Morgunblaðið - 20.11.1925, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Nýkominii s
Strausvkur
í 45 Ug. sekkjum.
Gafubáturinn Denford
er til leigu yfir í hönd farandi vetrarvertíð.
Báturinn er 77 smálestir að stærð og er útbúinn
til lóða og netaveiða. Hann hefir 135 hestafla
vjel, gengur 9 mílur og eyðir aðeins 7 smálestum
af kolum yfir vikuna við veiðar.
Allar upplýsingar um gufubátinn gefur
Jón Þór.
Akureyri. Sími 112.
Nytizku verksmidja, sem býr
til hurdir, glugga, tröppur og
úlihúsgögn (í listihús og blóm-
garóa) úr fyrstaflokks gufu-
þurkadri furu.
Vtrdlisli sendur þeim %r óska. Samband óskast vid útsölúmenn og umbodsmcnn.
Sandvika »t. pr. Oslot Norge
K a u p i d
Paniher
S K Ó
sern eiu fallegri, sterkari
og fara betur með fótinn
en annar skófatuaður.
5
Einkauiuboðsuieijn.
Þótt þjer leitið
alstaðar, þá finuið jjjer hvergi
lægra verð á leir- og postulíns-
vörum eu i verslunin ÞORF
Hveríisgötu 56 — Sími 1137
Verslið þvi við hana.
Bannfæringar Brynleifs.
IpSSDKflRj
KoxtnitiijwDk atABnAU
Vallarstræti 4. Laugaveg 10
Konfektslcrautöskjur
nýkomnar, aiðasti Parísarmóður.
Franskt
nnu\
svart
albesta tegund.
Mislit klæði í mötla.
Peysufatasilki.
Silki í upphlutaskyrtur.
Svuntusilki.
Kvenslifsi,. fjölbreytt úr-
val.
Silkiflauel, falleg, og
margt annað tilheyrandi
ísl. þjóðbúningnum.
Vandaðar vörur og vel
valdar.
Ds*áttur
um pipuorgel fiíkiikjunoar í
Hafnarflrði fór fram 15. þ. m.
og kom upp nr. 333.
Handhafl þessa númers gefi sig
fram innan ársloka.
Orgelið verður bráðlega tekið
úr kirkjunni vegna breytinga á
henni.
17. nóvember 1925.
STJÓRNIN.
góð tegund í yflr 30 litum.
Kr. 8,50 pr. V*
1
&
gd.
pooooooooooooooooo
Molino
Sherry
oooooooooooooooooc
DOWS |
PORTVIN
er vfn hinna vandlátu. •
I
í októberblaði „Templars“ þ. á.
ritar Stórtemplar greinarstúf, er
hann nefnir „Morgunblaðið og
Mentaskólinn.“ Getur hann þar
um. „nafnlausa grein“, er staðið
hafi í Mbl. seint í ágúst og kall-
ast „Takmörkin.“ Barmar hann
sjer fyrst og fremst út af því, að
sjer sje ekki meir en svo ljóst,
hvað greinarhöf. „eigi við“ með
fyrirsögn greinarinnar, en býst þó
helst við, að hann „hafi í hyggju“
að steypa sjer úr Stórtemplara-
sessinum.
í umræddri Mbl.-grein var með-
al annars spurt að því, hvar tak-
mörkin væru fyrir frekju og ófyr-
irleitni sumra „forsprakka“, er
nú þykjast kjörnir til að bera
hin og þessi áhugamál eða „vel-
ferðarmál“ fram til sigurs — hve
lengi þeim ætti að haldast uppi
órökstuddar svívirðingar við ein-
staka menn eða stofnanir. Og þar
átti herra Brynleifur Tobíasson
vissulega sinn hlut óskarðan. Það
er nú ekki ráð fyrir því gerandi,
að meðalgreinda menn hafi skort
skilning á þessum orðum Morgbl.
og eflaust mundi Stórtemplar
halda því fram, ef annar ætti í
hlut en hann sjálfur eða bann-
maðúr, að slíkur sljóleiki stafaði
af ofnautn áfengra drykkja eða
jafnvel megnri drykkjuskapar-
óreglu, svo ör sem hann nú er
í ályktunum sínum.
Um yfifvofandi samsæri gegn
sjer af hálfu Morghl. má Br. T.
vera alls óhræddur. Það er skoðun
, vor, að það sje enn ekki útsjeð
|Um það, hve mikið „gagn“ - hann
í hefir gert og kunni að gera Good-
. templarareglunni — og sjálf
jverður Reglan að fá sjer fyrir-
liða og bera síðan áhyrgð á þeim,
en ekki vjer eða aðrir fyrir henn-
ar hönd.
Svo vill hr. Br.T. spyrja „þenn-
an greinarhöfund, hvort hann sje
svo ókunnugur í Mentaskólanum,
að hann viti eigi um drykkjuskap
þann, er þar hefir átt sjer stað,
síðast í fyrra, og það ekki í lítil-
fjörlegum stíl....“
Hjer herðir þá Stórtemplar á
stóryrðum sínum og brigslum á
hendur Mentaskólanum, er Mbl-
greinin í sumar einmitt gerði að
umtalsefni ásamt öðru. Og vjer
þykjumst svo „kunnugir í Menta-
skólanum“, að vjer getum nú
sem fyr og óhikað kallað þessi
öfgafullu ummæli Br. T. róg-
mælgi eina.
Það vita víst allir, sem vita
vilja, að í Mentaskólanum hefir
hin síðari árin mátt heita fyrir-
myndarregla, einkum ef þess er
gætt, hversu afarerfitt alt eftirlit
er þar nú orðið vegna hins sí-
vaxandi nemendafjölda (nú hátt
á 3. hundraði); svo góð regla, að
óvíst er, að hún sje öllu hetri í
,,Reglunni“ sjálfri — þ. e. undir
handarjaðri Br. T. Og vjer munum
sannleikanum þar fult svo trúir
sem Stórtemplar sjálfur í grein
sinni í sumar, „Skólarnir og Regl-
an“, þó að honnm virðist nú
orðið eitthvað órótt út af ein-
hverju ,,samviskuónæði“, er hann
hafi með skrifum sínum gert oss
eða „vissum flokki manna.“ —
Nei, nú má hinn virðulegi Stór-
templar ek'ki fara að ímynda sjer,
að hann sje nein siðvöndunar-
svipa, er forsjóninni hafi þókn-
ast að smíða á brotlegt bak ná-
ungans. pað er tilviljun ein, star-
blind að vanda, er hreykt hefir
Br. T. upp í Stórtemplarasessinn,
og hann hefir ekki verið viðbún-
ari þessum vanda en svo, að hann
hefir þegar misskilið hlutverk sitt
herfilega.
Herra Br.T. virðist annars hald-
inn svo mikilli bannfæringarsýki,
að illgerlegt er að eiga orðastað!
við hann. Hann kallar það um-
svifalaust drykkjuskaparóreglu og
óþolandi hneyksli, ef menn hragða
vín, jafnvel þó að það sje í hinu
mesta hófi og lögum sam'kvæmt;
og hann heimtar þá auðvitað,
að slíkir menn sjeu tafarlaust
reknir úr ríkisstofnunum — skól-
um að minsta kosti. Ef til vill
gæti hann eitthvað „áttað sig“
á þessari „fylliríisflugu“ sinni, ef
hann gæfi sjer tíma til að athuga
ofurlítið gengi áfengisbannsins
og uppeldisgildi í öðrum löndum.
Yæri þá ekki nógu gott að gjóta
hornauga til skýrslu finsku lækn-
anna, er fyrir skemstu var birt
hjer í blaðinu?
Af þráttnefndri grein Stórtempl
ars í sumar og ítrekuðum orðum
hans nú í október, verður varla
annað ráðið, en að drykkjuskap-
aróreglan sje svo megn í Menta-
skólanum, að við ekkert verði
ráðið; kennarar og nemendur
fiækist þar „fullir“ hver fyrir
öðrum og alt sje á ringulreið. En
getur þetta nú verið sannfæring
mannsins? Eða væri það ekki
,sannleikstrúrri‘ bindindishetju bet
ur sæmandi, að tilgreina skýrt og
skorinort syndaselina, svo a'ð ekki
flytu þeir þá allir með, ef einhver
kynni að finnast „rjettlátur ?“
Oss þykir harla ólíklegt, að at-
ferli Br. T. geti orðið Good-templ-
arareglunni til góðs. Og ekki er.
hitt stórum líklegra, að hannvinni '
Mentaskólahugmynd Norðlinga
gagn með mannskemmandi árás-'
um á Mentaskólann í Reykjavík. j
Stórtemplar er svo hugulsamur|
í síðasta „Templar“ að vona, „að
greinarhöf. (þ. e. í Morgunhl.)
þekki betur takmörkin milli
sannleika og ósanninda, sæmilegs
ritháttar og ósæmilegs, næst þeg-
ar hann stingur niður penna.... “
Vel hugsað og lýsir ótugtar-
lausu (!) innræti Stórtemplars.
En einhvern veginn væri það nu
samt ekki óviðfeldnara, að hann
reyndi sjálfur að þrifa agnarogn
til fyrir heimadyrunum, áður en
hann fer að leggja öðrum lífs-
reglurnar.
Húsmæður!
Munið ávalt að biðja kaup-
mann yðar um Gerpúlver,
Eggjapúlver, dropa og krydd
alskonar frá Efnagerðinni —
því þá fáið þjer það besta,
sem hægt er að fá.
Eæst í öllum verslunum.
Efnagerð Reykjavikur
Simi I7SS.
■ r H
á meðalmann til sölu
á kr. 125.00.
A. S. í. vísar á.
I
er skrautkassi með indælu Rown-
tree’s konfekti i
Landstjarnan.
ENRIQUE MOWINCKEL
Bilbao (Spain)
— Stofnað árið 1845 —
Saltfiskur og hrogn
Simnefni: »Mowinckel»
Prjóna-
námskeið.
, Byria^ verður að kenna
vjelprjón á »Claea«-prjónavjelar
þriðjudaginn þann 24. þ. m.
Námskeiðinu veitir forstöðu,
sem að undanförnu frú Valgerður
Gíaladóttir frá Moafelli.
Þær stúlkur, sem enn ekki
hafa sótt um ken9lu, en hugsa sjer
að verða á námskeiðinu gefi sig
fram aem fyrst.