Morgunblaðið - 15.12.1925, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.12.1925, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ 6 sloans -^FAMILIE<>- LÍNIMENT SIoa n s er lang átbreiddasta „Liniment'* i heimi, og þásandir manna reiða aig á það. —. Hitar strax og linar verki. Er boriö £ án núning8. Selt i öllum lyfjahúðu'n — Ná kvæmar notknnarragl- nr fylgja hverri flöskn. CKX><>>C><>0<XXXX><X>0<><>0<XK><><><XX>><XX><>0<X><: Biðjið om tilboð. Að eins heildsala. Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaupmannahöfn. — Eik til skipasmíða. Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð. P. QJ. 3acobsen S 5ön. Timburverslun. Kaupmannahöfn C, Carl-Lundsgade. Stofnuð 1824. Símnefni: Granfuru. New Zebra Code. ^OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Fiður °g ðúnn nýkomið i Vöruhúsið. jettu að vera sem einskonar tillag frá bæjarsjóði, en mest af fjenu til bygginganna yrði fengið að láni. Ljet hann þá skoðun í ljósi, að bær- inn gæti síðan selt húsin er þau væru komin upp. (Væntanlega fá-| tæka fólkinu, sem ekki gat' borgaöi þau). Iðnskólastyrkinn vilja jafnaðarmenn hækka um 500 kr. í kr. 2500. en jafnframt gera það að skilyrði að hæjarstjómin tilnefni tvo menn í skólanefnd. — Þar var Þorbergsmálið á ferðinni. Mintist hann á íslenskukensluna í Iðnskól- anum og Þorberg og taldi óhjá kvæmilegt, að bæjarstjórnin hefði „eftirlit með því að eigi vœri neinn pólitískur kltkuskapur í skólanum.“ Er hann hafði þetta mælt, brostu margir er á hann hlýddu. Næst talaði hann um kvöldskóla verkamanna, eins og engum dytti í hug að þar væri neinn „pólitískur klíkuskap- I ur‘ ‘ á ferðinni. Láðst hefði að | geta þess við bæjarstjórn að skól- |inn væri lifandi. Það „næði vitan- lega engri átt, að þetta væri póli- tískur skóli“, sagði Hjeðinn. — (Rjett er að taka það mál út af dagskrá þangað til ,skólaskýrslan‘ er komin). Skólinn byrjaði þ. 1. nóv. í ár, að því er Hjeðinn skýrði frá. v Að endingu eyddi Hjeðinn all- löngum tíma í að skýra frá því, að „við jafnaðarmeim“ gæitum ekki veitt söngflokk K.P.U.M. ut- anfararstyrk, nema söngflokkur- inn breytti um nafn. Söngflokk- urinn mætti með engu móti koma til útlanda, ef hann kendi sig við trúboðsfjelag. Talaði hann fjálg- lega um þá „óhæfu“ að áliti jafn- aðarmanna. Gunnlaugur Claessen tók næstur til máls. Hann hóf mál sitt með því að fara nokkr- um kvörtunarorðum um einstæð- ingsskap sinn. Tillögur hans hefðu fengið hinar dauflegustu undir- tektir hjá fjárhagsnefnd. | Frásögn um tillögur hans og einstæðingsskapinn verður að híða næsta blaðs, Nýtt flug yfir Atlantshafið. Enska blaðið „Daily Mail“ frá 30. nóv. s. 1., skýrir frá því, að í byrjun næsta árs verði gerð til- raun að fljúga yfir Atlantshafið, og ef flugið heppnast, verði senni lega haldið áfram og flogið um- hverfis jörðina. Eru það þrjú lönd, England, Ítalía og Þýska land, sem ætla að vera saman um þessa tilraun. Verða flugmennirnir | ítalskir, flugan sjálf eftir þýskri | fyrirmynd, en mótorinn enskur. Flugvjelin, sem ætlast er til að jnota, er nú fullgerð og hefir farið j nokkur reynsluflug í Pisa. Er hraðinn 125 mílur enskar á klst., i og gétur flugan flogið 2000 ensk- ar mílur, án þess að lenda. STAKA. Haustvísa. Máir flos af sumar-seim sárkalt gos úr veðra-heim. Dofna bros um bláan geim, baldinn rosi hnekkir þeim. Jón frá Hvoli. DE HUSKER NOK AT BRYGGE JULE0L AF GAMBRIN Gambrin fæst í heild- og smásölu í Verslunin Qoðafoss og hjá R. P. Levu liluirir! — Kaffi- og súkkulaðistell, 30 teg., frá 10—110 kr. Matarstellin fallegu. — Þvottastell. Kökudiskar. — Ávaxtaskálar. — yínglös allskonar. Hnífapör, margar teg. — [Vatnsglös með skrautstöfunv alt stafrófið. — Barnadiskar og bollar með myndum. Barnaleikföng, stórt úrval og ódýrt, t .d. um 100 teg*. Dúkkur frá 0,25—25,00. Bílar, 30 teg., frá 0,50—7,50* Jólatrjesskraut allskonar. — Barnakerti. Spil stór, 0,65—3,50. — Myndabækur. Munnhörpur 0. m. m. fl. K. Einarsson & Björnsson Bankastrseti II. Sími 915. Best aö uersla uið Œhúsil VÍKINGURINN. — Hvað hefir þú dirfst að gera? Æðarnar á and- liti óberstans þrútnuðu og urðu eins og snúrur lægju *m ennið. — Þetta er einn liðurinn í lækningum mínum, sagði Blodd með dálítilli undrun. — Jeg var búinn að gefa skipun um, að hann mætti hvor'ki fá mat eða drykk fyr en jeg leyfði. — Það hefir óberstinn ekki sagt mjer. — Sagt þjer? Hvemig átti jeg að segja þjer það, þegar þú varst ekki viðstaddur? — En hvernig átti jeg þá að vita hvaða skip- anir þjer hafið gefið? Það eina sem jeg sá, var það, að einn af þrælum óberstans var að deyja. Jeg sagði við sjálfan mig, að það væri skylda mín að gæta eigna óherstans. Þessvegna gaf jeg manntetrinu ofur- lítinn vatnsdropa og varði bakið á honum fyxir sól- argeislunum. Var það ekki rjett? —« Rjett? Bishop hafði nær því mist málið, og kom það þó ekki oft fyrir. —. Verið þjer rólegur, í guðs bænum, herra óbersti, annars eigið þjer á hættu að fá flogaveiki. Bishop svaraði engu, en ruddist að Pitt og svifti pálmablaðinu af baki hans. — í nafni mannúðarinnar, sagði Blood, aðvara jeg------ —• Þögn, þrumaði Bishop. Og farðu þína leið. Komdu ekki nálægt fanganum fyr en jeg gef þjer leyfi tfl, ef þú ekki vilt hafa sömu meðferðina. Hann var nú svo reiður, að hann pataði og fálmaði út í loftið í ósjálfræðis tryllingi. En Blood veik ekki fet. Hann leit með mestu rósemi á óberstann og hóf máls á ný. — 1 nafni mannúðarinnar, endurtók hann, bið jeg yður að lofa mjer að reyna að lina þjáningar fang- ans, annars sver jeg það, að jeg skal ekki snerta höndum að neinum læknisstörfum framar hjer á þess- ari bölvaðri eyju. Bishop var nú svo forviða, að hann tók andköf. Loks öskraði hann: — Drottinn minn! Dirfistu að standa nppi í hár- inu á mjer? Ertu að ógna mjer? — Já, jeg geri það. Blood leit djarflega á óherst- ann. Hann leit um stund á lækninn, og sagði svo: — Jeg hefi verið of mildur við þig. En jeg ætla að bæta fyrir það. Jeg ætla að láta lemja þig þar til ekki er skinntrefja eftir á hryggnum á þjer. — Einmitt. En hvað haldið þjer, að landstjórinn segi við því? — Þú ert ekki eini læknirinn á eyjunni. Nú hló Blood hjartanlega. Þjer vitið vel, a® landstjórinn vill ekki heyra annan lækni' nefndan. — Verðir þú lifandi, þegar svertingjarnir míni^ hafa skilið við þig, þá kann að vera, að þú hafii; vitkast ofurlítið. Bishop sneri sjer að svertingjunum og gaf þeú» skipun um eitthvað, en skelfilegt drynjandi hljóð y£- irgnæfði rödd hans. Bishop hröfck við, og hið samaj gerðu fangarnir tveir, og sömuleiðis svertingjarnir. Og allir litu þeir til hafsins. Skipið var nú komið fast að varnarvirkjnnum, en það lítið, sem af því sást, var hulið í reykjar- mekki. En þó sán þeir, að enski fáninn var dreginn niður, en npp var dreginn í hans stað kastilin-fáninn. — Sjóræningjar! öskraði Bishop. Sjóræningjar! Rödd óberstans lýsti hæði hræðslu og drápsgrimd, og augun lýstu óhemjulegri reiði. Svertingjarnir hansi störðu á hann og glottu heimskulega. 8. KAFLI. Spánverjarnir. Skip það, er fengið hafði leyfi til að sigla í r® og friði inn í Carlisle-flóann, undir fölsku flaggi, váí] £ raun og veru spánsikt sjóræningjaskip.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.