfunum um nýárið og hjeldu
þeim áfram fram yfir páska. Út-
hlutað var 80 skömtum á dag, og
þiggjendum skift í tvo hópa, sem
komu sinn daginn hvor og sóttu
matinn.
Varð fjelagið þannig fyrst allra
til að koma hjer á fót slíkri starf-
semi, sem Samver jinn hefir nú.
Fyrra árið var maturinn eldað-
ur og honum úthlutað í hinum
svo kölluðu frönsku húsum, sem
þá stóðu á hinnm alþektu bruna-
rústum við Austurstræti.
En seinna árið var unnið að
matgjöfimum í kjallara hjá frk.
Ingibjörgu Bjarnason, sem lengi
var í fjelaginu, og ljet því hús-